4.5.2021 | 17:59
Meiri gróður - meiri eldsmatur.
Stundum ættu fréttir af vexti á hinu og þessu ekki að vekja undrun. Það á einkum við þegar beint orsakasamband liggur á milli hluta.
Stórvaxandi gróður á lslandi er einföld ávísun á mun meiri eldhættu og bruna, en aðal viðfangsefnið ætti að vera að vanrækja ekki brunavarnir og að vinna ötullega að nýju mati á eldhættu sem minnki hættuna sem mest.
Oft er það að ný fyrirbrigði vekja upp æsingakenndan fréttaflutning.
Ágætt dæmi er það þegar slökkvilið fóru að æfa ný vinnbrögð fyrir tveimur árum í þeim tilfellum þegar kviknar í rafbílum og æfðu til dæmis sérstaka notkun eldvarnarteppa.
Um svipað leyti varð stærsti bílahússbruni á Norðurlöndum og komst þá strax sá kvittur á kreik að kviknað hefði í út frá rafbíl.
Fóru æsingakenndar fyrirsagnir eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla um þá nýju og hroðalegu ógn sem rafbílarnir færðu með sér.
Skipti þá engu þótt tveimur dögum síðar fréttist að bíllinn, sem olli brunanum hefði verið gamall Opel Zafira dísil; þessi hviksaga hefur haldið velli allt til dagsins í dag og fær sífellt nýja og nýja vængi.
Það virðist nægja, að með vaxandi fjölgun rafbíla fjölgi brunum í þeim, þótt margsinnis hafi komið fram að brunar í þeim séu hlutfallslega færri en í bílum knúnum ELDSneytiorkugjöfum, eldsneytisgeymir, brunahólf, brunahreyfill, sprengihreyfill, spark plugs o.s.frv.
Áður en rafbílar komu til sögunnar voru rafbílabrunar óþekktir, en auðvitað getur kviknað í þeim eins og öðrum farartækjum.
Það, að slökkviliðið þurfi að nota öðruvísi tæki a til vegna bruna í þeim er ekkert öðru vísi en þegar slökkviliðsmenn þurftu að takast á við ný vinnubrögð þegar bílar tóku við af hestunum, sem aldrei kviknaði í.
![]() |
Sinubruni í Heiðmörk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ófangreind auglýst átök og kaflaskipti hafa komist á dagskrá í þeim hluta orkuskiptanna hér á landi, sem snýr að rafknúnum hjólum allt frá hlaupahjólum upp í léttbifhjól.
Í ágúst 2015 var farið á rafreiðhjóli eingöngu fyrir eigin rafafli frá Akureyri til Reykjavíkur 430 km leið fyrir Hvalfjörð á tæpum tveimur sólarhringum og var orkukostnaðurinn um 60 krónur miðað við heimahúsarafmagn, sem notað var til að endurhlaða rafhlöðurnar.
2016 var farið á léttbifhjóli í 125 cc flokki frá Reykjavík til Akueyrar á 5 klst 30 mín með orkukostnaði upp á 1900 krónur, stansað í þrjátíma og haldið áfram hringinn með 6 klst stansi á Egilsstöðum og hringurinn kláraður um Fjarðabyggð á 31 klukkustund samtals fyrir 6400 krónu orkukostnað.
2020 var farið Gullna hringinn á rafknúnu léttbifhjóli með útskiptanlegum rafhlöðum og líkt eftir því að í sjopppum og bensínstöðvum á leiðinni væru skiptistöðvar fyrir rafhlöðurnar líkt og eru að ryðja ser til rúms erlendis.
Myndin er tekin í Tæpei á Tævan.
Ferðin var 230 kílómetra löng og tók 4 klst 30 mín með orkukostnaði upp á 80 krónur!
Við Íslendingar erum langt á eftir öðrum þjóðum á þessu sviði og að mörgu leyti fastir í fordómum varðandi mögulega farartæjabyltingu sem gæti bæði verið til mikils hagræðis og sparnaðar.
![]() |
Sprenging í innflutningi rafhjóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2021 | 13:06
Skiptir ekki máli hvort það er Reykjavík eða Sauðárkrókur.
Við og við skýtur upp umræðuefnum varðandi búsetu, sem leiða hugann að samtali Einars K. Guðfinnssonar þáverandi Alþingismanns við hámenntaðan útlending, sem hafði flust úr einni af stórborgum Evrópu til Sauðárkróks.
Einar spurði hann hvers vegna hann hefði ekki frekar flust til Reykjavíkur en alla leið norður á Sauðárkrók.
Svarið var einfalt.
"Ef ég á annað borð flyt frá einni af fjölmennustu stórborgum Evrópu norður á útnára, skiptir ekki máli fyrir mig hvort þessi útnári heitir Reykjavík eða Sauðárkrókur."
![]() |
Skiptir mig engu máli í hvaða landi ég spila |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2021 | 01:05
Styttist í að teikoffið taki völdin í tilbeiðslunni á enskunni?
Sú var tíðin að íslensk tunga átti ágætis orð til að lýsa því þegar fuglar og loftför hófu sig til flugs. Stundum var sagt að þeir fengju byr undir báða vængi.
Ef einhver hlutur fauk var stundum sagt, að hann hefði tekist á loft; já, hann tókst á loft.
En enskan er lævís og lipur þegar hún laumar sér inn í íslenskuna og útrýmir stundum ágætis orðum eins og áföngum og leiðum með orðinu legg.
Og nú virðist tilbeiðslan á enskunni vera að smeygja sér lumska leið í áföngum til þess ástan d að enska nafnorðið "take-off" og "sögnin "to take off" þrýsti sér endanlega inn alls staðar þar sem flogið er.
Næsta þróunarstig úr "flugnám tekur á loft á ný" gæti því orðið "flott teikoff hjá fluginu."
Það auðveldar þessa yfirtöku, að heitið flugtak er orðið gott og gilt og einnig hugtökin flugtaksbrun og flugtaksveegalengd samhliða orðunum brottför og brottfarartími.
![]() |
Flugnám tekur á loft á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.5.2021 | 20:02
Þegar Sigurður Þórarinsson fékk glóandi hraunslettu á húfuna fræga.
Allt fram yfir 1980 var Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur þekktasti vísindamaður landsins á því sviði og naut virðingar langt út fyrir landssteinana.
Þess utan naut hann geysilegra vinsælda fyrir fjölmarga snilldartexta og ljóð sín, auk þess að vera eins konar hirðskáld Savannatríósins.
Sigurður var því ekki seinn á sér að komast á vettvang upphafs Kröflueldanna 20. desember 1975 og kominn á stjá í návígi við fyrsta gosið, sem var þó frekar lítið miðað við þau gos sem komu á tímabilinu 1980 til 1984.
Vörumerki Sigurðar var landsfræg skotthúfa hans, og því þótti það fréttnæmt þegar hann kom í flasið á fréttamönnum uppi við Leirhnjúk, og það sást gat á skotthúfunni með svartsviðna jaðra sem sýnu svart á hvítu, að þar hefði fallið hraunsletta og sviðið þetta gat á húfuna frægu.
Það var því þegar svifið á Sigurð og hann spurður, hvort hraunsletta hefði hæft húfuna.
Hann játaði því og næsta spurning var því hvort hann væri ekki hræddu um líf sitt í svona sviptingum við hinn heimsfræga íslenska jarðeld og náttúruöfl.
Sigurður kvaðst hvergi smeykur, hann yrði áreiðanlega ekki fyrir slíku, heldur miklu frekar á hættulegasta stað tilverunnar, í rúminu.
Hann hefði um þetta áþreifanlegt sönnunargagn.
"Hvaða gagn er það?" var spurt.
"Ég hef svo gott nafnnúmer,"svaraði Sigurður.
Þess ber að geta að á þessum árum var fjögurra stafa tala, sem var fyrirrennari kennitölunnar, sem síðar kom, nefnd nafnnúmer.
"Nafnnúmer?" Svar Sigurðar var svo sannarlega óvenjulegt og hann inntur eftir nánari útskýringu.
"Ég er með svo stórkostlegt nafnnúmer, að það er eins og sniðið fyrir mínar þarfir," bætti Sigurður við.
"Ha?"
"Já," sagði Sigurður, "nafnnúmer mitt er 7-9-13.
Hann varð sannspár og lést af völdum sjúkdóms, sem hafði engin tengsl við starfsaðstæður hans.
![]() |
Hraunsletturnar 5 til 15 sentimetrar í þvermál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.5.2021 | 13:41
Stórar eldstöðvar bíða í biðröð eftir að gjósa.
Þótt gosið í Geldingadölum hætti breytir það litlu varðandi möguleika á eldgosi, jafnvel fleiri en einu, og það margfalt stærra.
Hekla gaus síðast árið 2000 og féll saman við það eftir útþenslu í níu ár, en hefur ekki einasta náð að vinna það upp með nýrri útþenslu, heldur gott betur.
Má orða það svo, að hún sé komin á tíma, og vitað er, að hún er þess eðlis, að hún getur gosið með klukkustundar fyrirvara frá fyrstu ummmerkjum á mælakerfi hennar.
Þannig var það líka árið 2000.
Nú eru 103 ár frá síðasta stóra Kötlugosinu, jafnmörg ár og liðu frá Heklugosinu 1845 til 1947.
Bæði þessi eldfjöll hafa gosið með styttra millibili í margar aldir og eru til alls vís.
Bárðarbunga er að safna í næsta gos, en engin íslensk eldstöð er jafnoki hennar hvað varðar það að eldgos, sem á upphaf sitt í henni, komi upp í margra tuga og jafnvel meira en hundrað kílómetra fjarlægð til suðvesturs, allt suður á Landmannaafrétt.
Á því svæði eru 540 ár frá síðasta stórgosi, og 230 ár eru frá Skaftáreldum þar fyrir austan.
Grímsvötn eru hugsanlega líklegri til stórræða núna, gusu síðast 2011, 2004 og 1998 og því senn kominn tími á þau, þessa virkustu eldstöð landsins.
Öræfajökull var með tilburði fyrir fjórum árum, ekki ósvipuðum þeim voru í Eyjafjallajökli 1999, ellefu árum fyrir gosið þar.
![]() |
Skjálftar með stuttu millibili við Kötlu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2021 | 00:07
Allt er breytingum undirorpið í náttúrunni, til dæmis sólarlagið.
Eitt af því sem vekur undrun þegar farið er að pæla í gangi sólarinnar, sem er í raun gangur jarðarinnar umhverfis sólina, eru hinar furðu hröðu breytingar á afstöðu jarðarinnar til sólarinnar sem felst í sólarganginum og gangi annarra himintungla, til dæmis tunglsins á hverjum degi.
Sem dæmi má nefna mynd sem smellt var á sólarlagið séð frá Borgarholti í Grafarvoshverfi í kvöld.
Á henni er sólin að síga við viðar rétt austan við Snæfellsjökul, og á þessu augnabliki er eins og hún hafi runnuð ofan af jöklinum í austurátt ofan á Fróðárheiði á leið sinni niður og austur úr þeirri stöðu, sem hún er í á því augnabliki sem smellt er af.
Þetta augnablik er furðu stutt, og ekki aðeins það er undirorpið furðu miklum breytingum, því að annað kvöld fer sólin ekki á sama stað og tíma niður og í kvöld heldur bæði fjórum mínútum síðar og talsvert austar.
Þar með fer forgörðum það tækifæri að ná mynd af sólinni í sömu stöðu og í kvöld, heldur verður að bíða til 11. ágúst eftir því.
Hinn möguleikinn er að færa tökustaðinn til, en það er tæknilega ómögulegt.
Og þar með verður þar næsti möguleiki ekki fyrir hendi fyrr en eftir heilt ár.
![]() |
Leggja til stærra hættusvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2021 | 22:37
Tímasetningin ræður miklu.
Sagan geymir óteljandi dæmi um fyrirbæri voru sigursæl, af því að þar var um að ræða rétt fyrirbæri á réttum tíma. En líka hitt, að sigur fékkst ekki af því að enda þótt fyrirbærið væri rétt, kom það fram á röngum tíma.
Í þeirri hættu hefur annars gott lag Daða og Gagnamagnsins verið í vor. Bandaríkjamenn orða þetta svona: "The aim was right but the target moved" það var miðað rétt en skotmarkið hreyfðist úr stað.
Flestum ber saman eftir á, að Alfred Hitshckock hefið átt skilið að fá Óskarsverðlaun fyrir einhverja af hinum klassísku og alþekktu tímamótamyndum sínum, sem lifa, þótt verðlaunamyndirnar, sem sigruðu séu flestar gleymdar.
En þær unnu, af því að þær komu fram á réttum tíma miðað við tíðaranda og fleira, sem ræður oft svo miklu.
Á gullaldartíma þungavigtarinnar í hnefaleikum milli 1964 og 1978 voru uppi nokkrir hnefaleikarar sem hefðu á öðrum tíma verðskuldað heimsmestaratitil. Þeir voru voru hins vegar réttir menn á röngum tíma, þeir miðuðu rétt með hnefunum en skotmarkið, Ali, hreyfði sig hraðar en nokkur annar í sögunni.
1956 var bílaframleiðandinn Ford í kjörstöðu með nýjan bíl, sem allar kannanir sýndu að yrði metsölubíll í flokki millistærðarbíla, þar sem eftirspurnin var mest á uppgangstíma rokkáranna þar sem allar hagtölur voru á hraðri uppleið.
En hins vegar tók þrjú ár frá ákvörðun um nýjan bíl þar til hann kæmi á markað, og 1958 voru allar forsendurnar fyrir Edsel brostnar, komin stutt kreppa sem bitnaði mest á millistærðarbílum þar sem salan hrundi, en stórjókst í litlum bílum og innfluttum.
Niðurstaðan varðandi Edsel varð mesta afhroð í sögu bílasölu heimsins og Edsel var sleginn snarlega af.
Hins vegar fóru Studebaker verksmiðjurnar aðra og gerólíka leið með góðum árangri, tóku aðal bíl sinn, styttu djarflega á honum bæði framendannn og afturendann mokseldu þennan "litla" bíl 1958-1960 og seinkuðu með því gjaldþroti þessa meira en aldar gamla fyrirtækis um fjögur ár.
1950 smíðuðu Bretar langstærstu farþegaflugvél heims, sem miðaðist við mikla þörf fyrir þægilegan farkost yfir Norður-Atlantshafið í stað lúxus stórskipanna.
Hún þurfti hvorki meira né minna en átta bullhreyfla til þess að þjóna ætlunarverki sínu.
Stórar skrúfuþotur og þotur með flugþol til 5700 kílómetra flugs voru ekki komnar til sögu og þessi risaflugvél var sjö klukkustundir að komast þessa leið.
Til þess að bæta farþegum þetta óhagræði upp var mikinn lúxus að finna í vélinni, hægt að panta svefnklefa á efri hæð, njóta veitinga á bar og meira að segja horfa á kvikmyndir í sérstökum bíósal!
Fyrir bragðið var fargjaldið svimandi hátt því að þessi risavél tók aðeins eitt hundrað manns í sæti, og þessi tilraun til framfara í flugi yfir Atlantshafið mistókst herfilega.
Hér hafa verið nefnd sláandi dæmi um gildi tímasetningarinnar þegar um samkeppni eða gott gengi er að ræða.
Þau hafa ekki verið nefnd sem hrakfaraspá fyrir hið góða framlag Daða og Gagnamagnsins í komandi keppni, heldur aðeins sem dæmi um það hve réttar tímasetningar eru ekki aðeins mikilvægar, heldur líka erfitt að rata á þær.
![]() |
Daði á siglingu í veðbönkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2021 | 18:39
Afsakið hlé, fjörbrot, eða aðdragandi af einhverju nýju?
Þegar þessr línur eru skrifaðar hefur staðið yfir býsna langt hlé á hraungosinu í Geldingadölum, þar sem varla hefur sést örla á hinni eldrauðu uppsprettu í gíg 5.
Hins vegar ruku upp gríðarstórir kvikustrókar í dag, líkt og um fjörbrot sé að ræða.
Þessi skrykkjótta atburðarás hefur sést allt frá Reykjavík, til dæmis þaðan sem gosmökkurinn sýnist koma upp úr Keili, sem er í sjónlínunni.
Jarðfræðingar eiga erfitt með að fullyrða mikið að svo stöddu, svo sem því sem spurt er um í fyrirsögn þessa pistils.
Ein skýringin er að eins konar fyrirstaða stöðvi flæðið og að þegar hún rofni, verði kvikstrókarnir jafn háir og raun ber vitn, allt í 2-300 metra hæð.
2Myndirnar hér á síðunni voru teknar seint á sjötta tímanum með um korters millibili.
![]() |
Hegðun eldgossins breyttist í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.5.2021 | 13:50
Hægfara útgáfa af Eyjagosi eða Kröflugosi?
Stærstu Kröflugosin hófust á því að eldtunga, lík rauðglóandi hnífsoddi, reif sig upp úr gossprungu sem opnaðist í norðurátt frá miðju hins eldvirka svæðis við Leirhnjúk, varð að hratt stækkandi eldvegg sem breyttist í röð af eldspúandi gígum uns oftast varð einn eftir og dó út á nokkrum dögum.
Nú er spurningin hvort hægt sé fyrir þorra þjóðarinnar að fylgjast með svipaðri framvindu við Fagradalsfjall.
![]() |
Eldtungan reis fyrir aftan þau |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)