Í viðtengdri frétt á mbl.is í dag eru birtar tvær af ástæðum þess að skortur er á raforku hér.
Önnur er 46 megavatta tap vegna bilaðrar aflvélar í Búrfellsvirkjun en hin er 36 megavatta tap vegna bilunar í Nesjavallavirkjun.
Þetta eru 76 megavött og slagar hátt í allar þrjár Sogsvirkjanirnar samanlagt.
Þegar lægsta vatnsstaða í mörg ár í Þórisvatni bætist við er um þrefalt áfall að ræða í einu.
En þorstinn eftir nýjum virkjunum er svo mikill, að í fréttum á Stöð 2 í fyrra var í alvöru rætt um það hve miklu það myndi muna að eyða milljarði króna í að fullnýta afl Elliðaánna.
Fyrst var talað um að miklu myndi muna um þrjú megavött en síðan um að líka myndi muna miklu um eitt megavatt!
![]() |
Vél 2 í Búrfellsstöð verður úti fram á vor |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.12.2021 | 23:34
Hinn samfelldi þrýstingur á endalausa virkjanasókn og aukna orkusölu.
Samfelldur þrýstingur á endalausa virkjanasókn í samræmi við trúna á nauðsyn veldishlaðinn hagvaxtar og neyslu hefur staðið það sem af er þessari öld.
Samt er veldishaðinn hagvöxtur og neysla frumorsók þess umhverfisvanda sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir. Gengið er margfalt harðar fram í nýtingu helstu auðlinda, en samsvarar sjálfbærri þróun, mikilvægasta hugtaki 21. aldarinnar.
En þótt sú rányrkja blasi við er haldið fram síharðnandi stefnu í orku- og loftslagsmálum, sem umhverfis- orku- og loftslagsmálaráðherra hamrar á að halda þurfi til streitu.
Skortur á raforku er sagður vera vegna þess að orkubúskapurinn sé að glíma við árstíðabundna niðursveiflu í miðlunarlónum.
En hin raunverulega orsök er hins vegar augsjáanlega til kominn vegna þess að sífellt er verið semja um meiri og meiri orkusölu til orkufrekrar notkunar erlendra fyrirtækja á borð við gagnaverin, sem þurfa meiri og meiri orku.
Þar ræður rafmyntarvöxtur miklu, en aldrei er minnst á hann, þótt hann sé vaxandi ógn við eðlilegt ástand á þessu sviði.
![]() |
Fer gegn stefnu okkar í orku- og loftslagsmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2021 | 13:32
Hvað er "kjánalegt" við að friðlýsa Dranga og Drangaskörð?
Stór orð eru notuð um að Guðmundur Ingi Guðbrandsson skyldi skrifa undir friðlýsingu á jörðinni Dröngum í Árneshreppi meðan hann var í ráðherraembætti.
Sagt frá því að fulltrúi Árneshrepps hafi neitað að skrifa undir hana og haft eftir honum að honum þyki vinnubrögð hans kjánaleg.
Lá þó meira en þriggja ára vinna á bak við þessa friðlýsingu.
Á viðtengdri frétt á mbl.is er birt mynd af Drangaskörðum og þá vaknar spurningin hvað hafi verið svona kjánalegt við að skrifa undir friðlýsinguna.
![]() |
Neitaði ekki að skrifa undir friðlýsinguna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Í dag, 7. desember, eru rétt 80 ár síðan Japanir réðust á aðal herskipahöfn Bandaríkjanna við Kyrrahaf og hófu með því beint stríð við Bandaríkjamenn, sem stigmagnaðist á fjórum dögum upp í það að Þjóðverjar og Ítalir sögðu Bandaríkjunum stríð á hendur.
Þar með voru allar stærstu og helstu þjóðir heim orðnar beinir þátttakendur i´sannkallaðri heimsstyrjöld.
Roosevelt Bandaríkjaforseti hélt fræga ræðu, sem kennd er við orðin "day of infamy" þegar hann lýsti árás Japana fyrir þinginu og sagði hana svívirðilega að öllu leyti.
Þannig hafa flestir fjallað um hana síðan sem lúalega árás úr launsátri. Flota með sex flugmóðurskipum auk fylgdarskipa, tókst að komast óséður nógu lálægt Perluhöfn til þess að hægt væri að senda meira en þrjú hundruð árásarflugvélar til árásar með sprengjum og byssum á herskip og mannvirki í höfninni.
Von Japana var sú að sem flest flugmóðurskip Kana væru í höfninni auk orrustuskipa.
Japanir áttu alls ellefu flugmóðurskip en Kanar aðeins sex, þannig að með því að sökkva nógu mörgum skipum, fengju Japanir tækifæri til að ná ekki aðeins yfirráðum yfir Suðaustur-Asíu og Ástralíu, heldur sigri í styrjöldinni.
Til allrar hamingju fyrir Bandaríkjamenn, réðu bæði heppni og mistök Japana, því að ekkert flugmóðurskip bandaríska hersins var í höfninni og þrátt fyrir gríðarlegt tjón og mannfall þúsunda Kana, voru þeir ekki gersigraðir, og þetta lang framleiðslumesta stórveldi heims gat haldið sjó og nýtt sér yfirburði í mannafla og framleiðslugetu.
Þar að auki nýttu Japanir sér ekki tækifærið til að senda viðbótarbylgju árásarflugvéla, heldur létu sig hverfa vestur í víðáttur Kyrrahafsins.
Útkoman úr þessari dramatísku árás nægði því ekki til lengri tíma litið.
En hvers vegna datt þeim þá í hug að fara á þennan hátt í þessa fífldjörfu aðgerð og leituðu frekar eftir friðarsamkomulagi?
Síðari tíma rannsóknir hafa leitt í ljós, það var næstum trúarlegur siðaheimur Samúræjanna sem kom í veg fyrir að þeir gætu gengið að úrslitakostum Bandaríkjamanna, sem stóðu árið 1941 í samningaviðræðum þjóðanna.
Bandaríkjamenn héldu fast við það skilyrði, að Japanir drægju her sinn út úr Kína í styrjöld sem þar hafði geysað síðan 1937 eftir innrás Japana í landið.
Japanir höfðu eina milljón hermanna í Kína, og það að hætta við svo stórfellda hernaðaraðgerð taldist svo mikill álitshnekkir fyrir leiðtoga hersins í þjóðfélagi þeirra, að í samræmi við reglur Samúræja ættu þeir einskis úrkosti eftir slíkt afhroð en að fremja kviðristu.
Enn verra var þó, að Bandaríkin réðu yfir því úrræði að setja svo hart viðskiptabann á Japan að japanski herinn yrði eldsneytislaus á nokkrum mánuðum nema að að fara í stríð.
Sæmdarkrafa Yamamotos, sem stóð fyrir árásina á Perluhöfn, var svo sterk að hún kostaði hann lífið árið eftir. Þá höfðu Bandaríkjamenn ráðið dulkóða Japana og gátu í krafti þess sent flugvélar í veg fyrir flugvél hans og grandað henni.
Yamamoto hafði haft veður af því að Kanar hefðu komist yfir kóðann, en gat samkvæmt sínum Samúræja sæmdarhugsunarhætti ekki lifað með því að hafa beðið svona mikinn hnekki gagnvart andstæðingum sínum.
Hann leiddi því kóðamálið hjá sér og fór í förina, sem kostaði hann lífið.
Þrátt fyrir það sem hér er greint frá, verða Roosevelt og Bandaríkjamenn varla sakaðir um að bera ábyrgð á því að Japanir réðust á Bandaríkin til dæmis með því að hafa beitt þá úrslitakostum sem vita mætti að þeir gætu ekki sætt sig við.
Hernaður Japana í Kína var stórfelld árásaraðgerð, sem lituð var af stríðsglæpum þeirra.
Þess má geta að fyrir síðustu aldamót urðu mörg stórslys í flugi hjá öflugu flugfélagi í Asíu, vegna virðingarstigans svonefnda í stjórnklefanum.
Aðstoðarflugmenn þorðu ekki að hætta á að móðga flugstjórann, jafnvel þótt hann stefndi með mistökum sínum öllum í flugvélinni í bráða lífshættu.
Svona getur gerst víðar.
Ein af orsökum mannskæðasta flugslyss sögunnar á Tenerife varð vegna mistaka af þessum toga í hollenskri flugvél.
Á síðustu árum hefur verið þróað sérstakt kerfi í stjórn flugvéla, sem nefnist CRM, sem er skammstöfun fyrir Crew Resource Management.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Í viðtengdu viðtali á mbl.is er athyglisvert viðtal við konu, sem þurfti á nýrnagjöf að halda og þáði nýra að gjöf frá fyrrverandi unnusta sínum. Þau tóku síðar saman og hún segir: "Hann er að gefa mér nýtt líf." Og það er engin smáræðis gjöf.
Orða mætti vangaveltur um lífið á ýmsan veg, svo sem:
"Að hugsa sér öll þessi líf
og engin tvö eins."
Kannski hefur áður verið sagt frá því hér á síðunni, þegar atburðarásin í kringum nýrnagjðf tók óvænta stefnu.
Maður nokkur greindist með nýrnakrabbamein og ákvað bróðir hans að gefa honum nýra úr sér.
Áður en það yrði gert varð bróðirinn að fara í skoðun, og kom þá í ljós, í nýra hans var krabbamein á byrjunarstigi.
Þar með féll nýrnagjðfin um sjálfa sig, og í staðinn fyrir að "gefa öðrum lífið" varð að taka nýrað úr gefandanum.
Með því gaf hann sjálfum sér lífið og bróðir hans varð að leita annað eftir lífgjafa.
![]() |
Hann er að gefa mér nýtt líf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2021 | 22:52
Óvænt tímamót fyrir réttum 80 árum í stríðinu við Hitler.
Fyrir réttum 80 árum, dagana 4.-6, desember 1941 stóð ein af mikilvægustu orrustum Heimsstyrjaldarinnar síðari, orrustan um Moskvu sem hæst og svo virtist af fréttum, að sigur Þjóðverja væri vís.
Hersveitir Hitlers komust 2. desember að Khimki brautarstöðinni, sem var og er aðeins 19 kílómetra fyrir norðan Kreml og þýski herinn var í óðaönn að ljúka því ætlunarverki að umkringja það hjarta í hinu miðstýrða alræðisríki, sem Moskva var.
Leningrad var í herkví og Kiev í Úkraínu fallin.
Orrustan um Moskvu var þegar orðin að einni af helstu orrustum stríðsins, á pari orrusturnar um Bretland, um Atlantshafið, Stalingrad, El Alamain og Normandy.
Fram til orrustunnar um Bretland hafði sigurganga Hitlers verið stanslaus allt frá tök Rínarlanda 1936.
En það sem ekki var vitað, að bandamenn Þjóðverja, Japanir, sem áttu að baki stóra landvinninga í innrás í Kína sem hafði staðið síðan 1937, voru að setja í gang enn stærri sigurgöngu, sem fyrirhuguð var gegn Bandríkjunum og evrópsku nýlenduveldunum í Asíu.
Það sem aðeins Japanska herstjórnin vissi fyrstu daga desember var að sex flugmóðurskip með meira en 350 árásarflugvélar stefndu með leynd í áttina að flotahöfn Bandaríkjamanna, Pearl Harbor á Hawai og var komin í eins dags siglingarfjarlægð frá þessari höfuðmiðstöð Bandaríkjahers á Kyrrahafi með það ætlunarverk að gereyða degi aíðar þeim meginhluta Bandaríkjaflota sem þar var að jafnaði.
Japanir áttu lang stærsta flota flugmóðurskipa í heimi á þessum tíma, 11 stykki, en Bandaríkjamenn aðeins 6. Ef hægt yrði að eyða bandarísku flugmóðurskipunum og ððrum orrustuskipum í Perluhöfn, gætu Japanir náð yfirburðastöðu á öllu Kyrrahafi, vestur til Indlands og yfirráðum yfir Ástralíu.
Þegar þetta tvennt, árásin á Moskvu og árásin á Pearl Harbor, var lagt saman, sýndist blasa við í byrjun desember fyrir 80 árum, að Japanir og Þjóðverjar væru á þröskuldi þess að vinna sigur í stríðinu.
En á aðeins tveimur dögum varð tvennt til þess að breyta þessari mynd og marka tímamót.
Rússar hófu óvænta skyndisókn 6. desember með fjórum herjum og þúsundum splunkunýrra T-34 skriðdreka.
Hluti hersins voru hermenn sem komu frá austurlandamærunum alla leiðina frá Síberíu, vel búnir og þjálfaðir eftir að njósnarinn Richard Sorge hafði komist að því að Japanir ætluðu ekki í stríð gegn Rússum, þrátt fyrir hernaðarbandalag þeirra við Þjóðverja.
Í samningnum um þríveldahernaðarbandalagið 1940 var aðeins skuldbinding um að aðilar þess skuldbindu sig til að koma hvorir öðrum til hjálpar, ef þeir hefðu orðið fyrir utanaðkomandi árás.
Japanir voru hins vegar tæknilegir árásaraðilar í stríðinu við Bandaríkjamenn, og veitti ekki af því að beita öllum sínum her í því skyni.
Í kjölfar hinnar óvæntu gagnsóknar Rússa unnu Rússar frækinn sigur í orrustunni um Moskvu og hröktu Þjóðverja til baka á langri víglínu um veturinn.
Það voru óvænt tímamót í stríðinu þegar mikilvirkustu skriðdrekar Sovétmanna, T-34, birtust skyndilega þúsundum saman, fljótandi auðveldlega á breiðum beltum sínum á snjóþekjunni á sama tíma sem þýsku skriðdrekarnir sukku í ýmist snjó eða aurbleytu.
Moskvu var aldrei ógnað eftir þetta í stríðinu og Hitler ákvað að sækja næsta sumar þess í stað til suðausturs og ná hinum mikilvægu olíulindum í Kákasus á sitt vald.
![]() |
Heimurinn nær upphafi faraldursins en endalokum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 6.12.2021 kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.12.2021 | 17:15
Eðli öflugra ríkja að sækja inn í tómarúm.
Fáar þjóðir heims hafa sloppið við það að stórveldi seildist til áhrifa hjá þeim þegar breytingar urðu á valdahlutföllum eða tómarúm myndaðist eftir styrjaldir eða aðrar sveiflur.
Þótt Danir réðu yfir Íslandi komu aldir þegar slaknaði á klónni hjá þeim og stórveldi á borð við Breta og þjóðverja sóttu til áhrifa í viðskiptum.
Hafa jafnvel heiti eins og enska öldin verið nefnd um slík tímabil.
Eftir Fyrri heimsstyrjöldina voru evrópsku stórveldin í sárum og rísandi stórveldi, Bandaríkin, sótti fram
En svo skall kreppan á og inn á sviðið stigu Hitler og nasistarnir og heimtuðu að fá að fylla tómarúmið, sem kreppan skapaði.
Jónas Jónasson, formaður Framsóknarflokksins, varð fyrstur íslenskra ráðamanna til að átta sig á því, að óhjákvæmilega myndu Bandaríkja taka svo afgerandi forystu og sækja inn í tómarúmið, sem myndaðist við hrun öxulveldanna og lömun Breta og Frakka og hrun nýlenduveldis þeirra.
Þegar Sovétríkjan féllu myndaðist tómarúm í Austur-Evrópu sem Bandaríkin sóttu inn í með afleiðingum, sem nú er verið að fást við á vesturlandaærum Rússlands og verður rætt á fjarfundi Pútíns og Bidens næsta þriðjudag.
Á sama tíma sækja Kínverjar hart fram um allan heim, meira að segja á norðurslóðum.
![]() |
300 milljarða evra aðgerðir til höfuðs Kínverjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.12.2021 | 12:39
Vandræði leysast ekki með sama hugsunarhætti og skóp þau.
Nú hefur verið blásið til stórsóknar í því sem Nóbelskáldið nefndi "hernaðinn gegn landinu" í frægri blaðagrein. Í hverri fréttinni og umræðuþættinum á fætur öðrum er upphafinn áróðurinn um að bjarga íslenskum fyrirtækjum og heimilum frá raforkuskorti með því að afnema rammaáætlun og hefja stórsókn í virkjunum, sem byggjast á virkjunum í anda stóriðjunnar.
Slík stórsókn mun breyta núverandi stöðu úr því að íslensk heimili og fyrirtæki fái 20 prósent af framleiddri raforku á móti 80 prósentum, sem stóriðjan fær upp í það að stóriðjan fái minnst tíu sinnum meiri raforku en íslensk fyrirtæki og heimili.
Til að auka á orkuþorstann eru gefnar upp rangar upplýsingar um orkunotkun komandi rafbílaflota og sagt að hún verði meiri en orka Kárahnjúkavirkjunar, en raunveruleikinn, sem meðal annars hefur komið fram hjá Bjarna Bjarnasyni forstjóra ON, er sá að þessi tala er fimm sinnum hærri en hin raunverulega tala.
Grunnorsök orkuvandamála heimsins er takmarkalaus orku- og neysluþorsti, og er þá hollt að minnast þeirra sanninda, sem mig minnir að Albert Einstein hafi orðað, að vandamál leysast ekki með því nota sama hugunarhátt við reyna að leysa þau og olli vandræðunum.
![]() |
Skorar á Íslendinga í umhverfismálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 6.12.2021 kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2021 | 18:36
Ísland býr yfir fágætri og verðmætri fjölbreytni.
"Ísland er engu öðru landi líkt" segir í upphafi lýsingar á landinu í vönduðu erlendu riti um "Hundrað undur veraldar", þar sem hinn eldvirki hluti Íslands er talinn eitt af fimmtíu merkustu náttúruundrum veraldar.
Þessi sérstaða felst helst í því, að á hinum eldvirka hluta landsins er að finna fjölbreytni í átökum og afurðum einstæðs samspils elds og íss, sem hvergi annars staðar sést á þurrlendi jarðar.
Af þessu leiðir, að möguleikar á fjölbreyttri upplifun fyrir ferðafólk eru fyrir bragðið fleiri hér á landi en í flestum öðrum löndum.
Þessi fjölbreytni getur þar af leiðandi verið uppspretta mikils úrvals af arðgefandi möguleikum í ferðaþjónustinni.
Dæmið sem sést og viðtengd frétt á mbl.is ber með sér er bara einn af af ótal möguleikum á þessu.
![]() |
Heilluðust af Íslandi á ION hótelinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2021 | 16:06
Neyðarástand er viðurkennt í ýmsum lögum.
Neyðarástand og gildi þess er nefnt og viðurkennt í ýmsum lögum. Þetta sést mörgum yfir þegar metið er hvort lög hafi verið brotin, svo sem í stjórn loftfara.
Eitt frægasta dæmið er það þegar Sullenberger flugstjóri tók upp á því eftir flugtak frá La Guardia flugvellinum að lenda þotu með hátt í tvö hundruð farþega á Hudson ánni í New York í stað þess að snúa strax við til baka eftir að fuglar flugu í hreyflana og lenda farsællega á La Guardia.
Rannóknarnefnd sá strax hið augljóaa, að því er henni virtist, að með því að lenda á Hudson ánni hefði Sullenberger brugðist óheyrilega rangt við og stofnað lífi fjölda fólks í hættu.
Nefndin lét setja atvikið í flughermi og í ljós kom, að vel var mögulegt að snúa við þegar fuglarnir flugu í hreyflana.
Til að byrja með leit þetta illa út fyrir Sully, eða þangað til að hann benti á, að hann væri maður en ekki róbóti og hefði hvaða flugmaður, sem var, þurft 38 sekúndur til þess eins að finna út bráðnauðsynleg frumatriði til að taka ákvörðun á grundvelli réttrar greiningar á ástandinu.
Þegar nánar var farið ofan í saumana á þessu, kom í ljós, að aðeins í eitt skipti af 29 tilraunum í flugherminu á vegum rannsóknarnefndarinnar, sem vélinni var snúið við, hefði tekist að ná inn til La Guardia.
Niðurstaðan varð því, að Sullenberg hefði ekki brugðist rangt við, miðað við aðstæður.
Í lögum um loftferðir er skýrt tekið fram, að neyð hafi forgang, sem verði að taka tillit til, og geti haft það gildi, að það vegi þyngra en beinn lagabókstafur .
![]() |
Kári æfur vegna úrskurðar Persónuverndar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)