13.2.2021 | 22:59
Snúið og flókið mál sem sundrar Repúblikönum.
Nýjasta útspil Mitch McConnels leiðtoga Republikana í öldungadeild bandaríska þingsins sýnir vel hve snúið og margslungið málið og málareksturinn i þessu máli er.
Spurningn er hvort af þessu vilji einhverjir ráða, að til greina komi að sækja Trump til saka eftir almennum lögum, en burtséð frá því hvort hægt sé að sækja sama málið eftir fleiri lagalegum ferlum í bandarísku lagaumhverfi, verður að telja það líklegt að málinu sé nú lokið í meginatriðum, þótt velt sé vöngum yfir því hvort refsa eigi Trump með því að meina honum að bjóða sig fram til forsetaembættisins á ný.
Þótt það liggi fyrir, sem langlíklegast var allan tímann, að ekki fengist tilskilinn aukinn meirihluta í öldungadeildinni, féllu atkvæðin heild í deilinni 57 gegn 43 sem hlýtur að teljast áfellisdómur yfir Trump og áhyggjuefni fyrir Republikanaflokkinn, sem býr við illviðráðanlega sundrungu.
![]() |
McConnell segir Trump eiga sök á árásinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.2.2021 | 16:51
Gylliboð og orkubruðl?
Alheims netvæðingin hefur skapað miklar framfarir og nýja möguleika í samskiptum, efnahagslífi og þjóðfélagsþáttum ríkja heims.
En henni fylgja líka lúmskir gallar eins og sjá má af tengdri frétt þar fyrirtækið Valitor varar við svikum af hálfu rafmyntarfyrirtækisins Bitcoin.
Um langt skeið hafa skotið upp kollinum eins konar herferðir á samfélagsmiðlum varðandi ævintýralegan ágóða sem þátttakendur í braski með rafmyntarinnar bíði ef þeir bara táka þátt.
Fróðleg umfjöllun á RÚV í þessari viku hefur sagt aðra sögu. Hún felst í því að jafnvel þótt einhverjir kunni að hagnast stórum á þátttöku sé aðeins um að ræða hluta þátttakendanna, því að sveiflur í veltunni séu afar stórar, bæði upp og niður.
Það bendir til þess, sem áður hefur verið spurt um hér á síðunni, hvernig stórir hópar fólks geti grætt hrikalegar háar upphæðir án þess að nokkur tapi fé í leiðinni.
Í einni athugasemd var því svarað til, að þetta væri raunverulegur gróði svipaður þeim sem verður til hjá þeim sem stunda hlutabréfaviðskipti.
En sú skýring hrekkur skammt hvað varðar það að það geti ekki allir grætt alltaf á öllum.
Í tilkynningu Valitors segir frá dæmum um það að falskar nafnbirtingar og falsfréttir séu stundaðar til að segja frá því hvernig nafnkunnir Íslendingar hagnist á Bitcoin viðskiptum.
Það er ekki traustvekjand ef þessi er raunin.
Síðan er önnur og stærri hlið á þessu máli, sem Andri Snær Magnason hefur vakið athygli á, en það er sú vaxandi og mikla orkunotkun sem starfsemin leiði af sér í gagnaverum.
Þar sé um að ræða orkubruðl á heimsvísu upp á hundraðfalda orkuframleiðslu Íslands.
![]() |
Valitor varar við svikum sem tengjast Bitcoin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.2.2021 | 09:34
Keldnalandið vanmetið verðmæti áratugum saman.
Þegar litið er snöggt yfir meginlínur þéttbylis höfuðborgarsvæðisins blasa við stærstu línurnar, sem liggja í kross, annars vegar línan Akureyri-Suðurnes og hins vegar línan Seltjarnarnes-Höfn í Hornafirði.
Þessar línur skerast í grófum dráttum á svæðinu Mjódd-Skemmuhverfi-Ártúnshöfði og mynda stærstu krossgögur landsins.
Alveg þétt upp að norðausturhlið þessa lands hefur 117 hektara land, álíka stórt og hin gamla Reykjavík innan Hringbrautar legið ónotað að mestu alla tíð á sama tíma og leitað hefur verið langt yfir skammt fram hjá því, aðallega í vesturátt.
Loksins nú, allt of seint en má þó ekki seinna vænna, er drattast til að huga að þessu mikla verðmæti. ÞAÐ VAR MIKIÐ!
![]() |
Keldnalandið verður skipulagt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2021 | 23:59
Hernaður er eins og íþrótt; bæði æfð vörn og sókn.
Hernaðarsagan geymir mörg dæmi um að gleymst hafi að leggja stund á allar hliðar hernaðar, ekki síður sókn en vörn.
Þá getur verið hætta á því að búa ekki yfir öllum mögulegum aðferðum til hernaðarins, bæði í vörn og sókn líkt og þekkt er úr íþróttum þar sem um viðureign tveggja aðila er að ræða.
Stundum virkar það bæði gróft og einnig líklegt til stigmögnunar ef lögð er stund á sóknaraðgerðir.
Hvað hernað varðar, lítur það ekki vel út að í sókn beinist hernaðarmátturinn að því að valda sem mestu tjóni hjá hugsanlegum mótherja en það þýðir óhjákvæmilega manndráp og á okkar tímum jafnvel gereyðingu.
Ef þetta er haft í huga, ætti það ekki að koma á óvart að Rússneski herinn æfi árásarstríð, þar með á land sem mögulegur óvinur, NATÓ, hefur á valdi sínu.
Eftir Fyrri heimsstyrjöldina var hroðaleg reynsla af hörmulegu mannfalli, örkumlum og eignatjóni til þess að vesturveldin lögðu ofuráherslu á að að forðast stríð og efla aðeins varnir sínar, en bæði að forðast að ögra með gerð sóknarvopna.
Ein afleiðingin varð sú, að þegar Hitler réðist á Pólland í september 1939, áttu vesturveldin ekki neina handbæra sóknaráætlun til heldur aðeins rándýr varnarmannvirki og her, sem miðaði allt við að verjast árás.
Afleiðingin varð sú að Hitler gat í rólegheitum beitt mestöllum þýska hernum til þess að mala Pólverja á metttíma í skjóli þess að hafa gert griðasáttmála við Stalín.
Eina leiðin til að koma Pólverjum til hjálpar strax hefði verið að sækja inn í Þýskaland á meðan þýski herinn var stórlega veiklaður á vesturlandamærum landsins.
Á svipaðan hátt og Rússar kunna að vera að æfa árás Tupolev 160 flugvéla á Ísland, er það vitað mál, en enda þótt NATO hafi verið stofnað sem varnarbandalag sem meira að segja gerði ráð fyrir að sækja allt vestur í Frakkland og að nota kjarnorkuvopn, gerði NATÓ sínar áætlanir um kjarnorkuárásir, og að í gildi var; og er enn; svonefnd GAGA kenning, Gagnkvæm Altryggð Gereyðing Allra, (MAD: Mutual Assured Destruction) en hún byggist á því að tryggt sé, að brjórtist út stríð, ráði báðir aðilar yfir nægum vopnum til að gereyða hinum mörgum sinnum!
![]() |
Rússar sagðir æfa árás á Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 13.2.2021 kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2021 | 16:29
Rétt hjá Covell varðandi aðlögun að breytingum.
Með aðvörunarorðum Simons Cowells varðandi það að fara ekki of geyst í byrjun á rafmagnsfarartækjum snertir hann við því atriði að vanda vel til undirbúnings og gefa sér sem bestan tíma til að ná tökum á nýrri tækni og öðlast færni í henni.
Þetta á við í öllum möguleikum til notkunar samgöngutækja, allt frá rafhlaupahjólum upp í flugvélar.
Síðuhafi var reiðhjólafrík frá 9-19 ára aldurs og getað gert ótrúlegar kúnstir á reiðhjóli, gengið vel á stuttu reiðhjólatímabili 1968-1970 og virst geta gert gamlar listhjólakúnstir í stuttri keppni við slíkt á tíunda áratugnum.
Þegar síðan hófst nýr og samfelldur hjólaferill 2015, sem hefur staðið síðan, byrjuðu undarlegir og óútskýranlegir atburðir að eiga sér stað, raunar stórfurðulegir.
Fyrstu vikurnar datt ég alls sex sinnum á hjólinu án þess að geta útskýrt af hverju.
Það var ekki fyrr en eftir sjöttu byltuna sem ástæðan kom í ljós:
Ég var ómeðvitað í mjög lúmskum áhættuhópi þegar ég hóf að hjóla á rafreiðhjólinu Náttfara, sem er með rafhjálp í gegnum hægri hönd á stýrinu og pedala fyrir fæturna.
Flugmenn með langa og mikla reynslu eru fyrir löngu búnir að ávinna sér sjálfvirk viðbrögð á bensíngjöfinni ef eitthvað óvænt kemur upp á, og við það að athuga það nánar, kom í ljós að rétt viðbrögð á bensíngjöf flugvélar til að hægja á henni og minnka aflið, felst í því að kippa handarbakinu til baka, og er fyrir löngu orðin áunnin hreyfing.
Þetta viðbragð er hins vegar kolrangt á vélknúnu hjóli; það að snúa hnúunum og höndinni aftur á bak voru kolröng á aflgjöf rafhjólsins, því að við þessa hreyfingu er hjólinu gefið afl.
Í öllum byltunum hafði þetta gerst, til dæmis við að bregðast við of miklum hraða í beygju eða víkja sér undan hindrun, að í stað þess að slá af, var gefið hraustlega í!
Niðurstaðan varð að fara gætilegar og æfa sig á plani við að venja sig á réttu viðbrögðin.
Fljótlega hvarf þetta snarlega og engin bylta af þessu tagi hefur orðið á alls 20 þúsund kílómetrum á tvíhjólum síðan 2015.
Áhyggur af því að röng viðbrögð í stjórn flugvéla kynnu að þróast, reyndust óþarfar, enda hefur löng reynsla af flugi margra mjög ólíkra flugvéla með mismunandi stjórntæki sýnt, að ef nógu mikið og meðvitað er flogið, verða viðbrögðin rétt.
Við tilkomu rafbíls til einkanotkunar skapaðist síðar ekki síður athyglisvert fyrirbæri, sem þarfnast það mikils rýmis í frásögn, að best er að láta geyma það í bili og láta ofangreint atriði á bifhjólum nægja.
![]() |
Simon Cowell óþekkjanlegur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.2.2021 | 00:16
"Mér finnst, eins og milljónum öðrum, að kosningunum hafi verið stolið."
Deilurnar sem skipta bandarísku þjóðinni í tvennt, líkjast að hluta til trúarbragðadeilum.
Fyrir kosningarnar gerðist Donald Trum hálfgildings spámaður þegar hann spáði því að kosningarnar framundan yrðu stærsta hneyksli og svindl í sögunni."
Hann var svo viss um að þetta yrði raunin, að hann hikaði ekki við að hvetja kjósendur sína tl þess að kjósa tvisvar, bæði utankjörstaðar og á kjörstað.
Það gat Biden ekki gert, því að í kosningastefnu hans var það stórt atriði að grípa til almennra sóttvarnaraðgerða eins og grímunotkunar og tveggja metra ( sex feta) reglu.
Eftir að kosningarnar komu síðan sögðu Guiliani og Trump að svo mikið svindl hefði verið í gangi, að þeir væru vissir um að dómastólarnir myndu ógilda þær.
Trump hafði stimplað þetta inn með því að nota innsetningu nýs hæstaréttardómara til að lýs því yfir að sú góða kona hefði verið valin til þess að 6 hæstaréttardómarar væru hans megin á móti 3 frjálslyndum.
Þegar dómstólarnir "sviku" Trump og töldu engar sannanir fyrir ásökunum hans, fór hann að orða þetta öðruvísi og segja að sér, ásamt milljónum Bandaríkjamanna, fyndist að kosningunum hefði verið stolið.
Stór hluti fylgjenda Trumps og hann sjálfur trúa því að hann sé nýr Messías, sendur af sjálfum Guðni til þess að uppræta glæpsamlega framgöngu demókrata og ráðandi stjórnmálastéttar.
25 forystumenn evangeliskra trúfélaga í BNA komu sérstaklega í Hvíta húsið daginn sem fyrra réttarhaldið var haldið yfir honum 2019 og stilltu upp sjóðheitri trúar og bænarstund, þar sem þeir lögðu hendur sínar yfir forsetann á heilagri stund að þeirra dómi og lýstu yfir eins konar stððu forsetans sem eins konar spámanns eða Messíasar á guðs vegum.
Sjá mátti fjölda spjalda og fána trúarsamtaka með trúarlegum slagorðum meðal fólksins í göngunni, sem réðst inn í þinghúsið 6. desember.
Á nýjustu myndum sést betur en fyrr, að valdatakan var með fleiri trúarlegum og sögulegum tilvísunum. Nancy Pelosi og Mike Pence voru svikarar og illmenni sem áttu að fá makleg málagjöld, líkt og Júdas forðum, og Pence greinilega ígildi Júdasar þegar reistur var gálgi með snöru til að hengja hann og það ætlunarverk hrópað hátt og snjallt.
74 milljónir atkvæði Trumps sýna ekki aðeins mikla gjá milli Bandaríkjamanna innbyrðis, heldur byggist hún hvað milljónir fylgjenda Trumps varðar miklu frekar á trúarlegum grunni en stjórnmálalegum og lagalegum.
Þeim finnst ekki aðeins að kosningunum hafi verið stolið, heldur trúa þeir því heitt og innilega.
Biden og hans fylgjendum segja að þeim sé umhugað um gildi lýðræðisins og tala oft af trúarhita.
Því miður er reynsla sögunnar sú að trúarbragðastyrjaldi og borgarastyrjaldir verða oft heiftúðugri en flest annað, að ekki sé nú talað um ef hvort tveggja er í gangi.
![]() |
Nancy, hvar ertu Nancy? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2021 | 20:29
Vinda- og sólfar virðist oft fjarri ákvörðunum í samgöngum og byggingum.
Reykjavík er nyrsta höfuðborg í heimi og ætla mætti að þar með væri það vitað, að sól er hér lægri á lofti en í nokkurri annarri höfuðborg.
Engu að síður virðist aldrei verið reiknað með þessu mjög svo mikilvæga atriði, heldur er háum húsum plantað niður eins víða og hægt er.
Ótal dæmi eru um gildi þess að það sjáist til sólar, svo sem ef horft er á það, hvar fólk getur sest út í björtu veðri við borð á gangstétt og notið sólar, ekki bara sólarljóssins, heldur líka þess hita sem sólin ber í þeirri höfuðborg heims, sem er ekki bara með lægsta sólarganginn, heldur líka kaldasta júlímánuðinn.
Eitt af ótal dæmum eru fyrirætlanir um flugvöll við Hvassahraun, þar sem algengasta rokáttin á suðvesturhorninu veldur miklu meiri sviptingum í aðflugi og fráflugi en á Reykjavíkurflugvelli.
Nú virðist ekki nóg að gert, heldur líka að búa til eftir föngum nýja vindhvirfla á núverandi flugvelli.
![]() |
Ný hverfi valda ókyrrð á flugbrautum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.2.2021 | 23:30
Súlnasalurinn; einstæður á sinni tíð og sagnaslóð.
Fyrir tæpum sex áratugum var stærsti skemmtistaðurinn í Reykjavík á við Skaftahlíð og hét Lídó.
Þetta var ferhyrndur salur, líkt og salurinn á Hótel Borg hafði verið á undan honum sem flottasti skemmtistaður Reykjavíkur.
Við fyrstu athugun var erfitt að sjá að hægt yrði að gera betur í þessum efnum í hinu nýja hóteli við Melatorg, sem var að rísa.
En arkitektar hússins sáu við því með því að gera bogadregna tveggja hæða viðbyggingu út úr norðvesturhorni hússins og leysa vandamál varðandi rými til veitinga, funda og dansleikja í einum og sama salnum með því að hafa hringlaga dansgólfið þannig útbúið í miðjum salnum, að hægt væri að hækka það þannig upp með þar til gerðum súlum undir því, að það gæti nýst sem leiksvið á samkomum, en orðið á svipstundu að nógu stóru dansgólfi.
Þetta var alger nýjung hér á landi og enda þótt salurinn í heild bryti helstu reglur um það hvernig best væri að ræðumenn eða aðrir, sem kæmu þarna fram, sneru gagnvart áhorfendum, varð Súlnasalurinn strax langflottasti skemmtistaður landsins.
Ekki spillti fyrir að vinsælustu hljómsveitirnar, fyrst hljómsveit Svavars Gests og síðar Ragnars Bjarnasonar, léku þar fyrir dansi.
Þegar Súlnasalurinn var þétt setinn, sneru þeir sem þar komu fram aðeins að 40 prósentum áhorfenda en hlið eða baki að 60 prósentum.
En slíkt var aðdráttarafl þessa salar, að hann var sjálfkjörinn vettvangur fyrir helstu samkvæmin á Íslandi svo sem þegar frægir erlendir ráðamenn komu í heimsókn, til dæmis Edward Heath forsætisráðherra Breta, sem var þar heiðursgestur á árshátíð Blaðamannafélags Íslands.
Einnig vettvangur atburða á borð við fundi NATÓ og fleiri alþjóðasamtaka.
Súlnasalurinn er merkilegur sögustaður á flesta lund sem á það skilið að vel sé vandað til þess hvernig honum er ráðstafað.
![]() |
Mikill áhugi á Hótel Sögu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 11.2.2021 kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.2.2021 | 16:22
Hefðum við getað orðið fyrstir í bóluefnakapphlaupinu?
Síðustu mánuði hefur verið uppi sú kenning hér á landi, að ef við Íslendingar hefðum strax sagt okkur frá samfloti Evrópuríkja í kaupum á bóluefni, hefðum við getað brunað fram úr öllum ásamt Ísraelsmönnum, Bretum og Bandaríkjamönnum. Var Ísrael nefnt sérstaklega sem dæmi um frábæran árangur æskilegrar ýtni í þessum málum.
Einnig reis hér eins konar byglja átrúnaðar á það að geta bólusett alla þjóðina fyrir vorið með því að nýta okkur smæð þjóðarinnar og það hve afskekkt og einangrað land okkar er.
Í ljós hefur komið að helstu rökin fyrir því að tilraunaleiðin var farin reyndust verða helstu rökin fyrir því að það reyndis ekki hægt.
Við vorum of fá og með of fá tilfelli til þess að þetta gæti gefið árangur.
Þá stendur eftir spurningin um það hvort sá kostur hve við værum fá, hefði skilað okkur sigri í hinu alþjóðlega kapphlaupi um bóluefnakaup.
Hugsunin á bak við þá trú virtist byggja á því, meðal annars, að smæðin gerði það auðveldara fyrir okkur að "skjótast fram fyrir". Bóluefnaframleiðendurnir myndu stökkva á það hve auðvelt væri að uppfylla svona litla kröfu hvað höfðatöluna varðaði.
Nú var þetta reyndar ekki gert, svo að erfitt er að fullyrða neitt.
Þó má spyrja, hvort smæðin hefði háð okkur, líkt og verður þegar fólk hyggst rýma sal, og hinir stóru og sterkari troða hina smáu undir.
Einnig, hvort það hefðu verið eitthvað meiri líkur til þess að þessi leið hefði reynst eitthvað betur heldur en tilraunarleiðin, sem búið var að tala upp í hæstu hæðir fyrir aðeins fáum dögum.
![]() |
Von der Leyen viðurkennir hægagang |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2021 | 08:24
Þrír hvítir dagar í Reykjavík í 120 daga.
Þrátt fyrir alla ofurtækni nútímans berja tugþúsundir nagladekkja bíla götur höfuðborgarsvæðisins dag eftir dag, viku eftir viku og nánuð eftir mánuð.
Heilsuspillandi svifryk og mikið slit á götum eru beinar afleiðingar þessa.
Aðeins þrír dagar hafa verið alhvítir af 120 síðan í október og á slíkum dögum er ausið salti á göturnar.
Götur sambærilegra norrænna borga eru þrifnar tvisvar til þrisvar sinnum oftar en göturnar hér.
Samanlögð auka hálka af völdum naglanna er augljóslega miklu meiri en hálkan þá fáu daga sem hún er.
Sem dæmi um áhrif tjörunnar á dekk má nefna, að þegar jöklajeppamenn fara á fjöll stansa þeir þar sem komið er að snjónun og nota tjöruhreinsilög til að þvo dekkin til auka grip þeirra.
Yfir göturnar leggst tjörulag, sem gerir yfirborðið sleipt í rigningu og það eitt veldur aukinni árekstrahættu.
Eins og Jón Ársæll sagði löngum: "Svona er Ísland í dag." Og verður áfram.
![]() |
Vænta má snjókomu með köflum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)