Auðvelt að breyta Volkswagen Bjöllu í rafbíl.

Við hönnun Dacia Spring, sem er einstaklega ódýr rafbíll, og fer vonandi að styttast í að hann komi hingað til lands, var farin sú einfalda leið að hafa rafhlóðurnar ekki undir gólfinu eins og er á nær öllum rafbílum, heldur undir aftursætinu, sem í ofanálag var hátt frá gólfinu. Volkswagen Beetle

Með þessu móti er hægt að bjóða farþegum í aftursæti þægilegri setu og jafnframt að stytta bílinn og létta. 

Með því að stilla aflrásina inn á sparneytinn akstur og láta 44 hestöfl nægja, er hægt að hafa bílinn léttari en ella.  

Formúlan á vel við ef Volkswagen Bjöllu er breytt í rafbíl, því að drjúgt rými er í þeim bíl undir aftursætinu, sem er hátt frá gólfinu. . 

Komin eru nokkur ár síðan síðuhafi rakst á frásögn í erlendum  miðli af slíkri breytingu og var svo litla breytingu að sjá utan frá, að mynd af Bjöllu frá síðustu árgerð meðan framljósin hölluðu aftur dugar alveg. 

Verðið var skiljanlega nokkuð hátt á þessum bíl en þó ekki það hátt að hann kæmi ekki til greina ef fleiri eintök yrðu framleidd.   


mbl.is Breyta klassískum bílum í rafmagnsbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kapphlaup í rásröðinni. Askja sækir á.

Svo virðist að það stefni í eitthvert eldgosakapphlaup ef marka má það, sem er að gerast í iðrum jarðar undir Þorbirni, Heklu, Grímsvötnum og Öskju. askja_her_ubrei_wattsfell_1313297 

Eftir því sem fleiri eldstöðvar bætast í rásröðina fyrir næsta gos, því meiri líkur myndi maður ætla að einhver gjósi. 

En reynslan sýnir að það þarf samt alls ekki að vera svo. 

Síðasta gos í Öskju var 1961 og var í minna lagi, en gosið þar á undan, 1875 var stórgos sem með gríðarlegu öskufalli hrakti stóran hluta þjóðarinnar til vesurheims.

Það tók nokkra áratugi að komast í færi til að taka meðfylgjandi mynd af Öskju og Herðubreið. 

Það varð að vera heiðskír himinn og myndin tekin á 30 kílómetra færi í um 1700 metra hæð til þess að hægt væri að nota aðdrátt linsunnar á þann hátt að Herðubreið sæist vel og bæri við Öskjuvatn. 

En aðalatriðið var að myndin væri tekin þegar fyrsti nýfallni snjórinn í sumarlok væri byrjaður að bráðna þannig að landslagið kæmi glöggt fram í smáatriðinum.  


mbl.is Kvika safnast fyrir á grunnu dýpi í Öskju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyjafjallajökull tók sér 11 ár. Óvissan einna verst þegar eldvirkni er á ferð.

Ellefu árum fyrir gosið í Eyjafjallajökli hófst vinna við að undirbúa þá mörgu, sem yrðu í hættu ef fjallið kynni að gjósa í kjölfar skjálftahrinu.

Haldnir voru fræðslu- og undirbúningsfundir og gerðar almannavarnaáætlanir. 

Loks kom svo gosið og þá skilaði undirbúningurinn sér vel, þótt ekkert hefði komið upp á yfirborðið í öll þessi ár. 

Þótt upplýst sé að það sé ekki ýkja mikil kvika, sem er að láta vita af sér á svæðinu við fellið Þobjörn og Svartsengi, virðist ljóst, að það geta frekar orðið tilfallandi aðstæður sem auka líkur á að kvikan komist upp á yfirborðið heldur en magn hennar. 

Best væri auðvitað að engin kvika væri að safnast fyrir, en á meðan hún er þarna ríkir óvissa, og óvissa er oft þrúgandi til lengdar. 

Og góð upplýsingagjöf eins og var á fundinum í Grindavík í kvöld er ævinlega gagnleg.  


mbl.is Ekki mikil kvika í jörðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hráefni og magn hafa löngum ráðið för hjá okkur

Eftir stríð í upphafi síðari hluta síðustu aldar voru Íslendingar fastir í þeirri hugsun, sem hafði ráðið miklu hjá nágrannaþjóðunum að einblína á framleiðslu hráefna, atvinnu fyrir verkamenn og hagvöxt. 

Erlendis hafði þessi hugsun ríkt allt frá því á 19. öld jafnt hjá auðvaldinu og launþegasamtökum. 

Eðlilegt afsprengi þessa var stóriðjustefnan, sem tók völdin á sjöunda áratugnum og hefur ríkt hér síðan. 

Fyrir aðeins rúmum tíu árum ríktu hér enn fordómar gagnvart öllu sem ekki var hægt að mæla í famleiðslumagni á hráefnum eða orku og þeir sem héldu öðru fram væru á móti atvinnuuppbyggingu, á móti rafmagni og vildu að við færum aftur inn í torfkofana. 

Þegar ferðaþjónustan innleiddi hér mestu efnahagsuppsveiflu í sögu landsins blasti hins vegar við að 19. aldar magnhugsunin, sem rædd er í viðtengdri frétt á mbl.is, væri ekki eins algild og verið hafði um langa hríð. 

Og jafnvel þótt ferðaþjónustan yrði fyrir miklu höggi í kórónaveikifaraldrinum, sýnir endurkoma hennar að innreið nýrra tíma, byggð á Verðmætasköpun, sem ásamt öðru er byggð á hugviti í skapandi greinum.  


mbl.is Við erum föst í magnhugsuninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Söguöld ríkti góðæri og gullöld.

Smám saman finnast fleiri og fleiri minjar upp þá miklu gullöld sem ríkti hér á landi alveg fram á 12. öld. 

Hellarnir stóru á Rangárvöllum bætast nú við minjar og leifar af stórfelldum landamerkjagörðum sem voru uppgötvaðir á þingeyskum heiðum fyrir um tuttugu árum og lágu tugi kílómetra eftir heiðunum nyrðra.  

Á þessu tímabili ríkti hlýskeið hér á landi, og á meðan þrælahaldi stóð var hefur líklega verið gnótt vinnuefls á landinu.  

Það var sannmæli þegar Jónas orti "fornaldar frægð" um þetta þjóðveldisskeið.

Þegar komið var fram á tólftu og þrettándu öld fór loftslag kólnandi, en valdamestu og ríkustu höfðingjarnir bárust mikið á og rannsóknir benda til þess að strax þá hafi þessi gullaldarþjóð verið langt komin með að eyða mestöllu skóglendi landsins og koma af stað uppblæstri og gróðureyðingu þegar jarðvegsbinding kjarr- og skóglendis þvarr.

Í einu illviðrinu missti Snorri Sturluson um hundrað nautgripi við Svignaskarð og segir það sína sögu. 

 

Eins og oft gerist í kreppu, efldi þetta ófrið milli harðsæknustu valdamanna, sem náði hámarki á Sturlungaöld, svo að í lokin urðu Íslendingar að leita á náðir Noregskonungs, bæði til þess að koma á friði en einnig til þess að tryggja lífsnauðsynlegar siglingar til og frá landinu.  

 


mbl.is Hellarnir mögulega eldri en gert var ráð fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjónarsviptir að Halldóri.

Það er saknaðarefni að Halldór Jónsson skuli nú horfinn á vit feðra sinna, ekki hvað síst vegna þess skarðs sem hann skilur eftir sig hjá bloggurum.  

Þrátt fyrir skoðanamun um margt var alla tíð kært á milli okkar, enda lágu leiðirnar víða saman þar sem vinátta átti góðan jarðveg. 

Með þökk fyrir nána samfylgd hér á blogginu og samúðarkveðjum til hans nánustu. 


mbl.is Andlát: Halldór Jónsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gildi erlendra viðurkenninga er mikið. Allt að verða uppbókað á Vestfjörðum.

Hér á landi hefur löngum ríkti tvöföld hegðun gagnvart skoðunum útlendinga á landi okkar og þjóð. 

Annars vegar þrá eftir viðurkenningu sem getur snúist í mikla hneykslan ef álit útlendinganna er ekki eins og vonast var til. 

Sænskur blaðamaður birti eitt sinn raunsæislega frásögn af næturlífinu í Reykjavík sem olli mikilli hneykslan hjá okkur. 

Hins vegar er oft furðulegt hve illa okkur gengur stundum að átta okkur á erlendri viðurkenningu. 

Sem dæmi má nefna, að með nokkuð reglulegu millibili var það fyrsta frétt í fjölmiðlun, að Kísiliðjan í Reykjahlíð yrði lögð niður og að þar með stefndi í það að Mývatnssveit færi í auðn. 

Í eitt skiptið var tekið viðtal við þáverandi sveitarstjóra og kom þá til umræðu, að Kísiliðjan og raskið í kringum hana kæmi í veg fyrir Mývatn kæmist á Heimsminjaskrá UNESCO. 

Nágrannaþjóðir okkar, svo sem Norðmenn, leggðu mikið upp úr því að auglýsa á ferðabæklingum sínum slíka staði, jafnvel á með forsíðumynd. 

Með steindauðu augnaráði sagði sveitarstjórinn að þetta væri einskis virði fyrir okkur Íslendinga.

Síðar fór Kísiliðjan loksins, en áfram lifði Mývatnssveit. 

Í dag var fjallað um það í útvarpi að öll gistirými á Vestfjörðum væru upppöntuð í sumar. 

Ástæðan væri viðurkenning Lonely planet á Vestfjörðum sem ferðamannasvæði á heimsmælikvarða. 

 


mbl.is Keppast um fólkið sem er á lausu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

90 prósent af málefnum í sveitarstjórnum eru að mestu ágreiningslaus.

Það má oft heyra það hjá sveintarstjórnarmönnum að þrátt fyrir málefnaágreining sé raunin sú, að um 90 prósent af málefnum, sem fengist er við í sveitarstjórnum sé afgreitt ágreiningslaust. 

Það þýðir ekki að það sé lítið fyrir fulltrúana að gera. Þvert á móti vex stöðugt umfang þeirra verkefna, sem fást þarf við, svo sem allar tilskipanirnar og reglurnar sem koma utan frá inn á borð sveitarstjórna. 

Umfangið er það mikið, að sum stórmál eins og náttúruvernd og umhverfismál verða útundan, og er því ekki nema von að Líf Magneudóttir hafi fengið nóg, þegar það var ekki fyrr en í blálok umræðna hún fær tækifæri til að benda á þetta og kvarta við stjórnendur umræðna og aðra fulltrúa flokkanna. 


mbl.is Vill SPBJ inn í umræðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gígaraðirnar segja sína sögu um afleiðingar umbrota fyrir átta öldum.

Ekki þarf annað en að horfa yfir gígaröðina Eldvörp nokkra kílómetra fyrir suðvestan Svartsengi til að sjá, hvaða hraunkviku eldsmatur 1,5 rúmkílómetra kvikuhólf á þessum slóðum er ef hún kemst upp á yfirborðið. Eldvörp. Reykjanes fjærst.

Eldvörp eru rúmlega tíu kílómetra löng nær þráðbein gígaröð ofan á kvikugangi líkum þeim, sem gaus úr í Geldingadalagosinu.  


mbl.is Líklegast kvika sem veldur landrisi núna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný en gamalkunnug lykilaðstaða Framsóknar. "Opinn í báða enda"?

Sagan af því hvernig Framsóknarflokkurinn getur með því að skipa sér á miðju stjórnmálanna haft lykilaðstöðu í íslenskum stjórnmálum hófst með myndun skammlífrar stjórnar með því að spila með Sjálfstæðisflokknum milli kosninganna 1931 og 1934. 

1934 myndaði Framsókn síðan stjórn með Alþýðuflokknum undir forystu alveg nýrra og kornungra manna, Hermanns Jónassonar og Eysteins Jónssonar. Eysteinn var aðeins 27 ára ráðherra.  

Síðan var Framsókn aðeins utan stjórnar á þeim tímabilum, sem Sjálfstæðismenn gátu myndað stjórnir með Alþýðuflokki eða Sósíalistum, 1944-1947, 1959 - 1971 og 1991-1995. 

Að öðru leyti var 20. öldin öldin, þar sem segja mátti, að stjórnmálamaður aldarinnar væri Jónas frá Hriflu. 

Orðheppinn maður, gott ef það var ekki Hallgrímur Helgason, sagði, að kosningar eftir kosningar hefði hann reynt að kjósa aðra en Framsókn, en samt alltaf setið uppi með það að hafa kosið stjórn með Framsókn um borð. 

Nú, eins og 1934, er ungur og nýr leiðtogi sprottinn fram hjá Framsókn, í þetta sinn í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. 

Fróðlegt verður að sjá hvernig hann spilar úr gamalkunnugri oddaaðstöðu flokksins, sem stundum var sagður opinn í báða enda. 

 


mbl.is Meirihlutaflokkarnir muni fylgjast að
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband