12.3.2021 | 16:19
Sprengigos eða ekki sprengigos, það er málið.
Fleyg orð Hamlets, sem í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns hljóða svona; "Að vera eða vera ekki, það er málið" koma upp í hugann varðandi vangaveltur um sprengigos nálægt eyðibýlinu Ísólfsskála um sjö kílómetrum fyrir austan Grindavík.
Nefna má nokkur gos sem hliðstæðu varðandi efann um það hvort sprengigos yrði.
Í Surtseyjargosinu 1953 hófst gosið að sjálfsögðu sem sprengigos vegna þess að það var á hafsbotni.
Þegar leið á gosið hlóðst gjóskan upp og um leið og gosið kom úr gígum á eyjunni, breyttist það í hraunggos.
Í upphafi Heimaeyjargossins náð gossprungan í blábyrjun gossins út í sjó en ekki á nógu miklu dýpi til að hamla því að hraunrennsli væri úr sprungunni og myndað fljótt litla gíga þar sem einn varð að lokum stærstur eftir.
Þó kom það mikil aska upp úr honum, að hún olli miklu tjóni þegar hún féll yfir byggðina.
Þetta upphaf Heimaeyjargossins minnir dálítið á það sem er að gerast
Aðstæður við enda kvikugangsins í Nátthaga, skammt norðaustan við Ísólfssála eru þannig, að lengist hann nógu langt út í sjó til þess að kvika gjósi þar upp af hafsbotni, gæti sú kvika búið til sprengigos í upphafi goss.
En líklegra, miðað við ástandið nú og kvikuflæðið í enda gangsins, er að komi gos þar upp, verði það flæðigos.
Þess má geta, að í upphafi Kröflugossins í desember l975 kom kvikan upp í hverasvæði og var í mynd sprengigoss til að byrja með vegna snertingarinnar við gegsósa jörðina.
En þetta fyrsta gos var afar lítið og hraunið frá því hálfgerður ræfill.
Það átti eftir að breytast síðar og alls varð hraunið sem kom upp í níu gosum 33 ferkílómetrar.
![]() |
Meðan gangurinn stækkar þarf að gera ráð fyrir gosi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2021 | 09:17
Vestur-Íslendingar á eyju í Michiganvatni: Tvær ferjur, ekki ein.
Út í Michiganvatn að vestanverður gengur langur skagi, Dyraskagi í Dyrahéraði. (Door-County).
Í landnámi skagans á 19. öld röðuðu Norðurlandaþjóðir sér á þennan skaga, þannig að þegar flaggað er á skaganum, eru dsnskir fánar mest áberandi syðst, sænskir taka við utar, en yst eru norskir.
Hvar eru þá Íslendingarnir?
Jú, ef staðið er við höfnina yst á skaganum og skyggnst til vatns, sést flöt eyja við sjóndeildarhring. Þangað fóru Íslendinganir á áttunda áratug 19. aldar.
Núna eru íbúarnir um 700.
Tvær ferjur ganga milli eyjarinnar og lands, TVÆR FERJUR, ekki ein. Íslendingarnir vissu hvað var nauðsynlegt í samgöngum, því ekkert pláss er fyrir stóran flugvöll á eyjunni né fé fyrir áætlunarflug. Tveggja brauta smávöllur er þar þó.
Ferjurnar bera heitið KARFI og EYRARBAKKI. Stærsta húsið við höfnina heitið Matsöluhús. Yfir dyrunum tveimur á snyrtingunum eru skilti, sem á stendur: "Men" og "Stúlka"
Í kirkjugarðinum er ein stytta langstærst. Hún er af Þórði Guðmundssyni, lækni frá Eyrarbakka, sem bjargaði mörgum mannslífum í hallæri, sem gekk yfir þetta landnám fyrstu ár þess.
![]() |
Fönix kominn að Baldri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2021 | 23:12
Mix, eini drykkurinn í lifrarbresti. Ice Cream Soda á Akureyri.
Mix getur verið magnaður drykkur og kannski þyrfti að rannsaka það fyrirbrigði sérstaklega, við lifrarbrest af völdum ofmæmis við ákveðnu sýklalyfi, Augmentin, sem veldur ofsakláða og lifrarbresti, verða Coladrykkir, þ.á.m. Coca-Cola, ódrekkendi með öllu, en Mix hins vegar sá eini, sem drekkandi er.
Hemmi Gunn heitinn spilaði mað KA á tímabili og þjálfaði þar líka og fyrir norðan kynnti hann sunnlenska vini sína fyrir Akureyrardrykk, sem hann kallaði Ice Crea Soda og fékkst í ísbúð, sem var þá rétt fyrir neðan Bautann.
Var Mix þá hrist saman við mjólkurís eftir kúnstarinnar reglumm.
Mikið er gaman að sjá nafn Badda Jún, Björgvins Júníussonar i tengdri frétt á mbl.is.
Hann var merkilegur maður og honum var margt til lista lagt. Hann skemmti til dæmis á skemmtunum með töfrabrögðum og sagði brandara.
Enginn Íslendingur kunni jafn marga Sovétríkjabrandara og er skondið að sjá á Yotube að sumir þeirra eru eignaðir Ronald Reagan löngu síðar.
Einn þeirra hefði einhverjum þótt eiga við á okkar tímum, en kannski í öðru samhengi.
Hann átti við í Sovétríkjunum í áratugi og hljóðaði svona: "Sovétríkin eru eina landið í Evrópu, þar sem þú getur brotist inn í Kreml nóttina fyrir kosningar og stolið úrslitunum."
![]() |
Dularfullur uppruni Mix afhjúpaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.3.2021 | 12:26
Á svæði Reykjaneselda 1210 til 1240. Framkvæmdaleyfi fyrir virkjun.
Eldvörp eru um tólf kílómetra löng gígaröð fyrir suðvestan Svartsengisvirkjun og Bláa lónið.
Þar var boruð borhola fyrir 35 árum, gígaröðin hefur verið sett í nýtingarflokk fyrirhugaðrar Eldvarpavirkjunar og búið að veita framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdum hennar vegna.
Á vetrarmyndinni er horft til norðausturs í átt til Svartsengis en gufustrókurinn er úr borholunni, sem áður var nefnd.
Fagradalsfjall er í bakssýn bak við Svartsengi.
Það mældust kvikuhreyfingar á þessu svæði í fyrra og á korti í Morgunblaðinu í gær fellur þetta svæði undir Reykjaneselda 1210 til 1240.
Fyrir nokkrum árum var hægt að sjá í gögnum hjá Landmælingum Íslands á Akranesi, að landið á nýtingarsvæði gufuaflsvirkjananna þarna hefði sigið um 18 sentimetra og er lang líklegasta skýringin rányrkja vegna ágengrar gufuaflsnýtingar.
Orkuhólfið þarna undir er sameiginlegt hólfinu sem Svartsengisvirkjun tekur orku sína úr.
Eldvarpavirkjun myndi því aðeins hraða því að orkan yrði tæmd.
Gígaraðir eru fyrirbæri, sem hvergi er að finna á þurrlendi jarðar nema á Íslandi.
Til þess að finna gígaröð sem tekur Eldvörpum fram þarf að fara austur að Lakagígum.
![]() |
Skjálfti upp á 4,6 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2021 | 23:43
Gosinu verður helst að ljúka áður en því verður gefið nafn.
Nafngiftir gosa hafa yfirleitt verið látnar bíða þar til séð var fyrir endann á því.
Gosið í Holuhrauni 2014-2015 var nokkurn veginn í sögu gígaröð og gaus í rétt fyrir 1800 og fékk þá heitið Holuhraun. Það var jafn eðlilegt að nefna það sama nafni og eldgíganna sem það gaus í að nýju, rétt eins og Heklugosin 2000, 1991, 1980, 1970, 1947 og 1845 voru öll nefnd eftir fjallinu, sem þau brutust út í.
Í gosinu 1970 gaus í gígum í neðst í norðvesturhliðum fjallsins, sem hétu Skjólkvíar en það gos var ævinlega skoðað sem hluta af Heklugosinu.
Þegar gaus á Fimmvörðuhálsi 2010 mátti líta á það sem upphaf og aðdraganda að gosinu í Eyjafjallajökli, en enda þótt gígunum tveimur á hálsinum væru gefin nöfn er heiti gossins Fimmvörðuhalsgos eða einfaldlega gosið á Fimmvörðuhálsi.
Ný eldstöð milli Bárðarbungu og Grímsvatna 1996 vafðist ekki lengi fyrir mönnum, Bryndís Brandsdóttir jarðfræðingur kom með hið stórgóða nafn Gjálp með tilvísun í sögunni af för Þórs til Geirröðargarða og þetta snjallasta eldfjallaörnefni landsins var gulltryggt vegna hamfaraflóðsins sem gosið olli.
Nokkrar tillögur komu fram um nafnið á neðansjávargósinu suðvestur af Vestmannaeyjum 1963, en höggvið var á þann hnút með heitinu Surtsey, sem hefur vanist vel.
Eyjan er sú syðsta í Vestmannaeyjaklasanum, og tilvitnunin í fornbókmenntunum; "Surtur kom sunnan" hæfði ágætlega.
![]() |
Hvað mun eldgosið heita? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 11.3.2021 kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.3.2021 | 17:49
Þarf nýja sýn og nýtt mat á alla byggð og mannvirki Suðvesturlands.
Óróatímabilið sem hefur staðið í 14 mánuði á Reykjanesskaga á sér ekki hliðstæðu svo vitað sé síðustu 780 ár.
Þar á undan hafði verið tímabil dreifðra eldgosa í 240 til 500 ár eftir því hvaða mælikvarði er notaður á mat eldanna á Hellisheiði árið 1000.
Hvort sem framundan er jafn langt svipað óróa og umbrotatímabil eða ekki, þá liggur það alveg ljóst fyrir að það þarf að fara fram gagngert endurmat með alveg nýrri sýn á alla byggð og öll mannvirki á svæðinu frá Hengilssvæðinu og allt út á Reykjanestá.
Þetta mat þarf að snerta byggð, vegi, hafnir, flugvelli, háspennulínur, vatnsból og vatnslagnir, hitaveitur og hitaveitulagnir, gufuorkuver, stóriðujuver og verksmiöjur, en allt framantalið er í áhættu, þótt mismikil sé.
Þegar skoðuð eru kort af þessu svæði blasir við að það er ekki nóg að skoða hraun, sem hafa runnið síðan á 8. öld eins og sýnt er á korti í Morgunblaðinu í dag, heldur að minnsta kosti öll hraun, sem hafa runnið síðustu 11 þúsund ár eftir að ísöld lauk.
Og það þarf að byrja á þessu endurmati nú þegar og af ýstrasta krafti.
![]() |
Kvikugangur heldur áfram að stækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2021 | 08:58
Hvað með negldu dekkin?
Kostnaðurinn við ræstingu útblásturslofts út úr jarðgöngum hefur verið mikill bæði hér á landi og erlendis.
En þó er allur blástur ekki upp talinn, því að oft er loft ansi mettað af ryki frá negldum hjólbörðum í göngunum.
Þegar síðuhafi var á ferð í Noregi fyrir tólf árum var hins vegar ekkert ryk í lengstu bílgöngum heims þar, því notkun negldra hjólbarða var þá bönnuð á þeim slóðum og líka bæði í Osló og Bergen.
Nú er senn að líða vetur hér á landi, þar sem aðeins hefur verið snjóföl í tvo daga í allan heilan vetur á sama tíma sem tugþúsundir dekkja hafa lamið og barið göturnar.
Á okkar miklu tæknitímum er merkilegt að ekki skuli hafa fundist ný ráð við hálku sem geti minnkað þessi ósköp.
![]() |
Billegri göng vegna rafbíla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.3.2021 | 18:15
Kvikan til alls vís, jafnvel til langs spretts?
Kvikan, sem hefur verið með rúmtak fjórfalds rennsliá Elliðaánna að undanförnu,virðist nú búin að stytta viðbrgðstímann ef til goss kemur niður í svipað og hefur verið raunin í síðustu Heklogosum eða jafnvel niður í engan viðbragðstíma eins og var í gosinu á Fimmvörðuhálsin 2010.
En gos og hamfarir í Holuhrauni og í Kröflu sýna, að á helstu flekaskilum landsins geti kvikan ferðast tugi kílómetra neðanjarðar áður en hún annað hvort brýtur sér leið eða leysir út orku sína á annan hátt.
Þannig ferðaðist kvikan úr Bárðarbungu alls 70 kílómetra áður en hún kom loks upp, og eftir fyrsta gosið í Kröflu varð risaskjálfti við Kópasker nokkrum vikum síðar, að vísu sagður tengdur Tjörnesbrotabeltinu.
En engu að síður var sú jarðskjálftahrina svo öflug, að stór hluti Kelduhverfis seig nógu mikið til þess að stöðuvatnið Skjálftavatn myndaðist.
Skjálftamynd dagsins af Reykjaneshrygg og Reykjanesskaga er sláandi hvað varðar það hve stórt óróasvæðið er, að vísu með dreifðum skjálftum, en allt að hundrað kílómetrar á hvern veg.
P.S. Núna, klukkan 20:50, sést á skjálftakortinu af Reykjanesskaga, að eftir slaka í skjálftum á fram undir klukkan 19:00 er komin hrina þéttra skjálfta með þremur yfir 3 stig.
![]() |
Virknin sú kröftugasta í tvo sólarhringa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2021 | 09:29
Fleira getur spilað inn í en drægni.
Það er út af fyrir sig áhugaverður samkvæmisleikur að sjá hvaða bíll gefur mestu drægnina miðað við kaupverð.
En málið er flóknara í raun ef tekið er mið af því hver kaupgeta og aðrar þarfir en drægni séu, því að vegna hás verðs á rafhlöðum og hlutfallslega mikils þunga þeirra, verða sumir efstu bílanna í svona samanburði fyrir utan kaupgetu margra.
Og sumir ódýrustu bílarnir detta alveg út.
Sem dæmi má nefna þann bíl, sem var ódýrasti nýi bíllinn 2ö17, Tazzari Zero, kostaði aðeins tvær milljónir nýr úr kassanum og var því innan marka kaupgetu hjá "litla manninum."
Sá bíll tekur tvo í sæti hlið við hlið á þægilegan hátt og er með álíka mikið farangursrými og minnstu bensínbílarnir, hefur 100 km drægni og nær 100 km hraða; uppfyllir sem sagt kröfur um nægilegan hraða, rými og drægni fyrir bíl, sem ætlaður er til nota í borgarakstri.
Er langt frá Tesla 3 varaðandi drægnina eina, miðað við kaupverð en hins vegar í fararbroddi þegar athugað hve langt hann kemst á hverja kílóvattstund.
Svipað yrði að segja um evrópugerð hins kínverska Vuling Mini-EV ef hann byrðist og fróðlegt kann að verða að sjá hvernig komandi Dacia Spring kemur út.
![]() |
Allur gangur á hvað drægnin kostar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2021 | 21:57
Hetjusaga í Íslendingasagnastíl.
Það er ekki hægt annað en verða djúpt snortinn við að fylgjast með Sigurbirni Árna Arngrímssyni, hlusta á hann í sjónvarpslýsingum sínum og heyra og sjá hvernig hann bregst við í baráttunni sem hann heyr núna.
Hvert af öðru hrjóta frá honum ummæli, sem hefðu getað sómt sér vel í hvaða Íslendingasögu sem er.
Þetta er svo óvenjulegt og svo magnað, að ekkert minna en djúp virðingarhneiging með hvatningar- og þakkahrópi er viðeigandi.
![]() |
Með krabbamein en í fullu fjöri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 9.3.2021 kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)