Tákn Íslands, sem heilsaði öllum sem koma hingað á sjó og í lofti frá Evrópu?

Ekki er fyrr búið kynna hugmyndir um að meira en tvöfalda núverandi rafmagnsframleiðslu hér á landi en birt er stórhuga áætlun um tíu gígavatta vindmyllugarð suðaustur af landinu sem tengdur yrði með sæstreng við Bretland. 

Ef af slíku yrði myndi rafmagnsframleiðsla Íslands ekki bara meira en tvöfaldast, heldur meira en fimmfaldast. 

Þegar talað er um sæstreng, er það alltaf í eintölu. En Sighvatur Björgvinsson sem var iðnaðarráðherra 1991 til 1995, fór í sérstaka ferð með sérfræðingum á embættistíð sinni til Bretlands til að kynna sér málið, og komst þá að því sæstrengirnir yrðu að minnsta kosti að verða tveir vegna seguláhrifa, en síðan yrði að tvöfalda þá tölu að minnsta kosti til að skapa svokallað "afhendingarörygggi." 

Norðmenn hafa slíkt öryggi fólgið í því að frá landinu liggja nokkrir sæstrengir til annarra landa. 

Á leiðinni til Íslands koma skip og flugvélar upp að suðausturlandi og enginn skyldi verða hissa þótt sæstrengir yrðu lagðir alla leið til Íslands; það handsöluðu forsætisráðherrar Íslands og Bretlands fyrir um átta árum og það er staðfastur draumur margra. . 

Þótt nákvæm staðsetning hinna tryllingslegu vinmyllugarða liggi ekki fyrir, er þó langlíklegast, að í stað þess að Ísland rísi úr hafi eitt og allsráðandi í sjónmáli fyrir skipum og flugvélum á leið til landsins, yrði vindmyllugarðurinn risavaxni í forgrunni sem eins konar nýr landvættur eða tákn Íslands.  

Og allan tímann yrði talað um að þetta væri gert fyrir afhendingaröryggi fyrir íslensk heimili. 

Hvað nota þau mikla raforku nú?

5 prósent.

En hvað myndu íslensk heimili nota stóran hluta af 16 gígavöttunum? 

Eitt prósent.  


mbl.is Engar rannsóknir á áhrifum vindmyllugarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig var þetta í Kóreustríðinu?

Ef reynt er að finna hliðstæðu úr hernaðarsögunni um stríð, sem líkist Úkraínustríðinu, kemur Kóreustrðið 1950 til 1953 til greina.  

Byrjunin var eins að því leyti að einræðisríki réðist á lýðræðisríki öllum að óvörum. 

Eina ráðið, sem gat aftrað sigri í þerrari herför, var að fjölþjóðaher á vegum Sþ yrði stofnaður undir forystu Bandaríkjamanna til þess að koma Suður-Kóreu til hjálpar. 

Svo ótrúlega heppilga vildi til, að einmitt þessa daga höfðu Rússar farið í fússi út af fundi Öryggisráðsins út af allt öðrum málum, og fékkst því samþykkt hjá Öryggisráðinu fyrir stofnun alþjóðaliðsins, af því  að Rússar gátu ekki beitt neitunarvaldi.  

Þetta reyndist ómetanlegt fyrir Vesturveldin, sem sést af því, að þrátt fyrir methraða við stofnun liðsins, munaði hársbreidd að Norður-Kóreumenn legðu undir sig alla Súður-Kóreu. 

Þótt Rússar hefðu verið bakhjarlar Norður-Kóreumanna, fengu Norður-Kóreumenn ekki beina þátttöku Rússa, en þó var flugher norðanmanna með hina frægu Mig-15 orrustuþotur í flugher sínum.

Þær voru fyrstu orrustuþotur, sem teknar voru í notkun í stríði, sem voru mun liprari og klifruðu betur en Sabre þotur Kana, hvað þá Mustang, Thunderbolt og aðrar bulluhreyflavélar þeirra. 

Kanar voru fljótir að grípa til Sabre þotnanna og Aðeins betri flugmenn gátu snúið þessu hægt við og orðið hluti af sókn Kana norður allan Kóreuskagann. 

Undir stjórn hins heimþekkta hershöfðingja Douglas Mac Arthurs gerðu Kanarnir dirfskufulla árás af sjó aftan við víglínuna og sneru vörn í sókn á sjó, landi og í lofti. 

Kóreustríðið setti Kalda stríðið í uppnám, og herinn kom meðal annars til Íslands 1951. 

Bæði risaveldin áttu kjarnorkusprengjur og hættan á stigmögnun var það, sem mest ógnaði að því leyti. 

Sþ herinn sótti norður skagann í áttina að Yalufljóti og Mac Arthur vildi ólmur klára verkið og taka alla Norður-Kóreu. 

En þá brá svo við að Kínverjr sendu fjölmennar sveitir "áhugamanna" á vígstöðvarnar og enn snertist dæmið við, og kommúnistaherirnir sóttu á ný suður á bóginn. 

Mac Arthur lagði nú fram áætlun um að hóta beitingu kjarnorkuvopna og standa við þá hótun ef með þyrfti. 

Harry S. Truman Bandaríkjaforset sá, að nú gæti stefnt í óviðráðanlega stigmögnun og kjarnorkustríð, og þegar Mac Árthur vildi ekki bakka, rak Truman hann, sem var einsdæmi í sögu Bandaríkjanna. 

Ákvörðun Trumans færði af sér nýja hernaðaráætlun, þar sem notkun kjarnorkuvopna var útilokuð og sýndi þessi ákvörðun hans mikla stjórnvisku manns, sem fyrri hluta lífs síns hafði verið fátækur vefnaðarvörukaupmaður í Missouri. 

Margir sagnfræðingar telja Truman einn besta forseta Bandaríkjamanna.  

Að lokum var víglínan komin á svipaðar slóðir og í upphafi 1950 og eftir langar og strangar friðarviðræður náðist samkomulag um vopnahlé, sem hefur haldið síðan, þótt engir séu friðarsamningarnir. 

Það byggðist kannski á því að lok málsins urðu með svipuðum áhrifasvæðum og höfðu verið í upphafi, en ekki víst að slíkt verði auðvelt í Úkraínu.  

 


mbl.is Rússar óska eftir aðstoð frá Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pershing hershöfðingi BNA: "Herir vinna orrustur - flutningageta vinnur stríð."

Einstakir hlutar hernaðar beggja aðila í Úkraínustríðinu eiga sér samsvörun í styrjöldum fyrri tíma. Fyrirsögnin hér að ofan er höfð eftir einum þekktasta hershöfðingja Bandaríkjahers, sem tók þátt í heimsstyrjöldunum báðum og hafa ummæli hans svo sannarlega orðið sannmæli fyrstu tvær og hálfa viku stríðsins. 

Komið hefur í ljós misvægi milli einstaka þátta herfarar Rússa og má lesa út úr ýmsum gögnum á netinu fróðleik um þetta. Rússar eru reynslunni ríkari varðandi samgöngur í langstærsta ríki heims og eru með þriðja stærsta járnbrautanet heims. En fleira þarf til. 

Þessi hugsun er hliðstæð því þegar Hitler lét gera hraðbrautir þvers og kruss yfir Þýskaland til þess að auðvelda stórflutninga herja á milli austur-og vesturvígstöðvanna og forðast raunar að lenda í stríði á tveimur vígstöðvum í einu. 

Rússar ganga þannig frá járbrautunum að vor og haustleysingar hafi ekki sömu áhrif á þær og á vegi. Hið tröllaukna net járnbrautanna er langódýrasta leiðin til afkasta á landi, miðað við kostnað og öryggi. Í pistli hér á undan var greint frá því að 2006 hefði þjóðvegurinn milli tveggja stærstu borga Rússlands verið með eina akrein í hvora átt á löngum köflum. Fullkomlega eðlilegt. 

Eitt lítið dæmi af ótal dæmum úr stríðinu núna: Löng röð af skriðdrekum á leiðinni í átt að Kænugarði fyrstu dagana og enga fyrirstöðu að sjá. 

Nokkrum tugum kílómetra fyrir aftan skriðdrekana er röð af flutningabílum.

Skyndilega stöðvast skriðdrekalestin. Hvað er að gerast?

Jú, afar einfalt mál. Úkraínumenn hafa gert árás í flutningalestina og olíulaus kemst hinn glæsilegi skriðdrekafloti ekki fet. 

Svipað dæmi og hjá Þjóðverjum við Kursk 1943 þegar hinn mikli ofur skriðdregi Tiger átti að vinna mestu skriðdrekaorrusu sögunnar. Sagt var að einn Tiger gæti haldið 10 T-34 í skefjum. 

Reynslan varð önnur. Mesti ofurdreki heims var alltof flókinn, dýr og frekur á eldsneyti og viðhald. 

Eldsneytislaus Tiger: Búinn að vera. Bilaður Tiger: Búinn að vera. 

Ofurdrekinn í Operation Citadel, sem ætlað var að snúa stríðinu við, var ekki framleiddur nema í nokkur þúsund eintökum á meðan meir 80 þúsund T-34 runnu af færiböndum Þjóðverja handan Úralfjalla. 

Núna hafa Rússar líka komist að því að eins og hernaðurinn þróast eiga þeir alltof fáa flutningabíla. 

Trukkarnir líta ágætlega út, svo framarlega sem þeir eru ökufærir. 

Rússar eru líka með samskiptatæki sem að stórum hluta eru orðin úr sér gengin. 

Nýjustu rannsóknir á því hernaðarlega undri, sem herför Þjóðverja vestur að norðvesturströnd Frakklands 1940 sýna, að því hefur ranglega verið haldið fram að Þjóðverjar hafi haft yfirburði í fjölda skriðdreka, flugvéla, þungvopna og hermanna. 

Ekkert af þessu var rétt, heldur atriði sem sýnist vera léttvægt en réði öllu þá, samskiptanet og skipulag og samþætting allra þátta.

Luftwaffe var skipulagður flugher, sem nær eingöngu byggðist á því að styðja við landherinn. 

Skipulag upplýsingadreifinga og ákvarðanatöku var snilldarverk í Blitzkrieg. 

Ef einhver hluti landhersins eða jafnvel bara litlir herflokkar lentu í vanda, var strax hægt að koma um það skilaboðum til yfirstjórnarinnar, og innan við hálftíma seinna voru Stukaflugvélar komnar á staðinn og stráðu sprengjuregni, ringulreið og skelfingu meðal óvinanna. 

Enginn annar her veraldar hafði yfir slíku skipulagi að ráða. 

Svipað er að gerast núna á mörgum sviðum Úkraínustríðsins.   

En spurningin um það, hvort Rússar nái vopnum sínum þegar tíminn líður og geti hægt og bítandi unnið sigur leiðir hugann aftur til Vetrarstríðs Rússa við Finna 1939-40 þar sem stórveldið réðist á sinn margfalt smærri nágranna. 

Það stóð aðeins í rúma þrjá mánuði og Rússar urðu fyrstu tvo mánuðina að athlægi fyrir endemis ófarir á skjön við yfirburði í tölum talið á stærð hers og vígtólum. 

Getan til vel skipulagðra flutninga á vistum og búnaði, hergögnum og vel þjálfuðum hermönnum á hugsanlega eftir að vega þungt, samanber: "Flutningagetan vinnur stríð - hersveitir vinna orrustur."

Vesturveldin hófu stríð á tveimur vígstöðvum í upphafi þátttöku Bandaríkjamanna í Heimsstyrjöldinni til þess að reyna að létta á þunganum sem Sovétmenn báru og sendu hundrað þúsund manna lið í Operation Torch í Norður-Afríku í nóvember. 

Vorið eftir munaði minnstu að þetta kostaði tap í orrustunni um Atlantshafið og innrásin í Normandy frestaðist um heilt ár.  

Ástæðan var einföld. Flutningagetan á herliði, hergögnum, vistum og búnaði yfir Atlantshafið varð að skila ákveðnum afköstum, og af því þessi oft vanmetni hluti hernaðar hefur oft komið jafnvel glæstustu herjum í koll, samanber ósigur Þjóðverja í orrustunni um Moskvu haustið 1941, þýddi ekkert fyrir Stalín að fórna höndum yfir seinagangi Vesturveldanna; komandi orrusta um Frakkland varð að vinnast og til þess þurfti flutningagetu af áður óþekktri stærðargráðu.   

 


mbl.is Hafa ekki nægan styrk til að sigra okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ábyrgur háttur" í olíuframleiðslu ríkja og "grænasta ál í heimi á Íslandi"?

Nú eru tímar öfugmælanna, ekki hvað síst í orkumálum heimsins. Stóra staðreyndin í því máli blasir við jarðarbúum, að í sívaxandi sókna þeirra í þverrandi auðlindir jarðar, verður brýnna með hverju árinu að hægja á þeirri vegferð ao þær verði uppurnar á þessari öld vegna eindæma græðgi og orkuþorsta. 

Um bruðlið á auðlindunum er ekki deilt, heldur um það hvernig jarðarbúar ætli að láta sér segjast og snúa dæminu við. Því miður virðist gagnrýnin á trúna á hinn óhjákvæmilega hagvöxt, helst veldishlaðinn ekki vera í náðinni, en fyrr má nú vera, þegar leiðtogar sjö mestu iðnríkja heims bókstaflega grátbiðja hver annan og þar með jarðarbúa í heild um að auka vinnslu á jarðefnaeldsneyti eins og mest megi verða. 

Jú, þetta má glögglega lesa í viðtengdri frétt á mbl.is. 

Og hver er nú sú stórkostlega nauðsyn til þess að fara slíkum hamförum í mestu rányrkju mannkynssögunnar?

Jú, árás Rússa á Úkraínumenn er talinn ástæðan fyrir þessum firnum. 

Nú skortir orð til að segja neitt. Á öllu er nú þörff að græða. 

Og sama daginn hrópar íslenskur ráðherra á sem mesta framleiðslu á áli af því að það sé "grænasta ál í heimi"!

Halló! Grænasta ál í heimi frá meðal annars gufuaflsvirkjununum, sem endast ekki einu sinni á á við kolanámur, nýta aðeins um 15 prósent orkunnar sem spúð er út í loftið og gefa frá sér brennisteinslofttegundir. 

Og sum vatnsorkuverin fylla sum miðlunarlónin upp af auri á nokkrum áratugum svo að þau ónýtast. 

Þetta á við um langflestar virkjanir jökulánna íslensku. 

Ef einhver þjóð á það skilið að álið þaðan sé það sagt vera grænasta í heimi sé sagt er vera hið grænasta í heimi eru það Norðmenn, þar sem framleiða slíkt.    


mbl.is Skora á orkuframleiðsluríki heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Engar takmarkanir", eða þannig.

Fyrir þann sem er í aðstöðu til að fylgjast nokkuð náið með þeim þjóðfélagshópi, sem pestin herjar mest á, er ansi fróðlegt að skoða þau áhrif, sem faraldurinn hefur á það fólk. 

Búið er að aflétta ðllum sóttvarnartakmörkunum af djamminu og öðru hliðstæðu, sem nauðsynlegt þykir að sé í fullum og eðlilegum gangi, en minna hefur kannski verið skoðað eðli þeirra atriða sem mest áhrif hafa á elstu aldurshópana og þá sem hafa svonefnda undirliggjandi sjúkdóma eða veikleika. 

 

Engar sundurliðaðar tölur eru um þessa undirliggjandi sjúkdóma, en nóg vita þó þeir, sem eru í sambandi við þessa bloggsíðu, til þess að geta sagt að þúsundir fólks, hefur fengið lungnabólgu, misjafnlega skæða, en þó í nógum stórum stíl til þess að bíða þess aldrei bætur. 

"Engar takmarkanir eru í gangi er" orðalag, sem hefur misjafna merkingu fyrir þetta fólk. 

Því fólki virðist fjölga stöðugt, sem myndi, ef allt væri með felldu, vera komið á spítala, en æ meira hallar í þá átt að "engar takmarkanir"  virðist vera á því, hve margt það geti orðið. 

Þetta síðasta er raunar umhugsunarvert. Engin takmörk fyrir því hvað biðröðin eftir spítalaplássi verði löng?  


mbl.is Engin laus pláss en hægt að búa til rými
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússneski veturinn er alltaf ógn fyrir hvern sem er.

Rússneski veturinn 1941-1942 lék hinn fræga þýska her svo hroðalega grátt að það mátti halda að þessi vetur hefði verið eitthvað sérstaklega harður. 

Svo var þó ekki. Hvað var þá svona svakalegt við hann? 

Bara þetta eitt: Þetta var bara einn af þessum rússnesku vetrum. Samgöngukerfi langstærsta ríkis heims var, er og verður hræðilega frumstætt. 

Síðuhafi undraðist í pílagrímsferð í mars 2006 hve þjóðleiðin milli Moskvu og St. Pétursborgar var ömurlega frumstæð þegar þess er gætt að þetta er leiðin á milli tveggja stærstu margmilljónaborga landsins, en samt víða aðeins ein akrein til boða í hvora átt. 

Að ekki sé talað um hve lélegt malbikið var, víða alsett sprungum og illa við haldið.

Þjóðverjarnir í 3ja milljón manna hernum í júlí 1941 töldu sig að vísu hafa búið sig vel undir rússneskar aðstæður, og voru til dæmis sem 750 þúsund hesta með í för. 

Skriðdrekarnir höfðu ekki átt í vandræðum með að bruna vestur á Atlantshafsströnd og norður til Nordcap í júní 1940 og suður á Grikklandsströnd og til Líbíu sumarið 1942, em í Rússlandi mættu þeir ofjörlum sínum í líki tugþúsunda T-34 spánnýrra rússneskra dreka sem gátu ekið á sínum breiðu sérhönnuðu beltum hringi í kringum þýsku Panther drekana, sem sukku í drulluna í rússnesku haustrigningunum. 

Allt spólaði og sökk í drulluna, trukkarnir, vélhjólin, jafnvel 750 þúsund hestarnir og 3 milljónir hermanna. 

Loksins frysti, en þá tók enn verra við; rússneska frostið niður í tugi stiga, svo að allt fraus fast eða fór ekki í gang. 

Herinn mikli laut í lægra haldi fyrir frosti, sem gerði olíuna á vélunum að seigu gúmmílíki svo að vélvæddar brynsveitir urðu gagnalausum málmklumpum. Þúsundir hermanna kól og margir þeirra til bana.

Nú sást það sem strápdrap Grand Armé Napoleons í hinni miklu herför hans 1812-13, röng klæði hermanna, sem börðust við fjandsamlegar aðstæður gegn kappklæddum mönnum á heimavelli. 

"Frostið tekur kraft úr Rússum" segir í fyrirsögn viðtengdrar fréttar á mbl. 

Og það er rétt, en augljóslega rangt þegar það var sagt fyrir meira en tveimur vikum að innrásarher Rússa yrðið kominn inn í Kænugarð eftir þrjá daga. 

Rússneski veturinn tekur nefnilega kraft úr öllum, jafnvel síberísku hersveitunum 1941 sem komu alla leið austan frá Kyrrahafi til að snua orrustunni um Moskvu við. 

Minnisstæðast í förinni 2006 á sagnaslóðir rússneska vetrarins var að standa við yfirlætislítið minnismerki við Khimki sporvagnastöðina aðeins 19 kílómetra frá Kreml, þar sem sagt er að þýsku hermennirnir hefðu séð til turnanna í Kreml rétt fyrir jól 1941.

Orrustan um Moskvu virtist vera að vinnast, aðeins 19 kílómetrr eftir í mark.  

Þar hafði rússneski veturinn dregið kraft úr báðum herjum, en úrslitum réði, að rússnesku hermennirnir voru aenn komnir AÐ þrotum krafta sinna, en þeir þýsku voru ALVEG þrotnir að kröftum.

Rússneski veturinn hefur þrjú andlit, sem öll eru jafn fjandsamleg óvinaherjum af öllum tegundum. 

Haustrigningarnar. 

Vetrarhörkurnar. 

Vorrigningarnar. 

Haustrigningar eyðilögðu herförina Taifun til Moskvu 1941. 

Vetrarhörkur sáu um að halda eyðileggingunni áfram við Moskvu og vetrarhörkur innsigluðu þýska ósigurinn í Stalíngrad i árslok 1942. 

Hvað gerist nú?

 

 


mbl.is Frostið tekur kraft úr Rússum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og þarf svarið endilega að vera: 3000 viðbótar megavött í nýjum virkjunum?

Það er lærdómsríkt að sjá muninn á orkustefnunni, sem nú er boðuð hér á landi eins og trúboð vegna sveiflna í vatnsbúskap landins og loftslagsvár og síðan forgangaröðun þjóða á borð við Bandaríkin og Noreg. 

Bandaríkin eiga langstærsta orkubúnt Ameríku í gufuafli og vatnsafli Yellowstoneþjóðgarðsins, og óvirkjuðu vatnsafli Coloradoflljóts. En þeir hafa síðan fyrir hálfri öld forgangsraðað sínum málum eftir gagngerar rökræður, að Yellowstone og Miklagljúfur / Marmaragljúfur séu "heilög vé, sem aldrei verði snert." 

2002 lauk miklum deilum um vatnsafl í Noregi með þeirri yfirlýsingu Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra, að "tími stórra vatnsaflsvirkjana í Noregi væri liðinn." Þar munar mest um tröllauknar fyrirætlanir þeirra um að virkja allt hið gífurlega vatnsafl norska hálendisins á svipaðaðn hátt og hér var gert með Kárahnjúkavirkjun. 

Í gær mátti heyra bæði forsætisráðherra og umhverfisráðherra Íslands hampa fyrirætlunuum um að setja virkjanir upp á meira 3000 megavött í forgang fram yfir það sem ættu að vera hin "heilögu vé" Íslands, náttúruverðmæti, sem eiga sér engan sinn líka í víðri veröld vegna samspils elds og íss. 

Bandaríkjamenn kaupa raforku af okkur til þess að geta varðveitt sín heilögu vé, þannig að við erum að hjálpa þeim til þeirrar varðveislu með því að fórna mun meiri náttúruverðmætum á Íslandi.

 


mbl.is Eitt erfiðasta vatnsárið í sögu Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stríðið minnir á nálægð sína.

Pútín hefur sett Ísland yfir lista sinn yfir óvinveittar þjóðir. Megin kennisetning hans er um að um sé að ræða tvenns konar viðfangsmenn sinn eða lands síns:  Óvini eða svikararar. 

Ísland er í NATO og í raun voru það tveir ráðamenn okkar sem settu okkur á lista "viljugra þátttökuþjóða í innrásinni í Írak 2003.  

Ekki hefur séð fyrir endann á þeim hörmungum sem þessi innrás olli, gerð á uppskálduðu gaspri um gereyðinavopn, sem aldrei fundust. 

Í Arabíska vorinu svonefnda 2011 vorum tengd notkun NATO flugvéla í Líbíu, alla tíð síðan hafa afleiðingar hinnar misheppnuðu krossferðar Arabíska vorsins verið hörmulegt viðfangsefni vestrænna Evrópuþjoða. 

Stríðið núna með gný yfir Reykjavík í kvöld er hins vegar mun nær okkur, ekki síst fyrir það að nú hefur verið hótað notkun kjarnavopna, sem á að getað drepið hvern mann í óvinaríki fimm sinnum!


mbl.is Þotur portúgalska flughersins vöktu óhug borgarbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt flækjustig er varasamt og hættulegt.

Í hernaðarsögunni úir og grúir af mismunandi beinum afskiptum stórvelda af styrjöldum, bæði borgarastyrjöldum og styrjöldum þjóða á millum. 

Í spðnsku borgarastyrjuldinni sendu ítalir, vesturveldin og Sovétmenn bæði vopn og "áhugahermenn" til Spánar allan tímann, og meira að segja sendi Hitler sérstaka herflugsveit, "Legion" til beinna loftárása á þorp og bæi, og var hinn hrottalega árás á Baskabæinn Guernica til það að æfa og fullframkvæma hinar villimannlegu árásir, sem síðar lögðu Covetry, Hamborg, Belgrad, Dresden og Köln í rúst. 

Nú er margfalt meira í húfi í ljósi hótana Pútíns um kjarnorkustríð og þriðju heimsstyrjöldina. 

Hvað það snertir er allt flækjustig í þátttöku NATO stórhættulegt og raunar smánarlegt hvað snertir kjarnorkuógnnia hjá þjóðum, sem kalla sig siðmenntaðar. 

Fyrir þátttöku Bandaríkjanna í Seinni heimsstyrjöldinni kölluð Kanar sig "vopnabúr lýðræðisþjóðanna" og bæðu seldu þeim vopn og lánuðu síðar með sérstökum "Láns- og leigulögum" sem Churchill kallaði "Magna Carta vorra tíma. 

Kínverjar drógust óbeint inn í Kóreustríðið 1951 og þá var það Douglas Mac Arthur hershöfðingi sem hótaði beitingu kjarnavopna, en Truman forseti afstýrði því með því að reka hershöfðingjann. 

  


mbl.is Segja boð Pólverja ekki gerlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisráðherrann margsaga í Kastljósi í kvöld.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, auðinda og loftslagsráðherra svaraði spurningum Baldvins Þórs Bergssonar út og suður í viðtali í kvöld og aldrei fékkst út úr honum, hve mikil sú viðbótarorka væri, sem nú er básúnað að þurfi í formi virkjana, samt alltaf talað um raforkuframleiðslu Íslands.  

Hún felur í sér hátt á þriðja þúsund megavatta í uppsettu afli, sem er meira en tíu sinnum hærrri tala en raforka fyrir allar landssamgöngur okkar. 

Guðlaugur hélt því fram að Íslendingar þyrftu að framleiða gríðarlega orku til þess að halda uppi flugi, annars yrðum við eftirbátar allra "þjóða, sem við berum okkur saman við."

Nú er það bæði eðlisfræðileg og efnafræðileg staðreynd, að það er einungis á stystu leiðum innanlands, sem raffflugvélar yrðu samkeppnishæfar, jafnvel þótt til kæmu miklar tækniframfarir, vegna þess mikla þunga, sem rafhlöður og annar búnaður krefst á flugleiðum yfir hafið í hinum nýju og "grænu" flugvélum.  

Baldvin þráspurði Guðlaug hvort það væri ekki vegna stórs hluta stóriðjunnar í meira en tvöföldun raforkuframleiðslu okkar, sem væri raunveruleg orsök slíks ofurvaxtar. 

Svör Guðlaugs Þórs voru þrungin mótsögnum; annars vegar að stóriðjan yrði ekki frek til fjörsins til hins að auðvitað yrðu allar tegundir notkunar raforkunnar að dreifast víða í efnahagslífinu ef halda ætti uppi atvinnulífi í landinu, sem væri samkeppnihæft við það sem er hjá "þjóðum, sem við berum okkur saman við." 

Orðalagið um stóriðjuna og atvinnulífið tengt á kunnuglegan hátt við "þjóðirnar, sem við viljum bera okkur saman við." 

Færð hafa verið að því skýr rök, að rafvæðing bílaflotans kostar aðeins lítið brot af þeim ósköpum af orku, sem tönnlast er á í öllum fréttaflutningi af þessu máli. 

 


mbl.is Þörf á allt að 124% aukningu á orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband