Sumir bardagar verða bara svona.

Leikur Íslendinga og Norðmanna á EM í gær var einhver skrýtnasti bardagi, sem munað er eftir í handboltasögunni.  "Eins og að fullorðnir menn séu að keppa við drengi" datt úr úr Loga Geirssyni þegar hann reyndi að lýsa þessum ósköpum. 

Það heyrðist gagnrýni á það að Guðmundur skyldi ekki hafa gripið til róttækra breyinga strax og steypiregn markanna helltist yfir íslnska liðið og markafjöldinn var telinn í sekúndum, sést, að hraðinn, sem mörkin  komu á, var eitthvað, sem ekki gerist yfirleitt á stórmóti, jafnvel tvö mörk á sömu mínútunni. 

Orðalag Loga Geirssonar hefur svosem átt við fyrr í íþróttasögunni. Þegar Flóyd Patterson, alveg ágætur heimsmeistari, barðist við Sonny Liston 1962, afgreiddi Liston hann þannoig á aðeins rúmum tveimur mínútum, að sagt var: "það er eins og að fullorðinn maður sé að tuska strák." 

Seinni bardagi þeirra fór nákvæmlega eins, næstum upp á sekúndu. 

Joe Frazier, sem Muhammad Ali átti alltaf í vandræðun með, varð eins og barn í höndunum á George Foreman í bardaga á Jamaica 1973 og var laminn sex sinnum í gólfið á fjórum mínútum. 

Ken Norton var jafnvel enn erfiðari fyrir Ali í þrenur bardögun þeirra, en hlaut hræðilega útreið hjá Foreman strax í upphafi bardagans. 

Fræg var óvænt barsmíðin sem risinn Jess Willard varð að þola 1919 í fyrstu lotu bardaga hans við Jack Dempsey, en sá bardagi gerði Dempsey að fyrstu alþjóðlegu ofurstjörnunni í íþráttum. 

Oft stafa svona ósköp af því að annar aðilinn hefur eitthvert sérstakt tak á hinum. 

"Has got his number" eins og sagt er. 

Ekki var það þannig í gær. Meirihluta leiksins var ekki hægt að sjá hvort liðið væri á leið til meistaratignar.  Það voru bara þessar fyrstu 10 mínútúr sem voru svona skrýtnar með sínu steypiflóði af norskum mörkum. 

Þá náðu Guðmundur og gerbreytt lið hans vopnum sínum og "drengirnir" stöðvuðu flugeldasýningu þeirra "fullorðnu." 


mbl.is Þetta var ekki handbolti á köflum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upphaf kynslóðaskiptanna núna?

Hér á síðunni hefur því ítrekað verið haldið fram að í uppsiglingu geti verið nýtt gullaldarlið okkar í handboltanum. 

Kaflaskipti urðu í tapleiknum gegn Noregi í dag, eftir afleita byrjun hjá liði, þar sem hinir eldri áttu að verða burðarás, en voru síðan leystir af hólmi með nýju kynslóðinni sem burðarási og tókst að vinna upp sjö marka forskot hins hugsanlega Evrópumeistaraliði Norðmanna og koma því niður í þrjú mörk. 

Táknrænt var að maður leiksins var í tapliðinu, Viktor Gísli Hallgrímsson, aðeins 19 ára, sem varði 8 skot þótt hann spilaði ekki nema hálfan leikinn. 

Samt er hann ekki yngsti maður liðsins sem sneri leiknum við. 


mbl.is Þriggja marka tap gegn Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kerry-hringurinn getur verið skemmtileg ferðaleið.

Flestir Íslendingar, sem koma í nokkurra daga ferð til Írlands, koma til höfuðborgarinnar og dæma Írland og Íra út frá því. 

Fyrir 27 árum fór Skagfirska söngsveitin í hljómleikaferðalag til Cork á suðvestanverðu landinuu og hélt líka tónleika í Tipparery, ef rétt er munað. 

Íbúar þessa hluta landsins halda því margir fram, að á þessu svæði sé hið sanna Írland, því að Dublin sé allt of ensk og lík borgum í Bretlandi. 

Svo harðir eru íbúar suðvesturhluta landsins á því að viðhalda fornri írskri menningu, að þrátt fyrir veru landsins í ESB, fyrri yfirráð Breta og þess, að Bretarnir tróðu sínu tungumáli upp á Íra, voru margir þjóðvegir enn aðeins merktir með keltneskum nöfnum þegar þarna var ferðast um á sínum tíma. 

