Lada Niva, bíllinn ódrepandi sem aldrei hefur verið innkallaður.

Rússar hafa sjaldan verið orðaðir við það að vera í forystu í bílsmíði. Luxuskerrur Sovétleiðtoganna voru eftirlíkingar af Packard, Moskwitch var í raun Opel Kadett með fernar dyr, Pobeda var eftirlíking af Ford 1938-48, og fyrsti GAZ jeppinn, GAZ 67, var eftirlíking af Willy´s jeppanum. 

1953 leit síðan undantekning ljós, GAZ 69, fyrsti algerlega rússneski jeppinn, sem var hvað hönnun snerti stórt stökk fram á við og hugsanlega best hannaði jeppi heims til 1966, þrátt fyrir afar lélegar vélar og drif frá tímum Ford A. lada_niva_og_fri_thjofur

1977 gerðist síðan undrið: Lada Niva (kallaður Sport á Íslandi) varð til sem tímamótabíll á heimsvísu, með yfirliggjandi kambás, mjúka og langa gormafjöðrun á öllum hjólum, og sídrifi með læsanlegum millikassa þar var bæði hátt og lágt drif.

Þetta var líka fyrsti jeppinn sem var ekki á grind, heldur var hann heilsoðinn með sjálfberandi byggingu.  

R

Þyngdin aðeins rúmlega 1200 kíló, og með því að hafa varadekkið í húddinu, var hægt að hafa furðu stóra farangursgeymslu. 

Sumir töluðu um að þarna væri komin rússnesk og smækkuð eftirlíking af hinum enska Range Rover, tveir fyrstu jepparnir með gormafjöðrun á öllum hjólum.

Þó tók Lada Niva Range Rover fram að því leyti að hann var með sjálfstæða fjöðrun á framhjólunum og tannstangarstýri, fyrstur jeppa heims. . 

Rússarnir notuðu að vísu marga einstaka vélar- og drifhluta úr samvinnu sinni við Fiat-verksmmiðjurnar, en að öðru leyti angaði bíllinn allur af óvenjulega frumlegri hugsun, sem var fjarri hinu staðnaða sovétveldi og sló svo í gegn á Íslandi, að hann var mest selda bílgerð fyrsta ársins, sem hann var hér í sölu.15672527_743708869114161_9181669519181841262_n

Nú eru liðin 45 ár síðan Lada Nive kom á markað, og strax fimmtán árum síðar var farið að gæla við þá hugsun í Russlandi að koma með nýjan og stærri jeppa í staðinn. 

Í samvinnu við Chevrolet var hannaður nýr bíll, en ekkert haggaði við gömlu Nivunni. 

Síðasta aldarfjórðung hafa verið auglýstar fleiri nýjar hugmyndir að arftaka Lada Niva, og allan tímann verið framleiddir í smáum stíl. 

Líka hafa verið reyndar lengdar útgáfur af honum með skondnum nöfnum, svo sem Lada Niva Tarzan!

Nýlega var kynnt rosalega flottur arftaki, en það er eins og að stökkva vatni á gæs, sá gamli lifir og lifir og er greinilega bíllinn, sem ekki er hægt að drepa, hvorki í Rússlandi né í þeim löndum í Evrópu, þar sem hann er á boðstólum. main

Nú fæst hann í útgáfu, sem heitir Legend, og er það viðeigandi. 

Sjá má á Youtube akstursprófanir þar sem hann stenst öðrum jeppum snúning og jafnvel gott betur, sakir óvenju mikillar veghæðar og góðrar fjöðrunar. 

Búið er að auka hljóðeinangrun og bæta sætin, þannig að nú er betra að sitja aftur í en áður. Fleiri endurbætur má tína til, svo sem rafknúnar rúður, en þó er skilið eftir rými í hurðinn fyrir upphalara ef menn vilja allra ódýrustu gerðina sem kostar ekki nema innan við þrjár milljónir íslenskra króna í Bretlandi. Lada_Niva_(VAZ_2121)

En næe óbreyttur bíll í tæpa hálfa öld ber aldurinn með sér.

Hér eru ekki höggverjandi loftpúðar fyrir bílstjóra eða farþega og vélin mætti vera sparneytnari og aflmeiri, en hún er með útblásturshreinsibúnaði og stenst Euro 5 kröfur, og er ennþá, eftir öll þessi ár, mest ódrepandi hluti bílsins, svo mjög reyndar, að Chevrolet-útgáfurnar hafa verið með hana og driflínuna alla. 

Ef menn vilja fimm dyra svona bíl er það limósína hvað snertir þægindi fyrir farþegana en þessir lengdu bílar eru hins vegar þyngri sem bitnar á bensíneyðlslu og snerpu. og Þess vegna er frumgerðin, sem er svo nett, að hún er styttri en Yaris, sú gerð sem selst langbest. 

Snemma á ferlinum var drifhlutföllum breytt og bætt við 5. gír, því að fyrstu árin var hávaðinn frá vél og driflínu ærandi á mikilli inngjöf eða fullum snúningi, en nú hefur þetta verið bætt. 

Síðuhafi hefur átt nokkra svona bíla og er efsta myndin hér að ofan af einum þeirra á leið í Herðubreiðarlindir, þar sem Friðþjófur Helgason er að taka myndir, en í mistrinu glyttir í Herðubreið. 

Flestir Nivajeppar virðast þjást af göllum, sem kalla má "pillerí", svo sem að það vanti rúðuupphalara, bensínpedala eða eitthvað svona smávægilegt, sem aldrei virðist það þó komið í veg fyrir að þessi naglar fari í gang í verstu veðrum og frostum. 

Enda hefur ekki frést af innköllunum vegna eins eða neins. 

Skemmtileg reynsluakstursmynd af kvikindinu á Youtube þar sem ökumaður fór vitlaust í vað yfir á svo að það flaut yfir framenda bílsins, en fljótlegt reyndist að kippa í hann og einfalt mál að þurrka hann, og starta honum, svo að hann malaði eins og köttur sem fyrri. 

Mátti heyra á kemmentakerfinu að sumir töldu þetta hafa selt fleiri Lödur en dýrustu auglýsingastofur. 

Af fenginni reynslu af ýktum dánarvottorðum skal forðast að spá Lada Niva löngu fyrirhuguðum dauða, þótt hart sé nú sótt fram í bílum með nýjustu rafaflstækni. 

Síðari helming framleiðsluára hans hefur hann haldið velli og búið að selja tvær milljónir eintaka af honum.  

Nei, Lada Niva Legend; sannkallaður Síberíu- og Íslandsnagli! 

 


Köldustu dagar ársins að meðaltali eru í kringum 20. febrúar.

"Nú er frost á Fróni", frýs í æðum blóð...". Svona hefst helsta vetrarlag Íslendinga og ber heitið Þorraþræll, en það er síðasti dagur þorrans, seint í febrúar. 

Þegar litið er á línurit yfir meðalhita á Íslandi, sést, að línan er lægst í kringum 20. febrúar en hæst í kringum 20. júlí. 

Einnig sést að lína yfir loftþrýstings fer lægst í janúar, en hæst í maí, og línan sem sýnir meðaltals ´úrkomu liggur lægst í maí. 

Það, að lægsti meðal loftþrýstingur á jörðinni er að jafnaði suðvestur af Íslandi í janúar og lægsti hitinn í febrúar, sýnir, að veðurlagið þessa dagana og að undanförnu er fullkomlega eðlilegt. 


mbl.is Stöku él og kalt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvennt þarf oft að fylgja kústinum: Skófla, jafnvel tvær; og snjóskafa.

Í nýlegum pistli var fjallað um fjölhæfasta verkfærið sem bílstjórar þurfa að hafa við hendina þegar mikið snjóar; en það er einfaldlega venjulegur strákústur. DSC09986

Sýnt var hve margfalt meiri afköst náðust við að sópa snjó af bílnum en með öðrum verkfærum, og jafnvel fljóast að sópa snjó á jörðinni. 

En í umhleypingun eins og eru núna getur snjórinn verið af misjöfnu tagi, þannig að kústur vinnur ekki almenniega á honum. Ef hitinn breytist úr því að vera rétt ofan við frostmark í það að vera neðan frostmarks, getur lausasnjór breyst í hjarn eða það þéttan snjó að aðeins skófla vinnur almennilega á honum. DSC09983

Og ef velja á sem allra fjölhæfast verkfæri getur þurft sterka malarskóflu eða stunguskóflu, sem oft er fyrirferðarminni en snjóskófla og getur unnið á klaka. 

Myndirnar hér á síðunni eru af því þegar mokaðir voru út þrír bílar af stóru bílastæði. 

Þar er tveimur verkfærum stillt upp við minnsta bíl landsins, þar sem þær smellpassa inn í bílinn eins og sýnt var um daginn. 

Einnig sést hvað kústurinn er fljótvirkur á stórum flötum eins og þökum og húddum, en við hliðina á bílnum er snjórinn hins vegar það mikið samanbarinn, að best er að nota skóflu, sem sniðtæki til að búa til snjóferninga fyrir moksturinn.  DSC09985 


mbl.is Slydda eða snjókoma og hiti í kringum frostmark
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir aldarfjórðungi: "Tvennt kom á óvart; vindurinn og snjórinn."

Útlendingur einn, sem kom til Íslands að vetrarlagi fyrir um aldarfjórðungi, skeytti engu um ítrekaðar aðvaranir heimamanna, sem töldu þetta fráleita fyrirætlan, heldur lagði af stað í fyrirhugaða göngu sína á skiðum yfir Vatnajökul.  

Svo fór að hann týndist en fannst nær dauða en lífi við jökulröndina. 

Þegar hann jafnaði sig og rætt var við hann, sagði hann, að tvennt hefði komið sér á óvart, sem hann hefði aldrei getað ímyndað að væri til: Vindurinn og snjórinn. 

Þegar hann var inntur eftir nánari lýsingu, sagðist hann aldrei hafa reiknað með að vindur gæti orðið svona tryllingslega mikill, og að þar á ofan væri snjórinn svo fínn í óveðrinu að hann hefði smogið um allt, já inn í hvað sem var!


mbl.is Ferðalangarnir á Vatnajökli komnir í snjóbíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er "góður gæi með byssu" virkilega það eftirsóknarverða?

Tölurnar um Vopnaeign í Bandaríkjunum og drepna með byssum miðað við fólksfjölda eru margfalt hærri en í sambærilegum "frontier"-ríkjum, svo sem í nágrannaríkinu Kanada.

En sérstök grein í stjórnarskrá Bandaríkjanna, sem sett var á þeim tíma sem "villta vestrið" var í algleymingi er líkt og ginnheilög í hugum margra vestra. 

Niðurstaðan þeirra í þessum malum er sú, að aðeins eitt dugi gegn "vondum gæja með byssu", og það sé "góður gæi með byssu". Og jafnvel með sem allra stærstu byssu, hálfsjálvirka hríðskotabyssu. 

Trúin á sem mestan vígbúnað til að "tryggja þj´ðaröryggi" ríkja gengur í gegnum allt hernaðarkerfi heims, samanber kenninguna MAD, Mutual Assured Dedtruction, eða GAGA á íslensku, Gagnkvæm Altryggð Gereyðing Allra. 

 


mbl.is Skiptar skoðanir á vopnaburði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íbúar Sovétríkjanna norðan heimskautsbaugs fengu ókeypis ferð til Krím.

Árið 2006 sagði Rússi, sem hafði verið á Íslandi um tíma og veitti Íslendingi leiðsögn í Rússlandi í fjögurra daga ferðalag, að Moskva gæfi engan veginn rétta myhd af þessu langstærsta landi heims. Ferðalagið var farið í mars í rússneskra vetrinum frá Moskvu til bæjarins Demyansk sem er við Valdaihæðir um 300 kílómetra norðvestur af Moskvu. 

