Samferðabrautir hafa verið notaðar í bandarískri umferð.

Að meðaltali eru innan við 1,2 um borð í hverri bifreið í innanbæjarakstri. 

Tvö svipuð fyrirbæri stuðla að betri nýtingu en þessari:

Annars vegar að hafa fleiri um borð í hverjum bíl, en hver auka maður afsalar sér með því rými fyrir einn einkabíl í staðinn. 

Hins vegar gefur hver maður á hjóli eða um borð í almenningsfarartæki færi á að í staðinn fyrir það rými, sem viðkomandi hefði tekið á sínum einkabíl losni rými fyrir annan einkabíl í staðinn eða rými sem léttir á bílaumferðinni. 

Samferðabrautir hafa verið notaðar víða í Bandaríkjunum í marga áratugi með mismunandi útfærslum. 

Ein útfærslan er sú að þeir, sem vilja nýta sér hröðustu leiðina, séu skyldir til að stansa og borga sérstaklega fyrir það að fara einir í bíl sínum, en geti valið að aka lengri og tafsamari leið ella.  


mbl.is Vilja samferðabrautir í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband