3.8.2021 | 23:35
Stökk Beamons 1968 enn langstærst?
Afrek Karstens Warholm er líkast til stærsta afrekið á Ólympíuleikunum í Tokyo sem hægt er að mæla. Bæting heimsmetsins um 0,7 sekúndur er 2 prósent bæting og samsvarar því hlutfallslega að metið í 200 metrum væri bætt um 0,35 sek og metið í 100 metrunum um 0,18 sekúndur.
Í umræðum um þetta lygilega met Norðmannsins í Olympíukvöldinu kom fram það mat að þetta væri mesta bæting sögunnar og jafnvel meiri bæting en 55 sentimetra bæting Bob Beamons í langstökki á Ólympíuleikunum 1968, úr 8,35 upp í 8,90.
Það met Beamons var nú samt rúmlega 6 prósenta bæting eða þrisvar sinnum meiri bæting heimsmets en met Warholms var í nótt; bæting sem var tæp 2 prósent, þannig að það er að minnsta kosti umdeilanlegt að setja met Warhols framar. .
Stökk Beamons fékk alls kyns nöfn eins og "stökkið inn í næstu öld" og aðeins einu sinni síðan, í heil 53 ár hefur verið stökkið svona langt, í "langstökkseinvígi allra tíma" tuttugu árum síðar þegar þeir Mike Powell og Carl Lewis stukku 8,95 og 8,91.
Það afrek þeirra félaga sem var stokkið á láglendi, sýndi, að ekki var nema að mjög litlu leyti hægt að þakka þunna loftinu i Mexíkó afrek Beams nema að örlitlu leyti.
Hliðstæðar bætingar í öðrum greinum voru það litlar í Mexíkó, að laaangstökk Beamons stóð alveg fyrir sínu.
Stökkið var svo miklu lengra en menn töldu gerlegt, að keppnin tafðist um 20 mínútur vegna þess að hinn "fullkomni" mælibúnaður á staðnum réði ekki við svona geimskot.
Fara varð í byggingarvöruverslun til þess að fá málband til þess verks.
Ekki var hægt að útskýra stökkið með því að ný tækni hefði hjálpað til eins og stefndi í í stangarstökki eða hástökki.
Stökkið mikla var hvorki með einhverri nýrri tækni varðandi það að hjóla í loftinu með fótunum eða lenda á einhvern nýjan hátt, Beamon flaug eins og kúla hjá kúluvarpara, og þegar hann lenti eftir tæpra níu metra flug, átti hann svo mikið inni að hann tók tvö stutt aukastökk í sandgryfjunni í beinu framhaldi af risastökkinu!
![]() |
Lygileg bæting Norðmannsins á eigin heimsmeti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2021 | 20:31
Slembival hefur verið reynt áður erlendis.
Í starfi C-nefndar stjórnlagaráðs var ákveðið að athuga sem best mismunandi aðferðir til þess að framkvæma lýðræði.
Meðal margra athyglisverðra aðferða voru algerlega beint lýðræði í formi beins vals kjósendanna í kjörklefanum sjálfum og það að nota slembival, til dæmis úr þjóðskrá og tveir nefndarmenn voru ófeimnir við að veifa´djörfum hugmyndum í því efni .
Lýður Árnason var bæði áhugamaður og fróður um slembivalið og þeir Þorkell Helgason og Pawel Bartotzek voru næsta fróðir um það hvar aðferðir til beins lýðræði hefðu helst verið reyndar.
Þótt slembival fengi ekki brautargengi í þetta sinn, kom á óvart hve furðu vel sú aðferð hafði reynst á einstökum stöðum.
![]() |
Katrín leiðir sósíalista í Reykjavík suður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2021 | 10:08
"Þetta snýst um P.R." Umdeilanlegt sjónarmið Bílgreinasambandsins.
Toyota Príus var tímamótabíll þegar hann var kjörinn bíll ársins í Evrópu 2007. Samt var engin leið að leiða neina orku í hann nema í gegnum bensíndæluna. Hægt var á þeim tíma að ná fram álíka sparnað í notkun jarðefnaeldsneytis á bíla með því að nota dísilvélar í stað bensínvéla.
Á þeim tíma var það vinsælt hjá fræga fólkinu í Hollywood að aka um á tvinnbílum og keyptur var Lexus tvinnbíll fyrir forseta Íslands.
Í samtali við þáverandi forseta var bent á að alveg sama árangri varðandi útblástur og önnur afköst nýja forsetabílsins hefði verið hægt að ná með því að kaupa sömu stærð af dísilknúnum Benz eða BMW.
"Ég veit það," sagði forsetinn, "en þetta snýst um P.R."
Nú hafa orðið gagngerar breytingar í þessum málum og hreinir rafbílar og tengiltvinnbílar hafa þann mikilvæga kost að hægt er að leiða í þá raforku, sem enn er ekki hægt að gera á tvinnbílum.
Enda er alþjóðlega lögð áhersla á að skipta yfir í hreina rafbíla, láta tengiltvinnbílana vera víkjandi um sinn, en telja að sjálfsögðu tvinnbíla ekki með, hvað sem öllu P.R. líður.
Í stað þess að segja að 65,5 prósent seldra bíla séu "nýorkubílar" væri réttara að segja að talan væri um 43 prósent.
![]() |
Tveir af hverjum þremur nýorkubíll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2021 | 23:59
Hestasláttuvélar, aktygi og rafknúnar dráttarvélar og fiskiskip?
Almannavarnir Íslands einbeittu sér í upphafi að því að geta brugðist við skorti á hlíðarfatnaði og vörnum gegn afleiðingum kjarnorkustríðs.
Nú þarf að víkka út áhættuna og bæta alls kyns atriðum við kjarnorkuvána.
Fæðuöryggi hlýtur að vega þungt, og ef orkugjafa vantar fyrir fiskveiðar og landbúnað, hlýtur mikilvægi notkunar raforkunnar að vega þungt.
Til lítils er að eiga hundrað þúsund hross ef engar hestasláttuvélar, rakstrarvélar og tilheyrandi aktygi eru í landinu.
Og ekki er enn að sá að lyft hafi verið litla fingri til að athuga um rafknúnar dráttarvélar og fiskiskip.
Íslendingar hafa nánast algera sérstöðu meðal þjóða heims varðandi yfirráð yfir öðrum orkugjöfum en olíu, sem eru augljóslega lykilatriði í því að fást við hrun núverandi grundvallar lífs þjóðarinnar í landinu.
Öll athyglin virðist nú beinast að orkunotkun einkabíla á sama tíma sem hávaði mengandi garðsláttuvéla í þéttbýli bergmálar á góðviðrisdögum.
![]() |
Einna best að búa á Íslandi ef siðmenning hrynur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 3.8.2021 kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2021 | 14:36
Eitt helsta lykilatriðið í þróun rafafls í bílum.
Flest hnígur að því framleiðsla hreinna rafbíla muni fá vaxandi þunga á næstu árum.
Því veldur sá höfuðkostur, að komist er alveg hjá því nota jarðefnaeldsneyti í slíkum bílum, en kostur þess er ekki aðeins hámarks árangur varðandi kostnaðinn af því hafa tvö aflkerfi í bílnum og nýta ekki sem best kosti þess að geta hlaðið rafafli á bílinn og nýta það best.
Samkvæmt notkunarkönnun er meðal rafnotkun eigenda tengiltvinnbíla dapurlega lítil, og er aðalástæðan líklega kæruleysi eða leti.
Þekkir síðuhafi ýmis dæmi um það að vegna þyngdar bílanna í notkun með bensínvélinni, til dæmis í þjóðvegaakstri, verði bensínreikningurinn oft hár og kolefnissporið þar með.
En vegna þess að tengiltvinnbílar hafa þann augljósa kost að hægt er að kaupa rafmagn á bílinn í stað þess að á venjulegum tvinnbílum er enga aðfengna orku að fá, hefur blasað við nauðsyn þess að stækka rafhlöður tengiltvinnbíla, sem hafa því miður hingað til verið heldur litlar.
Stærðin hefur aðeins dugað til 35-55 km aksturs hin fyrstu ár þessara bíla.
En nú er að birta til. Í RAV 4 og Suzuki Aircross tengiltvinnbílum er rafhlaðan orðin 18 kílóvattstundir og nú stígur Benz stórt skref fram á við, eins og áður hefur verið lýst hér nýlega á síðunni og teygir sig upp í 24 kílóvattstundir, sem er svipað var í fyrstu kynslóð Nissan Leaf.
![]() |
Nýr S-Class tengiltvinnbíll dregur 113 km |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.8.2021 | 00:55
Vangeta Alþingis áratugum saman varðandi stjórnarfarsumbætur.
Listinn er orðinn býsna langur yfir þær nauðsynlegu stjórnarfarsumbætur sem Alþingi hefur rætt um í 170 ár en að mestu án árangurs. Núverandi stjórnarskrá okkar var samin af Dönum en ekki Íslendingum 1874 eða fyrir 147 árum.
Ólafur Þ. Harðarson prófessor benti sjónvarpsviðtali á sláandi dæmi úr nútímanum varðandi hinn svonefnda þröskuld, sem settur var í kosningalög fyrir rúmum 20 árum á það lágmarksfylgi, sem framboð þyrftu að fá í Alþingiskosningum til að koma mönnum á þing.
Í umræðunni síðan um hina miklu ókosti þessa háa þröskulds, 5 prósent á landsvísu til að fá jöfnunarþingsæti, hefði mátt ætla að Alþingi yrði ekki skotaskuld úr því að afnema þennan þröskuld eða breyta þessu harða ákvæði i ljósi þess að þingmenn sjálfir hafa hvað eftir annað lýst yfir því, að hér þyrfti að gera bragarbót á.
En engu hefur fengist framgengt í þessu máli, sem gerir ástandið varðandi minnstu flokkana til mikillar óþurftar; nú síðast varðandi Sósíalistaflokkinn og Flokk fólksins.
Vegna þess að þingmenn eru 63 eru að meðaltali um 1,6 prósent heildarfjölda kjósenda á bak við hvern þingmann.
Það þýðir það sjálfsagða réttlætismál að framboð sem fá 5 prósent af heildarfjöldanujm, fái þrjá þingmenn.
En í staðinn gerist það aftur og aftur að framboð, sem eru með fylgi í kringum 5 prósentin, missa allan rétt til þingfylgis, sem þýðir, að 5 prósent þjóðarinnar séu svipt fylgi sínu.
Að undanförnu hefur Sósíalistaflokkurinn yfirleitt verið yfir markinu, en Flokkur fólksins fyrir neðan.
Og þetta hefur auðvitað óæskileg áhrif að því leyti, að stærð flokkanna, sem eru með fylgi í kringum þröskuldinn, virðist jafnvel vera farin að skipta meira máli en stefna þeirra, bæði hvað snertir að vera í framboði eins og að ráðstafa atkvæði sínu.
Í kosningunum 2013 munaði sáralitlu að með þessum þröskuldi í boði vangetu Alþingis yrðu um 15 prósent greiddra atkvæði verið gerð ónýt, sem eru talsvert fleiri atkvæði en greidd voru í öllu Norðvesturkjördæmi.
![]() |
Birgitta gengin til liðs við Sósíalistaflokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.8.2021 | 13:55
Ítalir áttu bestu spretthlaupara heims um skeið.
Það eru ekki margar þjóðir, sem státa af því að hafa átt bestu spretthlaupara heims.
Helsta ástæða þess er sú sem Ameríkanar, aðallega Bandaríkjamenn og Jamaíkumenn hafa löngum lagt á það mikla áherslu að ráða jafnan yfir öflugri forystu í þessum greinum.
Á Ólympíuleikunum 1948 skörtuðu Jamaíkumenn bestu spretthlaupurunum um árabil sem blómstruðu í öllum þremur greinunum en þó einkum í 100 og 400 þar sem nöfnin Arthur Wint og Herbert Mc Kenley ljómuðu skært.
Gamlir straumar hríslast nú um þá í elstu kynslóð Ítala og Þjóðverja sem muna eftir tveimur ítölskum snilldarhlaupurum og einum þýskku í kringum 1960 og þar á eftir, þeim Livio Berutti sem vann gull í 200 m á OL 1960 og Pietro Mennea, sem vann gull í 200 í Moskvu 1980 og átti stórgott heimsmet í 200, 19.72 sek. Þjóðverjar áttu sinn Armin Hary sem náði gulli í 100 m á OL í Róm 1960.
Sovétríkjunum tókst að unga út Borzof á áttunda áratugnum.
En ítalska spretthlauparagullöldin er nú svo fjarri í tímanum að þeim fer mjög fækkandi sem muna eftir stílnum, sem yfir þeim var, svo sem að hlaupa til sigurs með sólgleraugu.s
![]() |
Ítalinn vann afar óvænt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 2.8.2021 kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)