Öngþveiti með köflum í Heklugosunum 1980, 1991 og 2000. "Kötlujeppinn".

Það varð ekki bara umferðaröngþveiti á köflum í Heklugosinu 1947 heldur einnig á köflum í gosunum þar á aftir, 1980, 1991 og 2000. Range Rover 73 Kötlujeppinn v Upptyppinga

Það var bíll við bíl austur yfir Hellisheiði 17. ágúst 1980, og í gosunum 1991 og 2000 gerði erfitt vetrarveður það erfitt að komast leiðar sinnar, ýmist á leiðinni austur eða á leiðinni til baka þegar bílar festust hundruðum saman í sköflum.

Í Fimmvörðuhálsgosinu 2010 setti lögregla vegatálma strax á Selfossi, í meira en hundrað kílómetra akstursfjarlægð frá gosinu, sem enginn sá fyrr en tveimur dögum seinna, þegar hægt var með herkjum að ná fyrstu loftmyndunum af því. Suzuki Grand Vitara ´98 35tommu.LM 333  

Þá og síðar gat það komið fyrir að settar voru þær takmarkanir á bílaumferð, að aðeins jöklajeppar á 38 tommu dekkjum væri leyfð umferð á furðu stórum bannsvæðum. 

Til þess að setja fyrirfram undir þann hugsanlega leka hefur síðuhafi átt 48 ára gamlan breyttan Range Rover með jafngamalli Nissan Laurel dísilbvél tiltækan á 38 tommum dekkjum, þótt mun vitlegra gæti verið að fara á 23ja ára gömlum Suzuki Grand Vitara dísil sem á 35 tommu dekkjum er 620 kílóum léttari og flýtur betur á snjo en gamli Range Roverinn, sem er merktur báðum megin með merkimiða, sem á standur "Kötlujeppinn."


mbl.is Eins og eitthvert æði gripi bæjarbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnir á stutt gos í sprungu í Kröflugosi 1984. P.S. Fer vaxandi í bili.

Gossprungan sem nú hefur opnast norður af eldstöðvunum í Geldingadölum minnir eins og er ný í byrjun á svipaða sprungu sem myndaðist nyrst á gosstöðvunum í Kröflueldunum í síðasta gosinu þar og kom upp í nokkur hundruð metra langri, mjórri gossprungu þar allra síðast og nyrst í eldunum. 6. eldgos. Gjástykki.

Úr þessari sprungu rann þunnfljótandi hraun í skammvinnu gosi um gróið land óg náði að þekja um einn ferkílómetra lands. 

Það var svo þunnt að ekkert gjall myndaðist á sprungunni.  

Stefni að því að setja inn myndir af þessum stað suðvestur af Hrútafjöllum eins og hann lítur út núna. 

Hraun komu yfirleitt upp í svona sprungum í Kröflueldunum og umbreyttust í gos á einsum og einum gíg eða fleiri gígum, eins og til dæmis í gosinu 1984, þar sem eftir sat falleg gígaröð á svonefndum Sandmúla. 

Sést þessi gígaröð ofarlega á miðri loftmyndinni hér fyrir neðan.  5. eldgos. Gjástykki, niður upp

Í gosunum 1980 og 1981 færðust gosin í lokin yfir í einstaka gíga. 

P.S. um kl. 16:00. 

Eftir rúmlega fjögurra tíma gos dagsins, hefur eldurinn aukist, og kemur upp í tveimur hlutum og er byrjaður að mynda gjallhóla, sem gætu breyst gíga. 

Það er á skjön við ummæli Ármanns Höskuldssonar jarðfræðings nýlega að eldgosið að tarna eigi ekkert sameiginlegt með Kröflueldum. 

Myndir sem náðust í blábyrjun í Kröflugosinu 1984 eru líklega enn einu myndirnar í veröldinni, sem hafa náðst af slíku. 

Í gosunum níu færðist eldvirknin smám saman í norðurátt eftir einni meginsprungu og það sem er að gerast í dag, minnir svolífið á það.  

Vegna landreksins eru mörg svæði á Reykjanesskaga ekki einasta með megin gliðnunarsprungum, heldur einnig með sprungusveimum þar sem sprungurnar geta verið fleiri en ein og misjafnlega víðar. 4.. eldgos.  Sandmúli

Páll Einarsson sagði áðan að vitað hefði verið að svæðið, þar sem eldur kom upp nú, væri sprungusvæði og búið að kortleggja nýjar sprungur á því, og er spurning hvort í ljósi þessa nýjasta viðburðar þurfi ekki að upplýsa eftir því sem það er hægt, um líkur á nýjum jarðeldi þar sem það kann að eiga við. DSC09503DSC09504

Birti tvær myndir frá því um 16:00 og neðan við hana mynd af eldsprungunni í upphafi Heimaeyjargossins, sem var að vísu talsvert öflug1.eldgos. Eyjag í nara en gos dagsins. 


mbl.is Sama sprunga sem heldur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handaböndin eru varasömust.

Á svipaðan hátt og að hurðdahúnar og önnur tæki úr efnum, sem varðveita smit eftir snertingu, mun það vera svom að hendur fólks geti verið smitberar, ef handabönd eru viðhöfð.  

Að því leyti til þurfa því full bólusettir að viðhafa aðgát eftir sem áður. 

En auðvitað er fengur í því að smithætta af þeirra völdum hefur snarminnkað og almennt smit í þjóðfélaginu geri það líka. 


mbl.is Lítil hætta af ferðalögum fullbólusettra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvennt með nöfnum, sem byrjar á stöfunum "Bo" boðar vonandi batnandi tíð.

Nú er vonandi framundan tíð þegar tvö fyrirbrigði með nöfnum sem byrja á stöfunum B og o verða hluti af batnandi hag. Þetta eru annars vegar bóluefnin og hins vegar Boeing 737 MAX. 

Bóluefnin eiga að leggja grundvöll að betri tökum á heimsfaraldrinum, sem hefur fjötrað ferðalög og ferðaþjónustu heimsins. 

Og eftir 20 mánaða kyrrsetningartímabil Boeing 737 er sú flugvél nú farin að fljúga á ný. 

Það hefur orðið til þess að það hefur verið rifjað upp hve herfilega byrjun hin ástsæla þota Boeing 727 fékk á sínum tíma árið 1964, nokkrum árum fyrr en Boeing 737 kon til sögunnar. 

Hún var búin mikilvægum tækninýjungum varðandi þann tilgang að ná til nýs markhóps ferðafólks, sem notaði flugvelli sem voru of litlir fyrir stórar þotur. 

Hannaður var flókinn og afar öflugur búnaður af flöpum og vængbörðum, sem gáfu þotunni aukna hægflugsgetu og þar með hæfni til að lenda á styttir flugbrautum en ella. 

Þetta gekk í fyrstu eftir en síðan dundu yfir fjögur mannskæð flugslys sem við rannsókn reyndust öll stafa af því, að við ákveðin skilyrði var mikill vandi að fljúga þotunni í klifri eftir flugtak en þó einkum í krefjandi aðflugi. 

Ef svona hefði gerst nú á tímum með hinum undraskjótu og miklu samskiptum á interneti og samfélagsmiðlum, hefði 727 sennilega svipaða hrakför og Boeing 737 MAX. 

En 1964 og 65 var munurinn sá, að í fyrsta lagi var gengið strax ákveðið til verks til að bæta búnaðinn en þó fyrst og fremst til að endurbæta þjálfun flugmanna, og hurfu þessi slys þá alveg og þotan átti framundan glæsilegan feril. DSC09499

Í aðdraganda slysanna á Boeing 737 MAX var hins vegar meginorsökin sú að stjórnendur Boeing leyndu flugmenn tilvist hins sjálfvirka MCAS stýrikerfis sem tók öll ráð af flugmönnunum án þess að þeir vissu af því. 

Þetta gerðu yfirmenn Boeing til þess að spara sér kostnað við að útbúa þjálfun fyrir flugmennina og endurbætur á því. 

Kerfið hins vegar var og er hins vegar nuðsynlegt til þess að hjálpa flugmönnum við að ráða við þann stóra galla þotunnar að flugeiginleikar hennar í klifri geta verið illviðráðanlegir. DSC09502

Það er avegna þess að hreyflarnir eru stærri þyngri og miklu kraftmeiri en hönnun hennar ræður við í vissum aðstæðum í klifri og það þurfti þess vegna að færa þá til framar og ofar og þar með lengra frá þyngdarpunkti vélarinnar, sjá skýringarmyndir sem settar verða hér inn. 

Keppinauturinn, Airbus 320 Neo er hins vegar frá upphafi hönnuð með mun meira rými fyrir hreyflana á heppilegri stað.  

Á mynd má sjá framan á saman setta þotu, hægri helmingurinn Airbus og vinstra megin Boeing, sem sýnir vel minn mikla hæðarmun á vélunum. 

Og á neðri myndinni má sjá samanburð við mann á reiðhjóli með allt of þungan pakpoka og þar með hættu á að prjóna á hjólinu ef hann gefur því fullt fótaafl. 


mbl.is Bretar frelsinu fegnir og ferðast innanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin íslenska dæmisaga Sighvats hér um árið.

Hér um árið sagði Sighvatur Björgvinsson opinberlega frá íslensku atviki varðandi það að fara eftir samkomu- og umgengnisreglum. 

Í félagsheimili í sveit þótt umgengni svo slæm þegar fólk kom þar saman, að óþrifnaðurinn væri til baga og skammar. 

Var sett upp stórt skilti í anddyrinu þar sem stóð að gestir skyldu skilyrðislaust fara úr skóm þar frammi og ganga um inni í húsinu á sokkunum eða á hreinum inniskóm sem það gæti haft með sér ef það vildi. 

Gekk þetta eftir fyrstu helgina sem það gilti, en á fundi, sem þar var haldinn viku síðar brá svo við að kona frá næsta bæ kom á stígvélum beint úr fjósinu og óð á þeim skítugum inn í salinn. 

Var henni vinsamlega bent á hvað stæði á skiltinu stóra, en hún svaraði að bragði: "Það stendur bara að þetta gildi um gesti en ekki heimamenn." 

"Það er nú augljóslega gagnslaust ef þetta gildir ekki um alla; þú hlýtur að sjá það" var sagt við konuna. 

"Já, en ég taldi rétt að láta á það reyna," svaraði konan. 

 

Þetta kemur upp í hugann þegar fréttist af málaferlum á sjálfum páskadegi vegna sóttvarnarreglna í sóttvarnarhóteli, þar sem gestir bæði strjúka út af hótelinu eða safnast þar sérstaklega saman inni á herbergjum. 

Í sögunni úr sveitinni íslensku er um að ræða að setja reglu, sem reynist nauðsynleg í ljósi sláandi reynslu af óþrifum og vandræðum. 

Í sóttvarnarhúsinu er verið að reyna í ljósi mjög slæmrar reynslu frjálsrar hegðunar við komu til landsins að koma böndum á ástandið. Það er búið að láta á óviðunandi ástand reyna. 

Í báðum tilfellum er málið látið snúast um skilgreiningunni heimamenn.  

Írar og Íslendingar eru talsvert skyldar þjóðir og margt líkt í þessum löndum. 

Á Írlandi eru þeir, sem neita að fara í sóttvarnarhús einfaldlega handteknir og settir í fangelsi fyrir að heita að fara í sóttkvíarhótel við komu til landsins.  

Fróðlegt væri að vita hvort eitthvað kann að vera ólíkt um sóttvarnarreglur þar í landi og hér á landi. 


mbl.is Seinagangur sóttvarnalæknis „óásættanlegur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fróðlegar frásagnir covidsjúklinga og kvartanir "fanganna" í sóttvarnarhúsunum.

"Það vantar allan lúxus" - "blöskrar aðstaðan" - eru meðal setninga sem nú sjást hjá sumum þeirra sem hafa verið "settir í fangelsi" að eigin sögn í sóttvarnarhúsum á borð við hið splunkunýja Fosshótel. 

Á sama tíma má sjá á visir.is fróðleg viðtöl hjá RAX við þá sem hafa fengið veikina og hafa jafnvel ekki jafnað sig ennþá eftir margra mánaða eftirkost, martraðir og missi lyktar- og bragðskyns. 

Engir lögfræðingar hafa verið kallaðir til til þess að spyrja um rétt þess fólks til að hafa frelsi til að verjast smiti. 

Og einnig sjá skrif á blogginu úr öfugri átt þar sem þeim sem, vilja sporna við frelsi þeirra, sem bera smit og koma jafnvel af stað fjöldasmiti, við Hitler og Stalín.  Sóttvarnarhótel sem sagt sama eðlis og Auswitch og Gúlagið. 

Á facebooksíðu spyr starfskona hjá heilbrigðiskerfinu hvers vegna enginn minnist á aðstöðu fólks á hjúkrunarheimilum, sem orðið hefur að halda í meiri og minni einangrun í heilt ár til að forða því frá sýkingu.   

 


mbl.is Blöskraði aðbúnaður í sóttvarnahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira en 20 stiga hitasveifla á Kvískerjum?

Mjög sérstakar aðstæður ollu því að hitinn á Kvískerjum í Öræfum fór upp í 17 stig í morgun.

Á morgun og fram á morgun annars í páskum er búist við því að hitinn Suðausturlandi fari niður í 4 stiga frost, þannig að sveiflan niður á við getur farið yfir 20 stig. 

Í Reykjavík verður sveiflan frá sjö stigum í morgun niður í 9 stiga frost, eða um 16 stig. Það hitafall myndi banka í fallið í frægasta páskahretinu 1963 þegar hitafallið var enn hraðara og hretið stóð lengur; fallið var 16 stig er rétt er munað.  

Meðalhiti í Reykjavík í fyrstu viku apríl er rúmlega tvö stig en hækkar um 0,1 stig á hverjum degi, þannig að um þetta leyti eru fjörbrot vetrarins að hefjast að jafnaði og því tími páskahretanna. 

Hretið mikla 1963 olli bæði msnnskaða og gríðarlegum gróðurskemmdum. 

Á bloggsíðu Trausta Jónssonar er fróðleg umfjöllun um helstu páskahretin síðustu aldirnar. 


mbl.is Úr 17 stiga hita í fimm stiga frost
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Páskahretin hafa fyr..."

Ekki eru páskar nema hret komi gæti allt eins verið orðtak hér á landi, því að við enga aðra hátíðisdaga loðir þessi hugsun við í jafn ríkum mæli. 

Og sum hafa verið svæsin, samanber ljóðlinurnar í "Gegn háska´um páska"...

 

"Páskahretin hafa fyr

herjað og barið þungt á dyr; 

um aldir þó stóðu menn óbeygðir

ansspænis miklum felli, 

en unnu þó bug á hrelli..."

 

Á fáum öðrum tímum ársins geta hitasveiflur orðið hraðari, allt að 15 stig niður á við, svo sem í hretinu alræmda vorið 1963 ef rétt er munað. 

Og því ber að taka hretinu núna af ró og festu og íhuga því betur boðskap og innihald þessarar fornu og miklu hátíðar. 


mbl.is Kólnar hratt í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfitt að spá um vopnaviðskiptin við veirufjandann.

Þróunarkenning Darwins var eitt af táknum þess óumbreytanlega lögmáls lífríkis jarðar að vera í sífelldri umbreytingu og þróun, allt frá minnstu veirum upp í stærstu dýr. 

Ein útgáfan af þessu birtist í nýjum og nýjum afbrigðum af veirum og sýklum, sem valda því að vopnaviðskipti kórónaveirunnar skæðu fá sífellt nýjar og nýjar myndir á sig. 

Nú þegar hefur margt gerst sem hefur dregið þessa heimstyrjöld á langinn og á sennilega eftir að lengja baráttuna enn meir en hægt er að sjá fyrir. 

Til lítils er að fara á límingunum út af þessu, heldur að arka að auðnu og taka hinu óhjákvæmilega af æðruleysi og baráttugleði.  


mbl.is Nýi óvissuþátturinn í bólusetningunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnst tuttugu í sóttkví voru á gosstöðvunum.

Af fréttum má það helst ráða að sóttvarnarráðstafanir við landamærin hér á landi leki verulega. 

Þetta kemur nú í ljós daglega við eldgosið í Geldingadölum að nefndar eru tölur frá fjórum upp í tuttugu sem þarf að hafa afskipti af daglega vegna þess að viðkomandi eigi að vera í sóttkví. 

Í ofanálag má heyra óánægjuraddir úr ýmsum áttum með það að yfirleitt skuli sóttkví vera beitt í sóttvarnaraðgerðum.  

Og í dag er von á fjölda fólks til landsins frá landi sem er með eldrauðan lit á Covid-kortinu af Evrópu.  

 


mbl.is Ekki alls kostar sáttur við dvöl í sóttvarnahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband