8.8.2021 | 09:31
Víetnam upp á nýtt?
1979 voru tvö kristin risaveldi í heiminum, Sovétríkin og Bandaríkin.
Síðan eru liðin 42 ár nokkkurn vegin samfellds stríðsástands í músilimaríkinu Afganistan sem átti landamæri að Sovétríkjunum.
Hverju hafa Rússland og Bandaríkin afrekað við að frelsa Afgana? Tvær stórar innrásir voru gerðar. Tvennum Ólympíuleikum fórnað. Fyrst studdu Bandaríkjamenn andstöðu harðra þjóðernissinnaðra múslimasamtaka gegn Rússum, en urðu síðan sjálfir að fara með her á hendur arftökum þessara múslimsku þjóðernissamtaka.
Gríðarlegir fjármunir samfara mannfalli hafa leikið landið og alla þátttakendur í þessu valdatafli grátt.
Nú virðist sagan frá Vietnam vera að endurtaka sig. Þar var valdataka kommúnista s0gð stefna framtíð Vietnam í hreinan voða allt frá stríðslokum í þrjátíu ár milli 1945 og 1975.
Samt virðist ekki hafa frést af stórfelldu óaldarástandi í því ríki sem varpað var á meira sprengjuregni í Víetnamstyrjöldinni en samanlagt var varpað í heimsstyrjöldinni.
Talíbanar eru nú sakaðir um villimannlega stjórnun þar sem þeir ráða eða hafa ráðið í Afganistan.
En spurningin er samt sú, samanber reynsluna í Víetnam, hvort eitthvað af vestrænum mannréttindum hafi síast þar inn í þessi 20 ár sem Kanar hafa reynt að "kristna" þjóðina.
![]() |
Talíbanar vinna þriðju héraðshöfuðborgina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"Margt smátt gerir eitt stórt" segir íslenskt máltæki. Þótt Karsten Warholm geri lítið úr nýjum efnum í skóm og brautum í frjálsum íþróttum, leyna jafnvel smæstu framfarir á sér.
Tvö dæmi má nefna úr rallakstri hér á landi á níunda áratug síðustu aldar.
1981 leitaði síðuhafi með bróður sínum til Michelin verksmiðjanna um upplýaingar og samstarf varðandi dekkin, sem notuð vöru.
Eftir að verksmiðjurnar höfðu fengið upplýsingar um sérleiðirnar íslensku mæltu þær með ákveðnum dekkjum.
Þvert ofan í það sem margir hér heima héldu voru meðmæltu dekkin ekki dekkin, sem þá voru vinsælust hér, "diagonal dekk" heldur vildu Frakkarnir að við notuðum ákveðna gerð af "radial" dekkjum.
Þvert ofan í það, sem margir héldu, að á hinum grófu íslensku leiðum yrði að hafa háan þrýsting í dekkjunum, kom hrein fyrirskipun: "26 pund - alltaf!"
Við spurðum Frakkana hvaða ávinningur gæti orðið af þessu. Svarið var stutt: "Á að giska ein sekúnda á hvern kílómetra."
Ekki sýndist það vera mikið, en í þá daga gátu lengstu röllin verið með 5-600 kilómetra, og þegar sekúndurnar voru lagðar saman fyrir 600 kílómetra var útkoman einföld: tíu mínútur!
1982 kom sérfræðingur frá Renault til Íslands til að kynna sér hina ótrúlegu velgengni bílsins keppnisárið 1981.
Jón hitti manninn á tilsettum tíma, en ég var á fréttavakt og kom 20 mínútum of seint.
Þá hafði Frakkinn sagt við Jón eftir að hafa skoðað bílinn. "Nú hef ég skoðað þennan fáránlega bíl, sem er 230 kílóum of þungur, og hlegi mig máttlausan, og nú væri gaman að sjá vitleysinginn, sem getur keyrt þetta."
Hann sýndi okkur lista yfir muninn á bílnum og bíl Frakklandsmeistarans, Jean Ragnotti.
Við urðum steinhissa að sjá þennan sparðatíning: Plastrúða 20 grömm, útboraður biti með götum hér og boraður biti með götum þar, einhver grömm og gátum ekki séð að þetta gæti munað neinu sem skipti máli.
Frakkinn sýndi okkur lista, þar sem öll þessi litlu smáatriði voru lögð saman. Og viti menn, Þetta voru samtals 230 kíló, okkar bíll 1000 kíló en bíll Frakklandsmeistarans 780.
Um helmingurinn af þessari léttingu fékkst beint, eins og til dæmis plast í stað stáls eða glers, en síðan var fundið út, hvar hægt var að nota þessa léttingu til að létt annars staðar í viðbót, sem ekki hefði verið hægt í fyrstu.
![]() |
Hvað er sanngjarnt? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2021 | 12:51
Vandinn vex og óvissan líka, meðal annars í stjórnmálum.
Íslenska heitið bólusetning dró nafn af veikinni, sem vaccination vann bug á í upphafi. Á eftir fylgdu sigrar við sjúkdómum, sem fram að því höfðu verið taldir óviðráðanlegir, svo sem mislingum og mænuveiki.
Undralyfið penisilín sýndist liklegt að verða lokalausn á stríðinu við sýkingar.
Þegar COVID-19 skall yfir heiminn var því eðlilegt að búist yrði við einföldum sigri yfir henni.
En hvort tvegga reynist nú tálsýn að stórum hluta á öld harðnandi stríðs mannkyns við sýkla og veirur.
Hingað til hefur stríðið við sykla og veirur ekki haft teljandi áhrif á stjórnmál heimsins en nú er líka hætta á því að þar verði líka breyting á.
Við lifum á viðsjárverðum óvissutímum.
![]() |
Óljóst hvernig útfæra á nýjar reglur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.8.2021 | 00:45
Minnir á frumbyggja í Kenía í Austur-Afríku rallinu.
Þegar tímabil Austur-Afríku rallsins hófst sem liður í Heimsmeistarkeppni í rallakstri vakti það athygli um allan heim þegar ungir og fífldjarfir frumbyggjar stunduðu sérsakta keppni út af fyrir sig, sem fólst í því að hópast inn á keppnisleiðirnar (sárleiðir með ótakmörkuðum hámarkshraða) og keppa í því hver forðaði sér síðastur út af leiðinni áður en aðvífandi keppnisbíll skylli á honum og steindræpi hann.
Hið skondna og jafnframt dapurlegasta við þetta fyrirbæri var hver þróun þess var fyrir atbeina vestrænna fjölmiðla, sem áttu varla orð yfir þessum fáránlega fiflagangi hinna innfæddu, en fóru sjálfir að keppa um það hver næði bestu myndunum af hinu stórhættulega rugli.
Nú er ekki fjarri því að hafin sé svipuð keppni hér á landi varðandi það, hver geti sýnt af sér mestan glannaskapinn og fífldirfskuna gagnvart hraunstorku, sem býr yfir lymskulegum óútreiknanleika, sem getur verið lífshættulegur.
Partur af því getur falist í því að öðlast fimm mínútna heimsfrægð ef illa fer, en þá vaknar spurningin hvort dulin keppni í því að ná sem bestri mynd af því, sé nokkuð betri en gerningurinn sjálfur.
![]() |
Sátu á hrauninu og grilluðu sykurpúða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2021 | 18:44
Ljómi Berutti og Mennea lifnar við.
Veldi bandarískra spretthlaupara hefur verið meira og minna víð lýði í þrá aldarfjörðunga og birst hvað eftir annað í 4x100 metra boðhlaupinu.
Nú bregður svo við að þeir eiga ekki einu sinni þátttökusveit í 4x100 metra boðhlaupinu og verða í staðinn að horfa upp á endurlífgun fornrar frægrar ítalskra spretthlaupara, sem birtist skærast í frammistöðu Livio Berutti í upphafi sjöunda áratugarins.
Síðan skein stjarna Peto Mennea enn skærar á áttunda áratugnum, og má sem dæmi nefna, að hinn stórkostlegi sigurtími í 200 metra hlaupinu á Ólympíuleikunum núna var þrátt fyrir allt aðeins 0,1 sekúndu lakari en heimsmet Mennea var 40 árum.
Það er ekki sjálfgefið að boðhlaupið vinnist hjá þeim sem hefur bestu 100 metra hlauparana, því að í hverri boðhlaupssveit er aðeins einn af þremur í sveitinni, sem byggir framlag sitt í formi getu í starti og fyrri hluta 100 metra hlaups.
Hinir þrír sprettirnir byggjast oft á hraðagetu í 200 metra hlaupi, og á á blómatímum ítalskra spretthlaupara fyrr á tíð væri dæmi um báðar týpurnar.
Berutti og Mennea voru báðir afar léttir og frekar lágir hlaupararar. Báðir voru um 1,80 m á hæð, Berutti aðeins 66 kíló en Mennea rúmlega 70.
Á Ólympíuleikunum 1960 sigraði gerólíkur hlaupari, Bob Hayes, sem uppgötvaðist í ruðningi og var bæði þungur og vöðvamikill.
![]() |
Ítalía vann ótrúlegan sigur í boðhlaupi karla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2021 | 01:23
Af hverju þurftu Kanarnir fimm björgunarþyrlur?
Áf hverju voru fimm björgunarþyrlur á Keflavíkurflugvelli meðan Kaninn var þar?
Svarið er einfalt: Það hefur verið vitað og viðurkennt mál í marga áratugi að fimm þyrlur eru algert lágmark í þyrlustarfsemi af þessari tegund ef halda á uppi lágmarks öryggi.
Ástæðurnar eru margar, en sú mikilvægasta er að viðhald og rekstur þyrlna er um það bil fjórum sinnum meiri og dýrari en á sambærilegum flugvélum með fasta vængi.
Það er því dapurlegt og klökkt að í rekstri öryggissveitar skuli helsta lögmálið í slíkum rekstri, öryggi þjónustunnar ekki aðeins hafa verið þverbrotið hér á landi í áratugi, heldur er svo enn og ekki hinn minnsti vottur er um að út frá því verði breytt.
Engu er líkara en að annað aðalatriði varðandi slys og neyðartilfelli sé líka virt að vettugi að flest þeirra eru þess eðlis að menn ráða engu um stund og stað hvað þau varðar.
![]() |
Þyrla Gæslunnar gat ekki sinnt útkalli vegna bilunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.8.2021 | 19:20
Þegar betra vottorðið gildir ekki, bara það lakara.
Frumskógur vottorða og leyfisveitinga getur stundum tekið á sig skondnar og jafnvel fáránlegar myndir. Og ekki nóg með það, sameining ríkisstofnana getur í þeim efnum tekið á sig þær myndir, að í stað þess fram fáist hagræðing, sparnaður og jafnframt meiri gæði verður niðurstaðan óhagræði, bruðl og lakari þjónusta.
Gott og sígilt dæmi um þetta, sem hefur áður verið tæpt á, er þegar ætlunin var að ná fram hagræði, sparnaði og auknum gæðum þjónustu með því að setja eftirlit með bílum og bílstjórum í landsamgöngum undir sama hatt og eftirlit með flugvélum og flugliðum í flugsamgöngum.
Niðurstaðan hefur að minnsta kosti að hluta til orðið til þveröfugrar niðurstöðu.
Hvað varðar flugliða, hefur komist á þróað kerfi rannsókna og skoðana á þeim, sem tryggi sem best líkamlega og andlega færni þeirra við stjórnun hin fjölskrúðuga flota loftfara sem flogið er.
Þegar komið er yfir 65 ára aldur eru kröfurnar orðnar harðar varðandi þetta með tilheyrandi hjartalínuritum, og verður að fara í vandaðar fluglæknaskoðanir á hálfs árs fresti.
Eðli málsins samkvæmt eru gerðar miklu harðari kröfur til atvinnuflugmanna en venjulegra bílstjóra sem ekki hafa atvinnuréttindi til aksturs, og hefði því mátt halda að það væri margfaldur hagur í því að hin umfangsmiklu vottorð vegna flugs myndu gera mikið gagn sem gild gögn fyrir venjuleg ökumannsréttindi þeirra sem hvort eð standast kröfur hinna viðameiri fluglækna læknisskoðana.
En það er nú öðru nær. Þær gilda ekki, heldur verður að bæta við sérstöku skírteini fyrir ökumenn bíla og fara í tvær læknisskoðanir þar sem önnur þeirra, sem er mun viðaminni, er augljóslega alger óþarfi.
Niðurstaða: Óhagræði, aukinn kostnaður og fyrirhöfn og lakari gæði þjónustu.
Það gæti verið fróðlegt að athuga, hvort hliðstæð dæmi finnast i kerfinu, þar sem ætlunin með sameiningu stofnana var að auka skilvirkni og hagræði.
![]() |
Óskýr lagastoð fyrir kröfu um tvö vottorð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2021 | 09:14
Meira en aldargömul gullleitarsaga heldur áfram.
Ein af þeim furðufréttum hér á landi á síðustu 120 árum er um gullæði sem greip Reykvíkinga vegna vona um að gull leyndist i Öskjuhlíð.
Ekkert hafðist upp úr því krafsi nema skondin frétt.
Stærsta gullæðið síðan er sennilega leitin að hollenska skipinu Het Vapen van Amsterdam, sem stóð yfir með hléum á níunda áratugnum á strönd Skeiðarársands, fyrst nokkuð austarlega með aðkomuleið frá Skaftafelli og Freysnesi en síðar mun vestar á fjörunni og var vélknúinn svifdreki (trik) meðan annars notaður þá.
Við fréttaöflun fannst möguleiki á lendingu við uppgraftarstaðinn, enda umsvifin talsverð þar og nafn verkefnsins heillandi: "Gullskipið" í ljósi þess hve gríðarlega mikil verðmæti voru talin vera í þessu hollenska skipi, sem þarna strandaði á sautjándu öld.
En málið fékk skjótan endi í það skiptið þegar í ljós kom flak af breskum togara.
Í kringum 1990 voru nokkur umsvif á Ákureyri og Ísafirði vegna gulleitar í Sðrdalen á austurströnd Grænlands, en ekki virtist þar mjög feitan gölt að flá.
Af og til síðustu fjóra áratugi hafa heyrst snotrar smáfréttir af gullleit í Þormóðsdal, og nú er hún einu sinni enn komin á dagskrá.
![]() |
Boranir eftir gulli eru að hefjast í Þormóðsdal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.8.2021 | 18:43
Sumt er ekki á okkar valdi, til dæmis rauði liturinn.
Í júnílok var kannski full snemma fagnað fullnaðarsigri full í baráttunni við kórónaveiruna.
Það var skiljanlegt í ljósi skilgreininga á borð við "afnám allra takmarkana" og "Ísland eitt með grænan lit á Evrópukortinu", en núna, sex vikum síðar, er öldin önnur, Ísland að fara inn á rautt kort gagnvart útlöndum og rætt um að slaka ekki á takmörkunum.
Veirustríðið er og verður því í gangi áfram, jafnvel í tvö ár í viðbót, og margt af því sem við verður að etja, er þvi miður ekki á okkar valdi, enda eru aðildarþjóðir að hverju ferðalagi milli að minnsta kosti tvær.
![]() |
Litakortið að missa marks vegna bólusetninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2021 | 10:03
Engir þröskuldar varna því að kvarnist úr þingflokkum.
Hið miskunnarlausa ákvæði um 5 prósenta fylgisþröskuld á landsvísu átti 1999 af hálfu þáverandi fjórflokks að hamla gegn tilurð eins til þriggja manna þingflokka í kosningum.
Í kosningum síðari ára hefur hins vegar komið í ljós að vegna brotthlaups úr stórum þingflokkum hafa samt orðið til þingmenn utan flokka, sem hafa haft þau áhrif að3 lama "trausta" meirihluta á þingi. Um þá tilhneigingu til sjálfstæðrar tilveru á þingi gætu gilt þessar hendingar úr laginu "Djómenn íslenskir erum við:
Og þó að þrá þessi hamin sé
og tugtuð til og tamin sé
og þó með lurkum hún lamdin sé
hún alltaf leitar samt út.
Svo rammt kveður að þessu að´í fréttaskýringu um daginn var talað um að 32 þingmenn gætu ekki myndað meirihluta á þingi, sem er undarleg stærðfræði; 32 á móti 31.
Þannig hélt ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar út til enda kjörtímabils þótt meirihlutafylgi hennar væri enn tæpara og raunar líkara stöðu minnihlutastjórnar.
En við myndun núverandi borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík virðist það trix hafa virkað að hafa einum meirihlutann með einum fleiri flokkum en beinlínis þurfti.
Það þýðir að enginn flokkur í meirihlutanum er í algerri oddaaðstöðu og getur því ekki beitt þeirri hótun ef ósætti verður.
![]() |
Fjöldi flokka á þingi mun vega þungt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)