Það rignir mikið á Eyjunni grænu og oftast í suðvestlægum áttum í kjölfar þrálátra lægða sem ganga yfir Atlantshafið og oftast fyrir norðan Írland. 

Þá er ágætt að hafa auga á því, að í þessum votu vindáttum er að finna nokkurt skjól á Írlandi, þar sem fjallendi setur oft rof í skýin svo að það verður bjart og þurrt í skjólinu norðaustan og austan megin. 

Annars vegar er um að ræða fjalllendi suður af Dublin, Wiklow, og hins vegar mun stærra fjalllendi á suðvesturhorni landsins. 

Heitir það svæði Kerry og er borgin Killarney aðal ferðamannamiðstöð svæðisins. 

Rétt eins og margir vilja aka hringinn hér á landi, er svonefndur Kerry-hringur umhverfis fjallendið, sem liggur í hálfhring utan um Killarney, vinsæl ferðamannaleið. 

Þegar farinn var þessi hringur 1993 var hlýr hnjúkaþeyr í Killarney og sólskin hlémegin við fjöllin á sama tíma sem það var hryssingskaldur "útsynningur" með hvössum skúrum strandarmegin við þau. 

Þarna er víða afar fallegt landslag og ólíkt því sem er um mestallt flatlendi Írlands. 

Í annarri ferð til Írlands á þessum árum, benti írski fararstjórinn á tvennt sem kynni að angra ferðafólk.  

Annars vegar það hvernig mikil einstaklingshyggja einkenndi margt, svo sem það sem sjá mætti úr rútunni, langa raðhúsalengju, þar sem engar dyr voru með sama lit. Fór þá hláturkliður um Íslendingana í rútunni, enda hafa rannsóknir leitt í ljós, að íslenskar konur eru að meirihluta með erfðafræðilegan uppruna frá Írlandi og Bretlandseyjum Kelta.

Og erlendir ferðamenn hér á landi hafa margir undrast, hve húsaþökin í íslensku þéttbýli, geta verið marglit oft á tíðum. Fararstjóranum var sagt þetta, og hann spurður um hitt einkennið hjá Írum.  

Jú, sagði hannn; "Hitt einkenni Íra ættu erlendir ferðamenn erfitt með að sætta sig við, og yrðu strax í upphafi ferðar að venja sig við; annars gæti þessi ósiður Íra skemmt ánægjuna af ferðinni: 

Írar væru nefnilega einstaklega óstundvísir. Ef sagt væri til dæmis að að eitthvað ætti að gerast klukkan níu, væri viðbúið að það drægist í kortér." 

Þessi ummæli fararstjórans vöktu enn meiri hlátur en tal hans um einstaklingshyggju Íra, og var honum lofað því, að hvað Íslendinga varðaði, myndi þetta engin áhrif hafa, - nema þá að fá finnast að þeir væru komnir heim til Íslands.  


mbl.is 23 þúsund sóttu um starf á eyðieyju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugvit og bókvit verður í askana látið.

"Bókvitið verður ekki í askana látið". Þetta orðtak hafði gildi í hugum margra langt fram á okkar tíma. Það merkir, að ef einhver vitneskja getur ekki fætt af sér öflun fæðu, er hún einskis virði. 

Búið er að marg afsanna þetta orðtak og það rækilega. Ef einhver hefði sagt fyrir 200 árum, að hægt yrði að hlusta og horfa á hljómsveit yfir þveran hnöttinn, hefði sá, sem hélt þessu fram verið talinn fullkomlega galinn. 

Ef einhver hefði sagt fyrir 150 árum, að einhvert mesta framfaraspor á Íalandi yrði fólgið í einum litlum hlut, gímmmístígvéli, hefði hugsanlega svipað verið sagt um það. 

Ein mótbáran gegn þróun vísinda og tækni er sú, að mest af því, sem kalla má grúsk, reynist ekki neins virði, 

En þá gildir annað gamalt orðtak: Þeir fiska, sme róa. "Ef skipið aðeins fer í ferð / en fúnar ekki´í naustum" orti Hannes Hafstein. 

Þeir, sem töldu annað koma til greina ein stóriðja eingöngu til atvinnusköpunar og þjóðartekna voru úthrópaðir fyrir aðeins rúmum tíu árum. 

Ef einhver þeirra hefði spáð því í brunarústum Hrunsins 2009, að íslenskt eldgos myndi stöðva allar flugsamgöngur dögum saman á stórum hluta norðurhvels jarðar og valda þvílíkri röskun á samgöngum um allan heim að nafn Íslands og Eyjafjallajökuls yrði í fyrsta sinn á allra vörum um víða veröld í krafti umfjöllunar fjölmiðla heims, og hrinda með því af stað sprengingu í ferðaþjónustu,  sem myndi skapa mestu og lengstu samfelldu uppsveiflu í hagsögu Íslands; sá sem þessu hefði spáð, hefði verið úthrópaður sem mesti afglapinnn af öllum þeim, sem héldu fram ruglinu um "eitthvað annað." 

Gildi nýsköpunar á okkar tímum sýnir, að bókvit og hugvit verður í askana látið. 


mbl.is Tileinka árið 2020 nýsköpun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eru lappirnar dregnar hér á landi varðandi þjóðgarða.

Íslendingar hafa í raun verið nokkra áratugi á eftir öðrum þjóðum varðandi þjóðgarða og náttúruvernd. 

Og enn lengra á eftir Bandaríkjamönnum, þar sem átök í þessum málum var á svipuðu stigi fyrir hálfri öld og hún varð hér á landi um síðustu aldamót.

Bandaríkjamenn bönnuðu allar vatnsaflsvirkjanir jarðvarmavirkjanir og boranir í Yellowstone fyrir löngu, löngu síðan. 

Og leyfa þar að auki engar virkjanaboranir umhverfis þjóðgarðinn á svæði, sem er álíka stórt og allt Ísland. 

"Í Yellowstone eru heilög vé" sagði einn helsti jarðvarmavirkjanafræðingur þeirra á 10 ára afmælisfundi ÍSOR fyrir nokkrum árum.  

 

Hjörleifur Guttormsson talaði fyrir daufum eyrum fyrir um þremur áratugum þegar hann vildi að Íslendingar gerðu það sama og Norðmenn varðandi það sem þá varð að rammaáætlun hjá þeim, en ekki hjá okkur fyrr en löngu seinna. 

Norðmenn lýstu því yfir 2002 að tími stórra vatnsaflsvirkjana á norska hálendinu væri liðinn, en gerðar höfðu verið áætlanir um þær um aldarfjórðungi fyrr. 

Núna byggist andspyrna gegn íslenskum hálendisþjóðgarði hins vegar meðal annars á því, að þjóðgarður verði látinn hindra að alls þrettán virkjanakostun verði hrint í framkvæmd innan þjóðgarðsins. Slíkt megi ekki gerast, það verði að keyra stóriðjukennda virjanastefnu áfram. 

Í Noregi tókst að finna lausn á öllum vandamálum, sem risu upp við stofnun Jóstedalsjökulsþjóðgarðsins, þótt þau væru af svipuðum toga og örlað hefur á hér á landi. 

Án þess að hafa kynnt sér hina norsku lausn er hins vegar blásið til mikillar andspyrnu hér og sótt fram gegn þjóðgarði af mjög svipuðu tagi. 

Með ólíkindum ef draga á mörk þjóðgarðsins þannig, að þau liggi eftir endilangri Kárahnjúkastíflu, þeirri stíflu í Evrópu, sem hafði í för með sér mestu mögulegu neikvæðu og óafturkræfu umhverfisáhrif sem nokkur framkvæmd hefur haft samkvæmt því mati sem kom fram í 1. áfanga rammaáætlunar. 


mbl.is Hvergi slakað á hvað varðar hálendisþjóðgarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólíklegt að Ísland færi sig um set á hnettinum.

Veðurfræðingur segir í tengdri frétt á mblis að ólíklegt sé að veðrið hér á landi breytist á næstunni.  Hefði getað bætt því við, að ólíklegt sé að sólargangur breytist hér stórlega á næstu vikum.

Nýlega hefur sú staðreynd verið áréttuð hér á síðunni að í svartasta skammdeginu á Íslandi og fram í apríl se að meðaltali lang lægsti loftþrýstingur á jörðinni skammt suðvestur af Íslandi, en hins vegar önnur af tveimur hæstu loftþrýstingssvæðum jarðar, Grænlandshæðin, tiltölulega skammt frá þessari árlegu ofurlægð. 

Á milli ofurhæðarinnar og ofurlægðarinnar er síðán mesta samfellda vindasvæði jarðar á þessum tíma árs. 

Þetta eru að vísu meðaltalstölur, en einmitt þess vegna er hér um að ræða óumbreytanlega staðreynd, og þar með er spurningin um það hvort líklegt sé að veðrið breytist á næstunni svona svipuð og ef spurt væri hvort líklegt sé að veðurfar og sólarbirta breytist hér á landi á þessum árstíma. 

Telja verður mjög ólíklegt að Ísland færi sig um set á hnettinu og að fyrirbæri, sem íbúar Bretlandseyja og fleiri evrópskra þjóða þekkja undir heitinu "Íslandslægðin" muni taka upp á að færa sig eða hverfa úr sögunni til langframa. 


mbl.is Ólíklegt að veðrið breytist á næstunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loka vegi eftir dekkjabúnaði og / eða í aðra áttina í einu?

Í tengdri frétt á mbl.is er velt upp þeirri hugmynd að loka vegum eða vegaköflum ef þar getur verið "manndrápshálka" en einnig reifað, að vegna lengdar vegakerfisins og takmörkuð fjárráð og mannskap geti slíkt verið illmögulegt. 

Ef loka á vegi, þarf helst að hafa vakt á viðkomandi vegarkafla svo að þeir, sem loka veginum, geti fylgst með ástandi hans, svo að hægt sé að létta banninu af eða slaka á því ef aðstæður breytast. 

Einnig má valta því fyrir sér, hvort lokunin geti falist í því að bílum á aðeins allra best mynstruðu og negldu dekkjunum verði leyfð för. 

Síðan er sá möguleiki, að aðeins verði leyfð umferð í aðra áttina í senn til þess að minnka hættuna á að bílar, sem koma úr gagnstæðum áttum, rekist saman. 

En það eru auðvitað takmörk fyrir því hve miklu fé og mannskap er hægt að beita við svona stjórnun, jafnvel þótt hún felist aðeins í því að stöðva þá, sem vilja fara um veginn, skoða dekkjabúnað þeirra og upplýsa þá um ástand vegarins, því að oft átta ökumenn sig illa á því þegar ástand vegarins framundan fer versnandi.  


mbl.is Hefði hugsanlega átt að loka veginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tólf sinnum minni sandflutningar en eru í Hálslón.

Sandflutningarnir miklu úr Landeyjahöfn eru miklir eins og greint er frá í tengdri frétt á mbl.is, alls 4,1 milljónir rúmmetra á áratug. halslon_leirfok_karahnjukur_1354309[1]

Fróðlegt er að bera þá saman við sandflutningana í Hálslón úr jökulánum Jöklu og Kringilsá. 

Í mati á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar var gert ráð fyrir 5 milljón rúmmetra burði af auri í lónið á hverju einasta ári. 

Það er tólf sinnum meira magn hið minnsta en nemur flutningi sands úr Landeyjahöfn. Orðin "hið minnsta" eru hér notuð vegna þess að vegna hlýnunar loftslags það sem af er þessari öld og miðað við það sem hefur blasað við á hverju sumri, er aurburðurinn í lónið miklu meiri en spáð var. Kringilsá. Vor 2010.

Myndirnar hér á síðunni gefa smá hugmynd um þetta ógnarmagn, sem á, miðað við hið aukna magn, eftir að fylla lónið að mestu upp á þessari öld og rýra miðlunargildi þess. 

Efri myndin er loftmynd, tekin seint í júni í því veðri, þegar lágt er í lóninu og mikill meirihluti þess á þurru, þar sem leirfok verður mest úr þurru lónstæðinu, en það gerist á bestu, hlýjustu, þurrustu og björtustu dögunum, sem koma helst í sunnan hnjúkaþey. 

Á myndinni er horft yfir norðurhluta lónsins þar sem leirfokið hylur þrjár stórar stíflur að mestu og rétt grillir í Sandfell og Syðri-Kárahnjúk.  

Þá er ekki verandi þarna niðri inni í leirfokinu. 

Neðri myndin er líka loftmynd, tekin í júní 2010 af stað, þar sem áður var um 150 metra djúpt gil með fossum Kringilsár, stuðlabergshömrum og grónum brekkum á báða bóga. 

Gilið hlaut nafnið Stuðlagátt en er þarna, aðeins þremur sumrum eftir að því var sökkt, orðið að mestu fullt af um 100 metra þykku aurseti. 

Við enda sandleiranna er Töfrafoss að byrja að sökkva í hækkandi lónið, því að þegar lónið er orðið fullt, nær það eins og augað eygir inn fyrir og í kringum staðinn þar sem fossinn er að sökkva, jafn langt og landið er sandi orpið á þessari mynd þar sem áður var þykk gróðurþekja. 

 


mbl.is Sandfjallið úr Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg tímabært í upphafi móts að tala um efni í gullaldarlið.

Eftir tvo tapleiki í röð á EM var eðlilegt að hægt væri að efast um þá fullyrðingu hér á síðunni að nú værum við að koma upp nýju gullaldarliði í handbolta. 

Eftir leikinn við Portúgal í dag sýnist hins vegar alveg tímabært að tala um efni í gullaldarlið, hvernig, sem framhaldið verður. 

Að koma liði niður á jörðina, sem var nýbúið að kjöldraga Svía á þeirra eigin heimavelli og á bullandi sigursiglingu sem það lið mótsins sem mest hefur komið á óvart, sýnir, að íslenski efniviðurinn í höndum Ólympíugullsþjálfara getur réttlætt góða bjartsýni.  


mbl.is Sigur gegn Portúgal í Malmö
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar leiðigarðar leiða snjóflóð inn á ný hættusvæði.

Leiðigarðarnir ofan við Flateyri draga heiti sitt af því, að þeim er ætlað að bægja snjóflóðum sem stefna beint á byggðina fram hjá henni, "leiða" flóðin í breyttan farveg. Á þessu korti eru útlínur flóðsins á Flateyri 1995 með brúnum línum, en nýju flóðin hvítlituð með bláum útlínum. 

Flateyri,kort snjóflóðin.

Þótt það hafi reynst rétt mat í upphafi, þegar fréttist af snjóflóðunum núna, að garðarnir hafi sannað gildi sitt og komið í veg fyrir snjóflóðið mikla úr Skollahvilft hvoldist yfir efstu húsin í þorpinu í sama farvegi og 1995, er sú staðreynd aðeins önnur hliðin á heildardæminu. 

Hin hliðin snertir þá staðreynd, að 1995 fór flóðið að vísu niður  í höfnina, en akki af sama hraða og afli og flóðið núna, sem þrýstist fram á mjórra svæði utan garðs, og af þeim sökum fór þetta hrikalega flóð auðvitað mun lengra en 1995, olli gríðarlegu tjóni á þessu nýja eyðingarsvæði og hefði valdið þar manntjóni, ef einhver hefði verið þar á ferð.  

Flóðið 1995 sannaði hvað getur gerst þarna hvenær sem er að vetrarlagi, jafnvel þótt það gerist að meðaltali með margra áratuga eða jafnvel alda millibili, flóðin núna minna á þessi sannindi. 

Það, að eitthvert flóð falli að jafnaði á 100 eða 200 ára fresti, segir auðvita ekkert um það, hvaða ár hvert einstakt flóð fellur; það getur fallið hvenær sem aðstæður gera það mögulegt. 

Til að útskýra betur það sem kallast "útreiknuð áhætta" má nefna sem dæmi varðandi hættumat þá óvissu, sem ríkti í upphafi bílaralls á Íslandi, þ. e. hve mikil áhætta væri tekin með slíkri keppni. 

Í ferð til keppni í vetrarrallinu í Svíþjóð 1981, sem var hluti af HM í ralli, gafst tækifæri til að fræðast um þetta hjá þeim, sem gerst þekktu þetta í alþjóðlegu samhengi. 

Þeir mátu upplýsingarnar frá Íslandi um keppnisleiðirnar og fjölda þátttakenda þannig, að á Íslandi teldist áhættan samsvara einu dauðfalli á öld. 

Þegar heim til Íslands var komið með þessar upplýsingar, létti mönnum mikið, þangað til þeim var gerð grein fyrir því, að þetta sjaldgæfa atvik gæti alveg eins gerst í næsta ralli eins og eftir hundrað ár. 

En, - aftur að Flateyri. Ljóst er að framundan er vandasöm og víðfeðm endurskoðun á dæminu öllu á þeim stað, svo sem reglum um rýmingu sem hluta af endurskoðun á varnarmannvirkjum. 

Þrátt fyrir að ekkert manntjón yrði, munaði afar litlu að verr færi,  af þeim sökum, að flóðin tvö komust yfir garðana á köflum, þótt meginstraumar þeirra væru "leiddir" frá byggðinni innan verndarsvæðisins. 

Margt þarf að meta. 

Hækka garðana?

Gera rýmingaráætlunar af þeirri gerð, að enginn sé á ferð þeim svæðum, sem flóðin eru "leidd" á?

Gera viðbótargarð eða garða, sem sveigja Skollahvilftarflóðinu lengra inn eftir á leið þess niður að sjó?  Er það hægt, svo öruggt sé? Er hægt að finna svæði fyrir bátana þar sem þeir yrðu óhultir?  

 


mbl.is Einn bátur kominn á land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband