Skjálfti við Sandskeið fyrir nokkrum árum. Eitthvað í pípunum?

Fyrir nokkrum árum varð skjálti vel á fjórða stig ef rétt er munað nokkuð suðvestur af Sandskeiði. En skjálftar þessa árs hafa reyndar byrjað við Þorbjörn en fært sig í norðaustur. 

Skjálftinn núna er að vísu ekki langt frá þekktu skjálftasvæði austar á heiðinni svo að líklega er þetta ekki merki um að óróinn á Reykjanesskaga sé á hægri leið til norðausturs. 

Og svíðan er önnur spurning hvort þessi skjálfti tengist eitthvað hinni miklu orkudælingu upp úr Hengils-Hellisheiðarsvæðinu, og hvort það sé tilviljun að óróinn á suðvesturhluta skagans tengist svipuðu fyrirbæri varðandi uppdælingu virkjananna þar. 


mbl.is Skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"...Drjúgur verður síðasti leggurinn..."?

Orðin áfangi og leið tákna einföld og skýr hugtök. 

Flugleiðir var fallegt heiti flugfélags. En nú bregður svo við að ráðist er getn þessum orðum til þess að troða enska orðinu "leg" inn í málið.  

Einu sinni var skrifuð bókin "Fleugleiðir í Íslandflugi." 

Var greinilega ekki nógu fínt heiti. 

Hefði átt að heita "Flugleggir í Íslandsflugi

Á morgun er Dagur íslenskrar tungu og þessvegna er hjákátlegt að bjóða upp á það að útrýma hinum fallegu og einföldu orðum áfangi og leið og taka í staðinn upp notkun enska orðsins "leg". 

Í tengdri frétt er ítrekað notað orðið flugleggur um flugleið og með sama áframhaldi verður ekki lengur talað um leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar heldur um legginn milli þessara staða. 

Heitið Flugleiðir er ekki lengur nógu fínt, nei Flugleggir skal það vera. 

Áfangastaður breytist í leggjastaður. 

Á Degi íslenskrar tungu verður ekki lengur sunginn hinn hallærislegi texti

"Drottinn leiði drösulinn minn; 

drjúgur verður síðasti áfanginn" 

Nei, 

"drjúgur verður síðasti leggurinn" 

skal það vera. 

Leiðakerfi breytist í leggjakerfi. 

Og lóð Jóns Helgasonar úr "Áfangar"  

"Leggir." 

Bráðum verður 16. nóvember Dagur enskrar tungu.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

'


mbl.is Uppfylla allar kröfur Vegagerðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðufréttir að vestan.

Furðufréttir berast nú vestan frá Ameríku dag hvern. 

Í dag er það sú frétt að mokað hafi verið svo mörgum atkvæðaseðlum inn í talninguna, að þeir sem kusu hafi verið fleiri en kosningabærir kjósendur.  

Síðan er önnur frétt um skaðabætur í Nigeríu vegna nýja bóluefnisins vegna aukaverkana. 

Síðustu ár hefur verið stríður straumur alls konar óstaðfestra frétta og tilgátna til þess að rýra allt traust á vísindamönnum og fjölmiðlum. 

Það er raunar sígild tilhneiging hjá valdafíknum öflum, sem ná meðal annars völdum út á það að koma málum svo fyrir að nógu margir segi: Það er ekkert að marka neitt, hvorki niðurstöður vísindamanna né það sem er í fjðlmiðlum. 


mbl.is Ekki reiðubúin að deila bóluefni til New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endalaus tregða gegn línum í jörð.

Um háspennulínur hér á landi hefur lengi gilt fádæma tregða gegn því að leggja þær í jörð í stað þess að þær skuli endilega valda sem mestri sjónröskun og vera sem tröllslegastar. 

Þessi tregða hefur gilt vegna línulagna á Reykjanesskaga til dæmis með tregðu gegn því að fara í jörð meðfram Reykjanesbraut en hanga þess í stað sem fastast á því að risalína eða línur fylgi erlendu ferðafólki sem dyggilegast frá byrjun til enda ferðalags. 

Í álitskönnunum hjá erlendu ferðafólki varðandi svona stóriðjulínur hefur komið fram, að langflestir töldu líurnar skemma mest fyrir sér þá upplifun af ósnortinni og einstæðri náttúru sem sé aðalsmerki lands og þjóðar. 

Þegar reynt var að troða risalínu milli Blöndu og Kröflu ofan í alla sem eiga leið um þjóðveg númer eitt var höfð uppi sú mótbára að línur í jörðu væru svo margfalt dýrari en loftlínur, að það yrði að leggja þessa línu meira að segja þannig eftir Oxnadal að hún skerti sem mest umhverfi og fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar. 

Vitnað var í rándýra könnun Landsnets á þessu, en fulltrúum landeigenda neitað um að fá aðgang að henni. 

Þegar þeim tókst síðan að knýja fram heimild til að kynna sér skýrsluna, kom það svar, að hún hefði týnst!


mbl.is Ein Lyklafellslína í stað tveggja öflugri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Átakanleg viðtöl við Trump.

Þrjú sjónvarpsviðtöl við Donald Trump í kosningabaráttunni voru átakanleg hvað hann varðaði og með því að kíkja á þau á netinu má glögglega heyra og sjá hvers vegna margir voru sammála um það eftir á að þau hefðu verið verstu viðtöl við forseta í bandarískri sögu. 

Meðal þess sem hann virtist ekki skilja í þessum viðtölum var að póstkosningar hefðu verið við lýði í 160 ár í Bandaríkjunum, heldur fullyrti hann að þetta væri eitthvað alveg nýtt. 

Hann staðhæfði að mörgum milljónum kosningaseðla hefði verið dreift, já mokað út um öll Bandaríkin án þess að gefa upp neinar sannanir fyrir þessum gríðarlegu stóryrðum. 

Og á þessu hefur hann hangið eins og hundur á roði síðan og ítrekað fávisku sína um atkvæði greidd án þess að kjósandi fari á kjörstað. 

Fylgismenn hans elta hann staðfastlega um þetta mál og fullyrða hástöfum um að þetta sé mesta hreyksli samanlagðrar sögu, hvorki meira né minna. 

Sömuleiðis var forsetanum fyrirmunað að skilja það hvernig staða ríkjanna er metin varðandi stöðuna í heimsfaraldrinum með því að líta á hlutfallið á milli dauðsfalla af völdum veirunnar og fólksfjölda viðkomandi ríkis. 


mbl.is Sagði tímann leiða úrslitin í ljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndin varðandi orsök og afleiðingar skýrist.

Eftir rúmlega átta mánaða reynslu af sóttvarnarráðstöfunum virðist myndin af orsökum og afleiðingum vera að skýrast í því efni, en í upphafi var hún ekki svona skýr, vegna þess að það líður tími frá milduðum eða hertum aðgerðum þar til afleiðingarnar koma í ljós.

Eftir því sem sóttvarnarlögum er breytt kemur árangur þeirra í ljós til fulls nokkrum vikum seinna. 

Það leiðir líkur að því að það hafi ekki verið að ástæðulausu sem seinni bylgjur faraldursins skullu á í kjölfar þess að slakað var verulega á aðgerðum í vor og í sumar í því skyni að liðka fyrir ferðalögum bæði til landsins og ekki síður innanlands. 

Nú er svo að sjá sem hinar hörðu aðgerðir síðstu tvo mánuði beri þann ávöxt að Ísland er ekki lengur eldrautt hvað varðar veikina, gagnstætt því sem er á nánast öllu meginlandinu. 

En þessi eldrauði litur meginlandsins sýnir líka hve háð ferðaþjónustan er því atriði, að millilandaferðalög eru ekki einkamál hvers einstaks lands ef hatrömm og víðtæk sýkingarhætta er í gangi. 

Til þess að samgöngur séu greiðar milli tveggja landa ræður ástandið í þeim báðum miklu; ekki bara í öðru þeirra. 


mbl.is Ísland ekki lengur rautt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2024 verður Trump eldri en Biden er nú og allt í fína lagi?

