"Óvenjuleg" stórviðri desembermánaðar ný sönnun fyrir kuldatrúarmenn?

Menn, sem afneita kenningum um hlýnun loftslags á jörðinni grípa nú á netinu fegins höndum hríðarhvellinn 16. desember og blása hann upp í einn alls herjar stórviðraham allan mánuðinn. 

Þrír óveðursdagar gilda nú sem sönnun um að loftslag fari ekki hlýnandi heldur jafnvel kólnandi.

Þeir fara létt með að sleppa því að 16. desember var óvenjulegur sem fyrsti dagurinn með alhvíta jörð í Reykjavík í allt haust! 

Og ekki síður það að þessi dagsetning á fyrsta snjódeginum var það óvenjulega í veðurfarinu síðan í fyrravetur.   

 


mbl.is „Ljóst að tjónið er mikið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snjókoma er hluti af úrkomu.

Ekki er auðvelt að rekja, hvar sá misskilningur var settur á flot í frásögnum fjölmiðla af aurskriðum í Klakksvík í Færeyjum, að þar hefði fyrst verið snjókoma, sem síðar hefði breyst í úrkomu.  

Fá tungumál búa yfir jafn mörgum orðum um mismunandi tegundur af úrkomu og íslenskan, og stafar það augljóslega af því hve stór hluti að tilveru okkar felst í þessu fyrirbæri, sem nefnist einu orði "neðbör" á dönsku.

Þegar veðurstofur gefa upp úrkomu í millimetrum, svo sem ársúrkomu eða mánaðarúrkomu, er öll úrkoma innifalin í þeirri tölu, líka sá hlutinn, sem er innifalinn í snjókomu. 

Orðið "úrkoma" nær yfir allt það vatn, sem fellur af himni í úrkomu, og er í mismunandi föstu formi, og þar af leiðandi notuð mismunandi orð um hverja úrkomutegund. 

Úrkoman birtist í stórum dráttum í þremur formum, þar sem lofthitinn ræður mestu:

1. Rigning. Eingðngu í fljótandi formi, heitari úrkoma en við frostmark.  

2. Slydda, hálffljótandi form við hita nálægt frostmarki, en rétt ofan við það. +

3. Snjókoma, úrkoma í föstu formi fyrir neðan frestmark eða rétt í kringum það. 

Úrkoman í Klakksvík breyttist einfaldlega úr snjókomu í slyddu og síðar rigningu. 

Sá ruglingur að snjókoma breytist í rigningu er enn eitt dæmið um sífellt lélegri málkennd hér á landi.  

Verstar eru þær málleysur, sem eru órökrétt bull. 


mbl.is Rýming eftir aurskriðu í Klaksvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Fyrirsjáanleg kuldatíð yfir jólin..." Áratuga "snjómokstursfælni."

Dag eftir dag greindu veðurfræðingar frá því fyrirfram í sibylju að líkur væru á hörðu áhlaupsveðri sl. laugardag, og ekki bara það, heldur væru líkur á kuldatíð fram yfir jól. 

En auðvitað gat þetta ekki haggað við borgaryfirvöldum, sem hafa frá því elstu menn muna stundað þá stefnu, að treysta því að hægt sé að komast hjá kostnaði við snjómokstur með því að láta fljótkomna hláku um að grynnka á snjónum.  

Snjómokstursfælnin felst meðal annars í því að tækjakostur borgarinnar sé tvöfalt til þrefalt minni miðað við stærð gatnakerfisins en í nágrannasveitarfélögunum. 

Í norðanáhlaupinu núna var "flugfært milli Keflavíkur og Reykjavíkur" þótt ófært væri á landi.

Stefnan, sem nefna má "snjómoksturfælni" olli því fyrir nokkrum árum að tugir fólks beinbrotnaði í hálkuslysum á hverjum degi, dag eftir dag.

Það vakti athygli síðuhafa fyrir rúmum 50 árum í vikudvöl í Helsinki að þar var allt gatnakerfið handmokað á hverjum degi til að koma í veg fyrir snjórinn þjappaðist niður af fótum fólks og ökutækjum og yrði að flughálum klaka eins og hér á landi.  

Eðlilega bera borgaryfirvöld í Reykjavík ábyrgð á þessu fáránlega ástandi, en ekki bara meirihlutinn, heldur má líka spyrja: Hvar hefur borgarstjórnarminnihlutinn verið allan þann tíma, sem þetta hefur viðgengist? 


mbl.is Snjórinn komið borginni í „opna skjöldu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkilegt; oftast þeir, sem verst standa, sem verða skotmörk kjaraskerðingar.

Varla er búið að sleppa orðinu þegar ráðamenn taka fyrst til við álögur og kjaraskerðingar og þeir fyrstu, sem þeir sjá sem skotmörk aðgerðanna eru aldraðir, öryrkjar, þeir lægst launuðu og yfirleitt þeir, sem höllustum fæti standa. 

Þetta hefur komið átakanlega í ljós undanfarna daga í kjölfar harkalegra aðgerða borgaryfirvalda sem strax á að láta bitna á þessum þjóðfélagshópum, svo sem sjúku aldurhnignu fólki.  


mbl.is Högg á fjölskyldufólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvær hliðar á ófærðarmálum.

Það eru tvær hliðar á ófærðarmálum þessara daga. Annars vegar skortur á tækjum á mannafla til moksturs og sein og máttlítil viðbrögð við þörfinni á mokstur, en hins vegar viðbrögð þeirra hundruða ökumanna, sem aka inn á lokaðar leiðir og festa vanbúna bíla sína, en valda með því að leiðirnar verða ófærar enn fyrr og enn verr en ella. 

Erfitt er að una við það að þessi tvö fyrirbæri valdi jafn miklu óþarfa tjóni upp á alls tuga milljóna króna og raunin er aftur og aftur, ár eftir ár. 

Það er til mikils að vinna að koma betra skikki á þessi mál. 


mbl.is Fólk pirrað við vegartálma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt dæmið um tækjaskort og sein viðbrögð.

Fjárhæðirnar, sem tapast vegna ófærra leiða á borð við Reykjanesbraut skipta sjálfsagt hundruðum milljóna króna ef allt er talið, því að afleiðingarna hafa ekki aðeins áhrif víða hér heima, heldur eru einnig keðjuverkanir sem berast til annarra landa. 

Það er orðið löngu tímabært að rannsaka þessi mál til hlítar hjá öllum, sem þarna koma að máli. 


mbl.is „Bara grín“ að loka Reykjanesbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru tiltæk snjóruðningstæki hliðstæð slökkviliðinu?

Engum hefur enn dottið sá möguleiki í hug að einkavæða slökkvilið höfuðborgarinnar enda um að ræða lágmarksbúnað tækjakosts og þjálfaðs mannafla, sem er viðbúinn útkalli með sem allra skemmstum fyrirvara. 

Í ljósi þess sem gerst hefur síðan á laugadagsmorgun sýnist full ástæða til að huga að því að taka snjóruðningskerfið til gagngerrar endurskoðunar til að tryggja hámarks afköst þjálfaðs mannafla með stysta mögulega viðbragðstíma.

Ófremdarástanið, sem ríkt hefur síðan á laugardagsmorgun er algerlega óviðunandi. 

Það er til dæmis óviðunandi að bæði slökkvilið og sjúkralið séu lömuð vegna þess að skortur á mannafla og tækjum til snjómoksturs komi í veg fyrir að fært sé fyrir þessi lífsnauðsynlegu öryggistæki. 

Svarið við spurningunni í fyrsögn þessa pistill sýnist vera einfalt: Já.  


mbl.is Vill að Reykjavíkurborg kaupi snjóruðningstæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er ekki hægt að hafa almennilegan viðbúnað eftir nær snjólaust ár?

Þessa dagana er sungið fjálglega um þráðan jólasnjó í síbylju jólalaganna, sem dynja alls staða, enda nær liðið heilt ár, þar sem varla hefur komið korn úr lofti, og hefur snjólausasta tímabilið verið í haust. 

Og þá loksins kemur snjórinn, sem spáð er að verði yfir hátíðirnar. 

Og þá fer allt á hliðina í umferðarteppum og öngþveiti,og viðbrögð borgarinnar eru augljóslega langt frá því að vera boðleg, svo grútmáttlaus sem þau eru. 

Varla er hægt að kenna fjárskorti þegar varla hefur verið eytt krónu vegna snjómoksturs í næstumm heilt ár. 

Flogið hefur fyrir að tækjaskorti megi kenna um þetta, og er það hlálegt á landi, sem heitir Ísland. 

Og ekki er hægt að kenna því um, að snjórinn hafi komið óvænt; því hafði verið spáð með kappnógum fyrirvara. 


mbl.is Ófremdarástand á götum miðbæjarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland; eitt mesta veðurátakasvæði heims.

Eftir afar rólegt og langt haust með stillum og hlýindum allt fram í miðjan desember höfum við Íslendingar verið minntir rækilega á þá staðreynd, að landið liggur utan í víglínu mestu veðurátaka jarðar þegar komið er fram í skammdegið. 

Rétt suðvestan við Ísland er mesta lágþrýstisvæði heims í janúar, en skammt norðan landsins er næst hæsta háþrýstisvæði veraldar að meðaltali. 

Víglínan milli hinna gríðarlegu afla af hlýju og röku lofti lágþrýstisvæðisins annars vegar, og hins kalda lheimskautslofts hins vegar skapar einhver mestu veðurfarslegu átök heims, sem verða enn illskeyttari en ella vegna þess hve gífurlegur munur er á veðrinu í kringum frostmarkið. 

Við erum búin að sjá undanfarnar vikur og mánuði á veðurkortum í sjónvarpi teikningar af þessum "herjum" sem hafa tekist á í kringum landið, þar sem heiti loftmassinn yfir Evrópu hefur þrýst sér norður á við, en heimskautaloft háþrýstisvæðisins hefur tekið á móti úr norðri. 

Vikum saman höfum við sloppið að mestu við átökin, en í gærmorgun brast framsókn kalda loftsis á með fyrstu en ekki síðustu stórhríð og stórviðri vetrarins. 

Raka loftið hefur orði óvenju kalt og enginn veit hvað kuldakastið verður langt. 

Fíngerður snjórinn smýgur inn um minnstu rifur og kófið veldur því að ekki sést út úr augum. 

Þessi darraðardans minnir okkur líka á það, hve litlu má oft muna og stutt er á milli átakasvæðanna og það, að það er augljóslega hið mesta óráð að jarðarbúar séu að fikta við að breyta samsetningu lofhjúps jarðar. 

 


mbl.is Þegar hús fuku í heilu lagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfitt að stöðva notkun á hinum illskeyttu jarðsprengjum.

Af mörgum illskeyttum vopnum, sem menn hafa notað hið ítrasta hugvit til að smíða, eru jarðsprengjurnar, sem komið er fyrir í hinu ítrasta launsátri til þess að sprengja fólk, oftast blásaklaust, í tætlur þar sem þessi óféti liggja í leyni. 

Af þessum sökum hefur um áraraðir verið reynt að ná fram allsherjar banni við smíði og notkun þessara mannskæðu vígtóla, en ævinlega hafa verið ríki, sem ekki hafa viljað taka þátt í slíku eins og nýjustu dæmum hjá Rússum í Úkraínu sýna. 

Arum saman stóðu Bandaríkjum gegn því að samþykkja þetta bann, og ef rétt er munað, hefur ekki heyrst af breytingu hjá þeim í því efni. 

Ekki hefur heldur heyrst af því að þeir hafi beitt jarðsprengjum, sem er auðvitað aðalatriðið, en samt hefur andstaða þeirra við banni verið þyrnir í augum hjá mörgum. 

 


mbl.is Jarðsprengjusvæði í Úkraínu á stærð við Kambódíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband