Áralöng barátta fyrir tilveru og viðgangi strandveiðanna heldur áfram.

Það hefur gengið á ýmsu síðan strandveiðar báta fengust fyrst í gegn hér á landi. 

Á tímabili varð hér sprenging í smábátaflotanum, en í framhaldinu leit ekki vel út fyrir strandveiðunum og þurfti mikla baráttu fyrir rúmum áratug til þess að koma þeim í það horf, að þær færðu strandarbyggðunum nægilega björg í bú, en færu samt út ekki úr böndunum. 

Ein rökin gegn veiðunum voru þau, að þessi afli væri tekinn frá sjávarútvegsfyrirtækjum í stærrri byggðum, sem væru undirstaða þeirra. 

Miðað við hlutfallslegt gildi strandveiðanna í smáum sjávarbyggðum eru þó góð og brýn rök fyrir því, að ekki verið dregið úr smábátaaflanum frá því sem hann hefur verið.  


mbl.is Ekki eining um strandveiðifrumvörp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

37 m/sek, fárviðrisvindhviður í Reykjavík í morgun.

Meira en 50 m/sek á Reykjanesvita í hviðum í morgun er "ofboðsleg" veðurhæð og langt yfir fárviðrismörkum, sem eru 32 metrar á sekúndu.  

Þegar litið er á veðurkortið og þrýstilínur lægðarinnar illskeyttu, sem þessu veldur, sést, að vindur hefur sennilega verið enn meiri en þetta nær lægðrarmiðjunni suðvestur af landinu á stað, sem að meðaltali er í janúar með langlægsta loftþrýsting á jörðinni. 


mbl.is Hvergi hvassara en á Reykjanesvita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt "détente"; "þíða" í Evrópu?

Kalda stríðið, 1946-1991, var ekki alltaf jafn kalt í Evrópu, og var hafið áður en Winston Churchill hélt hina frægu Fulton-ræðu sína með lýsingunni á Járntjaldinu, sem næði frá Eystrasalti suður til Miðjarðarhafs. 

Togstreitan milli vestrænna lýðræðisþjóða og austurblokkarinnar klauf þjóðir í herðar niður og olli stjórnarslitum á Íslandi strax 1946 vegna Keflavíkursamningsins um afnot Bandaríkjamanna af Keflavíkurflugvelli. 

Eftir dauða Stalíns kom þriggja ára þíða, en innrás Rússa í Ungverjaland 1956 skellti öllu aftur í lás. 

Skammvinn þíða varð 1960 en njósnaflug Gary Powers, sem skotinn var niður yfir Sovétríkjunum, færði með sér nýtt kuldakast, sem færði heiminn á brún kjarnorkustyrjaldar 1962. 

Júgóslavía undir stjórn Títós og síðar Rúmenía undir stjórn Chauceskus nutu takmarkaðs frelsis, og staða Finna var afar sérstök,  en innrás herja Varsjárbandalagsins inn í Tékkóslóvakíu 1968 opnaði augu margra vestrænna kommúnista fyrir eðli leppstjórna Sovétmanna í Austur-Evrópu. 

Á valdatíma Willy Brandts í Vestur-Þýskalandi varð til stefna, sem kölluð var Détente - Friðsamleg sambúð, slökun stirðra samskipta, sem hlaut kulnun á árunum 1980 til 1985.

Tilraunir til svipaðrar stefnu sambúðar Þýskalands og Frakklands 1912 enduðu í Fyrri heimsstyrjöldinni 1914-1918. 

Fyrsta áratuginn eftir fall Sovétríkjanna 1991 var gullið tækifæri til að skapa slíka sambúð í Austur-Evrópu, en á þessari öld hefur sigið á ógæfuhlið. 

Frumkvæði Macrons Frakklandsforseta varðandi nýtt tímabil friðsamrar sambúðar ríkja Evrópu og sköpun nýs öryggis er ekki aðeins virðingarvert, heldur nauðsynlegt. 

Háskaleikur með hernaðaruppbyggingu á ystu nöf er ógn, sem lægja þarf. 


mbl.is Telur möguleika á samkomulagi við Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kúbudeilan leystist án stríðs. Hvað um Úkraínu nú?

Kúbudeilan hófst með því að Sovétmenn hófu uppsetningu eldflaugaskotpalla á Kúbu og sá bandaríska leyniþjónustan þá og sömuleiðis sovésk skip á leiðinni til Kúbu með frekari búnað.

Sovétmenn höfðu verið óhressir með uppsetningu eldflauga í Tyrklandi á vegum NATO og lögðu það að jöfnu við uppsetningu skotpalla á Kúbu.  

Bandaríkjamenn brugðust skjótt við og settu hafnbann á Kúbu. Haukar í ríkisstjórninni vildu harðari aðgerðir strax, sem vísast gátu boðið upp á miklu meiri hættu á allsherjar kjarnorkustríði. 

Niðurstaða Kennedybræðra var blanda af því að hnykla vöðvana og sýna hernaðarlega yfirburðastöðu Bandaríkjanna, en jafnframt að gefa nógan umhugsunartíma fyrir báða aðila til að finna lausnarmiðaða niðurstöðu þar sem báðir aðilar héldu andlitinu. 

Hún fólst á síðustu stundu í því að Sovétmenn sneru skipum sínum við og fjarlægðu skotpallana á Kúbu, en Bandaríkjamenn lofuðu í staðinn að leggja niður eldflaugapallana í Tyrklandi og að ráðast ekki inn í Kúbu. 

Hið síðarnefnda, völd kommúnista, heldur enn, 60 árum síðar, og Fidel Castro sat af sér einn og sér tíu Bandaríkjaforseta, þrátt fyrir tugi áætlana Bandaríkjamanna um koma honum fyrir kattarnef.    

Með þessu leystist deilan, en hluti af lausninni fólst í því að báðir aðilar sýndu með viðbúnaði sínum hve stórt málið var í þeirra augum. 

Raunar vitnaðist síðar, að Bandaríkjamenn höfðu áður komist að því að þeir þyrftu ekkert á skotpöllunum í Tyrklandi að halda og hefðu tekið þá niður hvort eð var. 

Rússar stunda svipaða pólitík í Ukraínu og Kínverjar á Suður-Kínahafi og við Tævan, en á báðum þessum pólitísku átakasvæðum snýst málið um að koma sér upp sem sterkastri samningsstöðu til að styrkja það sem nefnt hernaðarlegt þjóðaröryggi. 

Í vikunni var fjallað um togstreitu og deilumál Kínverja og leidd rök að því, að hættan á að Kínverjar ráðist á Tævan sé hluti af því af hálfu Kínverja að hafa sem sterkasta stöðu á svæðinu, án þess að fara í stríð. 

Ekki er ólíklegt að svipað sé að gerast hjá Rússum og lýst var hér á síðunni á dögunum.  


mbl.is Rússar sagðir undirbúa allsherjarinnrás í Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Deilt um gróðurfarið í eyðimörkunum.

Fyrir um þrjátíu árum var tímaritið Time með stóra umfjöllun um ástand gróðurs á jörðinni og tilsvarandi stóra fyrirsögn á forsíðu. 

Svipaða umfjöllun var einn af helstu sérfræðingum okkar Íslendinga, sem vann hjá Sameinuðu þjóðunum og flutti eftirminnilega fyrirlestra um þetta mikilsverða mál. 

Í báðum þessum umfjöllunum var rakið, hvernig gróðri hefði víða hrakað af mannavöldum með þeim afleiðingum að öflugar þjóðir landa eins og Mesópótaíum og Líbíu (Fönikíu) misstu völd sín og áhrif. 

Áhrifaríkt dæmi frá síðari tímum var fall Krústjofss í Sovétríkjunum eftir að stórfelldir vatnaflutningar og aðrar aðgerðir ollu gerólíkum áhrifum, uppþurrkun stórra svæða og minnkun Aralvatns.  

Í grein Time var gefin upp röð "bestu vina" eyðimarka heims, og voru geitur efstar á blaði, en sauðkindin þar á eftir.  

Í deilum um loftslagsmál á okkar tímum er jarðvegs- og gróðureyðing af mannavöldum títtnefnd, en hins vegar má heyra þveröfugu haldið fram hjá þeim sem eru andvígir aðgerðum í loftslagsmálum og halda því meira að segja fram fullum fetum að Sahara og fleiri eyðimerkur víða um heim séu að gróa upp vegna hækkaðs hita!

Þetta er á skjön við slæm áhrif hitans í Sahara á gróðurfar á Spáni og hvimleiða sanstorma, sem berast til Kanaríueyja frá Vestur-Sahara. 

Og meira að segja hefur rykmistur frá Sahara borist til Íslands.  


mbl.is Sandrok til vandræða á Kanaríeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veðrið og snjórinn villtu um 1981.

Leitin að TF-ABB núna var markviss að því leyti að huga fyrst og mest að þeirri flugleið, sem langlíklegast var að yrði flogin á þeim tveimur klukkustundum, sem átti að nota til þess. 

Í slíkri ferð er vel líklegt að fljúga fyrst austur yfir Nesjavelli og Þingvallavatn og síðan vestur eftir Reykjanesskaganum og um gosstöðvzfnz við  Fagradalsfjall. 

Leitin að TF-ROM 1981 á sjónflugleiðinni Reykjavík-Akureyri beindist eðlilega fyrst að flugleiðinni eftir þjóðveginum, en þegar árangur náðist ekki í leit á þeirri leið, kom upp sá möguleiki að vegna þess að veður var heiðskírt á beinustu leiðinni til Akureyrar hefði flugleiðin legið yfir hálendið. 

Eftir á að hyggja var sá möguleiki hæpinn, vegna þess að mistur var í lofti og skyggnið aðeins rúmir fimm kílómetrar.  

Það sem mennirnir í TF-ROM vissu ekki um, var að  oft leggur svala þoku úr norðri suður á Tvídægru og Arnarvatneheiði, og það átti eftir að koma sér illa fyrir þá.   

Síðuhafi tók á sínum tíma þátt í flugleitum sem meðlimur í björgunsveit þegar þess var þörf, og skömmu áður en vélin fannst eftir þegar snjórinn við Þverárvötn hafði minnkað, var ég fenginn til að vera leiðsðgumaður í sérstakri leit þyrlu Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli yfir Tröllaskaga sérstaklega. 

Í því flugi var flogið beint norður og beint suður til og frá Tröllaskaga til að hafa sem mestan tíma til leitar á Tröllaskaga og því sást flakið við Þverárvötn ekki úr þyrlunni. 

 


mbl.is Leituðu að TF-ROM í tvær vikur árið 1981
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Daprir dagar. Hugurinn hjá aðstandendum og leitarfólki.

Nú eru dapurlegir dagar og í slysaöldu koma orð sálmaskáldsins um dauðans óvissa tíma upp í hugann. 

Hugurinn er hjá vinum og vandafólki og þakkir séu þeim sem stóðu að einhverri umfangsmestu leit síðari ára. 

 


mbl.is Flugvélin er fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er sá eini sanni, sá sem gefur mest fyrir minnstan pening?

Opinber alþjóðlegur listi yfir merkustu bíla 20. aldarinnar bendir ekki til þess að þeir dýrustu hafi verið mest um verðir. Mini Cooper.

Fyrstu fimm eru Ford T, Mini, Volkswagen Bjalla og Citroen DS. 

Fast á eftir gætu komið bílar eins og Citroen Traction Avant, Willy´s jeep og Ford Mustang. 

Nafn Mini vekur athygli, því að 1959 var það hundódýr örbíll sem var þó lang rúmbesti bíllinn í þeim flokki, en varð líka eftir örfá ár sá hraðasti og sneggsti með 75 hestavélinni í Mini Cooper S. 

Þar á ofan vann hann ótal röll, svo sem fjögur Monte Carloröll. 

En merkastur var Mini 1959 fyrir það að vera fyrsti bílinn með fjögurra strokka, fjórgengis, vatnskælda vél sem var þversum fremst í bílnum, með drif á framhjólunum og hjólin úti í hornum bílsins. 

Akstureiginleikar þessa maklausa bíls voru slíkir, að nautnin við að aka honum var sú mesta möulega miðað við hverja krónu í verði hans. 

En yfirgnæfandi meirihluti bíla heimsins eru byggðir eftir þessari formúlu ofangreindra sex atriða, og sumir þeirra eru hreinir lúxusbílar. 


mbl.is Hinn eini sanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

64 km stytting. Bratti úr 21% niður í 8%.

Leiðin yfir Öxi hefur falið í sér um 61-71 kílómetra styttingu þjóðleiðarinnar kringum landið miðað við Þjóðveg númer eitt. 1322651Nú hefur styttingin að vísu minnkað um 7 km eftir þverun Berufjarðar, en er samt geysimikil.   1322651B

Á myndinni sem birt er í viðtengdri frétt á mbl.is sést hvernig nýr malbikaður vegur getur leyst hinn gamla af hólmi og minnkað 21 prósent halla á núverandi malarvegi niður í 8 prósent, sem er sami halli og er í Kömbunum. 

Stóra spurningin fólst í því, hvernig Vegagerðin hyggðist leysa eitt vandasamasta verkið í íslenskri vegagerð, en það felst í því að búa til þann hluta nýs vegar sem lægi hina bröttu leið niður í Berufjörð og þarf helst að geta nýst sem heilsársvegur. 

Svo er að sjá af gögnum, sem birt voru á fjarfundi að þetta verði gert farsællega og var fróðlegt að sjá hvernig hönnuðir vegagerðarinnar gætu leyst það þarfa verkefni. 


mbl.is Útboð sex milljarða Axarvegar kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ljótt mark"? Nei, yndislegt. Af hverju? Svo einstakt. VERÐUR AÐ SKOÐA!

"Stórkostlega ljótt mark Kanada í nótt." Nei, heyrið þið nú, er þetta ekki öfugt: "Einstaklega fallegt og ótrúlegt mark"? 

Það verður hver um sig að skoða myndskeiðið sem ofangreind frétt mbl.is er tengd við til að átta sig á því, að það geta liðið ár á milli þess að hægt sé að skora svona mark, þar sem boltinn er óralengi að koma sér í markið, lendir í einum leikmanni úr hvoru liði, tvívegis í sama leikmanninum og tvívegis í tréverki marksins. 

En dæmi hver fyrir sig um ljótleika þessa. Síðuhafi er ekki í vafa. Það er hægt að horfa á þetta mark aftur og aftur og dást að því. 

Eða er það öfugt?

Í venjulegum knattspyrnuleik er boltinn leiksoppur leikmannanna. En ekki við skorun þessa einstæða marks. Frá því að honum er skotið að markinu eru leikmennirnir leiksoppar boltans ásamt stöng og samskeytum, að ekki sé nú talað um markmanninn og marklínua.. 


mbl.is Stórkostlega ljótt mark Kanada í nótt (myndskeið)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband