14.4.2021 | 18:28
Miklu fleiri "spennandi Kínverjar" en menn órar fyrir.
Rísandi þjóðir hafa löngum verið stórlega vanmetnar af öðrum þjóðum, sem hafa verið bundnar af of mikilli vanþekkingu og jafnvel fordómum til þess að leggja raunsætt mat á getu þeirra og framlegð.
Fordómarnir felast helst í því að halda áfram að sjá heiminn með sömu augum og áður en þessir nýju þátttakendur í framlegð til efnahagslífs, menntunar, menningar, tækni og framleiðslu.
Kína og Indland hafa risið úr öskustó á undanförnum áratugum sem efnahagsleg stórveldi og raunar má bæta Tævan og Suður-Kóreu við auk Japans, sem hóf sitt "efnahagsundur" fyrir hálfri öld.
Þá var í fyrstu hlegið að bandaríska bílaframmleiðandanum Preston Tucker, sem hinur "þrír stóru", GM, Ford og Chrysler beittu pólitísku afli til að knésetja af því að bíll hans þótti hugsanleg ógn við staðnaða bíla risanna.
Þegar Tucker vann sigur að lokum í málaferlunum, sem var beint gegn honum, sagði hann sem lokaorð, að ef landar hans ætluðu að halda áfram á þessari braut, myndu þeir eiga eftir að vakna upp við vondan draum þegar hinar nýsigruðu þjóðir Þýskaland og Japan myndu fara fram úr þeim í bílaframleiðslu. Það var eftir þessi orð hans sem viðstaddir í réttarsalnum brustu í skellihlátur, svo mikil fjarstæða þótti þetta.
Tucker var ekki nógu framsýnn til þess að bæta Kína við sem væntanlegu risaveldi, en um það efni hafði verið sagt löngu fyrr, að þar væri um að ræða sofandi risa og það mætti biðja guð að hjálpa sér ef hann rumskaði við sér.
Það er talsvert umliðið síðan Kína fór upp í fyrsta sætið í bílaframleiðslu þjóða heims, og þeir og Tævanir flest og best bifhjól.
Mörg forn vígi hafa fallið, svo sem að það land heims sem framleiðir flesta Buick bíla er Kína, og að Indverjar eiga bílaverksmiðjurnar sem framleiða lúxusbílana sem áður voru stolt Bretlands svo sem Rolls-Royce og Landrover með sinn eðal Range Rover.
Síðuhafi stóð í þeirri trú að Honda PCX léttbifhjólið hans væri japanskt en þegar það fór í fyrstu ökutækjaskoðunina kom í ljós að það er framleitt á Tævan og rafreiðhjólið Náttfari er af Dyun gerð, kínverskt!
Og Suzuki bíll eiginkonunnar er ekki japanskur, heldur indverskur! Næsta stærð fyrir ofan hann í Suzukibilum hér á landi, Suzuki Swift, er rúmenskur!
Fyrir löngu orðið úrelt að tala um rúmenska bíla á borð við Dacia sem "austantjaldsdrasl".
![]() |
Spennandi Kínverji |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2021 | 00:32
Breytingar og átök í vændum fjölmiðlun líkt og fyrir tveimur áratugum?
Fyrir öld voru hræringar í útgáfu blaða á Íslandi, sem voru hluti af myndun fjórflokksins svonefnda á fyrstu tveimur áratugum fullveldisins.
Jónas Jónasson frá Hriflu varð kandidat fyrir stjórnmálamann aldarinnar þegar hann varð aðal áhrifavaldurinn og hugmyndasmiðurinn að stofnum tveggja stjórnmálaflokka, Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins sem var ætlað að mynda mótvægi við Íhaldsflokkinn, síðar Sjálfstæðisflokkinn, og skyldi Alþýðuflokkurinn höfða til vinstra fólks en Framsóknarflokkurinn til dreifbýlisins og samvinnufólks, sem þá var hlutfallslega miklu fjölmennara en síðar varð.
Áætlun Jónasar varð að veruleika með ríkisstjórnum undir forystu Framsóknarflokksins allt til ársins 1942, þegar þríflokkurinn hafði þróast yfir í fjórflokk með klofningi Alþýðuflokksins.
Afar bjöguð kjördæmaskipan litaði stjórnmálin fram til 1959 og fjögur dagblöð, sem kalla mátti flokksblöð, Morgunblaðið, Tíminn, Alþýðublaðið og Þjóðviljinn réðu umræðunni fram undir lok aldarinnar.
Síðdegisblaðið Vísir og síðar Dagblaðið, sameinuðust í DV síðasta aldarfjórðunginn.
Vísir var á svipuðu róli pólitískt og Morgunblaðið, og Sjálfstæðisflokkurinn naut um 40 prósenta fylgi út öldina, meðal annars í krafti yfirburða á blaðamarkaðnum.
Undir aldamót voru vinstri flokksblöðin þrjú dauð, og hið mikla veldi Morgunblaðsins var í algleymi þegar ný öld var að ganga í garð. Allt fram til 1990 höfðu helstu völd í efnahagslífinu verið í höndum samvinnufélaganna, SÍS og öflugra heildsala og fjáraflamanna.
Gullin öld virtist blasa við hjá Morgunblaðinu og Sjálfstæðisflokknum.
Ef netið og samfélagsmiðlarnir hefðu verið komnir á þessum tíma, er óvíst að hugmndin um Fréttablaðið hefði getað orðið til.
En með stofnun þess varð ákveðin sprenging í íslenskum stjórnmálum sem litaði þau hressilega á næstu árum.
SÍS hafði farið á hausinn og Bónusfeðgar og Hagkaupaeigedur réðust í krafti byltingar á viðskiptaháttum inn á þann vettvang viðskiptalifsins sem hafði verið svo samanjörvaður fram að því.
Fréttablaðið varð þungamiðjan í nýju blaðastríði sem náði hámerki í fjölmiðlalögunum, sem forseti íslands neitaði að skrifa undir í krafti 26. greinar stjórnarskrárinnar, sem gefur honum málskotsrétt varðandi lög.
Síðustu tvo áratugi hefur ríkt nokkurs konar pattstaða í samkeppni Morgunblaðsins og Fréttablaðsins, en sé sú greining Gunnars Smára Egilssnar rétt, að bylting í fjölmiðlun og skoðanamyndun eigi sér nú stað í heimi alveg nýs umhverfis á því sviði sem sé byrjuð að kippa fótunum undan Fréttablaðinu, gæti stefnt í svipuð átök og breytingar á þessu sviði og urðu fyrir tveimur áratugum þegar óvæntar sviptingar urðu.
Það gætu verið spennandi tímar framundan á þessum mikilvæga vettvangi.
![]() |
Fréttablaðið hlýtur að hætta á þessu ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2021 | 14:15
Prjál og tildur eða dýpra hlutverk?
Löngum hafa verið skiptar skoðanir um það hvort konungdæmin í nokkrum löndum norðanverðrar Evrópu, Bretlandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku, séu "úrelt þing" með óþörfu bruðli, prjáli ot tildri, sem þar að auki gangi í erfðir í stað þess að hafa lýðræðislegt umboð líkt tíðkast í lýðveldum.
Við nánari skoðun er þetta kannski ekki alveg svona einfalt og fer raunar afar mikið eftir því hverjir eru í þessum tignarstöðum.
Það kom vel í ljós í Seinni heimsstyrjöldinni þegar Georg tengdafaðir Filippusar prins rækti skyldur sínar við bresku þjóðina af einstökum skörungsskap, hugrekki og æðruleysi sem varð mikill styrkur fyrir þjóðina.
Þegar Churchill forsætisráðherra og kounugurinn lögðust á árarnar saman var það forsendan fyrir því að þegar Bretar stóðu einir eftir gagnvart ógn nasista, varð það þeirra "stærsta stund" ("finest hour").
Fræg urðu viðbrögð konungs þegar sprengjur féllu við Buckinhamhöll og hann tók því vel að þær féllu ekki í staðinn annars staðar, vegna þess að þar með væri konungsfjölskyldan kominn í svipaðar og almenningur annars staðar höfuðborginni.
Vegna þess að þjóðhöfðinginn var með fjölskyldu, bundust við þetta bönd milli tignarfólksins og almúgans, sem voru dýrmæt og erfitt að meta til fjár.
Ævinlega verður tilstand í kringum forystufólk þjóða, sem sjá þarf um samskipti bæði við önnur lönd og innan þjóðanna sjjálfra og einhverjir verða að sinna þessu.
Einnig þarf að kunna að gera sér dagamun þótt það kunni að kosta einhverjar samkomur sem skapa eftirsóknarverða stemningu í blíðu og stríðu.
P.S. Spurt er í fyrirsögn hverjir mæti í jarðarföri Filippusar. Það er rangt orðuð spurning, því að ljóst er af eðli máls, að það verður hann einn; - hann en fer í þessa jarðarför, en eftirlifandi verða hins vegar viðstaddir jarðarförina. Eins gott að hafa þetta á hreinu.
![]() |
Hverjir mæta í jarðarförina? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2021 | 00:22
Lestir með yfirburði yfir flugvélar og flugvélar yfir þyrlur.
Einföld eðlisfræðileg lögmál gilda þegar um er að ræða að flytja fólk eða farm á milli staða.
Mesta orka farartækjanna fer í að yfirvinna loftmótstöðuna vegna farar farartækisins í gegnum loftið.
Ef þessi loftmótstaða væri eingöngu falin í því að flygja langan sívalning í gegnum andrúmsloftið stæðu flugvélar og lestar nokkurn veginn jafnfætis.
En því miður er það ekki þannig, því að auk mótstöðun loftsins, sem skellur framan á flugvélarskrokknum og framan á lestinni, er einnig núningsmótstaða lestarinnar við teinana sem halda hennni uppi, og loftmótstaða vængja flugvélanna, sem halda þeim og lofti og er margfalt meiri en núningsmótstaða lestarinnar, því að rótið af loftinu sem vængirnir ryðjast í gegnum, myndar allt að helming samanlagðrar loftmótstöðu lítilla véla og meira en halming af loftmótstöðu stærri véla.
Af þessum sökum er hagkvæmara að nota lestir en flugvélar og þar að auki er ekki sama fyrirhöfn, umstang og kostnaður við rekstur lestarstöðva og við rekstur flugvalla.
Hraðlestir skila því að meðaltali sömu afköstum í tíma og kostnaði og þotur á allt að 1000 kílómetra löngu leiðum.
Þegar við bætist mklu minni mengun af völdum lestanna er augljóst að lestarsamgöngur eiga eftir að vinna mjög á á okkar tímum.
Hvað snertir þyrlur er það dæmi fyrir löngu afgreitt með ótal tilraunum til að smíða loftför knúin þyrluspöðum til að hefja sig á loft lóðrétt og fljúga einni lárétt.
Ástæðan er tæknileg. Tengsl þyrluspaða og hreyfla felast í afar flóknm tengi- og stýribúnaði með fjölda af sköftum og liðum og hjöruliðum, sem þurfa mikið viðhald.
Meginhluti þess hluta flugvélanna, sem skapar lyftikraft, er fólginn í föstum vængjum, sem eru einfaldasta aðferðin til þess að láta þær fljúga og bera þær uppi.
Stóri láréttur burðarspaði ofan á þyrlum fer hins vegna snúnings síns hraðar í gegnum loftið öðru megin heldur en hinum megin miðað við stefnu þyrlunnar og það takmarkar mjög mögulegan hámarksháhraða.
Þumalfingurregla er að þyrla er fjórum sinnum dýrari og tímafrekari í viðhaldi en jafnstór flugvél og mengar þar að auki meira og er miklu meira og er orkufrekari en flugvél af svipaðri stærð með svipuð afköst.
![]() |
Vilja leggja niður stutt innanlandsflug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2021 | 19:04
Táknrænt að muna ekki lengur eftir kjörorðinu "stétt með stétt."
Áratugum saman á síðustu öld byggði Sjálfstæðisflokkurinn um 40 prósenta fylgi sitt á því að reka ákveðna verkalýðsstefnu sem teygði sig inn í verkalýðshreyfinguna sjálfa og skóp áhrifamenn, sem komust á þing og til valda í nokkrum verkalýðsfélögum.
Má nefna nöfn eins og Pétur Sigurðsson, kallaður Pétur sjómaður, Magnús Sveinsson, Sverri Hermannsson, Guðmund H. Garðarsson og Sverri Garðarsson.
Tvö helstu kjörorðin, sem flaggað var óspart, voru "stétt með stétt" og "gjör rétt, þol ei órétt."
Eitt af sjálfstæðisfélögunum var miðað við launþegahreyfinguna og hét Óðinn.
Áhrif Sjálfstæðisflokksins sáust víða; Þeir tóku höndum saman við Sósíalistaflokkinn rétt fyrir stríð og rufu hin beinu tengsl, sem höfðu verið á milli Alþýðuflokksins og Alþýðusambandsins.
Í borgarmálum rak meirihluti Sjallanna talsverða félagsmálastefnu og stóðu að stofnun Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Út á þetta héldu þeir meirihlutanum allt til ársins 1994 að undanskildum árunum 1978 til 1982.
Nú er orðið svo langt síðan þessi pólitík var rekin að jafnvel þeir, sem eitthvað hafa rumskað við sér, vita ekki hvernig annað hinna tveggja slagorða var orðað og alls ekki neitt um tilvist hins.
![]() |
Hugmyndin Stétt fyrir stétt búin? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.4.2021 | 08:01
Geimkapphlaupið: Spurt að leikslokum en ekki vopnaviðskiptum.
Fyrsta geimferð manns fyrir 60 árum var liður í kapphlaupi þáverandi risavelda, þar sem fyrsti áfánginn hafði verið ferð Sputniks með hund þremur árum áður, annar áfanginn ferð Gagaríns og lokaáfanginn lending Bandaríkjamanna á tunglinu 1969.
Sovétmenn höfðu forskot í fyrstu og fyrsta geimferð Bandaríkjamanns var hálfgert djók miðað við ferð Gagaríns.
En John F. Kennedy gaf út yfirlýsingu um að öflugasta efnahagsveldi heims myndi beita öllu sínu afli í að ná forystu á næstu árum, og við það var staðið með tunglferðinni 1969.
Á þessum merka áratug var lagður grunnur að því ógnar kraðaki af gervitunglum, sem skotið var á braut um jörðu og eru grunnur að einhverri mestu hátækni vorra tíma á ótal sviðum.
Með svokallaðri Stjörnustríðsáætlun, sem Ronald Reagan kynnti á níunda áratugnum og varð eitt mesta bitbeinið í samningaviðræðum hans og Gorbatsjof í Reykjavík 1986, komust yfirráð í geimnum á dagskrá, og Donald Trump orðaði stofunun sérstaks geimhers Bandaríkjamanna í forsetatíð sinni.
Mars er augljóslega næstur á dagskrá, hvernig sem það á nú allt eftir að ganga.
Þar glyttir í fjarlægt takmark; að menn geti búið á sjálfbæran hátt á annarri plánetu.
Um það eins og þann hluta geimkapphlaupsins 1957 til 1969 gildir hið fornkveðna, að spyrja skal að leikslokum en ekki vopnaviðskiptum.
![]() |
60 ár frá afreki Gagaríns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2021 | 21:57
Skárri bútasaumur en í Þrándheimi? "Nýr jakki? Sama röddin."
Meginefni í lýsingu landlæknis á kostum nýs sjukrahúss fram yfir gamalt á ekki bara beint við um muninn á nýju húsnæði og gömlu, heldur líka um muninn á milli spítala sem er hannaður allur sem ein heild frá grunni og spitala, sem er þróaður með eins konar bútasaumi og endurgerð fyrirliggjandi eldra húsnæðis, sem er fyrir hendi á óskipulegan og óhagkvæman hátt og reynt er að tengja saman með viðbótarbyggingum hið gamla og nýja.
Alma Möller segist í viðtali hafa skynja sterkt hve úreltur Landsspítalinn var orðinn 2007, og raunar var hann orðinn það mun fyrr, því að í sérstakri ferð síðuhafa til Oslóar og Þrándheims árið 2005 kom hinn sláandi munur á nýja sjúkrahúsinu í Osló, sem hannað var alveg frá grunni á auðri lóð, og spíalans í Þrándheimi, sem lappað var upp á með bútasaumi, glögglega í ljós.
Nú er eina vonin að endurnýjaður spítali við Hringbraut feli í sér skárri bútasaum en "vítið til varnaðar" sem rætt var um í Noregi 2005 hvað varðaði bútasauminn við Þrándhei sjúkrahúsið.
Á sínum tíma virðist upphaflega ákvörðunin um Landsspitalann við Hringbraut hafa verið tekin áratug fyrr, og þegar hingað til lands voru kallaðir erlendir sérfræðingar í þessum málum, sem fjölmiðlar gætu rætt við, var það í fyrra skiptið amerískur sérfræðingur í bútasaumi á spítölum, en í seinna skiptið; - ja, hvað haldið þið, sérfræðingurinn sem sá um bútasauminn í Þrándheimi!
Þetta mál rifjar upp ummæli sem höfð voru eftir Björgvini Halldórssyni, síðast í sjónvarpþætti í gærkvöldi, sem hann á að hafa sagt við Karl Örvarsson þegar hann var þátttakandi í tónleikum Björgvins og tók upp á því að klæða sig upp, leggja litlausan fatnað til hliðar og fara í rosalega svo rosalega flott föt, að þau báru af öllu á sviðinu.
Bo sá þetta, gekk að Karli, þreifaði á jakkaboðungnum, spurði og svarað sér sjálfur: "Nýr jakki?" Hristi síðan höfuðið og sagði: "Sama röddin."
Nú gæti þetta hljóðað svona: Nýr spítali? - Sami bútasaumurinn."
2
2
2
![]() |
Færri atvik sem kosta þjáningu og fjármuni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 12.4.2021 kl. 06:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2021 | 07:26
Sérkennilegt að tiltaka sérstaklega aldur manns sem vanhæfni hans.
Þeir, sem staðið hafa í ströngu undanfarið í umræðum og deilum hafa á stundum orðið að sæta ýmsum ákúrum, þeirra á meðal, að hár aldur þeirra hefur sérstaklega verið nefndur sem merki um vanhæfni þeirra til að fjalla um mikilsverð mál.
Aldur Kára Stefánssonar hefur ítrekað verið nefndur sérstaklega í þessu sambandi.
Hér er komin gamla íslenska aðferðin í að hjola í manninn en ekkki málið á frekar óviðfelldinn hátt.
Viðtal við Kára hér á mbl.is um smitrakningar ásamt mörgu fleiru, sem sá maður leggur til mála á þessu sviði á grundvelli einsæðrar reynslu og þekkingar, ættu hins vegar að sýna, að ekki er það til framdráttar vitrænni umræðu, að reynt sé að dæma kunnáttufólk úr leik í mikilvægum umræðum og málefnum aldurs vegna.
Um andóf gegn því að gera lítið úr reynslu og þekkingu gamals fólks mætti búa til slagorðin "old age matters" eða "old live matters".
Kári Stefánsson er 71 árs, allmmörgum árum yngri en forsetaframbjóðendurnir tveir í Bandaríkjunum voru í haust og sömuleiðis mörgum árum yngri en forseti Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Kondrad Adenauer var kanslari Vestur-Þýskalands til 87 ára aldurs, og miklu yngri maður en hann, Ludwig Erhard, srem tók við af honun, varð þess ekki megnugur að halda þeim dampi í stjórn landsins sem sá gamli hafði gert á glæsilegum ferli sínum.
![]() |
Svandís heimsótti sóttvarnahúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.4.2021 | 17:35
Ósætti milli stjórnarflokka líklegra þegar stefnur þeirra eru ólíkar.
Sjaldgæft er að ríkisstjórnir hér á landi séu myndaðar þvert yfir miðjuna með því að samstarf takist með flokkum utan af jaðri stjórnmálanna.
Lengst var gengið í þá átt 1944 þegar Ólafi Thors tókst að mynda ríýkisstjórn andstæðra póla í svonefndri Nýsköpunarstjórn og miðjuflokkurinn Framsóknarflokkurinn lenti í stjórnarandstöðu.
Í ferli þeirrar stjórnar kom glögglega í ljós hve utanaðkomandi aðstæður geta haft mikið að segja um það hvernig stjórnarsamstarfið gengur.
Nýsköpunarstjórnin var heppin framan af með aðstæður í efnahagslifinu. 1944 áttu Bandalagsþjóðirnar Bandaríkin, Bretland og Sovétríkin hernaðarsamstar í Seinni heimsstsyrjöldinni gegn Öxulveldunum og það fjarlægði einn hesta ásteytingarsteininn milli Sósíalistaflokksins og annarra flokka, hafði falist í afstöðunni til Sovétríkjanna.
Tímaritið Time útnefndi Jósef Stalín sem mann ársins fyrir framlag hans og þjóða Sovétríkjanna til baráttunnar við nasismann og haustið 1944 blasti við áframhaldandi samstarf á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
Enn bjartara var yfir efnahagsmálunum hjá hinu nýja lýðveldi, Íslandi, því að um leið og stríðinu lyki árið eftir, gætu Íslemdingar ráðstafa stríðsgróða, meðal annars í formi gjaldeyrisinnistæðna erlendis, sem var hluti af uppgangi og gróða sem átti sér enga hliðstæðu í sögu þjóðarinnar.
Mest munaði um það að hægt var að fara út í gagngera endurnýjun á fiskiskipaflotanum, og skiptist ráðstöfun þess gróða á milli útgerða í einkaeign og bæjarútgerða, meðal annars í Reykjavík og öðrum helstu útgerðarbæjum landsins.
Um þessa skiptingu milli einkarekstra og opinbers rekstrar náðist samkomulag, og meira að segja kom það í hlut meirihluta sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn að standa fyrir þessari sósíalisku þjóðnýtingu.
Strjórnin hélt velli í þingkosningum 1946 og að óbreyttu hefði ekkert átt að verða til fyrirstöðu við að halda samstarfinu áfram.
En óvænt umskipti urðu strax haustið 1945 og 1946 þegar Bandaríkjamenn fóru fyrst fram á þrjár herstöðvar við Faxaflóa vegna breyttra aðstæðna eftir stríðið í ljósi þess að ósætti og Kalt stríð voru að skella á í Evrópu og settu síðan þrýsting á samning um afnotarétt sinn og aðstöðu til notkunar Keflavíkurflugvallar.
Kreppa og samdráttur með atvinnuleysi skullu á erlendis og íslenski stríðsgróðinn var svo fljótur að hverfa, að óhjákvæmilegt varð að grípa til stórfelldra skömmtunaraðgerða.
Ágreiningur sósíalista og hinna flokkanna í ríkisstjórn um Keflavíkursamninginn svonefnda, sem gerður var 1946 varð banabiti stjórnarinnar.
Þessi örlög fyrri þriggja flokka ríkisstjórnr þvert yfir miðjuna 1944-46 sýnir, að hversu vel sem annars gengur í ríkisstjórnarsamstarfi ólíkara flokka, geta allan tímann ágreiningsmál legið í láginni í leyni, sem eiga á hættu að blossa upp vegna óvæntra atburða.
![]() |
Verður ekki hljóðlaust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kröflugosin 1980, 1981 og 1984 hófust öll með opnun einnar sprungu og myndun gígs á henni.
Mest hraunmagn kom upp 1984 og þá opnuðust fleiri sprungur, enda var svæðið þar sem þetta hraunrennsli kon upp orðið að nokkurs konar sprungusveim.
Gosin áttu það sameiginlegt að þau voru öflugust fyrst, en síðan dró það fljótt úr þeim að til dæmis kon upp afar lítið á að giska eins ferkílómeters hraun í því síðasta og þar myndaðist enginn gjallhóll eða gígur.
Næst á undan því hafði gosið á sprungu við Sandmúla og á henni var nett smágígaröð lík flautu, sem liggur á jörðinni og opin snúa upp.
Sést vel að baki hinum rauða hluta svæðisins á neðri myndinni.
Í gosinu við Fagradalsfjall virðist hraunmagninð, sem kemur upp, hins vegar síst vera minnkandi, heldur jafnvel vaxandi ef eitthvað er.
Þess má geta að í Heklugosinu 1980 gaus hressilega í stuttu gosi i ágúst, en síðan örstutt upp úr áramótum 1981.
Það gos drukknaði að mestu í slæmu vetrarveðri og mátti jafnvel tala um felugos hvað það snerti.
Í flugferð til þess að ná myndum af því gosi, fannst þó fyrir kraftmiklu uppstreymi inni í þokusúpunni og spurning hvort þetta litla og stutta gos var eins konar eftirspil af gosinu sumarið áður. .
![]() |
Fjórða sprungan opnaðist í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 11.4.2021 kl. 07:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)