Algeng orðaskipti við stæði fyrir hreyfihamlaða.

Stæðisþjófur 1 : Ég ætlaði bara að skreppa örsnöggt inn. 

Andsvar: Hvernig eiga hreyfihamlaðir að vita það?

 

Stæðisþjófur 2: Ég er að útrétta fyrir hreyfihamlaðan, sem á bílinn, en er heima hjá sér. 

Andsvar: Stæðið er ekki ætlað bílum, nema fatlaðir séu í þeim. 

 

Stæðisþjófur 3: Hér eru tvö samliggjandi svæði með P-merkinu, og bæði voru auð þegar ég kom og lagði í annað þeirra. 

Andsvar: Í húsinu eru nokkrar stofnanir og fyrirtæki sem hreyfihamlaðir þurfa að leita til. Þess vegna eru merktu stæðin tvö og ef þú tekur annað þeirra hefurðu skert stórlega not þessara stæða fyrir þá sem sannanlega þurfa á þeim að halda. 


mbl.is Alltof algengt að fólk leggi í P-merkt stæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantar betri upplýsingar um hættuna af eldsumbrotum, sem eiturgufur valda.

Stbkkingu og upplýsingagjðf um eðli þeirrar hættu, sem er ógn fyrir alla, sem koma nálægt hraunstraumum og vatnsflóðum, sem koma frá afleiðingum eldsumbrota. 

Gott dæmi um slíkt eru til dæmis brennnsteinslofttegundur sem koma úr hlaupvatni Skaftárhlaupa við upptök þeirra.

Þessar lofttegundir eru ósýnilegar þótt þær geti verið banvænar. 

Dreifa þarf almennri þekkingu á því hvernig "lesa" þurfi vindinn", sem ber slíkar eiturgufur yfir næsta nágrenni eldgosa.  

Á landi eins og Íslandi, þar sem nú verða eldgos að meðaltali einu sinni á ári, og það í hlaðvarpa fjölmennasta þéttbýlis landsins, ætti slík fræðsla að vera skyldulesning fyrir alla. 


mbl.is „Ekki fært að standa hér úti nema með grímu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérstaða Íslands: 1320 kílómetrar til Glasgow.

Sérstaða Íslands í flugsamgöngum kemur fram á ýmsan hátt sem afleiðing af þeirri sérstöðu, sem fjarlægðin frá öðrum löndum veldur.  

Í öllum öðrum Evrópulöndum er að finna gnægð góðra flugvalla, þannig að við gerð flugáætlana er hægt að eiga aðgang að fjölda flugvalla. 

Gott dæmi er Brussel, þar sem varaflugvellir eru í sex löndum sem aðeins tekur innan við hálftíma að fljúga til. 

Við flugtak þarf að gera ráð fyrir að fljúga þurfi á afli annars tveggja hreyfla yfir á varaflugvöll ef eitthvað ber út af. 

Ef um Keflavíkurflugvöll er að ræða eru aðstæður þannig, að skilyrði til lendingar þar eru með lakari veðurtakmarkanir en skilyrði til flugtaks. Einnig eru veðurskilyrði oft betri á Reykjavíkurflugvelli en í Keflavík. 

Bili hreyfill við slík skilyrði er ómetanlegt hagræði að því að aðeins er innan við tíu mínútna flug frá Keflavík til Reykjavíkur. 

Miklar fjárhæðir eru auk þess í húfi vegna þess kostnaðar, sem verður við að þurfa að bæta auka eldsneyti á vélina til að fljúga miklu lengri leið til varaflugvallar. 

Tugir flugvéla myndu lenda í þessu ef Reykjavíkurflugvallar nyti ekki við, því að ekki er fýsilegt vegna fjallahindrana að fljúga á öðrum hreyflinum einum til Akureyrar, og til Egilstaða er langt. 

Enn skortir innviði og lengri flugbraut á Egilsstöðum. 

Nýlega kom í ljós hve sérstaða Íslands frá öðrum löndum er óhagkvæm fyrir millilandaflugið íslenska þegar refsa átti Íslenskum flugrekstraraðilum með nýjum kolefnissköttum.  

Að vísu fékkst fram frestun á þessu ranglæti, en það vofir samt enn yfir. 

Á fundi með flugmálaráðherra nýlega sagði hann í einu orðinu að Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram á núverandi stað í 25 ár en í hinu orðinu að áfram yrði unnið dyggilega að rannsóknum vegna lagningar nýs alþjóðaflugvallar "í Hvassahrauni" ( ekkert hraun með því nafni er þó til). 


mbl.is Hugmyndir um nýjan alþjóðaflugvöll óraunhæfar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Himinn og haf á milli sjónarmiða í laxeldinu, Hálf milljón tonn á ári.

Á sama tíma og Norðmenn flýja með sjókvíaeldi sitt til Íslands og hér á landi er stefnt í opinberum yfirlýsingum í þeirri stefnu að láta ekki staðar numið við að tífalda sjókvíkaeldið hér við lahdn, heldur bæta í og tífalda þessa tíföldun á næstu áratugum. 

Það þýðir hundraðföldun frá árinu 2014. Allir þeir, sem voga sér að setja spurningarmerki við þetta brjálæði eru útnefndir óvinir landsbyggðarinnar. 

Þar með eru Seyðfirðingar komnir í hóp óvina sjálfs sín. Erfðablöndun finnst nú í laxi í 250 kílómetra fjarlægð frá sjókvíunum, en boðendur þeirrar nýtingarstefnu verja hina græðgistrylltu stefnu sína sem aldrei fyrr.  

Æskilegt takmark sjókvíaeldis við landið hefur verið kynnt: Hálf milljón tonn af eldislaxi á ári. 


mbl.is Áhyggjur af erfðamengun laxa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Askja til í slaginn? Sauðárflugvöllur er það.

Í viðtengdri frétt er greint frá þvi hve mikið ólíkindatól Askja hefur verið um aldaraðir.askja_her_ubrei_wattsfell_1313297 

Eitt af því sem getur haft afgerandi áhrif á það, hve stórt og illvígt gos getur verið þarna, er það hvort kvikan kemur upp undir Öskjuvatni, því að það myndi gera gosið að sprengigosi. 

Dæmi um hrikalegar afleiðingar slíks goss er gosið 1875, sem olli stórfelldasta fólksflótta í sögu landsins.  

Svæðið norðaustan Vatnajökuls er hrjóstrugt og erfitt yfirferðar, og fyrir tilkomu Sauðarflugvallar 2011 var aðeins ein flugbraut til á því, um 800 metra löng náttúrugerð malarbraut við Herðubreiðarlindir. 

Stærsti gallinn við þá braut eru sviptivindar frá Herðubreið, sem er skammt frá, og geta gert brautina ónothæfa í hvössum suðvestanáttum. BISA 23.´Twiin Otter hópur,víð.

Hins vegar eru engin fjöll nálægt Sauðárflugvelli og flugbrautirnar alls fimm, sú lengsta 1300 metrar, önnur 1000 metrar og hinar þrjár milli 700 og 800 metrar.  

Og allur völlurinn er nú nývaltaður og yfirfarinn. 

Svarið við því hvort Askja sé til í slaginn er óráðið, vegna skorts á mæligögnum á fyrri gosum. 

En kannski er hægt að segja að miðað við aðstæður sé Sauðárflugvöllur til í slaginn eftir lendingar ýmissa flugvéla á vellinum að undanförnu og leiðangur fjórtán fallhlífarstökkvara frá Svíþjóð til vallarins nýlega, auk þess sem gerð hafa verið aðflug að aðalbrautinni bæði á Fokker 50 og Boeing 757 fyrir nokkrum árum!    


mbl.is Þokkalega hratt landris mælist í Öskju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar fyrsti eldurinn kom upp í einu Kröflugosinu og mynd náðist af augnablikinu.

Merkilegasta myndskeiðið, sem náðist af Kröflueldunum hér um árið, náðist á því augnabliki þegar fyrsti hraunstrókurinn braust upp í gegnum yfirborð jarðar eins og eldrauður hnífsoddur. 

Það var kolsvarta myrkur og fyrir hreina tilviljun var þannig bilun í rafkerfi flugvélarinnar, sem myndin var tekin úr, að aðalöryggið sló rafmagninu út nokkrum sekúndum eftir að kveikt var á rofanum.  

Veður var mjög gott og þegar þessi bilun varð, var ákveðið að setja myndavélina í gang og beina henni út um opinn gluggann þannig að með heppni næðist mynd af þessu augnabliki. 

Hundaheppni varð með í spilinu, því að eldurinn kom upp í miðjum myndfletinum og stækkaði hratt til beggja átta og hækkaði lík og risahnífur væri að rista jörðina upp. 

Hraun kom upp á fleiri stöðum á sprungunni og var brátt orðið að risastórum eldvegg, því að þetta gos var margfalt stærra en í gosunum, sem hafa orðið við Fagradalsfjall.  


mbl.is Myndskeið: Tíu mínútum frá þegar gosið hófst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt afbrigðið; að sveigja of snemma í veg fyrir bílinn, sem ekið er fram úr.

Á leiðinni fram og til baka milli Reykjavíkur og norðausturhálendisins í vinnuferð til viðhalds Sauðárflugvelli var mikil umferð eftir þjóðvegi númer eitt og mikið um framúrakstra.  

Yfirleitt var akstur bílanna yfirvegaður og vel af hendi leystur, en síðan voru undantekningar af ýmsu tagi. 

Eitt fyrirbrigðið felst í því að menn á aflmiklum bílum með stór hjólhýsi í eftirdragi aki vel yfir löglegum hraða og byrji strax að beygja þegar þeir bruna fram hjá í framúrakstrinum, áður en hjólhýsið er komið fram hjá bílnum sem verið er að beygja í veg fyrir.  

Í sumum tilfellum var telft glæfralega á tæpasta vað með því að þrengja gróflega að bílnum, sem ekið var fram hjá. 

Raunar eru til ýmis afbrigði af svona aksturlagi í framúrakstri í umferðinni bæði í þéttbýli og dreifbýli. 

Völundur Jóhannesson var eins konar konungur öræfanna í þá áratugi sem hann var þar á vappi við að reisa og viðhalda hinum stórmerkilegu mannvirkjum í Grágæsadal, sem er í 33 kílómetra aksturfjarlægð frá Kárahnjúkum, 

Völundur féll frá fyrir tveimur árum, og var sjónarsviptir að honum. Það fylgdi því alltaf viss öryggistilfinning að vita af honum þarna fram frá þegar fara þurfti í ferðir til viðhalds og eftirlits með Sauðárflugvelli.  

Í fyrra varð það óhapp hjá síðuhafa í slíkri ferð, að hann hrasaði í klfri upp á húsbílinn, sem þar er, og særðist það mikið á hendi, að taka þurfti nokkur saumaspor í hendinni þegar komið var niður á Egilsstað með blæðandi og opið sár. Lyklasteinn vítt.

Lærdómurinn af þessu að framvegis verði fyrirfram að gera ráðstafanir til þess að vera ekki aleinn í þessum ferðum inn á Brúaröræfi.  

Í ár tókst að stilla því þannig til að vinur minn ætti erindi þarna um sömu helgi og kom sér vel að fá aðstoð hans við að tengja dráttarbeisli valtarans aftan í gamla Grand Vitara jöklajeppann, sem notaður er í þessum ferðum.  

Á nokkrum stöðum má sjá ummerki um uppgræðslustarf Völdunar heitins. Lyklasteinn þröngt

Á Brúaröræfum bera örnefni vitni um að þar hafi orðið mikil gróðureyðing og uppblástur. 

Á mótum tveggja slóða um tíu kílómetra frá leiðinni til Grágæsadals má sjá grænan blett með nokkrum jurtategundum, afmarkaðan með steinum, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. 

Einn steinninn er þó sýnu stærstur. 

Völundur gaf þessum stað nafnið Lyklasteinn vegna þess, að þar hafði gleyminn samferðamaður hans lagt lyklakippu sína frá sér upp á steininn í myndatöku og fann hana ekki aftur. 

En Völundur fann hana og hinn græni blettur heldur sér furðu vel þarna í 700 metra hæð yfir sjó, enda eru allir grasbítar, sauðfé og hreindýr, horfnir af þessum slóðum.   

 


mbl.is „Með því grófara sem ég hef séð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trölladyngju / Krýsuvíkurreinin með hraun allt frá Suðurstrandavegi til Vallanna.

Þorbjörn Þórðarson eldfjallafræðingur beinir í viðtengdu viðtali á mbl.is umræðu að þeim eldstöðvakerfum, sem gætu orðið virk og ógnað innviðum á borð við Reykjanesbraut og flugvelli á svæðinu.

Núverandi flugvellir við sunnanverðan Faxaflóa eru á nokkurn veginn skástu stöðum, sem hægt er að finna, sem minnst hætta er að hraunstraumar nái til. 

Nýlegir gígar í Óbrynnishólum skammt sunnan við Kaldársel sendu frá sér hraunstrauma til sjávar við Straumsvík og Vellina, og það eru aðeins örfáir kílómetrar frá núverandi eldstöð og kvikusöfnun við Keili til að senda hraun niður Afstapahraun og yfir hið þráða flugvallarstæði, sem kennt hefur verið til Hvassahraun, en hraun með því nafni hefur í raun aldrei verið til.   

Mjög líklega er nú hafið eldvirknistímabil á Reykjanesskaga, sem gæti staðið í nokkrar aldir, líkt og gerðist síðast ´með slíku tímabili, sem lauk fyrir átta hundruð árum. 

Fráleit er sú hugmynd að alþjóðaflugvöllur í Flóanum geti komið í stað Reykjavíkurflugvallar. 

Verstu flugskilyrðin á suðvesturlandi eru í hvössum rigningaráttum úr suðri eða suðaustri. 

Keflavíkurflugvöllur og Flóinn eru þegar þannig stendur á sama veðursvæði á sama tíma og Reykjavíkurflugvöllur nýtur góðs að því skjóli sem Reykjanesfjallgarðurinn veitir.  


mbl.is Ráðleggur Hafnfirðingum að byggja ekki sunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorg og líkn.

 

SAMÚÐARKVEÐJA. 

 

SORG OG LÍKN.  (Með sínu lagi)

 

Söknuðurinn sár;

sorgarkvöl og tár. 

 

Ljúfur Drottinn lífið gefur;

líka misjöfn kjör, 

og í sinni hendi hefur

happ á tæpri skör.

Feigðin grimm um fjörið krefur. 

Fátt er oft um svör. 

Enginn veit hver annan grefur;

örlög ráða för.   

 

Söknuðurinn sár; 

sorgarkvöl og tár. 

 

Líkna höfug hryggðartárin;

hörfar myrkrið svart. 

Látum tímann lækna sárin, 

þótt lögmálið sé hart. 

Valt er lán og vegir hálir;

víst þó huggun er

það, sem góðar, gengnar sálir

gáfu okkur hér. 

 

Söknuðurinn sár;

sorgarlíkn og tár. 

 

Og ég veit að orðstír lifir;

ást og kærleiksþel. 

Sá, sem vakir öllu yfir 

æ mun stjórna vel. 

Vítt um geim, um lífsins lendur

lofuð séu´hans verk. 

Felum okkur í hans hendur, 

æðrulaus og sterk. 

 

Söknuðurinn sár. 

Sorgarlíkn og tár;

sorgarsortinn dvín;

sólin rís og skín.    

 

 

 


mbl.is Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bein útsending 1973 og síðar óklippt í Kröflueldum.

Enginn æátti von á því í ársbyrjun að stutt væri í  það að sjónvarpa beint frá eldgosum á Íslandi. En þetta tókst nú samt í Heimaeyjargosinu með því að setja upp myndavél á Klifinu og koma þaðan á beinni útsendingu til sjónvarpsnotenda um allt land.

Útsendingin var án hljóðs, en i Kröflueldum var farin önnur leið. Flogið var með kvikmyndatökumann og jarðfræðing eftir endilangri gjósandi sprungunni við Kröflu og tekið upp heilt og óklippt myndskeið með lýsingu hans á allri sprungunni. 

Síðan flogið með filmuspóluna til ákureyrar og með áætlunarflugi þaðan til Reykjavíkur. 

Þaðan var þessu heila óklippta myndskeiði sjónvarpað til landsmanna aðeins tveimur klukkustundum eftir að það var tekið.  


mbl.is Bein útsending: Eldgos á Reykjanesskaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband