5.11.2020 | 16:38
Verður Nancy Pelosi forseti eftkr 20. janúar?
Nú virðist stefna i það sem spáð hefur verið fyrir alllöngu hér á síðunni og Donald Trump hefur talað um í marga mánuði, að hann myni láta sækja demokrata til saka fyrir "stærsta kosningamisferli í sögu Bandaríkjanna" ef hann yrði ekki endurkjörinn.
Og ekki nóg með það. Fjölmörg önnur og svipuð málaferli þegar verið boðuð í mörgum ríkjum og strax virðist því stefna í að þessar forsetakosningar verði með eindæmum að grátbroslegum farsa.
Þótt það hafi verið rætt í kringum 1970 að breyta hinum sérkennilegu kosningalögum vestra varðandi kjörmannafyrirkomulagið, varð ekki að því þá.
En það er ekki bara það fyrirkomulag, sem býður upp á ólýðræðislega niðurstöður varðandi kosningar til þings og forsetaembættis, heldur líka það sem gæti tekið við í pattstöðu og er enn lakara hvað snertir misvægi atkvæða; atkvæðagreiðsla í fulltrúadeildinni, þar sem hvert ríki er með eitt atkvæði í að velja forseta.
Það býður til dæmis upp á það að Kalifornía hefði einn fulltrúa og Wyoming einn, en íbúar Kaliforníu eru hundrað sinnum fleiri. Og býður upp á það að fulltrúar með minnihluta atkvæði kjósenda samtals að baki sér, í þessu tilfelli republikanar, veldu Donald Trump til tæpra fjögurra ára!
Ef málaferlunum verður ekki lokið 20. janúar fær Nancy Pelosi, demókrati, forseti fulltrúadeilari þingsins. völd forseta Bandaríkjanna þar til málaferlunum lýkur!
![]() |
Niðurstaða gæti dregist í mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2020 | 11:07
Nýir andstæðingar lýðræðis.
Fróðlegt er að sjá það gefið í skyn að ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, sé eitt af helstu verkfærum andlýðræðislegra afla í heiminum og að Donald Trump sé eini núlifandi stjórnmálamaður heims sem andæfi þessum andlýðræðislegu öflum.
Það gerði hann meðal annars með því að verða eini maðurinn í sögu Bandaríkjanna, sem vitað er um, að hafa hundelt Bandaríkjaforseta á sínum tíma fyrir það að vera ólöglega í embætti og vera ekki fæddur innan Bandaríkjanna.
Þegar fullyrt er að Trump sé eini stjórnmálamaður heims sem hafi getað haldið fjöldasamkomur utan húss á þeim tíma sem engir aðrir gátu það, má geta þess að á ákveðnu tímabili á síðustu öld voru til stjórnmálamenn sem gátu það.
![]() |
ÖSE segir Trump grafa undan trausti almennings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2020 | 20:05
Kannski í desember? Hinn "ósigrandi" Trump mun seint játa sig sigraðan.
Allur lífsferill Donalds Trumps er varðaður stanslausum sigrum og engum ósigrum. Að eigin mati var hann sigurvegarinn í öllum sínum gjaldþrotum og í öllum öðrum viðfangsefnum og andstreymi sem hann hefur glímt við.
Mest um þetta veldur óbifandi trú hans á að hann sé fulltrúi Guðs í anda trúarleiðtogans, sem hann hefur sem leiðtoga lífs síns á grundvelli bjartsýni og óbilandi sjálfstrausts, Norman Vinchent Peale. "Jákvæði hugsun gerir kraftaverk!". "Ef þú trúir því að ekkert slæmt geti hent þig, þá mun ekkert slæmt henda þig." Mjög áhrifamikill ræðumaður nákominn Trump fjölskyldunni.
Þeir, sem Trump hefur haft með sér í för síðustu árin, bæði samstarfsmenn og mótherjar, hefur hann umsvifalaust úrskurðað sem fávita, aumingja og fífl ef þeir hafa að einhverju leyti staðið í vegi fyrir honum eða aðrar skoðanir.
Fyrirfram fullyrti hann að í forsetakosningunum yrði framið "mesta kosningamisferli í sögu Bandaríkjanna" ef hann sigraði ekki, og að því myndi hann ekki una, heldur myndi hliðhollur Hæstiréttur dæma honum í vil í lokin, ef annað dygði ekki til.
Til að tryggja þetta keyrði hann í gegn skipan nýs hæstaréttardómara, sem kæmi hlutföllunum innan réttarins 6:3, honum í vil, og á meðan hann vann að þessu lýsti hann því yfir, að þessi dómaraskipan væri gerð til þess að ná auknu valdi yfir réttinum.
Úr því að það dróst fram í desember árið 2000 að Hæstiréttur úrskurðaði um úrslit þeirra kosninga, ætti að verða eins líklegt og verða má, að Trump mun sjá til þess að hann verði áfram í embætti.
![]() |
Lokastaða: Biden fær 306 kjörmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.11.2020 | 13:06
Líka orðið kapphlaup um siguryfirlýsingar.
Aðdragandi forsetakosninganna hefur verið fólginn í hatrammri keppni á mörgum vígstöðvum, og eins og búast mátti við hefur eitt kapphlaup í viðbót bæst við í ljósi tvísýnnar stöðu; kapphlaup um siguryfirlýsingar.
Þar hlýtur Trump að teljast á heimavelli miðað við það að hann hefur að eigin sögn aldrei beðið lægri hlut í neinu, sem hann hefur tekið sér fyrir hendur.
Nú sést til dæmis hve framsýnn hann var með öllum yfirlýsingunum fyrir kosningar um mikilvægi þess að útnefna nýjan og hagstæðan hæstaréttardómara og nefndi hann tölurnar 6:3 ítrekað í þsví sambandi.
Í siguryfirlýsingu sinni nú í hádeginu nefnir hann einmitt það, að hæstiréttur muni ráða kosningamálinu til lykta á þann hátt að hann verði áfram forseti.
![]() |
Allt á suðupunkti vestanhafs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2020 | 00:54
Er siguryfirlýsing stærsta hættan, sem eftir er?
Þegar þetta er skrifað er klukkan að verða eitt að íslenskum tíma þegar kjörstöðum er lokað á Flórída. Þar virðist spennan að svo komnu, eftir að vel er liðið á talningu, ætla að verða lítt minni en venjulega.
Enn sem komið er, virðist ótti margra um bein átök á milli andstæðra hópa á kjördegi ekki ætla að verða það lýsingarorð á yfirbragð dagsins eins og óttast.
Þá er hins vegar eftir hið viðkvæma augnablik þegar annar frambjóðandinn lýsir yfir sigri og valið á tímanum til þeirrar yfirlýsingar er svo óheppilegt að þá fari allt í bál og brand.
Það verður þó vonandi ekki strax og úrslitin í Flórída virðist liggja fyrir, þótt það ríki sé afar mikilvægt, heldur að farið verði að þeirri venju að sá, sem bíður lægri hlut lýsi yfir ósigri sínum.
![]() |
Ég ætti að lýsa yfir sigri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þegar fréttir berast af hryðjuverkum erlendis er eðlilega mikið fjallað um áhrif þeirra á það fólk, sem næst stóð.
Og í umfjöllun í fjölmiðlum um það er reynt að gera lesendum, hlustendum eða óhorfendum í fjarlægum löndum kleyft að setja sig í spor þeirra sem næstir voru hryllingnum.
Sú lífsreynsla gleymist ekki að hafa 22. mars 2016 verið í aðeins nokkur hundruð metra fjarlægð frá neðanjarðarlestarstöðinni Maalbeek í Brussel, þar sem fólk var drepið og slasað í sprengjuárás, og vera í ofanálag að stiga upp í bíl til að fara til flugvallarins, þar sem önnur sprenging á sama tíma var ekki síður mannskæð og svo öflug, að þessi alþjóðaflugvöllur var lokaður í meira en viku.
Alls fórust 35 manns í þessum árásum og 300 slösuðust.
Um þetta er aðeins hægt að segja það, að fyrirfram er engin leið að gera sér nálægð við svona stórfelld illvirki í hugarlund.
Og annað er ekki síður minnisvert. Strax örfáum dögum eftir ósköpin var ekki síður grípandi og aðdáunarvert að upplifa meðal borgarbúa, hvernig þeir fylltust eldmóði og einhug um það að láta aldrei bugast vegna árása af þessu tagi.
![]() |
Fólk er mjög hrætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2020 | 15:37
Ferðaþjónusta eylanda snýst um samvinnu.
Bæði Bretland og Ísland eru eylönd, og þegar verið er að leita að lausnum við að minnka tjón af heimsfaraldrinum, er óhjákvæmilegt að slíkar lausnir og rannsóknir við að finna þær, snúist ekki aðeins að ferðalögum innan þessara landa, heldur augljóslega líka að ferðalögum á milli þeirra.
Rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar, sem miða að því að halda óhagræði vegna skimana og sóttkvía í lágmarki, eru nauðsynlegur og lofsverður þáttur í því að vitneskjan um faraldurinn og árangur sóttvarna sé sem allra best.
![]() |
Bretar horfa til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2020 | 18:56
Tímamótabreyting í aðsigi í eftirmálum kosninganna?
Tímamótabreyting virðist líkleg í væntanlegum forsetakosningum í Bandaríkjunum.
Annar frambjóðendanna hefur í nokkra mánuði fullyrt ítrekað að í póstkosningunum, möguleika sem miklu fleiri nota sér nú en nokkru sinni fyrr, verði fólgið "mesta stjórnmálamisferli í sögu Bandaríkjanna."
Og hann hefur hnykkt á þessu með því að hvetja hvað eftir annað sína hörðustu fylgismenn til að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til að vopnast og vígbúast, og hnykkti á því í fyrri kappræðunum með því að horfa beint til þeirra í gegnum myndavélina og segja: "Verið viðbúnír!"
Vitað er að í fyrri kosningum hafa demokratar fengið fleiri atkvæði utankjörstaðar en republikanar, þannig að yfirgnæfandi líkur eru fyrir því að svo verði enn.
En á móti kemur, að á kjörstað gæti Trump fengið fleiri atkvæði, og getur þá í ljósi fyrri spádóma sinna neitað að viðurkenna lokaúrslitin.
Þar að auki hefur hann ekkert verið að draga dul á það forgangsatriði að með því að knýja fram val íhaldssams dómara í Hæstarétt séu hlutföllin 6-3 honum í vil.
Í ljósi þessa eru því meiri líkur en í nokkrum kosningum á okkar tímum að allt fari í bál og brand ef þessi verði raunin og að baráttan eftir kosningadaginn verði hörð.
En hvað getur Trump haft í huga varðandi það að þessi afstaða hans færi honum hagnað?
Þar kemur margt til. Til dæmis það, hvort nógu margir kjósendur kjósi hann vegna þess að þeir standi frammi fyrir tveimur kostum:
1. Að vera í hópi þeirra sem tryggi öruggt endurkjör, þannig að lítil hætta verði á eftirmálum. Hópi þeirra sem kjósi sterkan mann sem bælir niður þá sem sækja að honum.
2. Að kjósa Biden og vera þannig í hópi þeirra sem valda stórfelldustu illindum í sögu forsetakosningum í Bandaríkjunum. Að kjósa ófrið og einstæð illindi.
Það er ekki með öllu fráleitur möguleiki að þegar aðeins er um tvo kosti að velja á ýmsan hátt geti viðbrögð fólks orðið á þessa lund.
Í stjórnmálasögunni greinir frá mörgum sterkum og aðsópsmiklum stjórnmálamönnum sem að lokum komust áfram til valda í skjóli þess að þeir brutu niður alla mótspyrnu, létu ávallt sverfa til stáls til hins ítrasta og komu að því leyti á friði.
![]() |
Treysta sjö fjölmiðlum fyrir úrslitunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 3.11.2020 kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.11.2020 | 12:12
Það þarf ekki einu sinni að kaupa lóð.
Í pistli hér á síðunni fyrir nokkrum dögum var því lýst hvernig hver sem er getur gert nauðsynlegar æfingar heima hjá sér, í kringum húsið eða á vinnustað eftir atvikum án þess að kaupa einn einasta hlut.
Sem dæmi voru nefndir fjölnota pokar, sem væru fylltir að vild, til lyfingaæfinga og sýnd meðfylgjandi mynd af einum slíkum hangandi á stýri á léttu rafbifhjóli, en bæta má stólum og húsmunum og fleiri tiltækum munum við í "tækjasafnið".
Staðæfingar er hægt að gera nokkurn veginn hvar sem er.
Hlaup upp og niður stiga og hraðgöngur eru líka í myndinni og umfram allt að beisla hugkvæmni og aðstæður til þess að ná settu marki.
![]() |
Handlóðaæfingar sem allir geta gert |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2020 | 19:33
Svipað í gangi og í spönsku veikinni. Enginn lærdómur?
Sagan endurtekur sig er stundum sagt. Og það kemur í hugann við að skoða heimildarmyndir um spönsku flensuna, sem var raunar frekar Kansas-veiki ef miðað ver við upphafsstaðinn.
Áhugavert er að sjá, hve margt er sameiginlegt með þessum tveimur drepsóttum, fyrsta bylgjan kemur í mars og fer verst með eldra fólkið, síðan kemur lægð síðsumars, en um haustið rýkur drepsóttin upp og dánartíðnin þrefaldast og stendur miklu lengur, og fólk á öllum aldri deyr.
Þriðja bylgjan kemur í lokin, og faraldurinn fjarar út 1920.
Þetta sést á línuriti.
Sama gerðist þá og nú í Bandaríkjunum, að sum ríki og borgir voru á svipaðri línu og Trump nú, en aðrar gripu til aðgerða, og þá, eins og nú fólust þær meðal annars í því að banna fjöldasamkomur og loka til dæmis leikhúsum og kvikmyndahúsum.
Og afleiðingarnar voru eftirtektarverðar. Faraldurinn rauk upp í borgum eins og Fíladelfíu, en ekki í neitt svipuðum mæli í St. Louis og fleiri borgum, þar sem gripið var sem fyrst til gagnaðgerða.
Nú hefur verið rannsakað, að líkast til hafa 700 manns látist úr kórónaveirunni vegna þeirra grímulausu hópsamkoma, sem Trump hefur haldið.
Þegar á leið í drepsóttinni 1918-192, sem lagði ekki færri en 20 milljónir að velli á heimsvísu, má sjá myndir af hörðum sóttvarnaraðgerðum í landi frelsisis eins og sést á spjaldinu á konunni í meðfylgjandi mynd: "Vertu með grímu, annars ferðu í fangelsi."
Svo virðist sem spánska veikin hafi fljótari að koma í ljós eftir smit en á COVID-19, og auðvitað er öll læknismeðferð og tækni við hana mun betri nú en þá.
En eftir að hafa skoðað þessar upplýsingar um aldar gamla drepsótt, sem engir núlífandi muna, vaknar spurning í ljósi hinnar miklu upplýsingatækni á okkar tímum og sterkrar andstöðu við sóttvarnaraðgerðum, sem beitt er nú:
Höfum við ekkert lært?
![]() |
Auðveld ákvörðun að banna rjúpnaveiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)