Gróft áætlað þýðir tveggja metra reglan að fimm sinnum færri megi vera í samkomusal en núverandi sætafjöldi segir til um. Kannski sjö sinnum færri.
Fimm sinnum færri þýðir rúmlega 150 manns í Háskólabíói, 60 í Salnum í Kópavogi og 300 í Eldborgarsal Hörpu, en vegna þess að um einn sal er að ræða þar, verður hámarkstalan þar aðeins 200.
Fimm sinnum færri er mjög vel sloppið, en þetta umhverfi skapar afar erfiðar aðstæður listamanna.
Síðan er ótalið hverni eigi að leysa nálægðarregluna í inngangi, á salernum og annars staðar í þessum húsum.
Eftir hrun á sölu geisladiska hafa tónleikar verið helsta tekjulind tónlistarfólks og fyrir bragðið hefur tónlistarlífið verið afar gjöfult og gefandi, því að til þess að standa undir því að gera tónleika eftirsótta og áhugaverða, hafa kröfurnar um gæði orðið meiri og útkoman glæsilegri.
Tónlistarfólk hefur sýnt mikla útsjónarsemi, dugnað og sköpunarkraft, og í góðærinu tókst því að finna nýjan farveg.
Hætt er við að ef viðhalda eigi gæðum og eftirspurn, muni fimmföld fækkun eða meiri, spenna viðunandi miðaverð svo mikið upp, að í raun verði framhald á því hruni, sem nú blasir við á þessu sviði þjóðlífsins.
Þótt allir slái af sínu, eigendur húsanna, tónleikahaldarar, tónlistarfólk og tónleikagestir virðist um óviðráðanlegan vanda að ræða, því miður.
En rétt eins og margir sáu svart framundan við hrun geisladiskasölunnar en fundu síðan nýjar leiðir, geta sköpunarkraftur og útsjónarsemi vonandi leyst hinn nýja og óvænta vanda.
![]() |
200 mega koma saman 25. maí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.5.2020 | 23:12
Af hverju ekki að leggja "sterku vísbendingarnar" á borðið?
Forseti Bandaríkjanna, sem eru í leiðtogahlutverki meðal þjóða heims í baráttunni við COVID-19 að hans sögn, hefur fullyrt oftar en einu sinni að hann hafi séð gögn þess efnis að veiran hafi verið framleidd á tilraunastofu í Kína. Utanríkisráðherra hans tekur undir þetta og segir að til séu "sterkar vísbendingar" um þetta.
Það er orðið tímabært að fá að vita hverjar þessar sannanir og vísbendingar séu, og raunar sagði Trump í upphafi umræðunnar að hann teldi rétt að gera ítarlega rannsókn á þessu og einnig að til greina kæmi að refsa Kínverjum fyrir þetta.
Í gær bárust þær fréttir að forsetinn hefði blásið rannsóknarnefnd af þessu tagi af.
Sé svo að gögn hans og Pompei séu svo pottþétt, að ekki þurfi að rannsaka þau, hlýtur næsta skref hans að vera að leggja þau fram.
Og í framhaldinu að "taka Kína á og refsa" þeim vísindamönnum, meðal annars íslenskum, sem segja að rannsóknir á erfðaefni veirunnar SARS-CoV-2, sem veldur COVID-19, sem segja að rannsóknir á erfðaefni veirunnar sýni að hún sé ekki manngerð, "heldur hafi orðið til við náttúrulega þróun í mismunandi dýrum."
Sjá nánar tengda frétt á mbl.is.
![]() |
Erfðaefni veirunnar sýna að hún er ekki manngerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
12.5.2020 | 12:18
Fundareglur Trumps eru skýrar að hans sögn.
Á blaðamannafundi Trumps um daginn spurði einn blaðamaðurinn hann spurningar, sem Trump vildi ekki svara, af því að það sem spurt væri um, innihéldu í raun tvær spurningar, og að það væri regla, sem ríktu á þessum fundum, að aðeins mætti spyrja einnar spurningar í einu.
Blaðamaðurinn var ekki sammála þessari skilgreiningu Trumps og sagðist aðeins hafa borið upp eina spurningu.
Trump sagði á móti að blaðamaðurinn hefði fyrirgert rétti sínum til að spyrja á fundinum.
Og bætti við annarri reglu, sem gilti á þessum fundum; að þegar svona stæði á, ætti viðkomandi blaðamaður um tvennt að velja; að fara af fundinum, eða þá að forsetinn færi.
"Nú hefur þú valdið til þess að eyðileggja fundinn; ef þú þagnar ekki fer ég. Og þú átt valið."
Blaðamaðurinn nýtti sér þetta vald með því að draga sig í hlé í staðinn fyrir að eyðileggja fundinn fyrir öllum.
![]() |
Munnhjóst við blaðamann og sleit fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2020 | 23:44
Sérstakt app í alla farsíma "til að tryggja mannhelgina"?
Í 60 mínútum fyrir viku var afar athygilisverður fróðleikur um stórfyrirtæki í Bandaríkjunum, sem sérhæfir sig við meðal annars til að framleiða ævintýraleg eftirlitskerfi.
Talsmaðurinn í sjónvarpsþættinum sagði frá því, að strax 31. janúar hefði hann sent ráðamönnum flestra ríkja heims aðvörun þess efnis að komin væri upp alveg ný farsótt í Wuhan í Kína, sem mikilvægt væri að taka föstum tökum við að rekja feril veirunnar og allra flugferðalanga heims.
Meðfylgjandi var lýsing á kerfinu, sem sýndi ferðalög og ferla allra flugferðamanna heims nákvæmlega frá degi til dags, og meira að segja hægt að veita upplýsingar um það, hvaða sæti þeir hefðu fengið í flugvélunum og hverjir hefðu setið næst þeim.
Einnig var brugðið á sjónvarpsskjáinn mynd af hreyfingum flugferðalanga til og frá Wuhan, þar sem sást að frá þessari einni af stærstu iðnaðarborgum heims höfðu þúsundir farið um allan heim, og auðvitað helst til stærstu borga heims eins og Tokyo, London, New York og Los Angeles.
Þetta tölvutæknifyrirtæki hefur síðan haldið áfram að senda út yfirlit um stöðu mála, en í janúar og febrúar gerðist lítið.
Eini ríkisstjórinn í Bandaríkjunum, sem tók strax mark á þessu og varð fyrstur til að grípa til aðgerða, rétt eins og Íslendingar, var ríkisstjóri Kaliforníu.
Og þar varð það til að minnka hraðann á faraldrinum.
Bandaríkjaforseti hefur hins vegar sjálfur sagt, að hann líti á veiruna sem vopn í hendi Kínverja, sem þeri hafi komi á kreik til að koma í veg fyrir endurkjör hans í komandi forsetakosningum!
Hann setti að vísu bann á flug Kínverja til Bandaríkjanna, sem hefur líkast til verið líkt og bannið sem hann setti í miðjum mars á flug Evrópubúa til Bandaríkjanna, þar sem Bandaríkjamenn voru undanskildir, enda væru Bandaríkjamenn þjóð í landi þar sem veiran væri ekki til!
En með tölvutækni um flug fólks um heiminn fóru 40 þúsund fljúgandi frá Kína til BNA á fyrstu viku Kínabanns Kína.
Og dag eftir dag, allan febrúarmánuð, sagði Bandaríkjaforseti opinberlega: "Það er enginn vírus í Bandaríkjunum, í mesta lagi einn sýktur og þessi veiki er ekki neitt neitt."
Þetta gat hann sagt vegna þess að þegar var farið að skoða málið betur, kom í ljós að það var algerlega vanrækt að taka sýni eins og gert var hér og í Suður-Kína.
Því færri sýni, því færri fundnir veikir. Næstum engin sýni: Næstum enginn veikur.
Ótal margt merkilegt kom fram í 60 mínútum, svo sem að verið er að hanna kerfi, sem er þannig, að ef það væri sett í alla farsíma heims, myndi síminn pípa ef hann kæmi nær næsta síma.
"Stóri bróðir"? Brot gegn persónuvernd? Talsmaðurinn sagði að vel væri hægt að viðhalda trúnaðarleynd, og að mikið væri í húfi.
Í 60 mínútum í kvöld kom fram, að Trump hefði stöðvað nákvæma og ítarlega rannsókn með þátttöku Bandaríkjamanna á uppruna veirunnar, sem átti að fara í gang.
Sá, sem rætt var við, sagði að það, að rannsaka ekki og rekja feril veirunnar skapaði hættu á þvi að það ætti eftir að kosta mannslíf.
Það er líklega aukaatriði fyrir Trump. Nóg að segja að hann sjálfur og utanríkisráðherrann viti um að hún hafi verið búin til á kínverskri tilraunastofu til þess að koma í veg fyrir endurkjör Trumps.
![]() |
Vélhundur passar upp á fjarlægðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 13.5.2020 kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2020 | 08:31
Millilandaflug er grundvallaratriði fyrir Íslendinga.
Því lengur sem það dregst að koma á millilandiflugi að marki milli eyjunnar Íslands og meginlandanna, því verr verður atvinnu- og efnahagslíf landsins leikið.
Því veldur einstakt vægi ferðaþjónustunnar og mikilvægi flugs til og frá jafn afskekktrar eyju úti í hafi eins og Ísland er.
Að sjálfsögðu verður jafnframt að huga vel að því, að hamla möguleikin á því að faraldurinn blossi aftur upp og verði jafn slæmur og bygljan í mars varð.
Þrennt kemur í hugann: Möguleikinn á því að opna flug milli Norðurlandanna og Íslands og sá möguleiki, sem flaug fyrir í fréttum um daginn, að flugfélagið Emirates sé með sýnatöku tíu mínútum fyrir brottskráningu fyrir farþega sína.
Einnig sá möguleiki að opna fyrir flug milli Bretlands og Íslands.
![]() |
Frakkar undanþegnir sóttkví |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.5.2020 | 23:41
Margir óvissuþættir skapa óvissu, svo sem "sænska leiðin."
Þótt dánartölur séu skásta leiðin til að meta ástandið í COVID-19 faraldrinum og bera saman mismunandi lönd og landsvæði, er hún hvergi nærri nógu áreiðanleg.
Í pistli hér á síðunni fyrir um viku var giskað á að þrátt fyrir hátt dánarhlutfall hafi Svíum tekist að komast hjá öngþveiti og örvæntingu vegna þess hve heilbrigðiskerfi þeirra væri vel stætt.
Nánari athugun á þessu síðustu daga virðist hins vegar ekki styðja þessa ályktun.
Í fyrsta lagi bendir ýmislegt til að Svíar hafi vantalið stórlega þá, sem hafa dáið úr veirunni, og þá helst vegna þess að þar sem dánartíðnin hefur verið hæst og erill heilbrigðisstarfsfólks mestur, hafi ellimóðum sjúklingar, svo sem á hjúkrunarheimilum, verið víða vanræktir stórlega, og ekki fengið þá hjálp eða aðstoð sem þeir þurftu.
Og brögð hafi verið að því að vantelja bæði smitaða og veika og taka ekki sýni, þannig að niðurstaðan af samanlagðri vanrækslu hefur oft orðið einföld þegar slík hefur verið raunin:
"Fékk lungnabólgu og dó." Sem er ein algengasta frásögnin af dauða gamals fólks.
Ofan á þetta bætist hve hin skakka tala er samt há, 320 á hverja milljón íbúa, eða tíu sinnum fleiri en hér á landi.
Sé raunin þessi er dapurlegt að það land, sem oft hefur verið tekið til fyrirmyndar um traust velferðarríki, skuli vera á slíkri niðurleið; eins og víða um lönd búið að draga seglin saman og minnka birgðir til þess að spara í ríkisrekstrinum.
Í Belgíu er dánartalan með þeim langhæstu, 780 á hverja milljón íbúa, eða um 25 sinnum hærri en hér á landi, en samkvæmt nánari athugun virðist það að miklu leyti stafa af því, að í Belgíu er tala látinna úr COVID-19 jafnvel lægri en skráð tala, vegna þess að við mat á dánarorsök er vafi túlkaður á þá lund að COVID-19 sé dánarorsökin.
Óvissuþættirnir eru líka óvenju margir vegna þess hve misjafnlega og oft óútreiknanlega veiran hegðar sér, sumir fái hana jafnvvel án þess að vita af því, en aðrir verði skyndilega fárveikir og komir í lífshættu fyrr en varir sem getur endað með dauða.
Dæmin um hratt og magnað smit eru líka sláandi, svo sem það þegar einn maður setti afléttingu á börum og veitingahúsum í Seoul í Suður-Kóreu á hvolf með því að valda smiti hjá meira en hundrað manns. Þar með varð að loka þessum stöðum á ný.
Og svipað stórfellt hraðsmit gerðist í líka í einn sænskri afmælisveislu.
Þetta sýnir hvernig lítið má útaf bregða þegar byrjað er að aflétta hömlum til þess að koma i veg fyrir að, að stöðvun atvinnulífsins geti orðið dýrkeyptari en faraldurinn sjálfur.
Enn sem komið er hefur stjórn þessara mála gengið afar vel hér á landi, og er vonandi að hægt verði hitta á skástu lausnina, jafnvel þótt önnur eða þriðja bylgja ríði yfir.
![]() |
Önnur bylgja gæti verið hafin í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 11.5.2020 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2020 | 15:04
Kreppa: Oftast meiri órói og átök.
Djúpar kreppur í efnahagslífi þjða kalla oftast fram óróa og átök. Margt bendir til dæmis til þess að kreppa og skortur í Frakklandi vegna kólnunar veðurfars af völdum Skaftárelda 1783, sem stóð í nokkur misseri, hafi ýtt undir óróann, sem skóp Frönsku stjórnarbyltinguna.
Ein hörðustu átök í stéttabarattunni spegluðust í Gúttóslagnum svonefnda 1932, þar sem tilefnið var kauplækkun hjá verkafólki og minnstu munaði að stórslys hlytist af í þessum átökum.
Þar varð þó ekki komist hjá alvarlegum áverkum.
Í kreppunni fyrstu árin eftir Heimsstyrjöldina fyrri urðu átök sem lögðu grundvöll að einveldi Mussolinis á Ítalíu 1922 og að Nasistaflokki Hitlers, sem náði alræðisvöldum í Þýskalandi 1933-34, en það var nánast bein afleiðing af atvinnuleysi og ófremarástandi af völdum heimskreppunnar.
Áður en hún skall á var nokkurra ára tímabil sem svonefndir Locarno-samningar lögðu grunn að og gáfu von um að bærilega yrði hægt að vinna úr þeim vandamálum, sem illa grundaður Versalasamningur hafði lagt að 1919.
Hitler fékk ekki afgerandi byr undir vængi fyrr en heimskreppan dundi yfir með þeim skammsýnu aðgerðum þjóðarleiðtoganna að reisa töllamúra og draga úr alþjóðaviðskiptum og samvinnu með harðvítugri þjóðernisstefnu.
Hörmungarkaupið, sem verkamenn risu gegn í Gúttóslagnum er að vísu á allt öðru plani en kaup og kjör flugliða á okkar tímum.
En oft nægir það eitt þegar um kjarasamninga og kjör er að ræða, að deiluefnið felist í kauplækkun og kjararýrnun.
![]() |
Þetta er grafalvarlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2020 | 01:07
Hvað með Alcoa Fjarðarál? "Rýtingur í bakið"?
Alcoa Fjarðarál nýtur þeirra sérréttinda að vera í raun með undanþágu frá því að greiða tekjuskatt, sama hvað vel gengur.
Í orkusölusamningi fyrirtækisins var sett ákvæði, sem bindur hendur ALþingis allan 40 ára samningstímann til að setja ekki þak á þær upphæðir, sem Alcoa má færa til á milli dótturfyrirtækja sinna til þess að komast hjá því að greiða tekjuskatt af þeim stóru upphæðum, sem álverið hefur grætt frá því það var tekið í notkun.
Um samningana gildir sama góða leyndin og þykir svo sjálfsögð um orkuverðið, en víst er að skattfrjálsi gróðinn nemur mörgum tugum milljarða króna samtals þessi ár.
Ákvæðið góða felur í sér, að einfaldur sölusamningur milli tveggja aðila bindur hendur Alþingis áratugi fram í tímann, en í stjórnarskránni segir skýrt að Alþingi hafi fjárveitingavaldið og setji fjárlög.
Mikið og eðlilegt fár hefur verið út af því að nokkur stórfyrirtæki hafi "rekið rýting í bakið" á samstöðunni um neyðaaðstoð til fyrirtækja sem COVID-19 faraldurinn léki grátt, þegar upp komst að greiða átti arð í stórum stíl á sama tíma sem tekið var á móti neyðaraðstoð.
Hvað er þá hægt að segja um Alcoa sem fær að halda sínum falda gróða vegna skattfríðinda, sem tryggð eru áfram eins og ekkert sé og þar að auki þiggja "neyðaraðstoð" í formi stórfellds afsláttar á orkuverði?
![]() |
Landsvirkjun lækkar verð til álvera |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ofurtækni nútímans hefur valdið ákveðinni firringu gagnvart þeim aðstæðum, sem við erum sköpuð fyrir. Eitt fyrirbærið felst í óhjákvæmilegu sambýli okkar við bakteríur og veirur, eins og fyrirsögn þessa pistils ber með sér.
Sumar bakteríurnar, svo sem í meltingarveginum, eru lífsnauðsynlegar, og allar hinar eru langflestar okkur til gagns og hluti af sköpunarverkinu, sem við erum hluti af.
Af þessu leiðir, að sýkingar og farsóttir hafa verið, eru og verða fylgifiskar okkar alla tíð, svo lengi sem mannkynið byggir þetta land og þessa plánetu, sem nefnist jörð.
![]() |
Við munum fá aftur svona faraldur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2020 | 22:44
Allar Norðurlandaþjóðirnar lærðu dýrkeypta lexíu.
Í fréttaskýringu í DV í dag kemur fram að Frakkar sæmdu Hermann Jónasson, heiðursorðu fyrir það að hafa sem forsætisráðherra 1939 neitað Þjóðverjum um að reisa flugbækistöðvar hér á landi.
Viðeigandi að setja inn mynd af sólarlagi kvöldsins við flóann þegar minnst er upphaf friðar í Evrópu fyrir 75 árum, sem hefur að mestu leyti enst síðan.
Höfnun Íslendinga á beiðni Hitlers vakti athygli víða um heim, því að einmitt á þessum tíma skulfu allir í hnjánum þegar Hitler heimtaði eitthvað, og þetta vor lagði hann alla Tékkóslóvakíu undir sig og Mussolini lagði Albaníu undir sig, báðir, án þess að skoti væri hleypt af.
En það var auðvitað eins og að henda kjötbitum í úlfskjafta og Heimmstyrjöld var skollin á 1. september.
Það var ekki síður að þakka Agnari Koefoed-Hansen þáverandi flugmálaráðunauti íslensku ríkisstjórnarinnar að hún neitaði Þjóðverjum um aðstöðu.
Agnar var eini Íslendingurinn á þessum tíma sem vissi allt um evrópsk flugmál eftir að hafa flogið fyrir Lufthansa og í Noregi og orðið kunnugur öllum hnútum hjá Þjóðverjum, Dönum og Norðmönnum.
Hann gerði Hermanni grein fyrir því að á örfáum árum væri herflugvélafloti stórveldanna að ganga í gegnum hröðustu framfarir á því sviði síðustu tuttugu ár, og að riði á lífi Íslendinga að nýta sér það, að engir flugvellir væru í landinu, og halda flugi hervelda algerlega frá Íslandsströndum.
Vísasti vegurinn til að dragast strax inn í stríðið væri að lúta fyrir kröfum Hitlers eða neinna annarra. Annars myndi varða barist úm landið strax í upphafi stríðs.
Agnar var þarna á undan sinni samtíð, því að Norðurlandaþjóðirnar allar stóðu í þeirri trú, að þær myndu geta haldið hlutleysi sínu í styrjöldinni.
Það var argasta óraunsæi og blekking, sem sést á því að Þjóðverjar réðust á Noreg og Danmörku 9. apríl 1940, Bretar hernámu Ísland 10. maí og Rússar réðust á Finna í desember.
Svíar sluppu að vísu við beint hernám en voru innikróaðir af Þjóðverjum og bandamönnum þeirra eftir innrás Hitlers í Sovétríkin 22. júní 1940, og urðu til dæmis að neyðast til að leyfa Þjóðverjum að nota járnbraut sína til að flytja herafla frá Noregi yfir til Finnlands og austurvígstöðvanna í Rússlandi.
Svíar voru aðkrepptir og bjuggu við kröpp kjör á stríðsárunum. Eina þjóðin sem græddi efnahagslega á stríðinu vorum við Íslendingar, en á móti kom missir um 200 manns á hafinu, sem var mikil blóðtaka.
![]() |
75 ár síðan nasistar lyftu járnhælnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)