Þjóðirnar í Evrópu hafa lestirnar - við ekki.

Lestarsamgöngur á meginlandi Evrópu eru orðnar geysilega hraðar og góðar, og kosturinn við að fara úr eða í lest á ákvörðunarstað gerir oft meira en að vega upp hraðamuninn á flugi og lestarferð. 

Það er mikill munur á öllu veseninu og tilstandinu, sem er í og við flugvelli og flugstöðvar, og því að hoppa uppí eða hoppa út úr lest. 

Tíminn sem tekur lestirnar að fara langar vegalengdir, til dæmis á milli landa, er orðinn lygilega stuttur. 

Kolefnisfótspor lesta er auk þess aðeins brot af því sem er á flugvélum, því að í hverju einasta flugi þurfa flugvélar að lyfta sér, farþegunum og eldsneytinu upp í hentugustu flughæð,  nokkuð, sem lestirnar losna alveg við, og í ofanálag við allt þetta er hægt að knýja lestirnar með raforku, rafgeymar eru alveg ónothæfir fyrir flugvélar vegna þunga geymanna. 

Ísland er eyland langt úti í hafi og þess vegna getum við ekki nýtt okkur hagkvæmni landanna á meginlandinu, ef við ætlum til og frá landinu. 

Allir "pakkar" um lestasamgöngur eiga því ekki við hér á landi. 

 

 


mbl.is Frakkar hyggjast skattleggja flug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bimmerinn, sem fer sjálfur í bílskúrinn.

Það virðast engin takmörk fyrir því hve mikla tækni og sjálfvirkni er hægt að innleiða í lúxusbílana á okkar dögum.  

Til viðbótar við Rolls-Royce lúxusbílinn sem greint er frá í tengdri frétt má bæta BMW lúxusvagninum, sem eigandinn kemur á og stansar á fyrir utan heimili sitt. 

Um leið og maðurinn er stiginn út úr bílnum, fer bíllinn sjálfur af stað og sendir boð til dyrabúnaðar bílskúrsins, sem opnar dyrnar og kveikir ljós svo að bíllinn geti sjálfur ekið inn, stansað, drepið á sérj, slökkt ljósin og lokað dyrunum. 

Ekki fylgdi sögunni hvort bíllinn gæti sett miðstöðina sjálfur i gang morgunin eftir, farið í gang, kveikt ljósin, opnað dyrnar, bakkað út og sótt eigandann. 

En það ætti ekki að vera meira vandamál en að bíllinn fari sjálfur inn. 

P.S.  Kolefnisfótspor Rollsins er ekki "sótspor" eins og segir í fréttinni á mbl.is.  Það eru dísilbílar sem eru með sótspor. 


mbl.is Óðurinn til gleðinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnismerki um merka sögu Miðbakkans?

Þegar siglt hefur verið inn í hina gömlu Reykjavíkurhöfn um áratuga skeið hefur Miðbakkinn blasað við sem landtökustaður.  

Það mætti hugsa sér snoturt minnismerki þarna á bakkanum, með myndum frá merkisviðburðum eftir að Miðbakkinn varð til. 

Má þar nefna komu nýsköpunartogaranna og nýju Fossanna Eimskipafélagsins eftir stríð, en fjölmennar móttökuhátíðir voru þá haldnar við skipshlið. 

Þarna lagðist Gullfoss að með Laxness og Nóbelinn 1955 og mikið fjölmenni fagnaði á bakkanum í sérstakri móttökudagskrá.

Og enn meiri viðhöfn var vorið 1971 þegar danska varðskipið Vædderen lagðis þarna að og varðskipsmen gengu niður landganginn með helstu íslensku handritin við mikinn fögnuð fjölmennis. 

Einnig þá var sérstök hátíðardagskrá "á kajanum" eins og oft var sagt. 

Fyrir daga Miðbakkans lá bryggja út ú höfnina og botn hennar lá innar en síðar varð.

Þar stigu á land danskir konungar 1874, 1907, 1921 og 1930, og einnig flugkapparnir Eric Nelson, Charles Lindberg og hinn ítalski Balbo. 

 


mbl.is Miðbakkinn verður almannarými
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það getur orðið dýrkeypt að rugga bátnum.

Vísindamenn eru ekki sammála um allt, en um eitt eru þeir nokkuð sammála: Að það sé óskynsamlegt og geti verið hættulegt fyrir jarðarbúa að fikta í náttúruöflunum og standa að stófelldustu og hröðustu breytingum á samsetningu lofthjúpsins síðustu mörg þúsund ár. 

Þrátt fyrir sveiflur hafi loftslagið á jörðinni á sögulegum tíma mannsins verið óvenjulega stöðugt miðað við mörg önnur tímabil jarðsögunnar. 

Meðal stórra óvissuþátta er hættan á því að hið mikla og saltlausa, og þar af leiðandi létta leysingavatns, sem streymir út í Norður-Atlantshafið frá jöklum Grænlands og Íslands geta truflað hið mikla hringstreymi, sem heldur Golfstrauminum gangandi, og þetta geti orðið til þess að Golfstraumurinn sökkvi sunnar en verið hefur og styttist þannig á yfirborðinu. 

Þá gætu afleiðingarnar falist í kólnun við Norður-Atlantshaf með dramatískum afleiðingum. 


mbl.is Mun veðrið í Reykjavík minna á Belfast?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brýn nauðsyn að kolefnisjöfnunin virki sem fyrst, helst strax.

Það eru vissulega stórar tölur sem koma út úr því að rækta skóg til kolefnisjöfnunar. 

En það hefur verið upplýst, að vegna þess hve seint og illa sé í rassinn gripið, sé brýn nauðsyn á því að gripa til aðgerða, sem virka strax eða sem allra fyrst.Náttfari, Léttir og RAF

Skógrækt og landgræðsla eru auðvitað mikilvæg, en það að fara til dæmis yfir á rafbíl, sparneytna og ódýra bensínvespu, að ekki sé nú talað um að nota rafreiðhjól, virkar eins fljótt og unnt er til að minnka útblásturinn nánast strax. 

Tölurnar í tilrauninni með rafreiðhjól, létthjól með 2,2 á 100 km og 95 km hámarkshraða og umhverfismildasta rafbíl landins hvað snertir orkueyðslu:  

Rafreiðhjólið:  0,3 krónur á km.

Rafbíllinn:  3,0 kr / km. 

95 km hraða vespan:  5,5 kr / km.  

 

Í sparaksturskeppni FÍB var sparneytnasti bíllinn í þjóðvegakstri dísilbíll með 10 kr / km. 

Upphæðin líklega nokkrum krónum hærri í innanbæjarakstri. 

 

 

 


mbl.is Er kolefnisjöfnun kjaftæði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álver er með einn helsta þjóðveg landsins í gíslingu.

Deilan um lagningu breikkaðrar Reykjanesbrautar við álverið í Straumsvík er býsna sérkennileg. Ósk álversins um stækkun var hafnað í íbúakosningu 2007 en samt virðist niðurstaðan nú vera sú, þegar á að fara í löngu tímabæra breikkun brautarinnar, að Vegagerðin telur viðbótarkostnað, sem fylgi því að flytja vegstæðið fjær álverinu, eigi að borgast af Hafnarfjarðarbæ, sveitarfélagi þeirra sem ákváðu 2007 að álverið yrði ekki stækkað. 


mbl.is Hafnarfjarðarbær beri kostnaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf skautað framhjá stærð erlendrar stóriðju.

Forstjóri Landsvirkjunar játar í viðtali að virkjanir fyrirtækisins á Þeystareykjum og við Búrfell séu fyrst og fremst í þágu stækkandi gagnavera, les stórfyrirtækja í erlendri eigu, í kerfi stóriðjunnar, þar sem stærsta álverið er með ákvæði í orkusölusamingi um leyfi til bókhaldsbrellna sem tryggi því tekjuskattsleysi.  

Gagnaverin eru angi stóriðjustefnunnar og eiga sinn þátt í því að stóriðjan sogar til sín meira en 80 prósent af allri orkuframleiðslu landsins. 

Síðan er alltaf látið eins og að vandamálið felist í því að virkja þurfi fyrir íslensk heimili og fyrirtæki, þótt þau taki til sín innan við 20 prósent orkuframleiðslunnar og verði auðvitað fyrir skorti af því að stóriðjan hefur alltaf haft forgang. 


mbl.is Óljóst hver beri ábyrgð og hver úrræðin séu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sótt inn í tómarúm.

Flugfélagið WOW air var með það mikil umsvif þegar yfir lauk, að brotthvarf þess hefur skapað ákveðið tómarúm. 

Tómarúm hafa oft þann eiginleika, að eitthvað annað en þó hliðsætt við það sem horfið er, sækir inn í tómarúmið. 

Nokkur teikn má sjá um að slíkt sé að gerast, svo sem um áhuga Emirates á því að koma með starfsemi hingað til lands og einnig 15 prósent aukning hjá Icelandair í maímánuði. 

P.S.  Og ekki hefur þessi pistill fyrr verið skrifaður en fréttir koma úm að stofna eigi nýtt íslenskt flugfélag á rústum W0W  air í tómarúminu. 


mbl.is Risi með augastað á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Orkunýtni - koma svo!"

Í ágúst 2016 var farið á 125cc vespulaga vélhjóli (Honda PCX) hringinn um landið á rúmum sólarhring með meðaleyðslu upp á 2,6 lítra á hundraðið. Vélhjólastæði í Barcelona

Þetta var gert til að sýna fram á að svona hjól færi langleiðina í það að vera með álíka lítið kolefnisspor og rafbíll af meðalstærð. 

Hjólið með manni er níu sinnum léttara en rafbíll með manni, tíu sinnum ódýrara í innkaupi og rekstri þegar tillit er tekið til þess hve miklu meira kolefnisfótsporið er við að fjárfesta í rafbíl en hjólinu og vegna kolefnisspors vinnunnar við að afla fjár fyrir rafbílinn, rekstur og afföll. 

Auk þess sparar hjólið mikið rými á götum og stæðum. Honda PCX, ´Léttir  við Jökulsárlón

Myndin af vélhjólastæði í Barcelona segir sína sögu. 

 


mbl.is Rafbílar losa 75-80% minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Báðir eigna sér víkingana sem aldrei komu þangað.

Það er broslegt þegar staðir eigna sér eitthvað sem jafnvel engar heimildir eru um að hafi komið þangað. 

Bæði Hafnarfjörður og Keflavík hafa tekið víkingana upp á sína arma, Hafnarfjörður sem víkingabær og Keflavík með víkingasafn, ef ég man rétt. 

Þó er Reykjavík sá bær, sem státar af því að víkingurinn Ingólfur Arnarsson hafi numið þar land á undan öllum öðrum. 

Í Reykjavík stigu á land konungarnir, flugkapparnir Eric Nelson, Charles Lindberg, Balbo og fleiri, Laxness með Nóbelinn og Þorbergur Þórðarson kom hér líka á land. 

Hins vegar eru ekki heimildir um að neitt merkilegt hafi komið á land í Keflavík, ekki einu sinni svarti dauði. 


mbl.is Stjörnustríð Keflavíkur og Hafnarfjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband