10.4.2020 | 19:08
Mikið mannfall í Bretum og "önnur bylgja" í Singapúr.
Ástandið er dökkt hjá Bretum varðandi COVED-19 faraldurinn, tæplega níu þúsund látnir, eða rúmlega 130 á hverja milljón íbúa. Til samanburðar er dánartíðnin hér á landi um 20 á hverja milljón íbúa og tíðnin hjá flestum Evrópuþjóðum er milli 30 og 50.
Í Bretlandi er dánartíðnin næstum því sjöfalt meiri en hér á landi.
Það, sem verra er fyrir Breta, er að veikin er enn i vexti þar og náði hámarki í dag með 980 dauðsföllum á sólarhring, sem samsvarar meira en 14 manns á milljón íbúa á dag hér á landi.
Á fyrstu vikum faraldursins var litið á Singapúr sem kraftaverk, sem hefði unnist vegna miklu harðari lokana og andófsaðgerða en annars staðar.
En nú berast fregnir af nýrri og hraðri fjölgun þar í fyrirbæri, tala mætti um sem "aðra bylgju", líkt er er í handboltanum.
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur einmitt talað um hættuna á þessu fyrirbæri hér á landi og víðar í kjölfar fárra sýkinga, einkum ef slakað er of mikið og hratt á hörðum aðgerðum.
Meðan bóluefni er ekki tilbúið til árangursríkrar og öruggrar notkunar, virðist líklegt að COVID-19 muni hafa lamandi áhrif á efnahag og aðstæður jarðarbúa í allt að heilt ár.
![]() |
980 látnir í Bretlandi á sólarhring |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.4.2020 | 09:25
Smitleiðir eru undirrót smitsjúkdóma.
Sú einfalda staðreynd að smitleiðir séu undirrót smitsjúkdóma virðist vefjast fyrir þeim, sem gagnrýna aðgerðir til þess að loka þessum smitleiðum.
En vitneskjan um gang smitsjúkdóma með nýtingu rannsókna og almennar ráðstafanir til að loka smitleiðum, til dæmis með tveggja metra fjarlægðar takmarkinu, hafa alls staðar reyst forsendan fyrir því að koma í veg fyrir SVO hraða útbreiðslu COVID-19 að heilbrigðiskerfið bresti, kirkjugarðar yfirfyllist og útfararstofur og líkbrennslur fari á hliðina eins og gerst hefur til dæmis í new York.
![]() |
Portúgalska kraftaverkið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.4.2020 | 01:19
"Sorglegt." Nú er ekki hægt að saka útlendinga um vandræðin
Formaður Landsbjargar upplýsir, að björgunarsveitirnar hafi sjaldan staðið frammi fyrir jafn erfiðum úrlausnarefnum og fyrir síðustu helgi þegar í gangi var samtímis bæði appelsínugul viðvörun um nær allt land og tilmæli lögreglu til fólks að hafa hægt um sig og halda sig helst heima vegna kórónaveirunnar.
Undanfarin ár hafa böndin borist að útlendum ferðamönnum þegar vandræði vegna hundsunar á óveðursviðvörunum, en í þetta sinn var því ekki til að dreifa, heldur var um að ræða Íslendinga, sem ollu því að björgunarsveitirnar urðu að taka á öllu sínu til að varna því að vandræðin yrðu enn stórfelldari en þau urðu.
Hvað framgöngu björgunarsveitanna varðar segist formaður Landsbjargar "vera stoltur af því að vera Íslendingur, en notar hins vegar lýsingarorðið "sorglegt" um þá sem storkuðu þeim og skópu þetta "sorglega" ástand.
![]() |
Aldrei stoltari af því að vera Íslendingur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2020 | 18:22
"Gegn háska um páska!".
Páskarnir núna verða öðruvísi en allir aðir í minni núlifandi Íslendnga. En sagan geymir margar ógnir, sem þjóðin þurfti að að glíma við fyrr á öldum. Í tilefni þess hefur neðangreint hvatningar- og uppörvunarljóð orðið til ásamt sönglagi, sem verið er að færa í flutningshæfan búning.
GEGN HÁSKA´UM PÁSKA. (Með sínu lagi).
:,; Andæfum háska um páska! ;,:
Þegar að hættu´að höndum ber
í hatrammri sótt og elli
æðrulaus samt við ætlum hér
ógnina´að leggja´að velli.
Páskahretin hafa fyrr
herjað og barið þungt á dyr;
um aldir þó stóðu menn óbeygðir
andspænis miklum felli,
en unnu svo bug á hrelli.
:,: Andæfum háska´um páska! :,:
Í takti við göngum, öll sem eitt
við illskeyttan vanda´að stríða.
Við þurfum ekki´að óttast neitt,
nema óttann sjálfan og kvíða.
Hátíð, sem helgast von og trú
halda við skulum, ég og þú
í samhug og sigurvissu nú,
samtaka Víði´að hlýða;
horfa til betri tíða.
Hátíð, sem helgast von og trú,
halda skulum við, ég og þú;
í samhug og sigurvissu nú
sigla til betri tíða;
skynsemi´og hugdirfð hlýða
í upprisu gleði´og gáska,
sem gefst eftir háska um páska.
![]() |
Fyrsta skrefið ekki tekið fyrir 4. maí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 10.4.2020 kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"Operation Wilfred" hét aðgerð Breta, sem framkvæmd var 8. apríl 1940, og fólst í því að leggja tundurduflagirðingu fyrir utan Narvik í norskri landhelgi til þess að trufla eða stððva siglingar á járni frá Kiruna í Svíþjóð til Þýskalands.
Norska stjórnin mótmælti þessum aðgerðum Breta, sem vissu, að kaup Þjóðverja á sænsku járni allt árið voru forsenda fyrir stríðsrekstri þeirra.
Járnið var að vísu líka flutt frá sænskum hðfnum við Kirjálabotn, en hann var jafnan frosinn vegna ísalaga á veturna auk þess sem Narvikhöfn var afar góð útflutningshöfn með aðgang að auðum sjó allt árið.
Bretar hðfðu meira að gert áætlun um að senda herlið til Narvikur og yfir til Finnlands í finnska vetrarstríðinu við Sovétmenn fyrr um veturinn til hjálpar Finnum, en hið raunvera áform fólst í því að ná valdi yfir járnnámunum og framleiðslu járnsins.
Gert var ráð fyrir að þrátt fyrir formleg mótmæli Svía og Norðmanna, myndu þeir ekki veita mótspyrnu gegn ofureflinu.
Þessi von þeirra var ekki út í hött, því að seinna í stríðinu, eftir innrás Hitlers í Sovétríkin, samþykktu Svíar beiðni Þjóðverja um að fá að flytja herlið með járnbraut frá Narvik í gegnum Svþjóð.
En áður en neitt yrði af aðgerðum Breta 1939-40, gáfust Finnar upp fyrir Rússum og áætlunin fór út um þúfur.
Upphaflega hafði Hitler gefið því lítinn gaum að beita her í Skandinavíu, en snerist hugur á útmánuðum 1940 þegar hann áttaði sig á því hvert gildi járnið frá Kiruna hefði.
"Operation Weserubung-Nord og Weserubung Sud" snertu Ísleninga þráðbeint, því að Sud hlutinn fólst í því að hernema Danmörku í leiðinni, og Íslendingar voru tilbúnir með áætlun um, að ef slíkt gerðist, myndi Alþingi taka sér konungsvaldið.
Það var gert enn frekar 15. maí 1941 með skipun íslensks ríkisstjóra 17. júní 1941.
Lykillinn að töku Noregs 9. apríl 1940 var beiting 1000 flugvéla til að ná algerum yfirráðum í lofti yfir landinu og flugvöllum þess.
Til að ná yfirráðum yfir Íslandi hefðu sams konar yfirráð frá byrjun ráðið úrslitum, en á Íslandi voru þá engir flugvellir og ekki varð úr því að þýsk áætlun um auðvelda töku landsins haustið 1940 yrði framkvæmd.
Í réttarhðldum Bandamanna í Nurnberg var fjallað um töku Noregs og ályktað á þann veg, að hún hefði verið brot á alþjóðalögum og glæpsamleg.
300 þúsund manna herlið var í Noregi til stríðsloka, en það var happ fyrir Norðmenn í þeim hremmingum öllum, að Þjóðverjum mistókst að ná konungi og ríkisstjórn á sitt vald, sem tókst að flýja til Bretlands.
Mismunurinn á hernámi Noregs og Danmerkur fólst í því að vegna þess að ríkisstjórn og Konungur komust undan, náðust aldrei vopnahlés- eða friðarsamnnigar milli Noregs og Þýskalands, en Danir gáfust formlega upp, enda höfðu Þjóðverjar konung, ríkisstjórn og þing á valdi sínu.
![]() |
Aðgerðin Weserübung-Nord |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2020 | 00:16
Aðfangadagskvöld páskanna bauð upp á hreinviðri syðra.
Síðdegið og kvöld þessa miðvikudags voru með bjartviðri og fullu tungli.
Umferðin var áberandi þyngri víða í borginni síðdegis en verið hefur að undanförnu.
Vonandi andæfir fólk þó áfram gegn háska um páska, en lag um þetta andóf þessara óvenjulegu páska hefur verið að mótast undanfarin dægur.
Myndin er tekin úr Öskjuhlíð skömmu fyrir sólarlag á myndavél, sem kemst fyrir í lófa manns en er þó með 30 faldan aðdrátt, talsvert meiri en notaður var við að smella myndinni.
Gleðilega páska.
![]() |
Rúmlega 20 stiga hiti um páskana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.4.2020 | 13:58
"Útskýringar fást hjá dyraverði."
Á sínum tíma voru alþjóðastofnanir eins og WHO, World Health Organitation, Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, settar á laggirnar til þess að tryggja, að á einum stað væri að finna öll bestu ráðin í einstökum málaflokkum og besta og skilvirkasta útfærslan á alþjóðavísu í hraðvaxandi alþjóðasamskiptum á grunni samskiptaframfara.
Það fyrsta, sem Íslendingar gerðu á lýðveldisárinu 1944 á þessu sviði, var að gerast sem fullvalda lýðveldi aðili að ICAO, Alþjóða flugmálastofnuninni. Allar þær fullvalda þjóðir, sem voru þar aðilar, afsöluðu sér hluta af valdi sínu til þess að til dæmis væri hægt að skipuleggja alþjóðaflug og flugrekstur eftir samræmdum reglum og koma í veg fyrir ringulreið og öryggisleysi.
Síðan 1944 höfum við á svipaðan hátt orðið aðilar að ótal alþjóða- og fjölþjóðastofnunum og samstarfi á hinum ýmsu sviðum.
Bandaríkin voru og hafa verið meðal helstu forystuþjóða í þessum efnum þar til nú, að hótað er af þeirra hálfu að draga sig út úr slíku, ekki bara varðandi WHO, heldur víðar.
Bandaríkjaforseti hefur haft sérstöðu varðandi COVID-19 faraldurinn að kalla veikina alltaf Kínaveikina, af því að hún fannst þar fyrst að einhverju marki.
Heimsfaraldurinn sé eingöngu Kínverjum að kenna.
Með sömu rökum hefði mátt kalla spænsku veikina bandarísku veikina eða frönsku veikina, af því að hún barst í upphafi frá Bandaríkjunum til Frakklands og þaðan til Spánar.
Og eyðni barst frá Afríku til Bandaríkjanna og annarra landa.
Á sama tíma og ekki er þreyst á að benda á, að kórónafaraldurinn hafi átt upphaf í Kína og orðið miklu útbreiddari þar en kínversk stjórnvöld vilji enn viðurkenna, kemur frá sömu átt krafa um að WHO hætti að veita Kínverjum leiðbeiningar og aðstoð. WHO leggi alltof mikla áherslu á Kína.
Kallar þessar mótsagnir ekki á útskýringar?
Í hugann kemur, að þegar Sumargleðin fór á hverju sumri út á land, var það stundum svo, að grín, sem hafði gert sig í Reykjavík um veturinn, vakti ekki hlátur í dreifbýlinu.
"Það hlær inni í sér" sagði Raggi Bjarna, og það var að vissu leyti rétt, því að þegar frá leið mundi sveitafólkið eftir margfalt fleiru úr dagskránni en Reykvíkingar.
Samt voru í gríni æfð upp þau viðbrögð við þessu, að á vakt yrði einn Sumargleðimanna við sviðsbrún, og ef ekki yrði hlegið, gengi þessi vaktmaður fram á mitt sviðið og segði hátt og snjallt yfir salinn: "Útskýringar fást hjá dyraverði."
Fróðlegt væri stundum að heyra útskýringar hjá dyraverði funda Bandaríkjaforseta.
![]() |
Trump hótar að stöðva greiðslur til WHO |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
8.4.2020 | 08:22
Þegar eitt smáorð; "...eitt..." breytir merkingu stórfréttar.
Ein helsta frétt íslenskra fjðlmiðla í gær voru þau ummæli, sem höfð voru eftir fjármálaráðherra, að efnahagsáfallið núna væri það stærsta í heila öld.
Fyrst kom þetta í "helsti", síðan í inngangi að fréttinni en í lok fréttar kom síðan í ljós, að í endursögn hafði eitt fjögurra stafa smáorð verið fellt úr ummælunum, því þá heyrðist loksins skýrt og skorinort, að fjármálaráðherrannn sagði: "..jafnvel eitt af stærstu efnahagsáföllum í heila öld."
Að sleppa orðinu eitt breytir afar miklu, að ekki sé nú talað um bæði orðin, "jafnvel eitt".
Fjármálaráðherra gat fyllilega staðið við að segja "jafnvel eitt af stærstu efnahagsáföllum í heila öld" en alls ekki fullyrt að áfallið nú yrði það stærsta í heila öld.
Ástæðan er sú, að áfallið má ekki bara mæla í upphæð þess fjár, sem fer forgörðum, heldur ekki síður að meta hve stór hluti hins tapaða fé væri af heildarveltu fjár eða af þjóðarframleiðslunni og þjóðartekjunum í heild.
Þjóðarframleiðslan í kreppunni 1966-69 var um það bil þrefalt minni en nú, og 1930-1940 var hún enn ninna hlutfall. 1930 var meirihluti sveitabæja á stórum hluta landsins torfbæir, engir bitastæðir vegir, sími og rafmagn utan þéttbýlis, salerni voru fáséð, engir flugvellir, ekki komið vegasamband milli Akureyrar og Reykjavíkur um Hvalfjörð, Vestfirðir vegalausir o.s.frv.
Efnahagsáfallið 1930 var álíka og að einstaklingur með 100 þúsund króna tekjur á mánuði á okkar tímum yrði fyrir tekjumissi niður í 70 þúsund.
Og fyrst á annað borð er verið að tala um efnahagsáföll og kreppur, var kreppan 1916-1919 sú langversta á 20. öldinni og náði metdýpt 1917.
![]() |
Lítil bílaumferð komin í jafnvægi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.4.2020 | 07:28
"Í sóttkví."
Í SÓTTKVÍ.
Í sóttkví er hver og einn sóttvarnarlæknir;
að sækja á vágestinn vanræki´ei neinn:
Sem ráðsnjall drepsóttarræstitæknir
hann reyni að drepa tímann; helst einn.
![]() |
Í sóttkví en sparkaði í bíla í miðbænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2020 | 19:06
Allra bragða neytt. "Að nýta sér stöðu sína..."
Rio Tinto hefur margra áratuga reynslu af því að koma ár sinni fyrir borð í viðskiptum við alla þá, sem það þarf að skipta við.
Saga fyrirtækisins er ekki glæsileg í þessu efni, en enda þótt áratugir séu liðnir frá eiturefnaslysinu í Bophal á Indlandi og því ekki sanngjarnt að velta núverandi eigendum upp úr því, virðast hótanir vera drjúgur hluti af vopnabúrinu gagnvart starfsfólkinu, orkuseljandanum og sveitarfélaginu.
Fyrirtækið krafðist þess að fá að stækka álverið og koma því í flokk risaálvera árið 2007, en hótaði því jafnframt, að leggja það niður, er ekki yrði orðið við þessari kröfu.
Mjóu munaði í íbúakosningu að hótunin dygði, og skorti aðeins örfá atkvæði til þess.
En hótunin gufaði upp.
Nú er sams konar hótun í gangi, en auk þess sett upp flétta, þar sem bæði verkalýðsfélaginu og Landsvirkjun er settur stólinn fyrir dyrnar.
Þetta er þríþætt:
1. Í kjarasamningnum við starfsfólk er lymskulegt ákvæði þess efnis, að hann sé háður því að Landsvirkjun semji um lækkað raforkuverð.
2. Að Landsvirkjun gangi að kröfum um lækkað orkuverð, annars verði álverinu lokað, en auk þess er önnur hótun, að farið verði í málaferli, þar sem Landsvirkjun verður sökuð um blekkingar varðandi grænan uppruna orkunnar.
3. Sama hótun gagnvart bæjarfélaginu og 2007 að loka álverinu og nýta sér það, að ferðaþjónustan hefur orðið fyrir þungu höggi í kórónuveirufaraldrinum og staða álversins því að sama skapi sterkari en áður.
![]() |
Rio Tinto nýti sér stöðuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)