Ísland: Næstum hvaða bíll sem er getur verið sportjeppi/rafjeppi.

SUV er skammstöfun yfir Sport Utility Vehicle, sem þýðir sport nytjabíll / fjölnotabíll.   Sumir af fyrstu bílunum, svo sem Renault Espace og Dodge Caravan voru hábyggðir fjölnotabílar og þá datt engum hér á landi að klína jeppaheiti á þá. 

En á síðustu árum heftur auglýsingagildi "jepp" valdið því að búið er að gereyða merkingu þess orðs og jafnvel rafbíll af venjulegri heildarhæð eða veghæð er kallaður rafjeppi, þótt hann sé aðeins með framdrifi en engu afturdrifi!  

Blaðamaður mbl. eyðir miklu rými í ágæta umfjöllun um þetta rugl sem er og verður áfram rugl, þrátt fyrir vel ígrundaðar tilraunir til að koma skikki á þessa vitleysu. 

 


mbl.is Skref inn í framtíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar "stórliði" gestanna var rúllað upp á Hrauninu.

Á þeim árum þegar Hemmi Gunn sá stundum um að velja lið til að heimsækja Litla-Hraun og leika knattspyrnuleik við heimamenn, voru yfirleitt þjóðþekktir liðsmenn í hópi aðkomumannanna en ekki endilega þjálfaðir leikmenn bestu knattspyrnuliðanna. 

Engu að síður nægði reynsla og útsjónarsemi gestanna oftast til þess að úrslit leikjanna urðu gestunum í vil og þurfti ekki að hafa miklar áhyggjur af því. 

En í eitt skiptið urðu mikil umskipti. Einn heimamanna sett lið þeirra í nokkurs konar harðar æfingabúðir og þjálfað þá svo gagngert, að þeir rúlluðu hreinlega gestaliðinu upp, og Hemmi, Henson og kó voru kjöldregnir. 

Stjórnandi fanganna var vel skreyttur í stíl pönkara þeirra tím, með hanakamb og tilheyrandi glingur. 

Þegar leikurinn stóð sem hæst ætlaði Henson ao skora mark af löngu færi, en þá vildi ekki betur til en svo að skotið geigaði svo stórlega að boltinn fór út fyrir fangelsisgirðinguna. 

En þá brá svo við að þjálfarinn með hanakambinn tók snöggt viðbragð, hljóp með eldingarhraða að girðingunni, klifraði enn hraðar yfir hana og kom á sama augnabliki með boltann til baka yfir girðinguna. 

Þetta gerðist svo hratt, að viðstaddir fangaverðir stóðu agndofa og horfðu á, án þess að geta neitt skipt sér af þessu, og hélt leikurinn því áfram eins og ekkert hefði í skorist. 

Meðal gesta var einn útlendingur, sem sagðist aldrei hafa getað ímyndað sér annað eins, og sagði eftir á, að þetta atvik hefði verið það minnsttæðasta í Íslandsferð sinni. 


mbl.is Sá ekki höggið koma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantar víða merkingar á hjóla- og göngustígum á stórvarasömum stöðum.

Víða í hjólastígakerfinu í Reykjavík vantar merkingar á hættulegum stöðum. Sem dæmi má nefna algerlega blint horn á þröngum T-laga stígamótum við suðurhorn Skeifuhverfisins þar sem liggur alfaraleið hjólreiðamanna meðframm Miklubrautinni. 

Tvær leiðir eru til að bæta úr þessu. Annars vegar að hafa þarna stöðvunarskyldu hjólreiðamannsins, sem kemur inn á stígamótin úr vestri, eða, að gera eins og þeir byrjuðu á í Færeyjum fyrir meira en 60 árum, að stilla þarna upp spegli sem hjólreiðamenn úr vestri séð hina blindu umferð koma.  

Til gamans má geta þaes að fyrir 1955 leystu Þórshafnarbúar í Færeyjum svona vandamál með því að ökumenn "flautuðu fyrir horn" á þrengstu og blindustu hornunum!


mbl.is Hjólreiðamaðurinn slasaðist en hinn hvarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einu sinni trúðu menn því ekki að gervigreindar skáktölva gæti mátað Kasparov.

Lengi vel var svonefnd Háskólatölva sú öflugasta hér á landi, og sagt var að stærstu tölvur heims fylltu heil herbergi hver. 

Síðan þá hafa framfarir á þessu sviði verið svo miklar að örtölvur af smæstu gerð eru margfalt öflugri en þær stærstu á þeim tíma þegar það þótt óhugsandi að skáktölva hefði roð við heimsmeistanum í skák. 

Annað kom á daginn og tapið fyrir tölvunni var mikið áfall fyrir snallasta skákmeisara þess tíma. 

Á næsta ári verða liðin 40 ár síðan mannkynið var hættast komið varðandi það að fá yfir sig óvænt gereyðingar kjarnorkustríð fyrir hreina slysni. 

Á tölvu á Kyrrahafsströnd Rússlands sáust margar eldflaugar koma að austurströnd Rússlands og bar þetta með sér að því er virtist pottþétta tákn um yfirvofandi kjarnorkuárás frá Bandaríkjunum.  

Samkvæmt verklýsingu bar vaktmanninum, sem fékk þessa vitneskju skylda til að láta yfirmenn kjarnorkuherafla Sovétríkjanna vita, svo að þeir gætu verið nógu snöggir til að senda eldflaugar á loft í gagnárás. 

Hnn vissi, að mestar líkur yrðu á því að vegna tímaskorts yrðu viðbrögðin þau að taka enga áhættu á því að aðvörunin byggðist á réttum gögnum og þar með yrði ekki aftur snúið. 

Hann ákvað því að hunsa reglurnar. og sem betur fór kom í ljós að tölvukerfið hafði gefið ranga aðvörun.  

Þetta er það næsta sem mannkynið hefur komist því að kalla yfir sig gereyðingu í kjarnorkustríði.  

Á þeim 40 árum, sem liðið hafa frá þessu atviki hefur þróuninni í tölvum fleygt fram af þvílíku afli að enginn skyldi gera gys af þeirri hættu að tölvur kynnu að taka upp á því að taka völdin af mönnunum, sem smíðuðu þær. 

Nú er búið að reka sérfræðinginn, sem hefur blásið í flautu um þetta efni. 

Rússinn, sem bjargaði mannkyninu 1983 var líka rekinn. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Sendur í leyfi eftir fullyrðingar um gervigreind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íraksstríðið 2003, þvílíkt og annað eins! Hernám af verstu gerð.

Í þeim tveimur heimildarþáttum um innrás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í Írak 2003, sem þegar hafa verið sýndir í sjónvarpi, kemur vitfirring þessa fyrirbæra glöggt í ljós. 

Réttlætingingin var sú, að Saddam Hussein væri með útibú Al Qaida inni á gafli hjá sér og í óða önn að koma upp gereyðingavopnum, sem ógnaði heimsfriðnum. 

Leyniþjónusta Bandaríkjanna var fengin til að útbúa sönnunargögn fyrir þessu og það var ekki aðeins að Colin Powell væri þvingaður til að beita öllum sínum þunga á fundi Sameinuðu þjóðanna í að fylgja þessu eftir, heldur létum við Íslendingar skrá okkur sem fúsa og viljuga fylgismenn Bandaríkjamanna og Breta í árás á Írak með tilheyrandi hernámi. 

Saddam hafði að vísu verið harðstjóri með ógnarstjórn og meira að segja notað eiturgas gegn Kúrdum, þannig að í upphafi hernáms Bandaríkjamanna var almenningur í Írak furðu jákvæður í garð hernámsliðsins. 

Í myndinni í kvöld var hins vegar rakið skilmerkilega hvernig "frélsurum" Íraks tókst á undra skömmum tíma að verða hataðir fyrir þá ógnarstjórn, sem þeir innleiddu, og þar á ofan fundust engin minnstu merki um gereyðingarvopnin, sem Bandaríkaforseti hafði talað hástöfum um. 

Hernámið varð eins víðsfjarri loforðum Bandaríkjamanna um öryggi, lýðræði og endurreisn og hugsast gat þegar í staðinn var komið blóðugt og hræðilegt ástand hernámskúgunar hins erlenda herafla. 

Þetta ástand hjá kúgaðri þjóð sem fyllist hatri og heift í garð illvígs innrásarhers sem kallar fram óslökkvandi baráttuvilja andófs og ítrustu mótstöðu minnir á það, sem viðtengd frétt á mbl.is greinir frá í stríðinu í Úkraínu.   


mbl.is Læra á hríðskotabyssur og ætla að verja borgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úkraínustríðið hefur þegar staðið í átta ár. Afganistanstríðin í tíu og tuttugu ár.

Margar af þekktustu styrjöldum sögunnar áttu að standa stutt. Stríðsþjóðirnar í Fyrri  heimsstyrjöldinni stefndu að því styrjöldinni yrði lokið eftir hálft ár. 

Hún stóð hins vegar í rúmlega fjögur ár, og á svæðinu frá Póllandi og austur um, stóðu styrjaldarátök í átta ár. 

Þar voru háðar margar styrjaldir með Úkraínu sem þungamiðju sem stóðu frá 1917-1922, og féll milljón manna hið minnsta í einni af margvíslegum Úkraínustyrjöldum. 

Núverandi Úkraínustríð er framhald af innrás Rússa í Krímskaga 2014 og stríði rússneskumælandi aðskilnaðarsinna í Donbas héraði. Hvað eftir annað var það hérað að stríðsvettvangi 1917-22. 

Rússar réðust inn í Afganistan 1979 og það stríð átti að standa stutt, en lauk með ósigri þeirra tíu árum síðar. 

Bandaríkjamenn bættu um betur og háðu stríð í sama landi í tuttugu ár, sem endaði með ósigri þeirra. 

Auðlindir í Úkraínu og fyrrum Sovétlýðveldum í kringum Kaspíahaf, korn, olía og gas, og flutningsleiðir afurðanna eru hin raunverulega undirrót ófriðar, sem langlíkegat er að muni standa í mörg ár, jafnvel tugi ára, því að á því eru allar áætlanir Rússa um veldi þeira og viðgang reistar.

Kóreustyrjöldin, sem hófst 1950, átti að standa örsutt af hálfu Norður-Kóreumanna, en núna, 72 árum seinna, hafa enn ekki verið gerðir friðarsamnngar, heldu einungi það vopnahlé, sem gert var eftir þriggja ára hernaðarátök, sem bárust fram og til baka um gervallan Kóreuskagann. 

 


mbl.is Óttast að stríðið dragist á langinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfelld stórsókn stóriðjustefnunnar. Ævintýralegar tölur í síbylju.

Þegar stóriðjustefnan nam land hér á landi fyrir hálfri öld fólst hún í því að reist var álver í Straumsvík með 33 þúsund tonna ársframleiðslu á áli og 200 megavött voru virkjuð í Þjórsá við Búrfell. 

Heitið STÓRiðja var þá notað um þessar risatölur. 

Eftir sókn stóriðjustefnunnar eru þessar fyrrum stóru tölur smámunir einir´samanburði við tölurnar, sem nú eru nefndar viku eftir viku í stórfréttum um nýjustu stóriðjustefnuna, sem verði að taka upp ef ekki eigi illa að fara í lífi jarðarbúa allra. 

Nefnt er að nú þurfi viðbótar fimm Kárahnjúkavirkjanir sem lágmark í sívaxandi virkjanaþorsta. 

Hver þessara virkjana yrði hátt í þrisvar sinnum stærri en Búrfellsvirkjun var 1970, eða um 3500 megavött samtals samanborið við 200 árið 1970. 

Lágmarksstærð fyrir álver er minnst 350 þúsund tonn á ári, en það er níu sinnum meira en álverið í Straumsvík framleiddi í upphafi, og með því að reisa fimm svona lágmarks risaálver, er samtals um að ræða viðbót við núverandi álframleiðslu sem svarar 1750 þúsund tonnum. 

Ef þetta verði ekki gert muni dynja yfir afturför hér á landi sem nemur mörgum áratugum aftur í tímann auk hruns í efnahaglífi jarðarbúa. 

Þessi síðasta staðhæfing er borin fram blákalt þótt tölurnar sýni, að enda þótt öll orka Íslands yrði virkjuð í botn, myndi sú orka samtals nema um 0,2 prósentum af örkuþörf Evrópu allrar. 

 

 


Ný heimkynni móta sögu Fram.

Segja má, að eitt atriði sé mest áberandi í sögu knattspyrnufélagsins Fram í aldargamalli sögu félagsins, og hafi mótað framgang þess. 

Það eru þau þrjú timamót í sðgu félagsins að skipta á æsta róttækan hátt um heimkynni. 

Hemmi Gunn sagði stundum í hálfkæringi hér í gamla daga, að í upphafi hefðu Framarar verið "grjótkastarar af Grettisgötunni" og átti þá við uppruna þess í þeim hluta Reykjavíkur á þeirri tíð, sem taldist vera Austurbærinn. 

Mörgum hnykkti við þegar skipt var um heimynni eftir stríð og gerður völlur og lítið félagsheimili nálægt Sjómannaskólanum. 

Á þeim tíma var þetta svipað og að fara upp í sveit með félagið, því þarna var þá jaðar byggðarinnar. 

Þetta reyndist heillaráð, því að í nágrenninu var að alast upp ný kynslóð sem skóp síðan gullaldarlið upp úr 1960.  

Aftur þótti gripið til dirfskubragðs með flutningi Fram í Safamýrina, þar sem nýtt hverfi var að rísa á svæði, þar sem verið höfðu kartöflugarðar borgarinnar. 

Og Fram eignaðist gullaldarlið að nýju á níunda áratugnum. 

Um tíma var hugað að því að fara enn í flutning og nú í nýtt og stórt Grafarvogshverfi, og var Alfreð heitinn Þorsteinsson hlynntur því, 

En þar var að vísu komið félagið Fjðlnir, og samkomulag náðist ekki um sameingu. 

Nú er Fram að vísu að hasla sér völl í nýju hverfi í Grafarholti og Úlfarsárdal og er það vel; alveg í samræmi við þá hefð dirfsku og framsýni, sem saga Fram er svo samofin. 


mbl.is Fyrsta Framþrennan í níu ár og sú fjórða á öldinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérkennilegur afar mikilvægur "afgangur" frá Seinni heimsstyrjöldinni.

Þegar Bandamenn skiptu Austur-Evrópu upp í stríðslok 1945, gekk hluti af Austur-Prússlandi af ef svo má segja. Litháen var að vísu boðið að taka skikann undir sig, en hafnaði því og sýndi að vísu með því mikla framsýni. 

Kaliningrad hefur verið gríðarlega miklivæg miðstöð fyrir Eystrasaltsflota Rússa og gefur þeim miklivæg hernaðarleg tækifæri vegna miðlægrar legu á Eystrasaltssvæðinu.   

Eldflaugum má skjóta þaðan á skotmörk, sem annars væru ekki nógu nálægt og víst er, að allar aðgerðir Pútíns til að styrkja stöðu  sína á Eystrasaltssvæðinu ef Svíþjóð og Finnland ganga í NATO munu tengja Kaliningrad við þær fyrirætlanir. 

Um 600 kílómetra vegalengd er landveg milli Kaliningrad og Rússlands og því er staða þessa forðum hreiðurs prússneskrar valdastefnum aldeilis einstök.

Höfuðborgin hét Königsberg meðan svæðið tilheyrði Þýskalandi og var einkar glæsileg, en lögð í rúst í stríðinu. Meðal Íslendinga, sem voru við nám í Königsberg var Úlfar Þórðarson augnlæknir.    


mbl.is Rússar vara Litháen við aðgerðum vegna Kalíngrad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í góðum félagsskap með Janis Joplin.

Ákveðin tímamót urðu í sögu popptónlistar hér um árið þegar Janis Joplin söng "Oh, Lord, woun´t you buy me a Mercedes Benz." 

Þó höfðu Íslendingar orðið fyrri til með að nefna bíltegund í dægurlagi, því að Soffía Karlsdóttir hafði verið látin syngja aldarfjórðungi fyrr í íslensku dægurlagi "...Fordinn, módel níján hundruð og ég veit ekki hvað..." og í laginu "Kappakstur" 1962 höfðu Cadillac og örsmár Fiat leitt saman hesta sína."

Lagið með Janis varð vinsælt og óvænt auglýsing fyrir þýska vörumerkið, sem Donald Trump hataðist svo mikið við síðar, að hann lýsti yfir vilja sínum sem forseta til þess að stöðva framgang Benz, Audi og BMW í Bandaríkjunum til þess að ná fram stefnu sinni um að "gera Bandaríkin glæst á ný." 

Ekkert varð úr þessu hjá Trump, því að þá hefði starfsfólkið í samsetningarverksmiðjum Benz í Bandaríkjunum orðið atvinnulaust, Bandaríkjunum til dýrðar!   

Nú er hinn íslenski leikari og leikstjóri Smári Gunnarsson kominn í félagsskap með lúxusbílaframleiðandanum með þríarma stjörnuna í langri auglýsingu þar sem hann meira að segja upplýsir um það að hann sé með starfsemi í Reykjavík. 

Gaman að þessu.   


mbl.is Íslenskur leikari í auglýsingu Mercedes Benz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband