3.12.2021 | 23:34
Skásti árstíminn fyrir Heklugos? Kapphlaup við Grímsvötn?
Hekla er eldfjall og þau eiga það til að gjósa. Eftir tæpa tvo mánuði verður liðið 21 ár frá síðasta gosi, meira en tvöfalt lengri tími en leið síðast milli gosa og fjallið og svæðið kringum það hefur þanist og hækkað meira en það gerði á árunum 1991-2000.
Hættan vegna Heklugoss beinist mest af ferðum fólks í nágrenni hennar, bæði í lofti og á landi.enð
Af þeim sökum er líkleg hætta af hennar völdum líklega minni á þessum árstíma en að sumri til.
Einnig má ætla að minni hætta sé á því að gróður verði vegna öskufalls á snjó en auða jllaörð.
Næstu dagar verða spennandi við Grímsvötn þegar létting vatns og íss ofan á þeim eykur líkur á gosi.
Grímsvötn eru virkasta eldstöð landsins, en Hekla veldur oftar meira tjóni.
Staðan lítur út líkt og kapphlaup sé í gangi. Sem hugsanlega gæti endað með því að á árinu 2021 verði þrjú eldgos.
![]() |
Vatnsþurrð eins og þegar Hekla gaus 1947 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 4.12.2021 kl. 01:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2021 | 14:05
Túristagos í hvívetna.
Nú eru stjórnvöld búin að kvitta fyrir það í raun, að gosinu í Geldingadölum sé lokið og sjaldan hefur eldgos reynst eins mikið túristagos og þetta.
Það kom upp og hraunið breiddi sig yfir svæði, þar sem tjónið af því var eins lítið og hugsast gas.
Og það dró að sér athygli fjölmiðla um allan heim þannig að Ísland fékk hámarks kynningu og ferðamannastraum, þótt heimsfarsóttin drægi að vísu úr honum.
Raddir um það að bæta þyrfti fyrir gróðurskemmdir voru hlálegar í ljósi þess að leitun er að svæði á landinu þar sem gróðri hafði verið eytt jafn skörulega með skefjalausri beit.
![]() |
National Geographic ánægt með mynd af gosinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2021 | 00:03
Hvað um gildi kosninga í stjórnarskrá stjórnlagaráðs?
Í starfi stjórnlagaráðs var reynt að hafa greinar um gildi kosninga þannig, að reynt yrði að minnka hættuna á því að þingmenn þyrftu að dæma sjálfir í eigin sök eða málum.
Um var að ræða eitt af fjölmörgum dæmum um annmarka núverandi stjórnarskrár þar sem þingmenn lenda í því að úrskurða sjálfir um eigið mál. Svona hljóðar greinin hjá stjórnlagaráði:
43. gr. Gildi kosninga.
Alþingi kýs landskjörstjórn til þess að úrskurða um gildi forsetakosningar, kosninga til Alþingis svo og þjóðaratkvæðagreiðslna.
Landkjörstjórn gefur út kjörbréf forseta og alþingismanna og úrskurðar hvort þingmaður hafi misst kjörgengi. Um störf landskjörstjórnar fer eftir nánari fyrirmælum í lögum.
Úrskurðum landskjörstjórnar má skjóta til dómstóla.
![]() |
Ekki útilokað að ógilda kosningarnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.12.2021 | 19:17
"..Rektornum, honum hlakkar mikið til." Sýningar og fjöll og hlíðar opna. Opna hvað?
Metárangri í bjaagaðri málnotkun er nú náð á marga lund hér á landi.
Nefna má nýlegt dæmi, þar sem fréttamaður sagði að "háskólarektornum, honum hlakkaði mikið til."
Annar talaði um að landsliðsþjálfarinn "þyrfti að kópa við liðið, sem hann stjórnaði".
Og heyra má hraða útbreiðslu þess orðavals, að hitt og þetta sé hinu eða þessu leveli, og spurningin er hvort eigi að skrifa orðið leveli eða levelli.
Í viðtengdri frétt á mbl. er sagt að sölusýning opni, en ekki hvað sýningin opnaði.
Skíðasvæði, fjöll og hlíðar, hamast líka við að opna.
![]() |
Sölusýningin sem Bjarni gerði fræga opnar aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.12.2021 | 06:40
Eilífir ágallar 172ja ára gamals stjórnarskrárgrunns.
Stjórnarskrá Danmerkur var gerð í kjölfar óróa í Evrópu þar sem sótt var að einvaldskonungum.
Til að friðþægja hinum danska kóngi voru hátt í 30 fyrstu greinar stjórnarskrárinnar, sem var gerð, um það kónungurinn gerði þetta og hitt á stjórnmálasviðinu, en í einni greininni sagði, að hann væri ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og léti ráðherra framkvæma vald sitt.
1874 "gaf" Kristján níundi Íslendingum stjórnarskrá, sem samin var af Dönum og var í öllum höfuðatriðum sams konar og stjórnarskráin fyrir Dani.
1904 fengu Íslendingar heimastjórn og 1918 frelsi og fullveldi, en þó með greinunum 30 og öllu gumsinu frá 1874 og 1849.
1944 var konungssambandinu slitið en áfram tórði gamla stjórnarskráin, nema að í stað orðsins konungur stóð orðið forseti ásamt greinunum 30 um margslúngin völd hans, sem hann þó hafði ekki, heldur varð sem´ábyrgðarlaus að fela ráðherrum að framkvæma það.
Þótt kosningalögum og kjördæmaskipan hafi verið breytt á síðustu öld og gerð viðbót um mannréttindi sitjum við enn uppi með megnið af hinni 172ja ára gömlu stjórnarskrá með ákvæðum um landsdóm og sjálfdæmi Alþingismanna um það hvort þeir séu rétt kjörnir.
Á undanförnum árum höfum við verið minnt á það sífellt, hve gölluð og mikil forneskja felst í fjölmörgum greinum stjórnarskrárinnar.
En þrátt fyrir stofnun ótal stjórnarskrárnefnda síðan 1946 situr enn við það sama, að þinginu er um megn að koma sér saman um þetta grundvallaratriði í stjórn landsins.
![]() |
Lögmæti þjóðþingsins á úreltum leikreglum konungs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.12.2021 | 19:00
Hybrid bílar eru alls ekki "nýorkubílar."
Síðan hvenær urðu bensín og olía "nýorkugjafar"? En með því að kenna hybid bíla við nýorku tekst það hér á landi að birta mun hærri heildarölur um hlut nýorkubíla í innflutningi nýrra bíla en rétt er.
Aðeins einn orkugjafa er hægt að setja á hybrid bíla til þess að knýja drifkerfi þeirra: Bensín eða olíu. Notkun raforku felst einungis í því, að bensínorkan er notuð innan aflkerfis bílsins til þess að framleiða innbyggða raforku.
Allt tal um að bíllinn "noti sömu raforkuna aftur og aftur" á sér ekki stoð í veruleikanum, því að í endurvinnslu nýtast aðeins 8 prósent af raforkunni til þess hlutverks, en 92 prósent fara í yfirvinna loftmótstöðu og núningsmótstöðu.
Hæpið getur verið að skilgreina tengiltvinnbíla sem nýorkubíla, því að það fer aðeins eftir aðstæðum og akstursnotkun ökumanna, að hve miklu leyti raforka er keypt til að setja á rafaflskerfi bílsins.
Síðuhafa er bæði kunnugt um eigendur tengiltvinnbíla, sem setja afar lítið, allt ofan í ekki neitt rafmagn á bílinn, og með slíkum akstri, til dæmis á langleiðum, verður bensíneyðsla bílsins jafnvel meiri en á dísilbíl eða bensínbíl.
En síðan eru aðrir, sem vegna lítils aksturs eða að mestu innanbæjar komast langt með að nota raforkuna eingöngu.
Hreinir rafbílar eru einu bílarnir, þar sem 100 prósent orkunnar, sem notuð er á bílinn, er raforka.
![]() |
Nýorkubílarnir komnir á fulla ferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2021 | 09:38
Varpar enn betra ljósi á ömurleg kjör hinna verst settu.
Meðaltalslaun ríkisstarfsmanna eru nú sögð vera fjórfalt hærri en það sem flókið kerfi ríkisins hefur verið búið til til þess skammta þeim sem verst hafa kjörin hjá öldruðum og öryrkjum skít úr hnefa.
Hið flókna og þrúgandi kerfi til þess að halda sem flestum í fátæktargildru er útsmognara en þekkist í nokkkru sambærilegu landi.
Aðildarflokkar að öllum ríkisstjórnum síðustu tólf ára hafa talað fagurlega fyrir hverjar kosningar um að breyta þessu, en allar ríkisstjórnirnar hafa samt stundað þveröfuga pólitík í reynd.
![]() |
Nálgast milljón á mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)