9.4.2021 | 22:58
Sérkennilegt mat Íslendinga á mismunandi rafknúnum farartækjum.
Þegar tvær verslanir hófu að selja mismunandi rafknúin hjól í fyrra, var hjá þein báðum um að ræða val fyrir kaupendur á milli mismuandi gerða.
Þegar fylgst var með sölunni í upphafi hjá öðru þeirra, Húsamiðjunni, stóð valið á milli þess að kaupa annað hvort rafskútur eða kaupa rafknúið léttbifhjól, sem oft eru ranglega kölluð vespur, því að Vespa er aðeins ein tegund af slíkum hjólum.
Magnað var að sjá misjafnt mat fólks á þessum hjólum.
Fólk þyrptist um rafskúturnar en leit ekki við rafknúna léttbifhjólinu.
Svipað var uppi á teningnum í verslunum Elko.
Þar var hægt að velja á svipaðan hátt og í Húsasmiðjunni, en þó á þann veg, að um þrjár mismunandi gerðir af svipaðri stærð var velja hvað varðandi rafknúnu léttbifhjólin hjá Elko; ein tegundin var með vespulagi en hinar tvær voru með "retro"lagi og litu svipað út og mótorhjól frá sjötta áratug síðustu aldar.
En í meginatriðum var hegðun hugsanlegra kaupemda svipuð hjá báðum þessum seljandum. Rafskúturnar seldustu í margra þúsunda tali en hins vegar margfalt færri rafknúin léttbifhjól.
Og þar kom annað í ljós varðandi einstaklegan sérkennilegan smekk Íslendinga; "retro"hjólin seldust miklu betur heldur en vespulaga hjólin!
Þegar lagst var í rannsóknarvinnu á þessu og notagildi farartækjanna, kon aldeilis kostuleg ástæða í ljós: Kaupendum "retro" hjólanna fannst þau svo töff og flott, en gátu hins vegar ekki hugsað sér að láta sjá sig á jafn barnalegu hjóli og rafvespunni, sem þó er mun notadrýgri!
Hún var meia að segja í augum þessara viðmælanda miklu barnalegri en hlaupahjólin!
Er það þveröfugt við það sem gildir í borgum Evrópu þar sem vespulaga léttbifhjól seljast svo vel, að þau eru forsenda fyrir því að umferðin þar fari ekki endanlega í algeran hnút.
Kostur slíkra hjóla er líka sá, að á þeim er mun betra skjól fyrir ökumann fyrir vindi og úrkomu og einnig mun meiri möguleikar á að hafa með sér farangur.
Á ódýrara ofannefnda "retro" hjólinu er hvorki hægt að festa farangurskassa aftast á hjólið né hafa neitt farteski með sér í auða rýminu milli sætis og stýris eins og til dæmis sést á gulum poka á hjólinu við Gullfoss, þegar Gullni hringurinn var farinn á því síðastliðið haust.
![]() |
200-300 rafskútur á landsbyggðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2021 | 17:34
Dæmi um velheppnað alþjóðasamstarf, öðru nafni framsal ríkisvalds.
Allt frá stofnunarári lýðveldisins hafa íslendingar gerst fullgildir aðilar að alþjóðastofnunu og alþjóðasamningum.
ICAO eða Alþjóða flugmálastofnunin var fyrst þeirra stofnana sem féllu undir "þjóðréttrsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu" eins og það er orðað frumvarpi stjórnlagaráðs til stjórnskipunarlaga.
Þessi grein, 111. greinin, hefur verið mikill þyrnir í augum harðsnúins hóps manna sem hafa úthrópað hana sem afsal fullveldis og landráð.
Þegar þeir hafa verið beðnir um að nefna dæmi í slíka svívirðu, til dæmis með því að benda á einhver af tugum og jafnvel hundruðum alþjððasamninga og samstarfs síðan 1944´sem feli í sér meint landráð, hafa ekki fengist svör. Til dæmis með því að að þessir andstæðingar alþjóðasamstarfs bentu á, hvernig öðruvísi væri hægt að haga flugi og siglingum án alþjóðlegs samstarfs og reglna.
Er þó af nógu að taka allt frá aðildinni að Alþjóða flugmálastofnuninni og Sameinuðu þjóðunum með alla sína fjölbreytilegu og fjölmmörgu sáttnála.
Í 77 ára sögu samstarfs á sviði siglinga og fiskiveiða hafa Íslendingar náð margfalt meiri árangri með markvissu og góðu starfi á sviði hafréttrmála, og er svo enn.
Einu sinni var það nefnt í gráglettnu spjalli síðuhafa á skemmtistöðum að fyrir mann sem stundaði nefndarstörf af miklu kappi væri samkvæmt orðanna hljóðan varla hægt að komast neðar "hjá sjálfum kjaftaskjóðunum hjá Sameinuðu þjóðunum" en að vera meðlimur í undirnefnd hafsbotnsnefndarinnar.
En reyndar er með slíku kersknisspjalli um algert öfugmæli að ræða þegar litið er til hins mikla árangurs sem okkar menn hafa náð á þeim vettvangi.
![]() |
Afhentu greinargerð um landgrunnskröfur Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2021 | 08:40
Bókhaldið virðist oft vera aðalatriðið.
Svo er oft að sjá sem hástemmd loforð um svonefnt samráð við almenning vegna alls kyns framkvæmda á fjölbreytilegum sviðum snúist þegar öllu er á botninn hvolft aðeins um það eitt að þreyta andófsfólkið nógu lengi til þess að það verði að lokum að láta í minni pokann, en síðan er samráðið svokallaða fært til bókar sem sönnun þess, að það hafi verið viðhaft.
Það væri verðugt viðfangsefni fyrir mastersritgerð eða doktorsritgerð að safna saman þeim ókjörum af pappír, sem til verður hjá aldeilis ótrúlega fjölbreyttum stofnunum og ráðamönnum þar sem þessi er raunin og þessi aðferð notuð og niðurstaðan augljóslega ekki samráðsvilji, heldur oftast hreinn yfirgangur.
![]() |
Telur allt ferlið sýndarmennsku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2021 | 22:40
Víðir inni á gafli ef með þarf?
Farsóttahúsamálið sem nú er í gangi getur kveikt ýmsar áhugaverðar pælingar. Heimildin til eftirlits með þeim sem eru í sóttkví er þar á meðal.
Rauði krossinn segir nýju reglugerðina í málinu setja sóttkvíarhótelin í uppnám, og spurningin er hvort hin nýju sóttkvíarheimili lendi ekki líka í uppnámi, því að einhverjir kunna að sjá fyrir sér Víði þar inni á gafli hvenær, sem er, jafnvel allt þríeykið í næsta Áramótaskaupi.
![]() |
Rauði krossinn ósáttur við nýja reglugerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vorið 1943 var mikill hugur í herbúðum Bandamanna í Evrópu. Norður-Afríka hafði verið frelsuð og næsta verkefnið þar var innrás í Sikiley í júlí og áfram norður Ítalíu.
B-24 Liberator sprengjuflugvélin Hot stuff hafði orðið fyrsta sprengjuflugvél Bandaríkjamanna til þess að fara klakklaust í 25 árásarferðir á Þjóðverja og öðlast með því frægðarsess og varðveislu til framtíðar.
Frank Maxwell Andrews yfirhershöfðingi Bandaríkjahers í Evrópu og væntanlegur yfirhershöfðingi alls herafla Bandamanna í Evrópu var á leið við 14 mann í B-24 vélinni góðu til þess að undirbúa innrás frá Bretlandi yfir í Frakkland, og var á leið til millilendingar á herflugvellinum í Kaldaðarnesi.
Mikið stóð til við í sambandi við flugvélina þegar hún kæmi til Bretlands.
En veður var afar slæmt og var hörfað frá í áttina til Keflavíkurflugvallar.
En þá gripu örlögin í taumana þegar flugmennirnir flugu vélinni á blá- suðvesturhorn Fagradalsfjalls svo að allir nema einn um borð í vélinni fórust.
Þetta slys var mikið áfall fyrir Bandamenn; Andrews var eini hershöfðingi þeirra sem féll í stríðinu og tignir andans menn fórust með honum.
Marshall varnarmálaráðherra Bandaríkjamanna sagði síðar að Andrews hefði að sínum dómi verið allra manna hæfastur til að leiða heri Vesturveldanna til sigurs.
Brugðist var skjótt við og Dwight D. Eisenhower skipaður í þetta veigamikla embætti sem skilaði honum síðar yfirhershöfðingjanafnbót hjá NÁTO og embætti forseta Bandaríkjanna 1953-1961.
Í stað B-24 Liberator vélarinnar var Boeing B-17 vélin "Menphis Belle" dubbuð upp sem fyrsta vélin með 25 árásarferðir í röð, þótt það gerðist síðar, og gegnir hún síðan því hlutverki.
![]() |
Ískalt gluggaveður á Reykjanesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.4.2021 | 07:45
Sífellt illvígari og ógnvænlegri sjúkdómur.
Parkinson sjúkdómurinn, orsakir hans, einkenni og meðferðarúrræði er afar umhugsunarvert fyrirbæri vegna þess hann birtist á svo mismunandi hátt í fólki, hve erfitt er að hitta á rétta lyfjagjöf og meðferð; en ekki síst vegna leitarinnar að uppruna hans, sem virðist tengjast gáleysilegri notkun á hættulegum efnum.
Í þeim efnum sem mörgum öðrum er framleiðsla og notkun slíkra efna allt of oft látin njóta vafans.
Í umræðum um efni á borð við plast, þar sem örsmáar plastagnir eru farnar að finnast í frumum bæði dýra og manna í öllum heimshlutum hafa komið fram raddir um að slíkt geri bara ekkert til og að hagsmunirnir sem krefjist sívaxandi notkun plasts eigi að hafa forgang eins og eitthvert óumflýjanlegt náttúrulögmál; allsráðandi yfir umhverfismálum.
Á meðan þrífast sjúkdómar sem eru á uppleið í nútímanum eins og púkar á fjósbitnum.
![]() |
Telur að parkinsonfaraldur sé á næsta leiti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2021 | 18:47
Handabandið heldur áfram að vera varasamt fyrir alla.
Sífellt fjölgar þeim sem hafa verið bólusettir gegn kórónaveirunni og áunnið sér ónæmi.
En nú rétt í þessu nefndi Kári Stefánsson það í sjónvarpfrétt að ekki væri hægt að segja að ónæmið væri alltaf 100 prósent; 90 prósent væri nær lagi.
Útbreiddara ónæmi þýðir þar að auki ekki að hinir bólusettu geti ekki verið smitberar rétt eins og dauðir hlutir á borð við húna handföng og hlutir úr efni þar sem veiran getur haldist lifandi nógu lengi til að berast á milli fólks við snertingu.
Ónæmur maður getur þessvegna með handabandi flutt veiruna sem milliliður með því að taka fyrst í höndina á einum og síðan í höndina á öðrum.
Eitt þekktasta dæmið um þetta var það þegar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þá ósýktur, tók í blábyrjun faraldursins þar í landi í höndina á fjölda fólks á einum degi og fékk auðvitað veikina af þvílíku afli að hann varð mjög veikur og lenti í öndunarvél um tíma.
Það er því langt frá því að allt sé unnið í baráttunni og sóttvörnunum um sinn, þótt áfram miði hægt og bítandi.
![]() |
Snerta ekki lengur sama kaðalinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2021 | 13:56
Frábært myndskeið; þó vantar herslumun miðað við Kröflugosið 1984.
Það er frábært að sjá myndskeiðið á mbl.is af því þegar ný sprunga var í myndun í nótt í gosinu í Geldingadölum. Þó vantar herslumun ef miðað er við myndina af fyrstu upptökum eldgossins við Kröflu haustið 1984.
Fyrir hreina tilviljun var myndavél í flugvél látin ganga í algeru myrkri syðst á gossvæðinu frá 1981 á þeim tíma sem jarðfræðingar áttu helst von á því að jörðin rifnaði þarna.
Allt í einu kom líkt og eldrauður hnífsoddur upp úr myrkvaðri jörðinni, óx hratt jafnframt því sem annar eldoddur og enn fleiri þar á eftir komu upp, uxu og mynduðu að lokum heilan eldvegg líkan blóðrauðu sagarblaði með risavöxnum tönnum.
Á þeirri mynd úr vefmyndavél mbl.is, sem birt er, kemur hraunlæna renndandi frá vinstri eftir hallanum inn í myndsviðið og lengist og stækkar.
Þetta yndskeið er afar dýrmætt.
Eftir stendur samt, að myndskeiðið af upphafi Kröflugossins 1984 er af fyrstu uppkomu eldsins í því gosi, en því miður er ekkert slíkt myndskeið til af fyrstu uppkonu jarðelds í gosinu í Geldingadölum 19 mars sl.
![]() |
Nýja sprungan myndast myndskeið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Líkamsræktarstöðvar, skíðasvæði, íþróttasalir og önnur mannvirki til íþróttaiðkana eru meðal þeirra nafna sem oft hafa verið nefnd varðandi þau fyrirtæki og stofnanir sem sóttvarnarráðstafanir hafa bitnað á.
Og samfara því hafa þær tugþúsundir fólks, sem hefur notið aðstöðunnar á þessum sltöðum orðið fyrir miklum missi það ár, sem liðið hefur síðan farsóttin hefur geysað.
En það er þó ekki þannig, að allar bjargir séu bannaðar til þess að reyna að halda í líkamleg og andleg verðmæti.
Þar er ekki aðeins um að ræða atriði eins og noktun skíðasvæða og gönguleiða, heldur er jafnvel hægt að stunda furðu fjölbreytilega rækt innan húss.
Hér á síðunni hefur áður verið bent á æfingu, sem veitir afar fjölbreytta færni ef fólk hefur aðgang að stigum í húsum eins og fjölbýlishúsum.
Síðuhafi hefur til dæmis stundað stanslaust í rúmlega sextíu ár stigahlaup eða ígildi þeirra.
Hlaup upp stiga hefur þann góða kost, að jafnvel þótt viðkomandi sé með aum hné, er árreynslan á þau í hlaupum upp stiga þar sem teknar eru tvær tröppur í skrefi, afar jákvæð, því að þetta er nefnilega ekki hlaup í þeim skilningi að lent sé harkalega niður í hverju skrefi, heldur er þetta klifur sem eingöngu hefur jákvæð áreynsluáhrif á hné og ökkla.
Sé hlaupið upp fjórar hæðir, til dæmis frá fyrstu upp á fimmtu hæð, jafngildir það um 200 metra hlaupi á jafnsléttu í áreynslu og eflir allt í senn, viðbragð, hraða, snerpu, kraft og úthald.
Ef ævinlega er tekinn tími á hlaupinu, sem auðvitað fer ekki fram fyrr en eftir hálftíma hraðgöngu með liðkunaræfingum sem tengjast vip þessa upphitun við hlaupið, er það ágætur mælikvarði á almennt líkamlegt grunnástand.
Eftir tvær bólusetningarsprautur kon til dæmi í ljós, að hlaupatíminn haggaðist ekki, og það var ótvítrættt merki þess að lungun urðu og hafa ekki orðið fyrir neinum áhrifum.
![]() |
Fjallaskíðabrölt um Tindastól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í vetur hefur ríkt tvíþætt kóf í Reykjavík, borgarbúum til angurs. Annars vegar farsóttarástæand sem hefur fengið nýja merkingu orðsins kóf, sem þýðir í þessu tilliti COVID-19.
Nú hefur er að myndast nýtt heimatilbúið afbrigði af þessu kófi, og í þetta sinn í orðsins fyllstu merkingu, sem felst í stjórnarskrárvörðu frelsi til frjálsrar framkvæmdar að vild á sóttkví heima hjá sér.
Hvað segir ekki máltækið: Hollt er heima hvað? Og þar með líka hollt er heima smit eða hollt er heima kóf.
Svo hellist jafnframt yfir hin mjög svo heimatilbúna svifrykskóf, sem tugþúsundir bíla á negldum dekkjum hafa stritað við að búa til í allan vetur af einskærri hræðslu við snjó, sem hefur nær algerlega svikist um að koma í vetur til að halda uppi atvinnu fyrir snjóruðningsmenn og malbikssaltara.
![]() |
Mengun í borginni mælt með því að hvíla bílinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)