Hæstiréttur vísar kæru Texas frá, en ætli Trump blási ekki á það?

Síðustu fréttir af "manneskjum ársins" hjá Time-tímaritinu eru merkar, en þótt Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi vísað frá kæru Texas vegna kosninga í fimm ríkjum, sem Biden vann af Trump í kosningunum fyrir rúmum mánuði er aldrei að vita nema Trump blási á það og haldi ótrauður áfram við að fella Biden.  

En fróðlegt verður að sjá hvað hann gerir til þess að snúa kosningaúrslitunum við.  


mbl.is Biden og Harris manneskjur ársins hjá Time
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eltir veiran Íslendinga?

Fyrir 45 árum þegar síðuhafi kom fyrst til Kanaríeyja fóru allir til Gran Canaria en enginn til Tenerife þótt sagt væri að sú eyja væri fallegri. 

Það fyrst hin síðustu ár sem Íslendingar hafa tekið vaxandi ástfóstur við þessa fögru eyjum og það svo mjög, að hún er að verða eins konar útibújörð fyrir okkur erlendis. 

Það er eðlilegt því að Ísland og Kanaríeyjar eru á svipaðri lengdargráðu og tímamunurinn eins lítill og hægt er að óska sér auk þess sem loftslagið hentar okkur afar vel. 

Nú dregur hins vegar blikur á loft varðandi veiruskrattann sem herjar á báðum stöðunum og íslensku jólahaldi og jólaumferð ógnað. 

Það má orða það þannig að engu sé líkara en að veiran elti Íslendinga.  


mbl.is Tenerife færð á hættustig: 209 ný smit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búið að fórna mörgum stórfossum og fleiri eru á aftökulista.

Búið er að fórna mörgum stórfossum Íslands vegna virkjana og margir eru á lista yfir þá, sem virkja þyrfti.  

Meðal þeirra er Töfrafoss í Kringilsá, sem var stærsti fossinn á hálendinu norðan Vatnajökluls.

Þótt það kæmi fram í mati á umhverfisáhrifum að þessi vatnsmikli 30 metra hái foss í Kringilsá færi undir Hálslón og að gljúfrið við hann myndi þar að auki fyllast upp af auri á öldinni, var því haldið að ferðafólki á þessum slóðum að fossinum yrði ekki sökkt. 

Hið sanna kom í ljós við tilkomu Hálslóns, sem nær nokkra kílómetra upp fyrir fossinn. 

Og strax á öðru ári eftir myndun lónsins var hið 150 metra djúpa gljúfur Kringilsár orðið hálffullt af auri og tveir kraftmiklir fossar fyrir neðan Töfrafoss þegar sokknir í aur um alla framtíð.  

Fossinn sést í nokkrar vikur í sumarbyrjun þegar þarna er ólíft vegna aurfoks á mestu góðviðrisdögunum á þeim tíma og land, sem áður var gróið með þykkumm jarðvegi er sandi orpið sem endurnýjar sig á hverju sumri, alls um 15 milljjónir tonna af nýju seti á hverju sumri. 

Í Jökulsá á Fljótsdal voru tveir stórfossar á hæð við Gullfoss virkjaðir, Kirkjufoss og Faxi, auk tuga annarra fagurra fossa í þeirri á og Kelduá. 

Á teikniborðinu eru sjálfur Dettifoss ásamt Selfossi og fleiri fossum í Jökulsá á Fjöllum, en sú virkjun er ekki kennd við fossana, heldur nefnist hún Helmingsvirkjun eftir litlu vatni með því nafni, sem myndi verða stækkað með nokkurra kílómetra langri stíflu. 

Þess ber að geta, að enda þótt sumum af þessum virkjanaáformum hafi verið frestað, dúkka mörg þeirra, eins og Bjallavirkjun og Norðlingaölduveita aftur og aftur upp. 

Nafni Norðliingaölduveitu var breytt í Kjalölduveitu, en í raun er með henni verið að taka vatn af þremur af stórfossum íslands, tveir þeirra á stærð við Gullfoss, Gljúfurleitarfoss og Dynkur. 

Við gerð sjónvarpsþátta um þessi áform var uppgefið að svonefnd Kvíslaveita fyrir ofan þessa fossa myndi aðeins skerða þá um 15 prósent. 

Þegar veitan var komin í núverandi stærð, varð sú tala hins vegar 40 prósent, og sú mikla skerðing bitnar sérstaklega á flottasta stórfossi Íslands, Dynk, sem er mestallt sumarið eins og svipur hjá sjón, líkt og Samson hinn sterki í Biblíunnni eftir að hann var sviptur hárinu. 

Í varnarbaráttu fyrir íslenska fossa er nú reynt að friða þá helstu, en á sínum tíma lýstu tveir virkjanaráðherrar yfir því að friðanir hefðu ekkert gildi; þeim yrði aflétt eftir þörfum.  

Það var gert með Kárahnjúkavirkjun. Friðun Kringilsárrana var einfaldlega aflétt. 


mbl.is Fossar á tólf svæðum fái aukna vernd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

600 megavött er um sexfalt of há raforkutala fyrir samgöngurnar.

Í gær mátti heyra fleygt tölunni 600 megavött sem þyrfti til að knýja landsamgönguflota landsins með rafmagni. 

Til þess þyrfti sem svaraði heilli Kárahnjúkavirkjun eða um 25 prósent af allri orkuframleiðslu landsins.

En þessi tala, 600 megavött,  er margfalt hærri en svo að hún geti verið neitt nálægt því að vera rétt, en með því að veifa henni er gefið í skyn að orkuskipti í landsamgöngum séu hið versta mál. 

Bjarni Bjarnason forstjóri Orku Náttúrunnar hefur fært að því rök að rétta talan sé ekki hærri en svo, að það þurfi ekki að virkja neitt, þótt ákveðið væri og tæknilega mögulegt að skipta öllum bílaflotanum yfir í rafafl á einum degi. 

Bjarni bendir á að talan sé um 3 prósent af raforkuframleiðslu landsins sem er nær 100 megavöttum en 600. Þetta fékkst staðfest hjá ON í dag.  

Bjarni ætti að vita hvað hann er að tala um enda er með einföldum reikningi vitað hve mikilli raforku meðalbíll eyðir á 100 km sem eru í kringum 20 kílóvattstundir, og að meðalakstur hvers bíls á ári er á milli 12 og 15 þúsund kílómetra á ári.

Þar með er kominn grundvöllur fyrir útreikningana sem þarf. 

Síðan er eðli notkunar bílaflotans það auki þannig, að mikil hægræðing orkunotkunar er fólgin í að nota orku, sem annars er ekki nýtt. 

P.S. Þegar flett er upplýsingum um virkjanir sést, að Búðarhálsvirkjun er með 95 megavatta upsett afl, en orkuframleiðslan er 585 gígavattstundir. 

Munurinn á þessum tölum er um það bil sexfaldur og þetta styður, að í því að tala um 600 megavött hafi verið ruglað saman megavöttum og gígavattstundum. 

 


mbl.is Loftslagsmarkmið Katrínar „billegt kosningaloforð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægt að fækka dauðsföllum með því að skima færri?

Þegar horft er á helstu sjónvarpsviðtöl, sem tekin hafa verið við Bandaríkjaforseta og helstu talsmenn hans má sjá og heyra furðulegar fullyrðingar. 

Í tveimur viðtölum við heldur hann því fram að Bandaríkin standi fremst allra þjóða í baráttunni við kórónaveiruna, bæði hvað varðar fjölda smita og tölu látinna.

Þegar eigin tölur ríkisstjórnarinnar, sem sýna hið gagnstæða, eru reknar ofan í hann fullyrðir hann að með því að fækka skimunum stórlega sé hægt að fækka dauðsföllum. 

Sem þýðir að því minna sem vitað sé um ganginn í smitunum, því betra!

Þegar tal hans berst að því að hann hafi brillerað á ákveðnu gáfnaprófi sem Biden hafi klikkað á en hann rekur samt í vörðurnar með það mál, snýr hann sig út úr því með því að gera það að aðalatriði hvernig sjónvarpsmaðurinn myndi standa sig í þessu prófi! 

Talskona hans fullyrti á frægum blaðamannafundi að utankjörstæðaatkvæði voru talin í Þýskalandi og Japan og þar af leiðandi fölsuð. 

Þó fer sú talnning ekki fram þar frekar en að talning íslenskra utankjörstaðaatkvæða fari fram erlendis. 

Á sama blaðamannaundi var fullyrt að milljónum atkvæða hefði verið breytt í talningunni í Bandaríkjunum. 

Í þættinum 60 mínútur var farið ofan í þá fullyrðingu og rætt við fyrrverandi yfirumsjónarmann sem Trump rak eftir að hann hafði ekki viljað játa að þetta stórfellda svindl ætti sér stað. 

Rök Trumps fyrir svindlinu voru rannsókn FBI á því hvort Rússar hefðu fitlað við hinn stafræna hluta kosninganna 2016. 

Yfirmaðurinn brottrekni lýsti því afar skilmerkilega í 60 mínútum, að fitl við stafrænar kosningar og skriflegar væru gerólíkir hlutir. 

Útilokað væri þegar kosningar væru framkvæmdar rétt með gamla skriflega laginu með ströngu eftirliti og endurtalningu að breyta milljónum atkvæða. 

Þess vegna hefðu slíkar kosningar, bæði framkvæmdar á kjörstað og utan kjörstaða, verið undirstaða lýðræðis Bandaríkjamanna í 150 ár. 

Þegar um þetta og fleira hefur verið fjallað hér á síðunni, svo sem þau orð forsetans að flugherinn geti gert fellibylji óskaðlega með því að sprengja þá í tætlur með kjarnorkusprengjum og að F-35 þotan sé svo ósýnileg, að menn sem séu staddir upp við hana sjái hana ekki,  hefur það verið þrautaráðið í trúarsöfnuði Trumps að segja, að ótrúlegt bull hans oft á tíðum sé ekki bull, heldur sé hann að djóka og sé svo yfirgengilega fyndinn, að húmorslaust fólk fatti það ekki! 

Þar með lokast varnarhringurinn um mikilhæfasta og gáfaðasta forseta allra tíma, sem sé, ofan á allt annað, sá lang fyndnasti, og þeir menn aumkunarverðir sem ekki fatta fyndnina.  

 


mbl.is Þúsundir létust í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Því ekki nafn Neymars eins og Hilmars, Óttars og Einars? Schumacher var þýskur.

Íslenskan er með mörg nöfn, sem enda á stöfunum ...ar og eru nokkur nefnd hér að ofan, Hilmar, Óttar, Einar, Gunnar o.s.frv.  Sum nöfn með þessari endingu eru af erlendum uppruna eins og Óttar og Ómar og hingað til hafa þessi nöfn verið beygð þar sem töluð er íslenska. 

Nú bregður svo við að nafnið Neymar er ekki beygt í tengdri frétt og vaknar spurning, hvað sé svona sérstakt við þetta nafn Brasilíumannsins. 

Nú eru nokkrir áratugir síðan nafn Michaels Schumachers varð heimsfrægt, en allan þennan tíma og raunar síðast í fyrradag hefur verið eins og sumum finnist þetta nafn með sínum þýska framburði ekki nógu fínt.

Síðast í fyrradag bar íþróttafréttakona nafn mannsins fram "Mækel" Schumacher.  

Hvað næst? Verður farið að kalla Íslendinga sem heita nafninu Mikael "Mækel." 

Maður bíður spenntur eftir því hvernig nafn Mikaels Torfasonar verður borið fram. 

Mækel Torfason? 


Því ekki nafn Neymars eins og Hilmars, Óttars og Einars? Shumacher var þýskur.

Íslenskan er með mörg nöfn, sem enda á stöfunum ...ar og eru nokkur nefnd hér að ofan, Hilmar, Óttar, Einar, Gunnar o.s.frv.  Sum nöfn með þessari endingu eru af erlendum uppruna eins og Óttar og Ómar og hingað til hafa þessi nöfn verið beygð þar sem töluð er íslenska. 

Nú bregður svo við að nafnið Neymar er ekki beygt í tengdri frétt og vaknar spurning, hvað sé svona sérstakt við þetta nafn Brasilíumannsins. 

Nú eru nokkrir áratugir síðan nafn Michaels Schumachers varð heimsfrægt, en allan þennan tíma og raunar síðast í fyrradag hefur verið eins og sumum finnist þetta nafn með sínum þýska framburði ekki nógu fínt.

Síðast í fyrradag bar íþróttafréttakona nafn mannsins fram "Mækel" Schumacher.  

Hvað næst? Verður farið að kalla Íslendinga sem heita nafninu Mikael "Mækel." 

Maður bíður spenntur eftir því hvernig nafn Mikaels Torfasonar verður borið fram. 

Mækel Torfason? 


mbl.is Þrenna hjá Neymar gegn Basaksehir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef Kára finnst litakóðunin vafasöm, hvað þá um okkur hin?

Kári Stefánsson er einn skarpasti Íslendingurinn á okkar tímum, en hann tekur þó undur það sem sagt var hér á síðunni í fyrradag, að það kynni að vefjast fyrir mörgum að skilja hann það vel hverju sinni að vel gengi fyrir alla að fara eftir honum. 

Að vísu bendir sveitarstjóri Múlaþings á það í viðtali á mbl.is að það myndi ganga skár, ef það væru ekki margar mismunandi skilgreiningar í gangi á sama tíma. 

En með því að fækka breytingum og mismunun sem mest, getur líka verið dregið úr notagildi kerfisins, ekki satt?

 


mbl.is Vafasamt að nota sitthvorn litakóðann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Heyra má ég erkibiskups boðskap..."

Spámaðurinn mikli sem spáir því að hann muni standa uppi sem sigurvegari í kosningunum fyrir mánuði, þótt hvorki Hæstiréttur Bandaríkjanna né aðrir, sem hann og hans menn hafa vísað úrslitunu til, hafi tekið ákærurnar til greina, mun hugsanlega stefna að því einstæða ástandi að tveir forsetar verði í landinu 20. janúar. 

Gamla íslenska setningin "heyra má ég erkibiskups boðskap en ráðinn er ég í því að hafa hann að engu" er í fullu gildi hjá sigurvegaranum mikla. 

Í sjónvarpskappræðunum í kosningabaráttunni minnti hann hörðustu fylgismenn sína á stjórnarskrárvarinn rétt þeirra til að grípa til vopna, og þegar hann var spurður nánar um þetta, horfði hann til byssuhers sín beint í sjónvarpsmyndavélina og sagði: "Verið viðbúnir á verði".  


mbl.is Sýndi engin merki um uppgjöf á fjöldafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bob Herendeen átti upphaflega að rjúfa hljóðmúrinn.

Chuck Yeager og Bob Herendeen voru tveir af færustu flugmönnum Bandaríkjanna þegar þeir voru valdir ásamt Bob Hoover til þess að fara í fyrsta flugið þar sem hljóðmúrinn yrði rofinn á Bell X-1. pitts_s1ss_promo_pic_600x336_trans

Herendeen átti að gera þetta, en henn, Yaeger og Bob Hoover  æfðu sig jafnmikið, því að mikið var lagt upp úr því að þessi mikilvæga tilraun heppnaðist fullkomlega og forföll settu ekki neinn strik í reikninginn.  

Herendeen hafði gaman af því að fljúga listflug og varð það á, að koma of lágt út úr einni æfingu þannig að flugvél hans straukst harkalega við jörðu þegar hún kom niður úr "lykkju" ("loop") , án þess þó að Bob meiddist. 

Þótti hann sleppa ævintýralega vel, en þetta var talið agabrot og þess vegna varð niðurstaðan að Yaeger færi í þetta fræga flug og valdi hann Bob Hoover til þess að vera fylgdarflugmlaður og til vara. 

Þeir Chuck Yaeger, Bob Hoover voru samherjar í öflugri framvarðasveit bandarískra flugmanna eftir Seinni heimsstyrjöldina, og á sjöunda áratugnum opnaði tvíþekjan Pitt Special möguleika fyrir Herendeen að komast í fremstu röð bandarískra listflugmanna. 

Þá var komið til skjalanna heimsmeistaramót í listflugi þar sem sérsmíðaða tékkneska flugvélin Zlin færði Austur-Evrópumönnum heimsmeistaratitilinn. 

Ein slík flugvél var flutt inn hingað til lands. 

En Herendeen lék hins vegar slíkar listir á hinni smáu en knáu tvíþekju Pitt Special bæði á flugsýningum og í keppni, að Bandaríkjamenn ákváðu að gera atlögu að veldi Sovétmanna á HM. 

Pitt Specialvélin hafði þann kost, að hún var afar smá og léttbyggð og að hægt var að troða í hana mun aflmeiri hreyfli en í Zlin og auk þess gáfu hinir stuttu tvíþekjuvængir henni gríðarlegan veltihraða. 

Á þessum árum og lengi eftir það var talið að Bob Herendeen væri sá flugmaður sem best allra hefði náð tökum á þessari frábæru listflugvél, sem upphaflega hafði ekki verið hönnuð sérstaklega fyrir listflug, heldur sem heppileg flugvél til heimasmíða. 

Á síðustu árum hafa algerlega sérsmíðaðar evrópskar listflugvélar náð lengra en Pitt Special í hinum sérhönnuðu æfingum á meistaramótum í listflugi, en samt heldur Pitt Special furðu vel sínu striki.  

Undanfarin ár hefur Sean Tucker náð einna frábærustu tökunum á þessari afburða flugvél og þrátt fyrir að vera kominn að sextugu haldið sínu með þrotlausum æfingum, jafnvel daglegum þrek og kraftæfingum í líkamsræktarstöð. 

Herendeen lést 1994 en með Chuck Yager er genginn einn af þeim frumherjum, sem leiddu framfarir í flugi á síðustu öld. 

Þeir þekktustu voru upphaflega orrustuflugmenn, sem gerðust reynsluflugmenn, svo sem Bob Hoover, sem sýndi listflugatriði á flugsýningum á klunnalegri tveggja hreyfla Shrike Commander flugvél, sem enginn annar gat sýnt eða hefur getað sýnt. 

Og þetta gerði hann fram til 77 ára aldurs. 

Í viðtali við hann 77 ára gamlan eftir að hafa framkvæmt þetta algerlega einstæða atriði á Sun and Fun flugsýningunni í Florida var hann spurður, hvort hann hefði ekki áhyggjur af því hvernig það færi ef það kæmi að því að honum mistækist. 

Hann svaraði samstundis: "Don´t worry; I will be the first to know."

Síðar þetta ár hætti hann áður en nokkur annar fengið uppgefið hvers vegna. 

Bob Hoover lést 94 ára gamall. Hann, Bob Herendeen og Chuck Yaeger, ógleymanlegir frumherjar í flugi og Hoover talinn einn fremsti flugmaður allra tíma.  

 


mbl.is Chuck Yeager látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband