Finnar börðust tvisvar við Rússa fyrir átta áratugum. "Finlandiseringin."

Finnland fékk sjálfstæði eftir Fyrri heimsstyrjöldina eftir að hafa verið hluti af Rússlandi, en með griðasamningi Hitlers og Stalíns 23. ágúst 1939 fylgdu harðar kröfur Rússa á hendur Finnum í samræmi við það atriði griðasamningsins að Finnland yrði á áhrifasvæði Sovétríkjanna. 

Færa skyldi landamæri ríkjanna í vestur í átt frá Pétursborg, og koma upp rússneskri herstöð í Hangö, en í staðinn fengju Finnar dreifbýl svæði norðar. Finnska borgin Vipuri (Vyborg) yrði á rússnesku landi. 

Finnar höfnuðu þessum afarkostum og fengu yfir sig rússneska innrás og mannskætt vetrarstríð í rúma þrjá mánuði. Þeir fengu þó að halda sjálfstæð sínu á pappírnum, og Rússar settu ekki upp leppstjórn líkt og Þjóðverjar gerðu í Noregi. 

22. júní 1941 slógust Finnar í herför gegn Sovétríkjunum ásamt Öxulveldunum og nokkrum bandalagsþjóðum þeirra, en með mikilli stjórnkænsku tókst Mannerheim og síðar Kekkonen að útbúa stjórnarstefnu, sem gæti gefið skástu útkomu, hvort sem Öxulveldin eða Bandamenn ynnu. 

Að vísu þurfti þeir að borga miklar stríðsskaðabætur í stríðslok og sætta sig við landamissinn frá 1939, en þeir héldu þó sjálfstæði sem gerði þeim fært að vera með vestrænt lýðræði og takka þátt í norrænu samstarfi og evrópsku.  

En sjálfstæðið var takmarkað og kostaði það að þurfa sífellt að bera hvaðeina undir Rússa, og meira að segja var einn forsætisráðherra Finna að víkja að kröfu Rússa. 

Þetta ástand fékk alþjóðlega heitið Finnlandisering og þótt sumum lítil reisn yfir því, en miðað við aðrar landamæraþjóðir að Sovétríkjunum voru kjör Finna þó margfalt betri. 

Nú stefnir í stríð milli Úkraínumanna og Rússa, og þá getur verið fróðlegt og athyglisvert að bera aðstæður nú saman við þær sem voru í sambúð Rússa og Finna 1939 til 1945, þegar stríð voru háð vegna landakrafna Rússa, og ekki síður að máta Finnlandiseringuna eftir 1945 við hugsanlega framtíð Úkraínu.  

 


mbl.is Íhuga að slíta tengsl við Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Monroekenning okkar tíma hjá Pútín, Pútínkenningin?

Á næsta ári verða liðin 200 ár síðan Monroe Bandaríkjaforseti gaf út kenningu, sem síðan hefur verið í gildi og er við hann kennd. 

Hún fól í sér að tvær heimsálfur, Norður-Ameríka og Suður-Ameríka, skyldu teljast á áhrifasvæði Bandaríkjanna og að Bandaríkin myndu grípa til aðgerða gegn öllum afskiptum stórveldanna í Evrópu af málefnum Vesturheims. 

Og gilti þá einu þótt viðkomandi Ameríkuríki vildi sjálft bindast evrópsku stórveldi. 

Þegar Grænland var hernumið af Bandaríkjamönnum eftir að Danmörk féll í hendur Þjóðverja var það í samræmi við Monroe-kenninguna. 

Pútín telur að nágrannaríki Rússlands séu og skuli vera á rússnesku áhrifasvæði, og að Rússar áskilji sér svipaðan rétt til beitingar eins konar Pútínkenningar, sem kemur að minnsta kosti í veg fyrir að NATO og Vesturveldin taki Úkraínu og Georgíu undir hatt ESB og NATO. 

 

 


mbl.is Pútín viðurkennir sjálfstæði svæðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helsinki 1966 - Reykjavík 2022; Finnarnir langt á undan.

Í um það bil vikudvöl í Helsinki í desember 1966 stakk það í augun, hve framkvæmd á snjómokstri í borginni var afburða vel af hendi leyst. 

Það snjóaði allan tímann, en aldrei var um hina minnstu ófærð að ræða á götum og gang- og hjólastgíum.  

Samt voru stórvirk moksturstæki ekki komin til sögunnar, heldur þurfti að handmmoka nær allt. 

Og þrátt fyrir það örlaði aldrei á því að það mynduðust háar og stórar snjóhrúgur eins og nú má sjá um alla Reykjavíkurborg. 

Hvað þá, að skipulagsleysið væri jafnmikið og víða er hér, þar sem hjóla- og göngustígar, sem virðast lofa góðu í upphafi ferðar, eru skyndlega ófærir vegna þess að það hefur "gleymst" að moka nógu stór höft til að gera stíginn eða gangstéttina færa alla leið, heldur í raun gagnslausan. 

Við virðumst vera meira en 56 árum á eftir Finnum í þessu efni. 


mbl.is Snjómokstur í ólestri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gríðarlegur styrkleikamunur á pappírnum á herjum Rússa og Úkraínumanna.

Tðlur um hernaðargetu Rússa og Úkraínumanna eru sláandi. 

Rússar eyða tíu sinnum meira en Úkraínumenn til hernaðarútgjalda. 

Þeir eru með meira en fjórum sinnum fleiri hermenn og meira en fimmfalt fleiri í öryggissveitum en Úkraínumenn. 

Íbúar Rússlands eru næstum fjórum sinnum fleiri en íbúar Úkraínu.

Rússar eru með næstum fimm sinnum fleiri skriðdreka og brynvarin farartæki og tíu sinnum fleiri herþotur. 

Þyrlur Rússa eru tuttugu sinnum fleiri og flotinn að minnsta kosti 20 sinnum öflugri. 

Nú segja tölur ekki alla sögu, en ofangreindar tölur eru samt skuggalegar fyrir Úkraínumenn og ýmsir kunna að vitna í það, að tölur sýndu mikinn styrkleikamun á milli Rússa og Finna þegar Rauði herinn réðist á Finna 30. nóvember 1940. 

Rússaher var þrefalt stærri her og fimm sinnum fleiri flugvélar, og 1200 skriðdreka á móti engum hjá Finnum.

En öllum á óvart stóðu Finnar í Rússum í rúma þrjá mánuði og það fyrst og fremst vegna margfalt meiri færni í vetrarhernaði en Rússa. En 25 þúsund Finnar voru drepnir á móti 200 þúsund Rússum.

Við ofurefli liðs var að etja rétt eins og virðist vera raunin nú hjá Úkraínumönnum. 

 


mbl.is Ræða hvernig eigi að verja Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðamenn stórveldanna misstu tökin á atburðarásinni 1914. Hvað nú?

Forsætisráðherra Breta telur í dag að stórfellt stríð í aðsigi í Ukraínu, og það minnir á að forsætisráðherra Breta sagði í nýjársávarpi 1914 að vígbúnaðarkapphlaup þáverandi stórvelda væri "hreint brjálæði." 

Margir töldu þetta hrein stóryrði en í ljós kom að Heimsstyrjöld hófst eftir að ráðamenn stórveldanna misstu tökin á atburðarásinni um sumarið. 

Hvað nú? 


mbl.is Skipað fyrir um allsherjar innrás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið var að það varð sameining og til hamingju með það.

Fyrir þann, sem hefur lengi litið á sig sem Húnvetning að hluta eftir sumardvalir í Langadal í æsku fyrir um sjötíu árum, eru það góðar og langþráðar fréttir að austursýslan skuli nú verða eitt sveitarfélag. 

Allt frá því að ungur kúarektur rak kýrnr í fyrsta sinn á beit upp í fjallið fyrir ofan Hvamm og horft var þaðan til vesturs yfir svæði, sem skiptist í hreppa með sumum hreppamörkunum í miðjum dölum, hefur svona sameining verið hjartans mál.  

Vonandi mun hún auka samtakamátt og víðsýni hjá þeim, sem fyrrum voru oft kallaðir Austur-Húnvetningar. 


mbl.is Sameining samþykkt í Húnaþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1938 lykt af þróun mála í Úkraínu.

Ádolf Hitler var valinn maður ársins 1938 af tímaritinu Time, og ekki að ástæðulausu.

Á því ári hafði honum tekist innlima gervallt Austurríki og auk þess stóran hluta Tékkóslóvakíu inn í Þýskaland án þess að þurfa að hleypa af skoti. 

15. mars innlimaði hann síðan allt Tékkland og gerði Slóvakíu að leppríki; og enn á ný var þetta gert án þess að hlaypt væri af skoti og lýsti því hróðugur yfir að ríkið Tékkóslóvakía væri ekki lengur til. 

Aðferð hans er kunnugleg í ljósi núverandi ástands í Úkraínu. Þýskumælandi aðskilnaðarsinnar í Súdetahéruðum Tékkóslóvakíu heldu uppi miklu andófi gegn stjórnvöldum þar í landi árið 1938 og Þjóðverjar vígbjuggust Þýskalandsmegin til að skapa þrýsting á stjórnvöld í Frakklandi og Bretlandi, sem höfðu gert samning við Tékka um að koma þeim til hjálpar ef í odda skærist með þeim og Nasistunum þýsku.  

Chamberlain og Daladier fóru til fundar við Hitler í Munchen og gerðu svonefndan Munchenarsamning, sem færði Hitler Súdetahéruðin á silfurfati. 

Chamberlain veifaði samningsplaggi við heimkomuna til Bretlands og sagði að friður væri nú tryggður í Evrópu um alla framtíð. 

Rúmlega fimm mánuðum síðar lagði Hitler alla Tékkóslóvakíu undir sig, og Mussolini hinn ítalskk lagði Albaníu undir sig mánuði síðar.  

Það sem nú er að gerast í Úkraínu er sláandi líkt aðferð Hitlers 1938, söfnun herafla við landamæri og virkjun aðskilnaðarsinna í stigmagnandi óróa. 

 


mbl.is Neyðarástand í Rússlandi vegna fólks á flótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slagurinn við sköpun nýrrar samsetningar farartækja verður háður víða.

Miðað við lengd steinaldar, bronsaldar og annarra tímabila í sögu mannsins er lengd olíualdarinnar aðeins örlítið brot. EF dregin er lína í línuriti, sem sýnA eigi framfarir í þessum öldum og fólksfjölda jarðar, að ekki sé nú talað um línu, sem sýnir orkunotkun mannkyns, verður olíuöldin í laginu eins og hár spjótsoddur; sú lína veður upp í loftið og fellur síðan jafnhratt niður. 

Ótal breytingar eru í deiglunni, breytingar á almenningsfarartækjum, ný samsetning einkafarartækja, þar sem flóran verður afar fjölbreytt.Honda PCX 150 2022

Það spannar allt frá rafskútum og rafknúnum léttbifhjólum, auk sjálfakandi bíla og tveggja manna rafbílum með úskiptanlegum rafhlöðum, sem taka þrefalt minna pláss í umferðinni en núverandi meðalstór einkabíll, og upp í ýmsar mismunandi gerðir af "borgarlínum."

Kapphlaup er í þróun notkunar nýrra aflgjafa og orkubera eins og rafhreyfla og vetnis, sem er rétt að byrja. 

Engin ein lausn mun hafa bolmagn til að sigra, heldur er bæði skynsamlegra og líklegra að nota þurfi fjölda nýrra ráða við að komast bærilega frá þeirri staðreynd, að öld óendurnýjanlegra orkugjafa er á fallandi fæti og nýskipan að byrja að taka á sig mynd. Yamaha Nmax

Það fer mjög eftir eðli fararmáta, hvaða breytingar verða á farartækjum. 

Sem dæmi má nefna að sumri notkun olíuorku er erfitt að leggja alveg niður.

Augljóst er til dæmis að bestu bensínknúnu léttbifhjólin eru komin niður í það í alvöru eftir sex ára reynsluakstur með bensínbókhaldi allan tímann), að slík tveggja sæta farartæki hafa líklega jafn lítið kolefnisspor þegar allt er reiknað með en meðalstór rafbíll. 

150 cc hjól eins og til dæmis Honda PCX eða SH, kosta aðeins um 600 þúsund krónur ný, ná 115 kílómetra hraða og eyða 2,2 lítrum á hundraðið í borgarakstri, þrefalt til fjórfalt minna en lítill einkabíll. 

Í flokki léttbifhjóla af vélarstærð upp í 350 cc er sægur hjóla, enda hjól á borð  við Vespa Touring. 

Yamaha 125 - 155 cc, sem er á neðri myndinni, og svipuð hjól er þau ódýrustu, hagkvæmustu og fjölhæfustu sem framleidd eru. 

Hvað flugið snertir er staðan þannig nú, að líklega verði flug á lengri leiðum áfram með notkun eldsneytis, því að eðlisfræðilega gagnast rafhlöður ekki nema á styttri leiðum.

En allt flug í heiminum, sem mörgum er tamt að tala um sem ógnarstóra stærð, eyðir þó ekki nema um 15 prósentum af því sem fer í samgöngur alls. 

Ástæðan er einföld: Bílarnir eyða langstærstum hluta, því í heiminum eru hátt í þúsund milljónir bíla, (milljarður); þúsund sinnum fleiri en flugvélarnar, sem eru um ein milljón.   

 


mbl.is Japanski risinn rumskar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólkið, sem fæddist frá 1940 og hissa ráðamenn í 80 ár.

Koma breska hersins til Íslands 10. maí 1940 var líklega stærsta frétt aldarinnar hér á landi. Mesti efnahagslegi uppgangur sögunnar hófst og þar með fjölgaði fæðingum stórlega og meira en áður voru dæmi um. 

Þetta blasti við öllum, en engu að síður hafa íslenskir stjórnmálamenn sýnt af sér fullkomna blindu alla tíð síðan og verið svo hissa yfir þessu og þar með andvaralausir og aðgerðalausir, að undravert er. 

Síðuhafi er fæddur fjórum mánuðum eftir komu hersins, en hins vegar voru drög að jafnöldrum hans lögð meðan enn var hér dýpsta efnahagskreppa, sem dæmi voru um síðan 1917. 

Raunveruleg stríðsárabörn byrjuðu því að fæðast 1941. Engu að síður hefur hinn fámenni 1940 árgangur alla tíð síðan þurft að þola svipað viðhorf ráðamanna og þeir hafa haft til hinna miklu stærri árganga frá 1941.   

Og þessir ráðamenn urðu yfir sig hissa með reglulegu millibili alveg fram á okkar daga, eins og sést á yfirliti hér fyrir neðan, og það sem meira er, þeir urðu hissari og hissari í hvert sínn, ef svo má að orði komast: 

1. Á árunum upp úr 1945;

Mikill skortur á leikskólum og sár skotur á auknu húsnæði kom ráðamönnum alveg í opna skjöldu. Ráðaleysið sást best næstu árin á því hvernig þúsundir fólks varð að hírast í húsaskriflunum, bröggunum, sem herinn skildi eftir. 

2. 1948 og þar á eftir: Steinhissa ráðamenn yfir yfirfullum barnaskólum, Um 1950 voru til dæmis 1850 nemendur í Laugarnesskólanum, í þrísetnum skólastofum. En íslenskir ráðamenn skildu ekki neitt í neinu, þótt þessi vandamál hefðu verið fyrirsjáanleg í áratug. 

3. 1955: Framhaldsskólavandræði. Ráðamenn enn meira hissa og óviðbúnir, þótt blóraböggullinn væri sama fólkið og hafði valdið liðum 1.-3. 

4. 1960: Háskólakrísa. Ráðamenn hissari en nokkru sinni fyrr og héldu nú áfram að vera hissari og hissari næstu áratugina yfir, þótt það væri ævinlega sama fólkið, sem var að gera þeim lífið leitt með því að halda áfram að lifa og skapa eftirspurn eftir húsnæði og hvers kyns fjárfestingum. Ráðaleysið og skilningleysið skein úr verðbólgustjórnmálum áranna 1971-1990 þegar eigendur sparifjár, góðgerðarsjóða og lífeyris urðu fyrir mesta ráni Íslandssögunnar í formi tilflutnings tuga og hundraða milljarða króna á núverandi verðlagi. 

5. 1990-2000: Velferðar- og heilbrigðiskerfið í vanda og enn er það sama fólkið og stóð að baki liðum númer 1.-4. sem telst hafa valdið þessum vanda með því einu að hafa fæðst 50 til 60 árum fyrr, og vera nú að eldast og þurfa vaxandi læknishjálp. Þessi einfalda staðreynd er ráðamönnum hins vegar gersamlega óskiljanleg og sem fyrr eru fjármála- og heilbrigðisráðherrar hissastir allra og skilja ekki, að krónutöluhækkun gildir ekki ein, þegar verðbólga ríkir og mikil öldrun þjóðarinnar er í fullum gangi. 

6. Efnahagshrunið færir af sér vaxandi fjársvelti til heilbrigðismála og enn verða ráðamenn hissari og hissari yfir því að til dæmis sparnaður í viðhaldi húsa snúist upp í andhverfu sína með því að hús mygli og leki og tæki úreldist og bili. 

Hið undarlega er, að allan ofangreindan tíma, alls 80 ár, voru fyrirsjáanlegar afleiðingar af fæðingu kynslóðanna eftir 1940, og stjórnmálamenn voru ævinlega svo hissa og óviðbúnir þegar þessar einföldu afleiðingar komu fram, og alveg gersneyddir hugmyndum um að bregðast við í tíma.  

En á hinn bóginn hefur komið í ljós, að síðustu áratugi hafa þeir sýnt einhverja mestu hugmyndaauðgi á byggðu bóli í því að ná með einstæðri útsjónarsemi sem allra mestum fjármunum af gamla fólkinu, sem virðist eiga að refsa fyrir það að hafa verið að þvælast fyrir stjórnmálamönnum þessa lands með því að hafa fæðst.    


mbl.is „Heilbrigðiskerfið okkar er í rusli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf mikið óveðursbál til að jafnast á við fárviðrið í febrúar 1991.

Fárviðrið mikla 3. febrúar 1991 verður lengi í minnum haft, stundum kennt við götuna Engihjalla í Kópavogi þar sem bílar fuku og skemmdust við íbúðablokk þar. 

Mestur vindur varð 93 hnútar, ef rétt er munað, þennan dag stóð yfir mikil barátta þeirra flugvélaeigenda sem áttu vélar standandi úti á Reykjavíkurflugvelli. 

Það gefur hugmynd um veðurofsann, að það er skilgreint sem fárviðri ef vindur fer í 62 hnúta.


mbl.is Fordæmalausar skemmdir í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband