"Mikill meirihluti á móti hálendisþjóðgarði" og álíka fullyrðingar hafa verið settar fram hjá andstæðingum hans. Í kvöld var birt skoðanakönnun hjá Gallup sem sýnir þveröfuga niðurstöðu.
Um 54,5 prósent þeirra, sem tóku afstöðu, voru hlynnt hálendisþjóðgarðinum en um 45,5 prósent á móti.
Þetta er í stíl við annan málflutning gegn þjóðgarðinum undanfarnar vikur og mánuði þar sem fullyrt hefur verið um skaðsemi þjóðgarðsins, útilokun almennings frá honum og ofríki og ofstopa stjórnenda sem myndi ríkja þar og gera landsmenn brottræka.
Aldrei hefur hins vegar, þótt eftir því hafi verið leitað, verið nefnt neitt dæmi um að svona sé þetta í þjóðgörðum, hvorki hér á landi né erlendis.
Enda ekki von. Þeir,sem mest hafa hamast gegn þjóðgörðunum hafa ekkert kynnt sér sambærilega þjóðgarða erlendis. Ef þeir hefðu gert það, hefði átt að vera auðvelt fyrir þá að greina frá þeim ósóma sem þeir segja að ríki þar án þess að tiltaka nokkurt dæmi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.6.2021 | 21:14
Hinn endinn á rafbílavæðingunni, sem ekki má gleymast.
Innflutningur á rafbílum er að sönnu eitt megin viðfangsefnið í orkuskiptunum og kolefnisbúskap landsmanna.
En það atriði er aðeins annar endinn af tveimur, sem skiptin felast í.
Hinn eru hleðslustöðvar fyrir alla þessa rafbíla.
Í umræðum á facebook síðu um rafbíla hefur mátt sjá settar fram áhyggjur áhugafólks um rafbíla varðandi skort á hleðslustöðvum fyrir þá, sem gæti orðið alvarlegur þrándur í götu þeirra hér á landi.
Því eru það góðar fréttir og vonandi fleiri á leiðinni, að í gangi sé átak hjá orkusölustöðunum við þjóðveginn til þessa að mæta þeirri grundvallarþörf að jafnan sé á boðstólum nægt framboð á raforku á nógu mörgum stöðum til þess að rafbílavæðingin tefjist ekki.
![]() |
N1 kaupir 20 hraðhleðslustöðvar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.6.2021 | 17:29
Vegir íslenskra hraunhella og hraunstrauma eru oftast órannsakanlegir.
Hið fornkveðna, að vegir drottins séu órannsakanlegir á áreiðanlega ekki síst við vegi allra þeirra hraunhella, sem orðið hafa til í þúsundum hraungosa sögunnar og leynast undir hraunum.
Óg í þeim efnum hafa hraunstraumar íslenskra eldgosa svo sannarlega farið sínu fram um aldir.
Menn hafa aðeins fundið örlítið brotabrot af öllum þessum hellum og hið sama á eftir að gerast í gosinu í Geldingadölum. Það veldur því að beiting tækja til að hafa árhif verður vandasvöm.
Það verður spennandi að sjá hvernig hraunið á eftir að haga sér þegar kemur niður að þjóðvegi.
Höfuðmáli skiptir þá hvar og hvernig hraunið fer í gegnum vegarstæðið á leið sinni til sjávar.
"Það labbar yfir landslagið" segir Þorvaldur Þórðarson" og það varðar miklu að að lágmarka rask með tækjum en vera þó með viðbúnað til að verjast óþarfa tjóni og stuðla að sem skástri lausn. +
Sú leið hraunsins þarf að vera auðfarin fyrir strauminn til þess að sem minnst skemmist af veginum
![]() |
Hraunið labbar yfir landslagið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.6.2021 | 08:22
Nokkurn veginn sömu fréttirnar af bráðadeildinni og fyrir fimm árum.
Fyrir fimm árum voru fréttir af bráðamóttöku Landsspílans daglegt brauð í fjölmiðlum og náðu hámarki með nafnasöfnun Kára Stefánssonar þar sem gríðarlegur stuðningur við stóraukningu fjárframlaga til heilbrigðiskerfisins var einstaklega athyglisverður.
Á þeim tíma gat það ekk i farið fram hjá neinum, sem þurfti á hjálp spaítalans að halda, hvílíkt neyðarástand ríkti þar langtímum saman.
Verst var þó að sjá og heyra því haldið fram í fjölmiðlum, að um "leiksýningu" starfsfólksins væri að ræða.
Og einnig að hækkun í krónutölu á fjárveitingum var talin sýna að allt væri í þessu fína lagi.
Nákvæmlega það sama virðist vera að gerast núna með eitraðri blöndu af skorti á hjúkrunarrými í öllu kerfinu.
Öldruðum hefur haldið áfram að fjölga allan tímann og auðvitað hefur ástandið sífellt versnað.
![]() |
Það ræður ekkert bráðasjúkrahús við svona |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eftir að stjórnarsáttmálinn var undirritaður fyrir fjórum árum og stjórnin með að því er virtist tryggan meirihluta, hefði mátt ætla að helstu málin í sáttmálanum yrðu afgreidd á því heila kjörtímabili, sem framundan var.
En það leið ekki á löngu þar til að orðalag forsætisráðherra þegar hún svaraði spurningum um framgang málefnanna, fór að verða loðið og uppfullt af tískuorðum sem notuð eru þegar verið er að reynt er að lýsa svonefndum samræðustjórnmálum.
Nú er í viðtengdri frétt minnst á minnst sex stórmál, sem verði svæfð fyrir þinglok, og eru það einkum stærstu mál Vinstri grænna sem verður ekki einu sinni haldið á lífi í öndunarvél, heldur hreinlega send í heilu lagi til baka til föðurhúsa ráðherra.
Greinilega hefur komið í ljós, að vífillengjurnar um þessi mál strax fyrstu ár kjörtímabilsins þýdddu aðeins það eitt, að þær fælu aðeins í sér undanbrögð til að komast hjá því að taka á þeim málum, sem aldrei myndi hleypt í gegn.
2013 sögðust Árni Páll og Katrín hafa gefið stjórnarskrármálinu góðan grundvöll fyrir framgang. Núna, átta árum síðar, hefur því máli ekki miðað neitt.
![]() |
Ríkisstjórnin sögð svæfa stóru málin vegna ágreinings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.6.2021 | 12:43
Minnir á "gatið" austan við gatnamót Laugavegar og Nóatúns.
Sum gatnamót eru þannig í sveit sett að þau eru vandræða í notkun og þar að auki með fleiri óhöppum en eðlilegt er.
Um eitt slíkt, "gat" í gegnum miðeyju á Laugavegi rétt austan við gatnamótin við Nóatún, stóð styrr árum saman vegna þeirrar slysatiðni sem þar var.
Þegar banaslys varð þar, var gatinu loksins lokað. En ekki fyrr.
Mörgum hefur um áraraðir sjálfsagt verið starsýnt á það vandræðraástand, sem ríkir oft á þessum stað, og hefur endurspeglast í hárri tíðni óhappa, árekstra og slysa.
Inni í gatnamótunum skerast leiðir ökutækja, sem koma úr mörgum áttum, en einmitt við slíkar aðstæður blómstrar léleg umferðarmenning okkar Íslendinga.
Margir borgarstjórnarmeirihlutar hafa verið við völd í þá áratugi sem liðnir eru síðan þessi vandræða gatnamót urðu til, og það er héðan af út í hött að vera að finna út hver var við völd þegar tekin var ákvörðun um að hafa þau þarna.
Hitt blasir við að slysatjón úr hófi fram er ekki réttlætanlegt.
Og það er lika ámælisvert að setja hvergi upp merkingar þarna í nágrenninu sem tilkynna um þær breytingar, sem þarna er verið að gera.
![]() |
Varanleg lokun við gatnamót Lágmúla og Háaleitisbrautar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.6.2021 | 09:36
Tækniframfarir skemma fyrir samanburði á frjálsíþróttaafrekum.
Dæmin um það hvernig tækniframfarir hafa gert íþróttaafrek og íþróttafólk ósambærileg eru óteljandi í sögu íþróttanna.
Lítið dæmi frá landskeppni Íslendinga og Dana í frjálsum íþróttum sumarið 1950 segir sína sögu.
Búist var við hörkukeppni og bundu Íslendingar einkum vonir við einn glæsilegasta hóp spretthlaupara, sem nokkur Evrópuþjóð átti.
Í 200 metra hlaupi 17. júní höfðu fjórir hlaupararar raðað sér í efstu sæti afrekalistans þetta ár með því að hlaupa á 21.5, 21,6, 21,7 og 21,8 sekúndum.
En fyrsta keppnisgreinin, 100 m. hlaup, í landskeppninni fór herfilega. Báðir íslensku keppendurnir hálf duttu skömmu eftir byrjun og Daninn Shibsbye sigraði.
Þegar farið var að rannsaka málið kom í ljós að tveir unglingar, sem höfðu komist inn á völlinn fyrr um dagain, höfðu grafið startholur fyrir sig framan við rásmarkið og leikið sér við það að starta úr þeim, og þegar íslensku landsliðsmennirnir hlupu yfir holurnar "spóluðu" þeir í þeim, voru næstum dottnir og komu í öðru og þriðja sæti í mark í stað þess að vinna tvöfaldan sigur.
Atvikið varpaði ljósi á frumstæðar aðstæður þessa tíma, því að svnefndar startblokkir voru þá ekki komnar til sögu, heldur grófu menn sér startholur sjálfir! Blokkirnar komu nokkrum árum seinna og þar á eftir fjaðrandi hlaupabreutir úr gerviefninu tartani.
Síðan bættust við hlaupaskór sem ollu svipaðri byltingu og ný gerð af hlaupaskóm er að gera nú.
Íslandsmet Hilmars Þorbjörnssonar í 100 metra hlaupi, 10,3 sekúndur, frá árinu 1957, ef rétt er munað, stóð í meira en hálfa öld og sýnir best hve góðir íslenskir spretthlaupararar voru.
Fjaðrandi stangir úr sveigjanlegu trefjaefni hækkuðu heimsmetið í stangarstökki úr 4,77 á miðri 20.öldinni í langt yfir 6 metra á tímum ofurstökkvarans Bubka.
Steratröll lengdu heimsmetið í kúluvarpi um marga metra á sjöunda áratugnum.
Vísindalegar þjálfunaraðferðir og kastækniatriði eins og snúningur í hringnum í kúluvarpi og stökk á bakinu yfir rána í hástökki gerbyltu þessum greinum.
Heimsmetið í hástökki hækkaði úr rúmum 2 metrum um 45 sentimetra frá 1956 til 1995.
Svíinn Stefán Hólm stökk í lokin 59 sentimetra yfir eigin líkamshæð¨!
![]() |
Sló tveggja daga heimsmet - nýir gaddar opna flóðgáttir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2021 | 22:18
Grímsvatnagosið 2011 var þúsund sinnum öflugra en Fagradalsgosið.
Eftir að hafa fylgst með öllum eldgosum á Íslandi síðan 1961 þurfti ekki annað en að horfa á gosið í Grímsvötnum í návígi úr lofti til þess að átta sig á því, að við blasti öflugasta eldgos síðustu sex áratugi hér á landi; margfalt öflugra en Eyjafjallajökull árið 2010.
Rennslið í gosinu í Fagradalsfjalli hefur verið milli 5-15 rúmmetrar á sekúndu, en í Grímvötnum 2011 var framleiðslan um 10 þúsund rúmmetrar á sekúndu.
Þetta kom fram í viðtali í útvarpsfréttum í kvöld við Þorvald Þórðarson prófessor, sem aftur á móti telur hið litla gos sýna á sér miklu fleiri hliðar heldur flest önnur gos hér á landi.
Ólíkt gosinu við Fagradalsfjall eru Grímsvatnagos öskugos og afar skammvinn. Hins vegar myndi gosið við Fagradalsfjall geta búið til eldfjalladyngju á stærð við Skjaldbreiði ef það entiast í 50 ár.
![]() |
Gígurinn að lokast smátt og smátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2021 | 18:37
Gamalkunnir taktar hjá andstæðingum stærstu umbótamála.
Með hverri vikunni, sem líður, glyttir betur í gamalkunnug brögð flokkanna sem stjórnuðu landinu 1995-2007 og síðan aftur 2013-2016, til þess að stöðva framgang framfaramála.
Þau hafa falist í því að nota sem flestar aðferðir í bókinni til að tefja fyrir helstu umbótamálum okkar tíma, nýrri stjórnarskrá, auðlindaákvæði með sjálfbærri þróun og þjóðareign auðlinda og náttúruverndarmálum á borð við stofnun hálendisþjóðgarðs.
Þetta virðist þeim ætla að takast og ætti enginn að vera undrandi út af því að þrátt fyrir ákvæði í stjórnarsáttmála, var augljóst að þessi helstu mál Vg í stjórnarsáttmálanum yrðu fyrir borð borin á sama tíma og mál Sjalla og Framsóknar svo sem sala banka og framkvæmdir á valdsviði formanns Framsóknar fengju brautargengi.
Á árunum 2011-2013 var beitt lengsta málþófi í sögunni auk óralangra málalenginga í þingnefnd til þess að eyða málinu og koma því fyrir kattarnef.
Nú, níu árum eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið stefnir í enn einar ógöngurnar í því máli á þingi.
![]() |
Þjarmað að Katrínu á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.6.2021 | 10:43
Ókeypis uppsetning á óviðjafnanlegri risasýningu og landkynningu.
Eldgosið í Geldingadölum er óviðjafnaleg risasýning og landkynning, sem á sér engan raunverulegan keppinaut.
Rétt eins og gosið í Eyjafjallajökli og síðan annað í Grímsvötnum ári síðar urðu að mestu landkynningu Íslands fyrr og síðar og skópu dæmalausan uppgang í efnahagslífi okkar, kemur þetta gos, úr því að það þurfti að koma, á besta hugsanlega tíma.
Nú er bara að finna bestu leiðina til að vinna úr þessari nýju stöðu.
![]() |
Mikilfengleg eldfjallasýn við útsýnishólinn óaðgengilega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)