Eftir ferðalagið var Rússinn alveg sérstaklega þakklátur fyrir að hafa farið þessa ferð, því að hann hefði aldrei áður komist þetta langt út í rússnesku víðáttuna. 

Ferðin staðfesti lýsinguna hinum gríðarlega mun á Moskvu og hinu næstum því óendanlegu dreifbýli landsins og rímaði vel við ferð til Murmansk um Kolaskaga haustið 1978.  

Murmansk liggur norðan heimskautsbaugs og minnti um margt á aðstæður á Íslandi þrjátíu árum fyrr á skömmtunarárunum í kringum 1948, ófrágengnar götur og fornfálegir vörubílar að flytja verkamenn á bílpöllunum.  

En eitt stakk í stúf við þetta. Hið alltumlykjandi sovétkerfi með kúgun og knöppum kjörum bjó yfir því óvenjulega framtaki, að allir sovétborgar, sem byggju fyrir norðan heimsskautsbaug, fengju að fara ókeypis á kostnað ríkisins í eina sovéska sólarlandaferð til Krím á ævinni! 

Rökin voru þau, að þessi sérréttindi rússneskra norðlendinga væru sanngjörn til að bæta þeim upp langa, dimma og kalda vetur öll hin árin. 


mbl.is Bjóða öllum starfsmönnum til Tenerife
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gífurlegir náttúrukraftar á syðsta hluta landsins.

Náttúrukraftarnir, sem eru jafnan í gangi á syðsta hluta landsins frá Jökulsá á Sólheimasandi og austur fyrir Kirkjubæjarklaustur, eru afar stórir og fjölbreyttir. 

Í Kötlugosinu 1918 myndaðist Kötlutangi, syðsti hlutinn, af framburði hamfaralhlaups einum saman þar sem áður var sjávardýpi.  

Fyrir neðan Höfðabrekku byggði hamfarahlaupið upp stóra malaröldu, þar esm nú er flugvöllurinn, og fékk þetta fyrirbæri heitið Höfðuabrekkujökull vegna þess sem ís var mikill hluti af framburði hlaupsins. 

Síðan þá hefur verið gerður upphleyptur "varnargarður" milli öldunnar og fyrrum strandlengju, sem var skammt norður af, en það sýnir stærðirnar, sem um fer að ræða, að varnargarðurinn er lægri en sandbúlkinnn sjálfur sem var nýmyndun 1918. 

Rætt er um að stækka þennan varnargarð til þess að hamla gegn því að hamfaraflóð úr hugsanlegu Kötlugosi valdi þeim mikla usla, sem slík flóð valda, en enginn veit hve stórt slíkt flóð getur orðið.  

Sandflutningar án goss geta orðið gríðarmiklir eins og dæmin frá því núna og frá 1994 sýna. 


mbl.is Mesta sandfokið í 28 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíll, sem sendir aðra framleiðendur að teikniborðinu? Hvað er cx tala?

Hugsanlega er hinn nýi rafbíll Mercedes-Benz EQS einn þeirra bíla í sögu bílasmíði, sem sendir hönnuði annarra framleiðenda að teikniborðinu, þó ekki væri fyrir það eitt, sem það eitt að hafa þá undralágu svonefndrar cx-tölu, sem táknar þá loftmótstöðu sem lag bílsins eða farartækisisns eitt og sér veldur. 

Lagið á EQS er nefnilega grunnurinn að ótrúlegum afkastatölum hraða, eyðslu og drægni, sem bíll þess býr yfir. "Hvað er cx?" er spurt í grein á mbl.is um þennan bíl og skall reynt að svara því hér á þennan veg:  

Til þess að finna út raunverulega loftmótstöðu skipsins er CX talan margfölduð með flatarmáli bílsins í þverskurði; "frontal area" 

Sem dæmi má nefna, að plata, sem reist er upp á rönd og látin fara í þeirri stöðu í gegnum loftið, er með á að giska 1,00 í loftmótstöðu. 

Kassi er með ca 0,60 - 0,70, en jeppar með köntuðu lagi og brettaútvíkkunum á borð við Jeep Wrangler eða Mercedes Benz G-Wagen með um það bil 0,55. 

Flestir fólksbílar á okkar dögum eru með töluna cx í kringum 0,30, nokkrir með allt niður í 0,26, en ef rétt er munað er Tesla 3 með þessa tölu niður í allt að 0,23. 

En munurinn á 0,23/24 og 0,20 er 13 prósent, og það er afar stórt stökk fram á við. 

Í krafti slíkrar tölu er hægt að endurhanna alla afkastalínu og driflínu bíls, sem er svona straumlínulagaður, þannig að eyðsla, drægni og hraði græði stórlega á því. 

Þegar flugvélin Mooney 201 kom á markað á áttunda áratugnum var hún með töluna 0,19 sem þótti vel af sér vikið þá. Loftmótstöðusnillingar að nafni Lopresti tók venjulega Mooney, og gerði smávægilegar breytingar á loftflæðinu í gegnum hreyfilrýmið, samskeyti milli vængja og skrokks, halla á framglugga, lagi vængenda o.s.frv.- allt litlar tölur hver fyrir sig, en þegar lagt var saman hækkaði hámerkhraði vélarinnar úr rúmlega 180 mílum upp í 201 mílu. 

Af því dró hún nafn sitt. 

Citroen DS var með rúmlega 0,30 árið 1955 og Audi 100 með álíka tölu á níunda áratugnum. 

Citroen var mörgum áratugum á undan samtíð sinni, en ódýrt eldsneyti allt fram til 1970 olli því að framleiðendur lögðu litla áherslu á litla loftmótstöðu. 

Þó var bíll ársins í Evrópu, NSU RO 80 1967 með cx á borð við DS Citroeninn. 

Bjallan var þá með 0,48, Honda Quintett með 0,55, á áttunda áratugnum, sem var furðu há tala sem sýndist bærilega straumlínulagaður, en þessi mikla mótstaða stafaði af því að lítið hafði verið hugsað um ýmis smáatriði sem samanlagt voru dragbítar. 

Benz EQS er með fjölda atriða sem gera líklegt, að hann falli í hóp þeirra bíla, sem með því að koma á markaðinn senda hönnuði annarra framleiðenda að teikniborðunum. 

Í hugann koma bílar fyrri eins og BMW 5-línan, sem á miðjum síðasta áratugs liðinnar aldar sendi framleiðendur annarra lúxustbíla af meðalstærð að teikniborðunum og Lexus LS 400, sem sendi framleiðendur bestu lúxusbílanna að teikniborðunum 1990.  

Benz hafði þar á undan fellt Cadillac af stalli með S-línunni, en Cadillac fellt Packard af stalli sem "standard of the world" í byrjun sjötta áratugarins. 

 

 

 


mbl.is Drossía úr draumaheimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðveldisgarðar á Íslandi og vatnsveituveggur við Kaldársel.

Kínamúrinn mikli var svo þúsund sinnum stærri en nokkurt sambærilegt mannvirki á jörðinni, að kannski hafa slíkar hleðslur eða hliðastæð mannvirki annars staðar fallið að ósekju í skuggann. 

Í Eþíópíu er að finna leifar af miklum beinum, upphækkuðum og breiðum vegi, sem Mussolini lét gera á valdatíma Ítala 1935 til 1940, frá vestri til austurs sunnarlega í landinu. 

Vegna skorts á viðhaldi er nánast ekkert eftir af yfirborðslagi vegarins og hann ófær á köflum. 

Verða jeppar, sem þarna eru notaðir, að klöngrast meirihluta leiðarinnar eftir krókóttum jeppaslóða sitt hvorum megin við hið forna stolt El Duce. 

Þótt ótrúlegt megi virðast hafa uppgötvast leifar af margra tuga kílómetra landamerkjagörðum í Þingeyjarsýslu, sem á hinni mikla uppgangstíma Þjóðveldisaldar var hlaðinn til þess að marka skil á milli landareigna. 

Þótt þessir garðar hafi augljóslega ekki verið eins flottir og Hadríanusarveggurinn á Bretlandi fyrir 1900 árum, mætti vel hugsa sér að endurreisa hluta Þjóðveldisgarðsins, sem liggur þvert yfir Þjóðveg númer eitt á Fljótsheiði.   

Hér og þar á landinu voru hlaðnir veggir fyrir fjölbreytt not, en þó ekki nema stuttir. 

Má nefna vatnsleiðsluvegg, sem Hafnfirðingar hlóðu yfir stóra gjá skammt norður af Kaldárseli, og var smíðaður vatnsstokkur úr tré ofan á vegginn. 

Um stokkinn rann vatn úr Kaldárbotnum skammt frá og sem leið lá til Hafnarfjarðar. 

Þótt þetta hafi ekki verið stórt mannvirki væri samt hugsanlega hægt að endurreisa það sem  minjar um horfna tíð.  


mbl.is Merkar minjar í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Útskiptanleg rafhlaða" nokkurra ára gömul tækni, sem er að útrýma öllu öðru.

Þegar sagt var frá tælensku rafknúnu léttbifhjólunum Gogoro hér á síðunni fyrir rúmum sex árum var þessi verksmiðja heilli byltingu á undan keppinautunum í öðrum löndum. Yamaha EMF

Örskömmu síðar voru skiptikassarnir, sem sjást á bak við Yamaha EMF hjólið, orðnir 757 á höfuðborgarsvæði höfuðborgarinnar Tæpei. 

Með snjallsímakerfi geta notendur þessara hjóla séð á augabragði hvernig hleðslustaðan er á þeim fjörtíu rafhlöðum, sem eru í hleðslu í skiptikössunum og rennt upp að kassanum.  

Búið er að tímamæla hve langan tíma það tekur að skipta út tómum hlöðum á hjólinu og setja hlaðnar í í staðinn: Innan við tíu sekúndur. 

Engin bensínstöð á möguleika að komast svo neitt nálægt svo stuttum orkugjafaskiptum. Léttfeti við Gullfoss

Tævanir hafa verið á undan öllum öðrum í þessari byltingu og Yamaha leitaði því til Gogoro um kaup á tæknilegri aðstoð. 

Í ársútgáfum þýska vélhjólablaðsins Motorrad og fleiri slíkum víða um lönd má sjá, að hin nýja tækni hefur sópað inn tugum nýrra hjóla með þessari tækni, og hafa kínversku hjólin Niu haft þar forystu, sem þó er sífellt meira ógnað, slíkar eru þessar framfarir. DSC09974

Gömlu rafknúnu hjólin eru að hverfa, og rafhjólinu Vespa Electrica er til dæmis fundið það til foráttu, að það sé úrelt að þessu leyti.

Super Soco, sem selt hefur nokkur hjól hér á landi, er nú byrjað að framleiða Super Soco CPX sem er líklegur arftaki Super Soco CUx og kemur hugsanlega í staðinn fyrir það. 

CUx hefur verið kallað hér á síðunni "besta landfarartækið", enda býður það fyrir 300 þús króna kaupverð upp á allt að 56 km/klst hámarkshraða og 130 kílómetra drægni, með möguleika á allt að 60 lítra farangursrými og skjól fyrir regni og vindi. 

CPX er stærra, hraðskreiðara og langdrægara, en verðið er líka hærra á því og öðrum öflugum hjólum sem koma nú hvert af öðru fram á sjónarsviðið og hafa 90 km/klst hámarkshraða og bæði miklu kraftmeiri rafhreyfla og stærri rafhlöður. 

SEAT með Volkswagen sem bakhjarl er meira að segja að blanda sér í slaginn með stórgóðu rafhjóli, SEAT Mo Escooter 125. . 


mbl.is Yamaha kynnir vespu með útskiptanlegri rafhlöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband