14.7.2021 | 10:39
Viðurkenningar, sem eru gulls ígildi.
Reynisfjara hefur lengi verið í metum hjá þeim Íslendingum, sem hafa þekkt hana og notið hennar eða nýtt hana í listrænum tilgangi.
Ljósmyndararnir Friðþjófur Helgason og RAX tók þar þegar magnaðar myndir fyrir aldarfjórðungi og henni má sjá bregða fyrir í tónlistarmyndböndum síðuhafa fyrir 25 árum, svo sem í laginu "Við eigum land".
En það var ekki fyrr en ferðamannastraumur jókst til landsins, sem hrifning þeirra fór að vinna bug á undarlegu tómlæti Íslendinga fyrir einstæðri náttúru landsins.
Vitað hafði verið um og fjallað um Fjaðrarárgljúfur þegar í kringum 1990 og síðan aftur 2013, en það var ekki fyrr en hinn heimsfrægi unglingur Justin Bieber lét taka af sér mynd þar, sem þvílíkt æði brast á varðandi gljúfrið, að á tímabili varð að loka því vegna ágangs og gróðurskemmda af völdum átroðnings.
Fyrirbrigði eins og 7 Travel kann að þykja lítilfjörlegt í augum heimamanna, sem fá frekar vatn í munninn við að heyra og sjá heiti erlendra stóriðjufyrirtækja, en það eitt að nafn Íslands birtist í listanum um helstu náttúruperlur veraldar eða í umfjöllun sjónvarpsþátta á borð við 60 Mínútur getur verið gulls ígildi í bókstaflegri merkingu.
![]() |
Reynisfjara valin sjötta besta strönd í heimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2021 | 23:41
"Þung fjórhjól" berja að dyrum.
Í Frakklandi fá 14 ára unglingar leyfi til að aka ökutækjum, sem eru með 45 km/klst leyfilegan hámarkshraða.
Í nokkrum fylkjum Þýskalands er aldurstakmarkið 16 ár og einnig víðar í Evrópu.
Í samræmi við þetta eru til tveir flokkar bíla framleiddir, og bílar í þyngri flokknum skilgreindir sem "heavy quadracycle" eða "þung fjórhjól" , o g nefnist léttari flokkurinn L6e, en það eru rafbílar, sem eru ekki þyngri en 425 kíló án rafhlaðna og ná ekki meiri hraða en 45/klst.
Á þessari bloggsíðu hefur verið fjallað um hinn spánnýja Citroen Ami, sem miðar dvergbíl sinn við þennan fjölmenna markhóp og hefur einnig þann stóra kosta nýr aðeins 1,2 milljónir íslenskar.
Brimborg hefur einn slíkan bíl nú til umráða í tilraunaskyni
Ligier bíllinn, sem sagt er frá í frétt mbl.is frá Noregi, er bensínknúinn bíll í þessum stærðar- og þyngdarflokki. Ligier dvergbílar hafa verið framleiddir í tugi ára, og á þeim tíma hefur þeim brugðið fyrir á Kanaríeyjum.
Næsti rafbílaflokkur fyrir ofan er L7e, sem má vera 450 kíló án rafhlaðna, með 90 km/klst hámarkshraða og 15 kílóvatta hámarksafl, sama og 20 hestöfl.
BL er með tvo bíla af gerðinni Invicta hjá sér með ásett verð 2,6 millur, og hefur verið greint stuttlega frá þeim hér á síðunni, en stærsti kostur þeirra er mæld drægni hjá síðuhafa í reynsluakstri uppá 115 kílómetra.
Það bankar í fyrstu kynslóðina af Nissan Leaf, sem var með 24 kwst rafhlöðu, en Invictan er með 18 kwst rafhlöðu, og vegnq mikils léttleika, 704 kíló, sem er meira en helmingi minni þyngd en var á 1. kynslóð Leaf, nær þessi netti bíll þetta miklu drægi.
Síðuhafi hefur rúmlega þrjú og hálft ár haft tveggja sæta ítalskan rafbíl, Tazzari Zero, af af stærð Invicta til umráða, og hefur meðal drægni hans verið 90 kílómetrar og hámarkshraðinn yfir 90 km/klst.
Myndin hér að ofan er af þessum tveimur, Invicta framan og Tazzari fyrir aftan.
Einnig hefur hér á síðunni verið greint frá fleirum bílum af þessu tagi, sem nú koma hver af öðrum á markaðinn á því sviði bílaframleiðslu, sem er í einna mestri þróun.
![]() |
Nöðrubíllinn umdeildur í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 14.7.2021 kl. 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.7.2021 | 15:45
Skaftá hefur verið á aftökulista undanfarna áratugi.
Undanfarna áratugi hafa virkjanaunnendur rennt hýru auga til Skaftár og lagðar hafa verið fram áætlanir um að minnsta kosti tvær virkjanir í ánni, efst í henni, og niðri við Skaftárdal.
Efst í henni byggðist virkjunin á því að stífla hana og flytja vatnið í henni yfir í Langasjó og síðan í jarðgöngum þaðan yfir í Tungnaá og taldir ýmsir kostir við það.
1. Vatnsmagn og orkuframleiðsla myndi aukast í virkjanakerfi Tungnaár og Þjórsár.
2. Aurframburði í Skaftárhlaupum yrði bægt í burtu yfir í Langasjó.
3. Fyrir tveimur öldum hefði Skaftá runnið yfir í Langasjó og þess vegna þjóðþrifamál að koma því atriði aftur í fyrra og eðlilegra horf.
Margt var við þetta allt að athuga, og var haldin um það upplýsandi ráðstefna:
1. Stíflugerð og jarðgangagerð við Langasjó fylgdu slæm og óafturkræf neikvæð umhverfisáhrif.
2. Í stað hins undurfagra og tæra bláma fegursta vatns á Íslandi kæmi drullubrúnn litur og vatnið myndi fyllast upp af auri á um 70 árum.
3. Ef litið er á þau ellefu þúsund ár, sem Skaftá hefur runnið eftir ísöld, rann hún aðeins í Langasjó í um eina öld, eða 0,005 prósent af tilverutíma hennar! Og þá er ekki vitað til að Skaftárhlaup síðustu aldar hafi verið eins og þau urðu síðar. Sem sagt: Með því að beina Skaftárhlaupum að meira eða minna leyti yfir í Langasjó væri verið að stuðla á ítrasta hátt að eyðileggingu vatnsins.
Nú hefur Langisjór verið felldur með friðun undir Vatnajökulsþjóðgarð. En engu að síður verður að halda vökunni varðandi þá vernd, því að á sínum tíma sagði þáverandi iðnaðarráðherra að það væri stærsti kosturinn við að aflétta friðun, að það væri miklu fljótlegra og einfaldara en að friða. Margir virkjanafíklar hafa tekið undir það á ýmsan hátt, svo sem með kjörorðinu "virkja fyrst - friða svo!"
Í gangi eru áform um virkjun Skaftár í svonefndri Búlandsvirkjun. Meira um það síðar.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.7.2021 | 10:12
Veldisvaxtarkrafan íslenska sækir í sig veðrið.
Krafa um veldisvöxt og margföldun verður æ meira áberandi á Íslandi.
Þótt við framleiðum nú þegar sexfalt meiri raforku en við þurfum til nota fyrir okkar eigin fyrirtæki og heimili, er í gangi stórfelld krafa um að fjórfalda þessa framleiðslu:
528 virkjanir í smærri kantinum, sem einar og sér myndu samsvara næstum helmingi allrar orkuframleiðslu okkar núna.
Á annað hundrað nýjar vatnsafls- og gugufaflsvirkjanir innan núverandi rammaáætlunar sem samsvara tvöfaldri núverandi framleiðslu. Stóð í 3200 megavöttum í fyrra og fer vaxandi.
Mera en þrjátíu risa vindorkuvirkjanir hafa nú verið settar á flot og nemur samtals orkuframleiðsla þeirra meira en tvöföldun núverandi orkuframleiðslu.
Verði allt þetta framkvæmt virðist framtíðarstefnan vera sú að við framleiðum á endanum 20 sinnum meiri raforku en við þurfum til eigin fyrirtækja og heimila og að allan tímann verði okkar eigin þörf og raforkuskortur ævinlega notuð sem röksemd fyrir þessu æði.
Í viðbót við þetta er uppi veldisvaxtarkrafa í laxeldi sem felst í margföldun þess á þeim forsendum að annars sé eldisframleiðslan aðeins "dropi í hafið" á heimsvísu.
![]() |
Íslendingar enn bara dropi í hafið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2021 | 01:04
Sérstaða GAGA stefnunnar er skelfileg og yfirþyrmandi.
GAGA (Gagnkvæm Altryggð Gereyðing Allra) kjarnorkuvopnakapphlaupsstefna stórveldanna, eða MAD (Mutual Assured Destruction) er alltof sjaldan á dagskrá hjá risa kjarnorkuveldunum.
Sérstaða þessarar helstefnu er nefnilega alger: Ef misskilningur eða mistök leiða til beitingar kjarrnorkuvopnabirgða, sem geta gereytt öllu mannkyni nokkrum sinnum með sínu fáránlega ógnarafli, verður til þess að hún gangi í gildi í allsherjar kjarnorkustríði, er úti um mannkynið í eitt skipti fyrir öll.
Engin önnur núverandi ógn af mannavöldum kemst neitt nálægt þessum ósköpum.
![]() |
Jafn áríðandi að ræða loftslagsmál og kjarnorkuvopn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2021 | 19:17
Ef meðallaunin eru 800 þús á mánuði, eru 300 þúsund rausnarleg?
Hver íslenskur launamaður er sagður hafa verið með tæpar 800 þúsund krónur í mánaðartekjur á mánuði.
En athygli vekur að tíu prósent launamanna er aðeins hálfdrættingur þessara meðallauna og að á botninum eru tugþúsundir fólks með allt niður í 300 þúsund á mánuði.
Í ljósi þessa er nöturlegt að heyra íslenska ráðamenn guma af afrekum sínum við að bæta kjör lífeyrisþega og aldraðra þegar sú staðreynd blasir við og vekur undrun kollega þeirra erlendis, að hvergi á byggðu bóli hefur verið búið til eins útsmogið og óréttlátta jaðarskattakerfi til þess að þröngva sem flestum inn í þá fátæktrargildru sem þetta hraðsnúna jaðarskattkerfi felur í sér.
![]() |
Tíundi hver með yfir milljón á mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2021 | 08:46
Sentimetrar réðu úrslitum í vítaspyrnukeppninni.
Ef boltinn hefði farið tíu sentimetrum innar í einni af vítaspyrnum Englendinga hefði það orðið glæsilegt mark og leikmaðurinn hylltur fyrir, Englendingar hefðu þá skorað þrjú mörk en ekki tvö.
Ef eitt af vítaspyrnuskotum Ítala hefði farið feti utar eða ofar hefði boltinn smollið í stönginni eða þverslánni eða hvoru tveggja og Ítalir hefðu þá skorað tvö mörk en ekki þrjú og Ítalinn orðið að skúrk leiksins en ekki hetju fyrir að taka svona mikla áhættu með skoti sínu.
Svona stutt var á milli feigs og ófeigs á ögurstundu úrslitaleiksins í gær.
Og jafnframt sýnir það grimmd þeirra og hatur, sem réðust á samfélagsmiðlum með ofstopa á þá leikmenn, sem voru með dökkan húðlit.
![]() |
Verður sárt í langan tíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2021 | 22:20
Betra liðið vann í tveimur síðustu leikjum enska liðsins.
Hvað sem segja má um vítaspyrnuna í leik Dana og Englendinga er erfitt að mæla gegn því að betra liðið hafi unnið í þeim leik. Og um það lið sem mest kom á óvart í EM keppninni og skóp mesta gleði.
Í úrslitaleiknum í kvöld varð það hins vegar hinn stórgóði leikur Ítala í síðari hálfleiknum, sem hægt var að nota sem röksemd fyrir því að betra liðið hefði unnið, enda þótt allur leikurinn, allt til enda vítaspyrnukeppninnar, hefði verið hnífjafn og æsispennandik.
Og almennt má segja að eftir þær miklu hremmingar sem COVID-19 hafi þetta langdregna og erfiða EM mót verið mikill sigur fyrir knattspyrnuna.
![]() |
Ítalía Evrópumeistari í annað sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1966 voru aðstæður enska landsliðsins um margt líkar því sem þær eru nú. Árin eftir stríð höfðu verið erfið, einkum eftir að ungverska landsliðið varð það langbesta í heimi og valtaði tvívegis yfir enska landsliðið og niðurlægði það með stórsigrum.
Svo kom glæsilið Brasilíumanna og glansaði á HM bæði 1958 og 1962 með stórstjörnum eins og Pele og Garrincha.
Fósturland fóboltans virtist heillum horfið. En á HM í Englandi birti til, að vísu að hluta til á þann lúalega hátt að Brassarnir, þeirra á meðal Pele, voru hreinlega sparkaðir niður á ruddalegan hátt og Pele gerður óleikhæfur.
Svo vildi til að síðuhafi átti leið norður yfir hálendið á lítilli fjögurra sæta flugvél, Mooney M-20E, á meðan á síðari hluta úrslitaleiksins 1966 stóð.
Á þessum árum voru engar sjónvarpssendingar mögulegar í gegnum gervihnetti og farsímarnir komu ekki fyrr en 20 árum síðar, en samt voru upphugsuð alls konar brögð til að missa ekki af spennunni, jafnvel þótt svo óheppilega vildi til að vera í 9500 fetum yfir Arnarvatnsheiði þegar spennan yrði mest í leiknum.
Alls konar ráð voru upphugsuð,s vo sem að hafa vin á jörðu niðri í Borgarfirðinum, sem fylgdist með leiknum í útvarpi og lýsti honum síðan úr handheldri flugvélatalstöð á bylgjunni 123.45. í beinu sambandi við þá sem stilltu inn á þessa bylgju.
Raunar voru margar bylgjur i gangi á meðan þessu stóð, og sjálf flugsstjórnarbylgjan gat verið morandi í nýjustu fréttum frá Wembley.
Þannig fengum við, sem vorum á þessu flugi æsandi lýsingu á hinu epíska vafamarki sem skorað var eða ekki skorað í leiknum og þar á eftir lýsingu á eftirleiknum öllum.
Að ekki sé nú talað um þegar úrslitamörkin voru skoruð.
Nú á tímum er tæknin allt önnur, en stemningin ekki síður rafmögnuð, ekki síst samsvörunin við leikinn 1966. Til dæmis er spurningin hvort vafasamir dómar eigi eftir að setja jafn mikinn svip á þennan leik og undanúrslitaleikinn á dögunum og úrslitaleikinn 1966.
![]() |
Loks vann Messi titil með Argentínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2021 | 13:10
Óskiljanleg fullkomnun hjá "skynlausum skepnum".
Þrátt fyrir alla ofurtækni mannanna er færustu vísindamönnum enn gersamlega hulinn galdurinn, sem ratvísi farfugla byggist á og gerir þeim kleyft að fljúga á haustin á hárréttum tíma tugir þúsunda kílómetra ár eftir ár frá hreiðurstæði til dvalarstaða hinum megin á hnettinum og síðan til baka að sama hreiðurstæðinu vorið eftir.
Mannlegur skilningur á þessu óg ótal öðru í náttúrunni virðist enn jafn víðsfjarri og hann hefur verið frá örófi alda.
Sú staðreynd að vitneskja um breytingar í náttúrufari geti flust á milli kynslóða dýra og fugla er líka óútskýrð í visindasamfélagi mannheima.
Dæmin um undur sköpunarverksins eru óteljandi eins og dæmin í viðtengdri frétt á mbl.is sýna.
Það eina, sem hægt er að gera, er að hneigja sig djúpt í lotningu og auðmýkt og játa smæð sína andspænis almættinu.
![]() |
Hvernig ratar maður 800 kílómetra heim? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)