31.7.2023 | 13:41
Líkur á rigningu á Suðurlandi eru að jafnaði 6 á móti 4.
"lítt skiljanleg er þessi ásókn manna í það að halda útihátíðir á Íslandi", skrifaði Jónas stýrimaður hér um árið. "Það er eins og menn haldi að það rigni aldrei nema 17. júní", bætti hann við.
Líkurnar á rigningu á Suðurlandi eru um það bil 6:4, rigningunni í vil ef marka má veðurgðgn.
Á sínum tíma datt Einari Bárðarsyni það einu sinni í hug að standa fyrir endurkomu Sumargleðinnar á útíhátíð í Galtarlækjarskógi og veðjaði á að það yrði þurrt.
En líkurnar fyrir að tapa veðmálinu reyndust auðvitað yfirsterkari, og rigning skemmdi fyrir.
Raunar rigndi ekki til vandræða á sjálfum mótstaðnum, en hins vegar hressilegar nær Reykjavík.
En það var nóg til að gera usla í áætlunum Einars.
Viðbúin öllu veðri um verslunarmannahelgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.7.2023 | 13:19
Fimm Sjálfstæðisþingmenn voru á móti stjórn Ólafs Thors 1944.
Það er ekki alveg nýtt fyrirbrigði að þingflokkur Sjálfstæðismanna klofni um ríkisstjórn undir forsæti síns eigin formanns.
Það gerðist sjálft lýðveldisárið 1944 haustið eftir lýðveldishátíðina og voru fimm Sjálfstæðisþingmenn í stjórnarandstöðu gagnvart Nýsköpunarstjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Sósíalistaflokksis, sem var þriggja flokka stjórn þvert yfir miðjuna, rétt eins og ríkisstjórnin er nú.
Með þessari stjórnarmyndun hjó Ólafur á tveggja ára hnút, vegna ósættis hans og Hermanns Jónassonar, sem olli því að mynduð var utanþingsstjórn.
Stjórnin hafði samt tryggan þingmeirihluta og baðaði sig í tvö ár í því að nýta gríðarlegar innstæður erlendis vegna mikils stríðsgróða.
Utanríkisstefnan var ekki vandamál til að byrja með, því að fyrsta árið voru ekki komin fram þau ágreiningsefni, sem hrönnuðust upp í upphafi Kalda stríðsins.
Klaufaleg beiðni Bandaríkjamanna um að fá til allrar framtíðar land fyrir þrjár herstöðvar hér á landi, í Keflavík, Skerjafirði og Hvalfirði var víðsfjarri hugmyndum flestra um hlutlaust lýðveldi, en þegar Bandaríkjamenn fóru fram á leyfi til borgaralegrar aðstöðu á Keflavíkurflugvelli, komu óvæntir brestir fram í afstöðu stjórnarflokkanna, sem ollu missætti og stjórnarslitum.
Ekki skemmt yfir viðbrögðum stjórnarliða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1984 gerðist það í gosi í Gjástykki norðan við Kröflu, að myrkvuð jörðin rifnaði líkt og upp kom líkt og eldrauðir hnífsoddar, sem skárust æ lengra í gegn og sameinuðust í miklum eldvegg.
Þetta var og er enn í fyrsta og eina sinn sem kvikmyndir hafa náðst af þessu fyrirbæri og í framhaldinu af því flóð hraunsins út úr sprungunni og jafnvel ofan í hana aftur!
Sköpun jarðarinnar og rek meginlandsflekanna urðu þarna til svo að bæði var um að ræða minningar sjónarvotta og skýrar myndir.
"Gjáin milli heimsálfa" á Reykjanesi syðra bliknar í samanburðinum. Engin samtímavitni né samtímamyndir. Gjáin sú arna er full af sandi og ekki er vitað upp á dag, hvað þá mánuð eða ár, hvenær þetta gerðist.
Fyrir um tuttugu árum kom sendinefnd frá alþjóðlegum samtökum áhugafólks um marsferðir í könnunarferð til Íslands í leit að æfingasvæði fyrir komandi marsfara.
Þeir afmörkuðu sér hugsanlegt æfingasvæði í þessari ferð.
"Sköpun jarðarinnar og ferðir til mars" gæti orðið yfirskrift heimildarmyndar um Gjástykki.
Jörðin skalf er þau tóku upp þætti á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2023 | 21:35
Litla gula hænan: "Ekki ég."
Nú liggur fyrir einróma samtakavilji ráðamanna jarðarbúa að hver um sig standi sig í því heima fyrir að koma í veg fyrir mðguleika til að taka á loftslagsmálum og auðlindamálum heima fyrir, og þar með almennt.
Táknrænt var að uppgjafarfundurinn fyrir vandanum var haldinn í landi, þar sem stóri, stóri vandinn, skefjalaus mannfjölgun, er við völd sem aldrei fyrr. Skammt er í að Indland verði fjölmennasta ríki heims.
Litla Ísland lætur ekki sitt eftir liggja í að blása í glæður mannfjölgunar og því meiri útblástur gróðurhúsalofttegunda, sem meira er tönnlast á loforðum um það gagnstæða.
Blásið er í glæðurnar fyrir krónuna, minnsta gjaldmiðil heims, með því að stefna til nýrra hæða í einhverju mest mengandi fyrirbæris nútímans, siglingar og útgerð risa skemmtiferðaskipa.
Löngum var sagan um litlu, gulu hænuna skyldulesning í íslenskum skólum.
Hún lifir nú betra lífi en nokkru sinni fyrr.
Vonsvikinn eftir loftslagsráðstefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.7.2023 | 08:10
Mjög góð og fjölbreytt samfelld reynsla af rafhjólum í átta ár.
Frá fyrstu ferðunum á rafhjóli 2015, sem spönnuðu vega- og gatnakerfið milli Akureyrar og Reykjavíkur og reykjavíkur og Hvolsvallar og Krýsuvíkur auk Gullnahringsins hefur reynslan af þeim verið miklu betri ren þorað var að vona í upphafi.
Allan tímann hafa verið farnar ferðir víðsvegar um höfuðborgarsvæðið.
Lengstu ferðirnar voru blandaðar með ferðum án fótanotkunar, og um þessar mundir er byrjað á vegum þessarE bloggsíðu að bæta við einni gerð af fjórum, rafhjóli með 25 km hámarkshraða og væntanlega allt að 130 km drægni án fótanotkunar og fullum 25 km hraða upp bröttustu brekkur.
Hér á landi skortir kerfi fyrir útskiptanlegar rafhlöður likt og finna má erlendis, en hafin er bylting í gerð rafhjóla í þeim efnum.
Brekkur ekkert mál á rafmagnshjólinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2023 | 16:20
Sjókvíaeldið og loftlínurnar svipuð trúaratriði.
Svipaðar eru þær að mörgu leyti, mótbárurnar, sem nú eru hafðar uppi við því að sjókvíaeldi í veldisvexti og loftlínurnar í komandi virkjanaflóði fái að tífaldast og jafnvel þrítugfaldast á undrafáum árum.
Að sama skapi er allt haft á hornum sér varðandi landeldi og raflínur í jörðu, af og frá að slíkt komi til greina.
"Skortur á skilgreinduum viðmiðum á þeim kröfum, sem eru gerðar," - "kalli á verulega aukið skrifræði, aukinn kostnað og óljósan ávinning" eru upphrópanir í svipuðum stíl og búið er að tönnlast á árum saman varandi jarðlínurnar.
Gagnrýna tillögur gegn stroki úr kvíum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2023 | 17:13
"Hjarta og æðakerfi hafanna"?
Veltihringrásin svonnefnda, sem mikið er pælt í núna, varð fyrst kunn fyrir tilstilli danskra vísindamanna á síðustu árum 20. aldarinnar.
Danskir vísindamenn á sviði loftslags og hafstrauma "hafa lengið verið öflugir, enda teljast Grænland, Ísland og Færeyjar augljóslega á áhrifasvæði danskra hagsmuna.
Dansk-íslenski sjónvarpsþátturinn "Hið kalda hjarta hafanna, "sem sýndur var á RÚV 1997 varð að umtalsefni bæði Forseta Íslands og forsætisráðherra, í áramótaávörpum þeirra og bar mikið á milli í skoðunum þeirra í þessu mál.
Á þeim aldarfjorðungi sem síðar er liðinn, virðist heildarmyndin ekki hafa skýrst neitt, heldur virðast óvissuþættirnir enn fleiri nú an 1997.
"Hjarta hafanna" sem fjallað var um teygði sig reyndar sem eins konar veltihringrás um Suður-Atlantshaf og Indlanshaf auk Norður-Atlantshafs, og virðist heildarmyndin hafa orðið mun margræðari og takmarkaðri í senn með árunum.
Enn er rætt um möguleikann á kólnun hafs og veðurfars í norðvestanverðri Evrópu, og er myndin flóknari núna en hér um árið, þegar í alvöru var talað um mikla kólnun.
Boða stöðvun hafstrauma við Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.7.2023 | 10:30
Ferðavenjur seint klappaðar í stein. Gerbyltingin 2003.
Hafi einhver haldið að ferðavenjur Íslendinga hafi öðlast fast form utan lands og innan fyrir nokkrum áratugum, hefur það farið fram hjá honum að úr svo miklu úrvali ferða er að ræða á okkar tímum, að af því leiðir sjálfkrafa að ferðamynstrið er enn síbreytilegt.
Fyrir aðeins þremur áratugum, á því herrans ári 2002 hafði eitt íslenskt flugfélag í raun einokun á báðum sviðum flugsins, jafnt innanlands sem utan.
Einhver merkasti viðburður ársins 2003 var yfirleitt aldrei nefndur, hvorki þá né síðar, en það var þegar þessi einokun í áætlunarflugi milli landa var loks rofin.
Það er engin smáræðis bylting sem síðan hefur verið stanslaust í gangi og er enn á fljúgandi ferð þegar litið er yfir sviðið, eins og það er nú.
Ferðamynstur Íslendinga að breytast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.7.2023 | 14:14
Erfitt að spá fyrir um gang gossins. Allur varinn góður.
Eftir því sem meira kemur upp af hrauni í eldgosinu við Litla-Hrút virðist erfiðara að spá um framvindu gossins og einstök uppátæki í gígnum og við hann.
Þetta ýtir undir nauðsyn þess að koma í veg fyrir að óviðráðanlegt hættuástand verði þegar hrun verður í gígnum og hraunið finnur sér nýja og óvænta framrás og skapar nýtt hættuástand fyrir gangandi gesti.
Því er allur varinnn góður og því meiri þörf á honum eftir því sem heildar magn ólgandi hrauns vex.
Myndskeið: Gígurinn hrundi að norðanverðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2023 | 22:28
Eru fréttir af hitabylgjum uppspuni og áróður?
Þessa dagana má sjá harða gagnrýni á samfélagsmiðlum á RÚV, sem skömmuð er fyrir það að vera ein lélegasta fréttastofan á jarðríki, vegna þess að fávísir fréttamenn flytji þar áróðursfréttir af hlýnun loftslags jarðar.
Í gangi sé áróðursherferð með ýkjum og lygum af uppspunnum fréttum af hitametum, sem séu engin hitamet. Þvert á móti sé það engin frétt þótt veður sé eðlilega heitt beggja vegna Atlantshafs að sumarlagi.
Hitinn þyngir heilbrigðiskerfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)