Vangaveltur manna um að Donald Trump muni fljúga í gegn sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins 2024 skauta léttilega fram hjá öllum þeim stanslausa áróðri, sem haldið hefur verið á lofti fyrir kosningarnar nú og koma fram í nær öllum skrifum stuðningsmanna Trumps með því að stagast á því að Biden muni hvorki né viti hver hann sé eða hvar hann sé, um stórfellda öldrunarlyfjaneyslu hans o. s. frv. 

Þeir treysta á að þetta verði allt gleymt og grafið þá og sömuleiðis endurteknar yfirlýsingar Trumps, fyrst í febrúar sl. og aftur nú um að veiran sé ekki neitt neitt og sé á heljarþröm eins og Biden.  

 


mbl.is Trump með forskot á tilnefningu 2024
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þriðja bylgjan að verða verst þeirra allra?

Í einhverjum skelfilegustu fréttamyndum ársins sást í Wuhan, New York, á Ítalíu og víðar, hvað skilgreiningin hættustig þýðir. 

Það er miklu víðtækara en svo að helstu tölur túlki það allt. 

Þegar heilbrigðiskerfið er komið á þetta stig er ekki aðeins um umfang dauðsfalla og veikinda af völdum drepsóttar að ræða, heldur sífjölgandi ótímabærum dauðsföllum hér og þar í kerfinu ef ekki verður náð tökum á uppsprettunni í drepsóttinni. 

Önnur dauðsföll en þau beinu eru meðal annars krabbamein og hjartasjúkdómar sem kerfið missir tök á vegna stækkandi biðlista, sem fara úr böndum. 

Hættustig í fyrsta sinn þýðir í raun, að þriðja bylgjan er að verða verst þeirra allra. 


mbl.is Af neyðarstigi yfir á hættustig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirsjáanlegar aðgerðir Trumps?

Ýmsir glöggir greinendur stefnumála og verka núverandi Bandaríkjaforseta hafa bent á örfá einföld meginatriði, sem útskýra fjölmargt sem sumum hefur þótt duttlungafullt en er það þó ekki ef betur er að gætt. 

Einn helsti áhrifavaldur hans og aldavinur fjölskyldunnar í marga áratugi er einhver magnaðasti prédikari í röðum kristinna sértrúarsöfnuða í Bandaríkjunum, en af þeim söfnuðum ber hæst söfnuði sem aðhyllast evangeliska lúterska trú, en fjórðungur kristinna manna í BNA er innan vébanda þessara söfnuða. 

Þessi prédikari, Norman Vincent Beayle, hefur hrifið marga með þeirri trúarsetningu að 100 prósent bjartsýni og trúin sjálf geri menn ósigrandi, þeir muni ævinlega hafa betur í glímunni við hvers kyns andstreymi og erfiðleika. 

Sjálfur telur Trump að hann hafi haft frækinn sigur í öllum sínum gjaldþrotum og erfiðleikum frá upphafi. 

Rúmlega 20 hestu forystumenn Evangelistanna komu til Trumps i Hvíta húsið og framkvæmdu þar áhrifamikla fyrirbænarathöfn, þar sem þeir lögðu hendur yfir Trump í bókstaflegri merkingu og báðu heitt fyrir því að hann, sem sérlegur útsendari Guðs í landinu, stæðist ákæru demókrata á hann í þinginu vegna meints embættisbrots þegar Trump hélt í beinu stímtali við forseta Ukraínu samtímis eftir lofaðri aðstoð við Úkraínu og þrýstingi á forsetann að hefja rannsókn á stórfelldum lagabrotum sonar Biden í landinu. 

Flokksmenn Trumps á þinginu sáu til þess að hann var sýknaður af þessum ákærum og þetta var í augum hans enn eitt tilfellið, þar sem sigurganga hans allt hans líf var órofin. 

Tilbiðjendur Trumps við hina mögnuðu athöfn sáu þarna enn eina sönnunina um mikilleika hins ósigrandi forseta. 

Auk atvinnulausra og fátækra í ríkjunum í ryðbeltinu svonefnda þar sem áður stóðu öflugustu stóriðjufyrirtæki Bandaríkjanna, sem tryggðu honum hin dýrlega sigur í kosningunum 2016, eru hinir sanntrúuðu Evangelistar afar tryggur fylgjendahópur. 

Sjálfur gaf Trump það út sem eitt atriði bókar, að í keppninni sem öll viðskipti byggjast á, ættu menn að hafa hjá sér bókhald, þar sem skráð væri niður allt sem hægt væri hafa á þá, sem væru ógnuðu frama og stöðu viðkomandi  eða stæðu í vegi fyrir þeim á annan hátt, og refsa þeim hvenær, sem tækifæri gæfist til þess. 

Af þessum ástæðum ætti það ekki að koma neinum á óvart þótt Trump yrði fyrstur allra til að sjá alvarlega ógn af Biden og hefja sókn gegn honum með öllum hugsanlegum sem hættulegasta keppinauti sínu fyrir tveimur árum, áður forkosningar hófust og nokkrum öðrum datt í hug að Biden yrði frambjóðandi demókrata. 

Þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktaði gegn vilja Bandríkjamanna eitt sinn, kom tíst frá Trump þar sem hann sagðist myndu færa til bókar þá fulltrúa, sem það gerðu or refasa þeim. 

Refsitollar eru eitt tækið. Yfir 200 prósenta tollur á innfluttar þotur frá Kanada til að refsa þeim fyrir að framleiða betri þotur af minnstu gerðunum en aðrir. 

Svipað gilti um þýska bíla, sem hann kvaðst ætla að útrýma í Bandaríkjunum til þess að gera BNA mikilfengleg að nýju. 

Af því hefur reyndar ekki orðið, því að Þjóðverjar eru með bílaverksmiðjur í Bandaríkjunum. 

Upptalning á því sem Bandaríkjaforseti vill rífa niður hjá þeim sem hann lítur á sem óvini er æði löng, og í þeirri einbeittu viðleitni til að knýja fram sigur sinn í hverju máli má alveg sjá, að það er í fullu samræmi við feril hans. 

Hann er þegar byrjaður að reyna að gera Joe Biden allt það til miska sem hann getur, sem og væntanlega öllum þeim, sem hann hefur skrifað hjá sér í bókinni með misgjörðamennina, og það væri á skjön við feril hans ef hann væri ekki enn í þeim refsiham 20. janúar næstkomandi. 

Yfirlýsing hans um daginn um mikilvægi þess að hann hafi 6 dómara gegn 3 í Hæstarétti Bandaríkjanna gæti verið vísbending um hugsanlega beitingu dómsvaldsins. 

 

  

 

 

 

 


mbl.is Trú repúblikana á kosningakerfinu hrynur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seigla bókarinnar. Í átt til miðalda um sumt.

Sá hluti menningarinnar sem er fólgin í prentuðu máli og myndum í bókum, hefur gengið í gegnum margar umbreytingar og áskoranir. 

Iðnin sjálf hefur líka tekið sífelldum breytingum, allt frá upphafi prentunar í stað skrifta og breyttum aðferðum í prentsmiðjum, til dæmis þegar starf setjarans varð úrelt í fyrri mynd. 

Nýjustu sveiflurnar varða hljóðbækur og færslu prentunar úr landi, sem undanfarin jól hefur að vissu leyti fært bókagerð aftur á bak í átt til miðalda. 

Því að það er ekki nútímalegt hvað hraða og sveiganleika snertir að fyrst séu gögn varðandi bók send til sunnanverðrar Evrópu, bókin prentuð þar og flutt landleiðina norður yfir álfuna til hafnarborgar og þaðan yfir hafið til Íslands, þar sem henni er skipað upp og hefur för sína landleiðis til verslana. 

Ef bókaútgefandinn giskar skakkt á gengi bókarinnar, verður hann að taka ákvörðun um að fá meira upplag eigi síðar en í byrjun desember nema hann láti sig hafa dýrari flutningsmáta í flugi. 


mbl.is Bóksalar taka höndum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband