Heimaey er langstærst Vestmannaeyja, af því að þar hefur gosið oftast.

Vestmannaeyjaklasinn nær allt frá Surtsey og Geirfuglaskeri í suðvestir og í norðaustur til Elliðaeyjar og Bjarnareyjar. 

En ein þessara eyja er langstærst, og því miður vegna þess að þar hafa orðið langflest gos með þeim afleiðingum að hraun frá nokkrum eldstöðvum hafa náð að tengjast saman og mynda heillega og samsetta landeiningu þar sem allir íbúar eyjanna búa. 

Á fyrstu klukkustundum Heimaeyjargossins 1973 gaus úr nokkrum litlum gígum á rúmlega kílómeters langri sprungu, en fljólega færðist öll gosvirknin í einn gíg, sem myndaði Eldfell utan í hlíð Helgafells.  

Rétt eins og gossprungurnar í gosunum tveimur í dölunum við Fagradalsfjall geta myndast nýjar eða framlengdar gossprungur í Heimaey.  

Vöktun eyjanna þarf því að vera í hæsta gæðaflokki núverandi mælitækni. Má nefna sem dæmi um framfarirnar síðan 1973, að kvikuhreyfingin í gosinu 1973 gat aðeins komið fram í þremur jarðskjálftamælum uppi á landi, en af því að einn þeirra var einmitt bilaður þetta kvöld, drógu menn alveg kolrangar ályktanir af álestrinum af þeim. 


mbl.is Segir gos í miðju hafnarmynninu ekki útilokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað um áframhald sviðsmynda Axels Björnssonar fyrir aldafjórðungi?

Fyrir um það bil aldarfjórðingi var Axel Björnsson jarðfræðingur beðinn um að gera sviðsmyndir um möglegar hamfarir á Reykjanesskaga og leggja með því fyrstu drög að viðbragðsáætlunum vegna þeirra.  

Ef rétt er munað, skipti Axel starfi sínu í tvennt, annars vegar hamfarir sunnan Hafnarfjarðar og hins vegar hamfarir norðan Hafnarfjarðar. 

Út úr þessu kom viðbragsæfing sunnan Hafnarfjarðar, en umfangið norðan Hafnarfjarðar virtist verða svo margfalt stærra, einkum vegna miklu meiri fjölda íbúa, að ekki var lagt í neitt á því svæði! 

Síðan þetta gerðist hefur verið hrúgað mikilli byggð á svæðið á Völlunum og í Helluhverfinu, svo að það yrði að taka þetta allt til nýrrar skoðunar nú.   

Eftir stendur, að fyrir aldarfjórðungi þótt ástæða til að fara að huga að þessum málum, þótt engin merki væru þá um  að átta alda hlá á eldsumbrotum væri á enda. 

Eðlileg spurning gæti því verið sú, hvort sé ekki enn frekari ástæða til að setja kraft í að skoða þessi mál nú en gert var þó í lok síðustu aldar.

Þó ekki væri með öðru en að skoða hvort hægt sé fyrirfram að leggja ljósleiðara nógu langa leið í jörð við Suðurstrandaveg, að jarðeldurinn næði ekki að eyðileggja hann? 


mbl.is Tvær vikur „versta sviðsmyndin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerist svipað hér og í Þrándheimi?

"Sorgarsaga frá Þrándheimi" vekur upp spurningar um það hvort hliðstæðu sé að finna hér á lanndi og hvort þróunin sé sú, að svipað muni gerast hér. 

Í viðtengdri frétt á mbl.is er velt upp nokkrum árstæðum: Skortur á peningum, skortur á starfsfólki eða skorður á einhverju öðru. 

Nú er það svo, að dæmi eru um svipað hér á landi varðandi fjárveitingar og starfsfólk. 

Hefur það verið rakið hér á síðunni, hvernig málum var þannig háttað ó október fyrir nokkrum árum, að fjárveiting fyrir athugun á gáttaflökti var á þrotum tveimur mánuðum fyrir jól og einfaldasta ráðið tekið; að hætta rannsóknum þessa mánuði og byrja aftur á nýju fjárhagsári. 

Dæmið gekk samt ekki alveg upp, því að gáttaflökt getur valdið heilablóðfalli, og þannig fór fyrir einum af skjólstæðingum þessa einfalda kerfis.  

Úrslit þess máls, óvinnufær maður í endurhæfingu á Grensásdeild mánuðum saman varð auðvitað margfaldur kostnaður!  

Í málinu í Þrándheimi er ekki enn búið að finna út hvort eða hvernig það hefur gestað gerst, sm olli því að vistmaður á hjúkrunarheimili virðist hafa soltið í hel og dáið úr þorsta. 

Er nefnt flækjustig þess að 27 afleysingamenn komu við sögu hjá manninum í þrjár vikur 


mbl.is Sorgarsaga frá Þrándheimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vatnsveiturnar á Reykjanesskaganum hanga á tæpustu nöf.

Þegar menn láta eins og ekkert sé hægt að gera til að styrkja helstu innviði á Reykjanesskaga, sker samt í augun, hve teflt er þegar á alltof tæpt vað varðandi vatnsveiturnar á skaganum, og á það ekki síður við kalda vatnið en heita vatni. 

Sigmundur Einarsson er einn þeirra vísindamanna, sem lýst hafa þeirri hrollvekju, sem þau mál eru í og æpa á stórátak, hvort sem eldgosiin verða fleiri eða færri á skaganum. 

Meðan athuganir á því sem Sigmundur og fleiri segja eru svaltar er ekki við góðu að búast, og því er tíminn til þess NÚNA en ekki einhvern tíma seinna!   


mbl.is Kostnaðurinn smávægilegur miðað við afleiðingarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað um "rafbíl litla mannsins"?

Það vantar ekki dýrar glæsikerrur á listann yfir rafbíla, sem beðið er með eftirvæntingu. Dacia Spring (2)

Svipað var uppi á teningnum varðandi eldsneytisknúna lúxusbíla á tímum efnahagshrunsins 2008 og þar á eftir, og ef litið er yfir listann frá þeim tíma þegar ódýrra bíla var svo sannarlega þörf, vekur athygli, að bílar af Dacia gerð voru ekki þeirra á meðal. 

Síðuhafi hafði þá séð að ódýrustu og rúmbestu bílarnir auk Dacia jepplingsins seldust vel í Þýskalandi og víðar í Evrópu, en við ábendingum til hugsanlegra umboðsaðila hér á landi fengust nokkuð samhljóða svör um það að svona "austur-evrópskt drasl" ætti ekkert erindi til Íslands. 

Þetta úrelta viðhorf til bíla, sem þá voru í raun Renaultbílar þótt framleiddInvicta og Tazzari rafbílarir væru í Rúmeníu, tafði innreið Dacia Duster og fleiri Dacia bíla til landsins í mörg ár. 

Með hliðsjón af þessu vaknar spurningin um rafbíl frá Dacia, og viti menn: Dacia hefur hannað rafbíl, sem tekur fjóra í sæti og gæti orðið milljóninni ódýrari en þeir ódýrustu. 

Heiti bílsins er Dacia Spring og galdurinn að baki hönnunarinnar er einfaldleikinn sjálfur: 

Með því að setja rafhlöðurnar ekki undir gólfið eins og nú tíðkast, vinnast tæplega 15 auka sentimetrar fyrir vegalengdina frá gólfi upp í þak, sem líka auka stórlega rými undir aftursætinu, sem hægt er að nota fyrir rafhlöður. 

Í flestum rafbílum eru hreyflarnir minnst 80 hestöfl, helst drjúgt yfir 100 hestöflin, en vegna þess að rafhreyfill veitir full tog-átak strax á fyrstu snúningunum, kemst Spring af með aðeins 45 hestöfl, sem eru alveg nóg til að halda 90 km hraða í helstu brekkum gatna- og vegakerfisins  

Í þessu snjalla atriði felst sparnaður á  orku og þar með orkueyðslu.  

Spring er fyrir bragðið bæði mjósti bíllinn á markaðnum að utanmáli og 20 sentimetrum styttri en Yaris!

Hann er 1045 kíló, sem er hundrað til tvö hundruð kílóum minna en á næstu bílar fyrir ofan að stærð. 

Bið er á afhendingu Spring til norðlægra landa meðan verið er að pæla í að hafa í honum varmadælu fyrir svalt loftslag.  

En óneitanlega er þetta spennandi kostur og snjöll lausn.

Hingað til lands hafa verið fluttar tvær gerðir af bílum, sem kalla mætti "rafbíla litla mannsins" ef miðað er við stærð og verð. Invicta D2s skottið

Aftari bíllinn á meðfylgjandi mynd er af Tazzari Zero EM1, tveggja sæta og kostaði 2 millur 2017.   Fremri bíllinn var fluttur inn í fyrra, Invicta Ds2, tveggja sæta og kostar 2,5 millur.  Báðir bílarnir hafa í reynsluakstri náð fullum þjóðvegahraða og Tazzari verið með 90 km drægni við meðalaðstæður hér á landi, en Invicta með 110 km drægni.   

Rafhreyflanir eru 20 hestöfl hjá Tazzari og 27 á Invicta og rafhlöðurnar 13 kwst á Tazzari og 17 á Invicta.  Tómaþyngd 760 kíló á Tazzari og 860 á Invicta og þessi léttleiki er grunnurinn að sparneytni þeirra. Og ekki vantar farangursrýmið í Invicta.tazzari_og_nissan_leaf 

Raunar er Spring um tvö hundruð kílóum léttari en næstu keppinautar hans. 

Not tveggaj sæta rafbílanna miðast við borgaraðstæður og hleðslu frá venjulegu húsarafmagni. Invicta framleiðir dýrari gerð með stærri rafhlöðu og búnaði fyrir hraðhleðslu á hraðhleðslustöðum, en sú gerð er þá orðin um 800 þúsund krónum dýrari og farin að keppa við ódýrari gerðina af Fiat 500 e eða Smart Twofour. 

Og síðan má ekki gleyma þeim möguleika að kaupa notaðan rafbíl og vanda valið. 


mbl.is Rafbílar sem beðið er með eftirvæntingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverðar vangaveltur Skrúðsbóndans um makrílinn, súluna og lundann.

Makríllinn er tiltölulega nýkominn í íslenska lögsögu.  Af því leiðir, að tilkoma hans hafi einhver áhrif á lífríkið. 

Í sjónvarpsþættinum "Náttúran mín" á RÚV í gærkvöldi sem fjallaði um mann þann, sem hefur gert eyðieyjuna  Skrúð að sinni náttúru, viðraði hann ýmsar fróðlegar athugasemdir um vangaveltur sínar vegna tilkomu makrílsins í íslensku lífríki. 

Þess á meðal var stórfjölgun súlu í eyjunni og áhrifin á lundastofninn, sem eru versnandi skilyrði fyrir hann.   

Í þessum áhugaverða þætti komu fram ýmsar hliðar þess hvernnig maðurinn staðsetur sig í náttúrunni, eins og nafn þáttarins bendir til.   


mbl.is Segir Íslendinga stefna að „makrílkrísu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

6,2 km undir Eldvörpum.

Fyrir suðvestan Svartsengi liggur ríflega tíu kílómetra þráðbein gígaröð, sem nefnist Eldvörp. Eldvörp. Reykjanes fjærst.

Þau liggja á svo beinni línu, að þau eiga sér ekki jafnoka nema farið sé austur í Lakdagíga. 

Gígaröðin segir sína sögu um það, sem nú er á ferðinni á þessu svæði allt norðaustur til Meradala, og er eitt af því sem gefur til kynna stærð þess viðfangsefnis sem nýjar aldir eldvirkni á Reykjanesskaga geta fært íbúum hans. 

Skjálfti í morgun af stærðinni þremur beint undir Eldvörpum er að vísu hvergi nærri eins nálágt yfirborðinu og hraunkvikan undir Meradölum var dagana fyrir gosið þar. 

Nú er bara að vona það, að ekki stefni í nýja útgáfu af Eldvörpum á svæðinu næst Grindavík og Svartengi heldur verði eldurinn áfram á svipuðum slóðum og hann hefur verið í gosunum í fyrra og i ár. 

 


mbl.is Þriggja stiga skjálfti sjö kílómetra frá Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hólmsheiði og Bessastaðanes grafin upp. Hvað fleira? Löngusker? Mýrar?

Tvær nefndir hafa verið látnar fjalla um málefni Reykjavíkurflugvallar. Í báðum nefndunum var gengið framhjá fróðustu mönnum í flugmálum almennt. 

fyrri nefndin lét kanna nokkra kosti; Löngusker, Bessastaðanes, Hólmsheiði og svonefnt Hvassahraun, sem er raunar á mörkum Almennings og Rjúpadalahrauns. 

Niðurstaðan varð að velja Hvassahraun. 

En síðan eru hafIÐ eldgosatímabil, sem gæti orðið nokkurra alda langt og gerir Hvassahraun að næstum því eins slæmum kosti og hugsast getur. 

Og þá ber svo við að leiðtogar borgarstjórnarmeirihlutans og fleiri pólitískir vonbiðlar rjúka upp til handa og fóta og slengja aftur á borðið Hólmsheiði og Bessastaðanesi, sem búið var að afskrifa. 

Í blaðagrein á sínum tíma lýsti Leifur Magnússon, einhver mesti þekkingarbrunnur okkar í flugmálum því í blaðagrein, að lang algengasta aðflugið að hugsanlegum Hólmsheiðarflugvelli myndi liggja yfir þrjú vaxandi hverfi, Vogahverfið, Grafarvog/Ártúnshöfða, grafarholt og komandi byggð við Reynisvatn og í Úlfarsárdal. 

Hliðstætt aðflug á austur-vesturbraut Reykjavíkurflugvallar liggur hins vegar yfir sjó í Skerjafirði.   

Löngusker og Bessastaðanes eru innan vébanda friðlands í fjórum bæjarfélögum við skerjafjörð. 

Á Lönguskerjum er fágætt stuðlabergsgólf og Bessastaðanes myndi þrengja að forsetasetrinu eins og sýnt var fram á með því að lenda þar flugvél með leyfi forseta, sem þá var Ólafur Ragnar Grímsson.

Búrfellshraun rann í sjó fram í innan við eins kílómetra fjarlægð frá hugsanlegum brautarenda.   

Varaþingmaður hefur stungið upp á flugvelli á Mýrum og fullyrt að hann yrði álíka langt frá Reykjavík og Keflavíkurflugvöllur er nú. 

Af því að Sundabraut myndi stytta leiðina svo mikið á Mýrarnar. En hafði þá greinilega ekki litið á kortið og séð, að eftir sem áður yrðu meira en 80 kílómetrar á Mýrarnar en 50 á Keflavíkurflugvöll!   

Nefnt hefur verið flugvallarstæði á Rangárvöllum. Í næsta nágrenni eldfjalls, sem gýs með klukkustundar fyrirvara!

Fyrir liggur að ekkert hagstæðara flugvallarstæði er fyrir hendi en það, sem nú er. Aðeins þarf að lengja austur-vesturbrautina til þess að allar millilandaþotur geti lent þar. 

Á Keflavíkurflugvelli eru fimm kílómetrar til eldstöðvar og stutt er frá hugsanlegu neðansjávargosi út af Reykjanesi með öskufalli. 

Hvorugt þessa er neitt svipuðum mæli á Reykjavíkurflugvelli. 

Ein helstu rök framboðs gegn þessu besta flugvallarstæði hafa verið, að ef sá flugvöllur hefði ekki verið gerður, hefði aldrei risið þéttbýli austan Elliðaáa. 

Þeir 130 þúsund Íslendingar, sem nú eiga heima austan Elliðaáa, hefðu getað búið í Vatnsmýrinni! 

Hve langt ætla menn eiginlega ganga í umræðum um þetta mál? 

 

 


mbl.is Puma-einkaþotan á Reykjavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað næst? Hjólvelta varð? Mannvelta varð?

Líttskiljanleg er sú brýna nauðsyn, sem margir blaðamenn virðast telja til þeirra hvimleiðu málalenginga að nota orðin "bílvelta varð", meira að segja tvisvar í sömu stuttu fréttinni. . 

"Bílvelta varð" felur í sér fjögur atkvæði en orðin "bíll valt" aðeins tvö atkvæði. 

Hvað næst? Hlaupahjólvelta varð? Mannfall varð? 

Er enginn leið að hemja þessar málalengingar eins og til dæmis að nota orðin "Við erum að sjá" algerlega að ástæðulausu, jafnvel oft í röð í sömu setningunni þegar talar eru upp staðreyndir? 

"Við erum að sjá mikla aukingu í fjölda fólks" er sagt í stað þess að segja bara: "Fólki fjölgar."

Munurinn er 14 atkvæði í staðinn fyrir 4. 


mbl.is Bílvelta varð á Bústaðavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri Þráinsskildir á teikniborði framtíðar á Reykjanesskaga?

fjölbreytni eldstöðva er eitt af því sem víða má sjá á hinum eldvirka hluta Íslands. 

Af því  að eldvirknin er af völdum hreyfingar meginlandsflekanna í sundur, eru gígaraðir ein algengasta en jafnframt sérkennilegasta form eldstöðva og einstætt fyrir Ísland, og hafa þegar birst í gosunum 2021 og 2022.  

Oft er birtingarmyndin  sú, að í byrjun gís á sprungu, líkt og í gosinu í Heimaey, en síðan styttist hún og öll virknin fer í einn gíg, sem í  þessu gosi varð að Eldfelli. 

Önnur birtingargerð eru svonefndar dyngjur, svo sem Skjaldbreiður og um tugur slíkra á svæðinu norðan Vatnajökuls. 

En dyngjur má líka finna á Reykjanesskaga og koma Heiðin há og Þráinsskjöldur upp í hugann auk grágrýtisdyngjunnar Borgarhóla á Mosfellsheiði. 

Þráinsskjöldur og Þráinsskjaldarhraun eru skammt frá gosunum við Fagradalsfjall, en svona dyngjur verða til í hægfara og jöfnum hraunstraumi sem byggir dyngjuna upp út frá einu megin gosopi. 

Það er ekkert útilokað að á komandi öldum eldvirkni á Reykjnesskaga verði dyngjugos, sem yrðu þá væntanlega túristagos af bestu gerð vegna langlífis með dramatískum blæ.  


mbl.is Lítil breyting á gosinu frá því í gærkvöldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband