11.5.2021 | 20:56
Allt er orðið "jeppar."
Þegar fjórhjóladrifsbílar á borð við Subaru Leone 4x4 og fyrstu gerðirnar af Toyota RAV 4 ruddu sér til rúms hér á landi datt engum í hug að kalla þá jeppa.
Á þessum tíma hikuðu menn hins vegar við að þýða erlenda hugtakið SUV, Sport Utility Vehicle, og fóru að fikta við heiti eins og jepplinga.
Þegar hin erlenda SUV-bylgja skall síðan yfir hér á landi fyrir alvöru um síðustu aldamót varð fjandinn laus.
Hægt og bítandi en ómeðvitað markvisst var skilgreining færð neðar og neðar, og nú er svo komið að munurinn á sumum "jeppum" og venjulegum framhjóladrifnum fólksbílum er orðinn ENGINN, hvorki á veghæð, drifum, þakhæð né skögun að framan og aftan og undir kvið.
Táknrænt dæmi er samtal sem ég átti eitt sinn við stoltan nýjan jeppaeiganda. Orð hans eru skáletruð:
Ég er svo ánægður með þennan jeppa af því að hann er með stærri farangursgeymslu en aðrir jeppar. Svo er hann líka ódýrari.
En veistu af hverju þetta tvennt er svona? Það er vegna þess að hann er ekki með neitt afturdrif og þar með fæst meira rými fyrir stærra skott og lægra verð með því að sleppa afturdrifinu.
Þú ert að grínast. Þetta er fullkominn jeppi.
Skoðaðu undir hann að aftan. Hefurðu gert það?
Nei.
Kíktu þá núna.
Nei, hver andskotinn, það er ekkert drif að aftan. En það skiptir ekki máli og ég get þá bara skoðað hvort ég geti skipt honum út fyrir annan alveg eins, sem er með afturdrif.
Það er ekki hægt. Hann er ekki framleiddur með fjórhjóladrif.
Af hverju ekki?
Af því hann er bara framleiddur með framhjóladrifinu einu.
Jæja, það breytir engu fyrir mig. Það halda allir að ég sé á jeppa .
![]() |
Miðhálendið má ekki verða yfirfall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2021 | 15:00
Ný tegund goss? Kannski að hluta til.
Gosið við Fagradalsfjall kemur upp úr alllöngum kvikugangi neðanjarðar og á upptök sín á um 15 km.
Fyrri staðreyndin hefur reynst ríma vel við reynsluna af fyrri gotum á gossprungum, sem víða á landinu, svo sem í Eldvörpum, Kröflu, Heimaey, Lakagígum og Holuhrauni hafa í byrjun verið öflugust, en smám saman hefur dregið úr þeim uns þau dóu út.
En dýptin í Geldingadalagosinu hefur hins vegar snúið þessu við á fyrstu tveimur mánuðum þessa goss, og hraunrennslið hefur aukist, en er samt enn um 40 sinnum minna en rennslið var í Holuhrauni.
Eldurinn, sem myndin er af í næsta pistli á undan þessum, sem siðuhafi hefur séð heiman frá sér.
Á svipaðan hátt og vísindamenn lærðu mikið af Kröfueldum stefnir í mikinn lærdóm af þessu gosi, og verður það að teljast mikill kostur ef nú er að hefjast nokkurra alda tímabil með nýrri og aukinni virkni á Reykjanesskaga frá því sem var fyrir átta öldum.
![]() |
Gosið tvöfalt öflugra en áður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2021 | 00:38
Opið eldgos á 35 kílómetra færi.
Þótt loka þurfi fyrir aðgengi að eldgosinu við Fagradalsfjall þegar loft verður þar of eitrað, þarf það ekki trufla neitt að ráði nú um miðnæturskeið fyrir þá sem .
Nei, gosbjarminn blasir við að baki Keilis þegar staðið er við stofugluggann í 35 kílómetra beinnar loftlínufjarlægð, svæfir mann með fegurð sinni og tign og getur orðið á undan morgunsólinni í fyrramálið til að kveikja ljós og láta roða fyrir nýjum degi.
Roðalitaður mökkurinn stendur upp úr sjónsviði myndavélarnnar þar sem hann rís til himins.
![]() |
Lögreglan lokar gosstöðvunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.5.2021 | 19:51
150 hektarar eru 1,5 ferkílómetrar.
Það er viðburður að sjá hekturum breytt í ferkílólmetra í fréttaflutningi í fjölmiðlum og getur skortur á slíkri sjálfsagðri þjónustu staðið í vegi fyrir því að því frumskilyrði í fjölmiðlun sé fullnægt að veita sem bestar upplýsingar sem varpi ljósi á málavexti.
Það er nefnilega talsverður munur á því að nefna eingöngu flatarmál í hekturum innanlands og ekki síður erlendis þar sem hin stóra tala hektaranna veldur því oft að flest fólk fær ekki hina minnstu hugmynd um umfang þess sem um er rætt.
Það er engin afsökun fyrir fjölmiðlafólkið að segja að almenningur geti auðveldlega breytt risa hektaratölu í ferkílómetra með því að taka tvo tölustafi aftan af stóru tölunni.
Ef þetta er svona auðvelt er þess meiri ástæða fyrir fjölmiðlafólkið, sem fjallar um þessi mál að breyta tölunum sjálft í upphafi; sjálfsögð þjónusta fyrir neytandann.
150 hektarar sýnist nokkuð stór tala, en samsvarar þó aðeins einum og hálfum ferkkílómetra, sem er álíka stórt svæði og Reykjavíkurflugvöllur tekur.
Meira en 20 ár eru síðan áhugamaður um ræktun hamps reyndi að koma þessari nýbreytni á framfæri, og virtist margt í því líta afar vel út og eiga erindi inn í þjóðarbbúskapinn.
Fréttin með 150 hekturunum sýnir því frekar að það þurfi að bæta hressilega í við að koma hamprækt á framfæri heldur en að það fái rólegan framgang.
![]() |
Ræktun á iðnaðarhampi fimmfaldast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2021 | 07:30
Það kviknaði aldrei í hestunum.
Meðan einkahesturinn var álíka draumur hvers almúgamanns og einkabíllinn varð síðar þurfti fólk og slökkviliðsmenn ekki að hafa miklar áhyggjur af því að það kviknaði í þeim.
Síðan komu farartæki til sögunnar, sem voru knúin eldsneyti, með eldsneytisleiðslur, eldsneytisgeyma, brunahreyfla með brunahólf, sprengihreyfla o. s. frv., og slökkvilið og almenningur aðlöguðu sig að þessum aðstæðum með því að finna upp eldvarnarbúnað og eldvarnarreglur.
Með tilkomu sjónvarpsins kom nýtt tæki til sögunnar, sem á það til að springa með miklum látum, en engum hefur samt dottið í hug að banna sjónvarpstæki.
Með almennri tilkomu rafmagns til húsahitunar og hvers kyns orkunotkunar í heimilistækjum og lýsingu hafa orðið þúsundir bruna með orsökinni "talið er að kviknað hafi út frá rafmagni" en engum snillingi hefur samt dottið í hug að banna rafmagn.
Um allt ofangreint gildir, að tekin er útreiknuð áhætta með notkun, og niðurstaðan notuð til þess að skapa notkunarreglur sem minnka hana.
Nú stendur fyrir dyrum að skipta út rafhlöðum á ákveðnum fjölda af Hyondai Kona rafbílum og nefndar hrollvekjandi tölur um bruna í gölluðum rafhlöðum og ráð á meðan í hleðslu þeirra, sem komi í veg fyrir bruna.
Brunatölurnar á heimsvísu eru býsna háar, en þó aðeins sjö í allri Evrópu og enginn ennþá á Íslandi.
Enn í dag er rafbíl kennt ranglega um mesta bílastæðahúsbruna Norðurlanda fyrir tveimur árum, þegar hið sanna var að um ósköp venjulegan Opel Zaphira dísil var að ræða.
Þegar tíðni bruna í rafbílum hefur verið könnuð hefur komið í ljós að bílar knúnir jarðefnaeldsneyti i tíðni.eru með hærri tíðni.
En aðrar eldvarnar- og slökkviaðferðir þarf að nota við rafbílana og það þykir bæði fréttnæmt og hrollvekjandi.
Það er engin frétt að kvikni í venjulegum bílum, þvi að brunar í slíkum bílum hafa fylgt þeim frá upphafi eftir að þeir tóku við af hestunum, sem aldrei kviknaði í.
Mun svo verða meðan eld, sprengingar, bruna og rafmagn þarf til að knýja þá.
![]() |
Eins og fallbyssuskot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2021 | 23:12
Gæti íslenska stikkfrí aðferðin í CO2 málum gengið upp á heimsvísu?
Sífellt má sjá þeim rökum haldið fram opinberlega varðandi framlag Íslands til útblásturminnkunar koltvísýrings, að vegna smæðar þjóðarinnar eigum við kröfu á að sleppa við að taka þátt í þessu alheimsátaki af því að það muni nánast ekkert um það.
Íslendingar séu nefnilega aðeins 0,005 prósent af jarðarbúum.
Þeir, sem þessu halda fram í krafti þess að aðrir jarðarbúar en við séu 20 þúsund sinnum fleiri en við, gæta hins vegar ekki að því, að ef þessi rök gilda um okkur, eiga þau líka við hvaða 370 þúsund manna hóp jarðarbúar, sem er.
Allar borgir heimsins eða borgarhverfi, sem eru með um 300-500 þúsund íbúa geta þá beitt þessum rökum, og afmarka mætti um 20 þúsund svæði á jörðinni sem hefðu þennan mannfjölda og þar með sömu rök og við til að taka ekki þátt í neinni skerðingu útblásturs.
Þar með getur þessi íslenska stikkfrí aðferð gert allt mannkynið stikkfrí, og málið dautt!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2021 | 20:43
Veruleikinn breytist hratt.
Síðustu 16 mánuði hefur heimsmyndin breyst svo gersamlega, að engan hefði getað órað fyrir þeim viðfangsefnum og fréttum sem nú er fengist við um allan heim og birtast í orðum eins og sjálfsprófi í tengslum við sóttkví.
Áreiðanlega hefði mátt hlæja að spám margar af svonefdnum völvum fyrir síðustu ár.
Eitt af því er beiting nýrrar tækni af öllu tagi til þess a hjól þjóðfélagsins geti snúist að nýju af þeim krafti sem þarf til að komast upp úr lægð undanfarins farsóttarárs.
Þótt yfirbragð þessara nýjunga gefi til kynna erfiðleika og vesen er þó um að ræða úrlausnir sem með tímanum geta skilað ávinningi, sem færir það jákvæða niðurstöðu að lokaniðurstöðuna má orða með orðinu framfarir og hagkvæmni, sem kannski hefði aldrei fengist.
![]() |
Gæti bundið enda á sóttkví |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2021 | 13:48
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.
Margir hafa óttast að annaðhvort árið 2019 eða 2020 verði fært í annála sem tímamótaár í eilifri viðureign mannkynsins við drepsóttir, veirur og sýkla.
Mannkynið er orðið svo fjölmennt og missskipting gæða slík, að farsóttir eins og COVID-19 og fjölónæmissýklar fái ráðrúm í tíma og rúmi til að efla framgang sinn með nýjum og nýjum stökkbreytingum, sem muni valda því að sífellt þurfi að elta skottið á þessum ógnum með nýjum og nýjum bóluefnum og sýklalyfjum.
En hugsanlega verða áramótin 2019-2020 í framtíðinni talin sem tímamót í mannkynssögunni.
Því er það því miður líklegt að pöntun á einni og hálfri milljón af bóluefni sé alls ekki ofætlun, heldur falli það undir gamla íslenska máltækið, að ekki sé ráð nema í tíma sé tekið.
![]() |
Meira smitandi en önnur afbrigði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2021 | 06:26
Sjálfstæðismál Skota, mál, sem Íslendingar ættu að skilja.
Sjálfstæðisbarátta Íslendinga tók á sig ákveðna mynd strax með Þjóðfundinum svonefnda 1851, sem var um margt merkilegur viðburður, því að hann fólst þjóðaratkvæðagreiðsllu á Íslandi i alveg sérstökum kosningum utan við Alþingiskosningar til sérstaks íslensks stjórnlagaþings.
Þegar fulltrúa konungs varð ljóst að Íslendingar stefndu að því að búa sjálfir til eigin stjórnarskrá með miklu sjálfstæði, sleit hann fundinum einhliða, og við það hefur setið síðan, í alls 170 ár.
Að vísu var kosið að nýju til sérstaks íslensks stjórnlagaþings árið 2010, en lagatæknum ríkjandi valdaafla á Íslandi tókst að fá þá kosningu metna ógilda af Hæstarétti vegna smásmugulegra framkvæmdaratriða, sem hvergi í hinum vestræna heimi hefðu verið tekin gild ástæða til slíks úrskurðar.
Nægir að nefna úrskurð stjórnlagadómstóls Þýskalands í svipuðu máli sem dæmi um slíkt. Í því máli var úrskuirðað um lagfæringar á framkvæmd slíkra kosninga, en úrslitin látin standa á þeim forsendum, að vankantarnir hefðu ekki haft áhrif á úrslit kosninganna.
Mannfjöldir, 5,3 milljóni og aðstæður í Skotlandi eru svipaðar og hjá fjölmennustu Norðurlandaþjóðunum og Írum og því ætti það að vera sjálfsagt mál að Skotar fái sjálfir að ráða um stöðu sína.
En þar, líkt og hér, standa valdamikil öfl bæði utan og innan Skotlands að því að koma í veg fyrir allt slíkt, líka það að Skotar fái sjálfir að ákveða hvort þeir fylgi Englendingum úr ESB eða verði aðildarland að ESB.
![]() |
Enginn geti hindrað kosningu um sjálfstæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Síðuhafi varð 2015 þátttakandi því sem nú er neft hjólabylgjan og veldur með hverju árinu nýjum aðstæðum í samgöngukerfi landsins, sem samanstendur af misjafnlega stórum götum, gangstéttum, hjólastígum, göngustígum og hestastígum í þéttbýli og dreifbýli.
Hratt breyttar aðstæður og nýjabrum hafa valdið því að umferðin í heild líður oft fyrir skort á þekkingu og þeirri miklu hefð, sem Evrópuþjóðir búa að eftir aldar reynslu af nútíma borgarumferð með nýrri samsetningu farartækja og ferðamáta.
Þetta sést vel þegar verið er á ferð í erlendum borgum þar sem svonefnd vespuhjól gegna lykilhlutverki í því að hin afar þétta og þunga umferð geti yfirleitt gengið upp.
Hér á landi er enn furðu algengt að sumir ökumenn virðast líta á tilkomu vélhjóla í umferðarmynstri sem óæskilega viðbót eða aðskotahlut, sem steli rými frá bílunum og stækki umferðarteppur.
Þessu er hins vegar í raun þveröfugt, því að með því að knapinn hefur tekið lítið vélhjól fyrir ferð sína, hefur hann skapað auka rými fyrir einn bíl í staðinn, allt eins í staðinn fyrir bíl, sem hann annars væri á.
Meðal hjól er um 2 metrar á lengd og 0,80 m á breidd og tekur því aðeins 1,6 fermetra á götunni í stað þeirra 9 fermetra sem meðalstór fólksbíll tekur.
Fyrir aðeins rúmum áratug var því haldið staðfast fram af mörgum á fundi Slóðavina að menn á torfæruhjólum ættu tvímælalaust að hafa ótakmarkaðan aðgang að öllum slóðum, göngustígum og kindastígum í náttúru Íslands!
Þegar þeim var bent á, að allir merktir jeppaslóðar landsins væru langt yfir 20 þúsund kílómetrar að lengd, töldu þeir það alltof lítið og töldu lágmark að algert frelsi ríkti fyrir þá.
Gott er að vita af því að í gangi sé viðleitni til sáttar og samlyndis í allri umferð landsins, jafnt í þéttbýli sem dreifbýli, til aukins öryggis og hagræðis fyrir alla.
![]() |
Öll dýrin í skóginum verði vinir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)