Ríkisstjórn flokkanna fjögurra inn og út í skoðanakönnunum.

Fyrir kosningarnar 2007 ríkti spenna varðandi það hvort þáverandi stjórnarflokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur gætu haldið áfram stjórnarsamstarfi. 

Alla kosningabaráttuna var mjótt á munum og svo mjótt var það á endanum, að Framsóknarflokkurinn tapaði svo miklu og stjórnarflokkarnir fengu samanlagt svo nauman meirihluta að þeir treystu sér ekki til að halda áfram. 

Og stjórnarandstöðuflokkarnir voru í naumum minnihluta. 

Niðurstaðan varð því stjórnarmynstur tveggja stærstu flokkanna, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. 

Núna virðst stjórnarflokkarnir eiga litla möguleika á að halda velli, hvað þá að ná tryggum meirihluta á þingi. 

Ef svo á að verða, yrði Björt framtíð og Samfylking að detta niður fyrir 5% þröskuldinn og fylgi þeirra þar með að detta dautt niður. 

Eins og 2007 getur stefnt í annað stjórnarmynstur en annað hvort núverandi stjórnarflokka eða núverandi stjórnarandstöðuflokka. 

Þetta verður spennandi. 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn fær 24,7% hjá MMR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Heimtur" Pírata geta ráðið úrslitum. Framsókn með í stjórn?

Það er þekkt fyrirbrigði á þeim tíma sem vandaðar skoðanakannanir hafa verið haldnar hér á landi að á vissum tímabilum helst flokkum misvel á því fylgi sem þeir fá í könnununum. 

Á tímabili gilti þetta um Sjálfstæðisflokkinn þegar hann hvað stærstur, og var í könnunum DV "leiðrétt" við þessu á þann hátt, að þær kannanir stóðust betur en kannanir Gallup. 

Fylgið, sem Píratar höfðu í síðustu kosningum benti til þess að það myndi skila sér mun betur ef kosið yrði með netkosningu heldur en á þann  hátt, að fylgismenn þyrftu að hafa fyrir því að fara á kjörstað. 

Núna er fylgi Pírata að vísu svo miklu meira en þá, að óvissa ríkir um það, hvort nýja fylgið sé með þessu einkenni. 

Ef svo er, og niðurstaða kosninganna verður sú að stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir fái ekki meirihluta verður samt dálítið erfitt fyrir Viðreisn að tryggja núverandi stjórnarflokkum áframhaldandi setu í ríkisstjórn. 

En vegna sterkrar stöðu Viðreisnar gæti orðið hugsanlegt að flokkurinn gæti stungið upp á vinstri-miðjustjórn þar sem Framsókn yrði með en jafnvel einhver fjórflokkanna úti. 


mbl.is Ný könnun sýnir Viðreisn í lykilstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Túrbínutrixið enn á dagskrá.

Í áraraðir hafa verið skiptar skoðanir um þá leið, sem Landsvirkjun og síðar Landsnet ætla leggja línuna. 

Deilan hefur ekki staðið í meginatriðum um línan skuli lögð, heldur hefur eingöngu verið beðið um að línan sé lögð eftir skaplegri leið og með miklu minni umhverfisáhrifum en á þeirri leið sem línulagningarmenn hafa hangið á eins og hundar á roði. 

Þetta kostar að vísu það að línan verði heldur lengri en krafist var, en miðað við, að um óafturkræf neikvæð áhrif er að ræða til allra framtíðar er sá kostnaður smámunir einir. 

Þessu hluti túrbínutrixisins, sem hefur átt að nota bæði á Kröflulínu og Þeystareykjalínu, er því enn í gangi, og áfram haldið við þá aðferð að keyra málið áfram af fyllstu óbilgirni og stilla andófsfólki upp við vegg og segja að það beri ábyrgð á töfum og aukakostnaði.

 

En þegar upphaflega túrbínutrixið var notað 1970 var sýnt fram á, að það voru virkjana- og túrbínukaupamenn sem höfðu keyrt málið áfram af fullu ábyrgrðarleysi og urðu að lokum að taka ábyrgð afleiðingunum af offorsi sínu.  


mbl.is Felldi framkvæmdaleyfi Þeistareykjalínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almennt orðuð viljayfirlýsing með varfærnislegu orðalagi.

Flokkarnir fjórir, sem sendu frá sér yfirlýsingu nú rétt áðan, áttu ágætt samstarf í stjórnarandstöðu á liðnu kjörtímabili og út af fyrir sig allt í lagi að lýsa yfir vilja til að halda slíku áfram.

Svipað gerðu Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur fyrir kosningarnar 1963, 1967 og 1971, og það lá fyrir fyrir kosningar 1995, 1999, 2003 og 2007, að Sjálfstæðisflokkur myndi halda áfrm þáverandi stjórnarsamstarfi ef úrslit kosninganna yrðu á þá lund. 

Í öllum þessum tilfellum höfðu kjósendur reynslu af stjórnarsamstarfi viðkomandi flokka á undangegnu kjörtímabili og gátu haft hliðsjón af því. 

Núna er hins vegar aðeins til að dreifa samstarfi flokkanna fjögurra í stjórnarandstöðu og samstarfið verður vandasamara ef til kastanna kemur, að þeir myndi stjórn, sem þarf að leggja fram og fylgja þessu eftir með stjórnarathöfnum og lagafrumvörpum. 

Ekki er nánara tilgreint í þessari yfirlýsingu í hverju framkvæmd viljayfirlýsingarinnar verður fólgin. 

Þess er gætt að nefna ekkert sem geti styggt neinn.

Ekki er til dæmis minnst orði á aðalmál Pírata að framkvæma vilja kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrármálið fyrir fjórum árum. 

Orðalagið "....kerfisbreytingar, skref fyrir skref..." er teygjanlegt.

Þetta er skiljanlegt þegar haft er eftir Katrínu Jakobsdóttur í Fréttatímanum að ný verkefni kalli á langtímahugsun. 

Einnig vill hún ekki taka í mál styttra kjörtímabil en fjögur ár. 

Vegna þess að stjórnmálaflokkar eru myndaðir utan um mismunandi áherslur og samstarf í stjórnmálum byggist á málamiðlunum vilja flokkarnir fjórir ekki styggja neina fylgismenn sína og þora ekki að láta nákvæmlega uppi fyrirfram í hverju samræming þessara sjónarmiða muni verða á endanum, ef til stjórnarsamstarfs þeirra kemur.

Viljayfirlýsingin er samt ákveðin skuldbinding, sem gerir þeim erfitt að víkja frá henni ef þeir fá meirihlutafylgi kjósenda í kosningum.   


mbl.is Valkostur við stjórnarflokkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bylting í samgöngum í aðsigi.

Eitt af því sem kom fram á fróðlegum fundi um umferðarmál og stöðu einkabílsins í fyrrakvöld mætti túlka með orðunum "bylting í aðsigi" þegar sjálfakandi bílar koma til sögunnar. 

Sumir hafa sagt, að sú bylting verði lítt minni en varð fyrir rúmri öld með tilkomu bíla, sem knúnir voru bulluhreyflum. 

Bylting sjálfakandi bílsins gefur möguleika á margfalt betri nýtingu bílaflotans en nú er þegar nýjar aðstæður og lagaumhverfi gefa fólki kleyft að komast hjá því að leggja út í þá miklu fjárfestingu, sem fylgir því að eiga og reka eigin bíl. 

Fólk notar þá farsímann til að hóa í lausan bíl, sem kemur sjálfur akandi og býður upp á ferðalag í samræmi við óskir og þarfir bílleigjandans. 

Líta má á nýja löggjöf um heimild til að leigja út einkabíla í gegnum sérstakar einkabílaleigur á netinu sem upphaf þessa nýja tíma. 


mbl.is Heimilt að leigja út heimilisbíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigur í réttum leik.

Deildakeppnin í knattspyrnu eru yfirleitt löng og ströng og leikirnir margir. Í bikarkeppni, þar sem hver leikur er úrslitaleikur út af fyrir sig, eru leikirnir hins vegar miklu færri. 

Þess vegna kemur sigur Manchester United yfir Manchester City tvöfaldur ávinningur: 

Sálræn uppörvun, einmitt þegar hennar þurfti mest við og hún kom á heppilegasta tíma. 

Taktisk hagstæð úrslit, þegar litið er yfir alla leiktíðina, af því að eitt tap í hinni löngu deildakeppni vegur ekki nærri eins þungt og vinningur í bikarkeppni.

Fróðlegt verður að vita hvernig Mourinho og lið hans vinnur úr þessu.  


mbl.is „Börðust fyrir stuðningsmennina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna þessir "flækjufætur"?

Áratugum saman hef ég undrast hvers vegna er þess krafist að sýningarstúlku gangi á himinháum og mjóum hælum með göngulagi, sem ég hef aldrei séð nokkurn vera með annars staðar en hjá sýningarstúlkum og keppendum í fegurðarkeppni, enda myndi flest venjulegt fólk detta á hausinn ef það gengi svona.  

Enda getur enginn komist neitt áfram af viti ef hann notar svona flækjufótagöngulag. 

Ef það er rétt hjá Örnu Ýr Jónsdóttur að harðar æfingar í ofangreindum fíflagangi í undirbúningi fegurðarkeppni hafi gengið svo nærri henni að hún hafi meiðst á ökklum og glímt við sársauka af þeim sökum verður undrunin enn meiri yfir þessum aðförum.

Að ekki sé nú talað um tilboð eiganda keppninnar um að "hagræða" útliti Örnu Ýrar með því að setja silikon í brjóst hennar.  


mbl.is Viðurkennir að hafa sagt hana of feita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægir þættir gleymast alveg.

DSCN7958 (1)Það ber að fagna því að öll þau framboð, sem geta samkvæmt skoðanakönnunum fengið þingmenn kjörna í komandi kosningum, hafa lýst sig fylgjandi rafbílavæðingu lands, sem býr yfir gnægð raforku, sem ekki er unnin úr jarðefnaeldsneyti. 

En þar að auki verður að nefna atriði, sem alveg gleymist, en það er væntanleg þurrð á jarðefnaeldsneyti jarðar á þessari öld, sem er ekki síðri ástæða til þess að huga að jafnrétti kyhslóðanna, að ein kynslóð hrifsi ekki skefjalaust til sín takmörkuð gæði frá komandi kynslóðum. Náttfari við Engimýri

Alveg gleymist að útskipti á orkugjöfum verða háð tækniframförum, og eins og tæknin er nú í gerð rafbíla, nýtast þeir langbest í notkun í borgum, en ekki eins vel úti á þjóðvegum. 

Uppgefið drægi á mest seldu rafbílunum nú er um 170 kílómetrar. En drægið minnkar mikið við það að ekið sé í lægri hita en 15 stigum, svo mikið, að stundum er það varla meira en 60% af uppgefnu drægi.

Við þetta bætist, að hraðhleðsla skilar ekki alveg eins miklu og venjuleg hleðsla, sem tekur lengri tíma.  Renault Twizy

Það þýðir, að sé ætlun manns til dæmis að fara fram og til baka á rafbíl milli Reykjavíkur og Akureyrar, þarf hann að stansa minnst tvisvar að sumarlagi til að hraðhlaða í ríflega hálftíma, sem er svo sem engin frágangssök.

En sé veður kaldara gætu þetta orðið þrjár eða jafnvel fjórar áningar.

Rafbílar eru líka dýrir og kolefnissporið vegna framleiðslu þeirra og förgunar stórt.

Ég hef í eitt og hálft ár fengist við það verkefni að finna leið til að minnka útblástur og eyðslu af völdum persónulegra ferða minna, ekki aðeins innan borgar, heldur einnig vegna viðfangsefna minna sem liggja víða um land.Léttir%2c ská aftan frá

Þrennt hefur aðallega hamlað:  

1. Kostnaður. Ég hef ekki efni á því að kaupa fjögurra milljón króna rafbíl, ekki einu sinni tveggja milljón króna örlítinn rafbíl eða nógu hraðskreitt rafhjól.

2. Hraði. Ef nauðsyn er að vera fljótur í ferðum innanbæjar, fer rafreiðhjól ekki jafnhratt yfir og bíll, nær í mesta lagi 20 kílómetra meðalhraða á klukkustund. Rafhjól, sem ná meiri hraða, eru dýr og drægið samt ekki nógu mikið. 

3. Drægi. Ef ferðin er lengri en ákveðin vegalengd, þarf að stansa og bíða eftir því að hægt sé að hlaða rafgeymana.Ódýrasta rafhjólið. Yahama EC

Ég hef legið undanfarin misseri í könnunum á samgönguflotanum, allt frá örlitlum samanbrjótanlegum hjólum upp í Tesla S og í ljós hefur komið, að ótrúlega miklum árangri má ná með því að gera það, sem raunar blasti við mér á unglingsárum, þegar fyrsti bíllinn sem ég eignaðist, var minnsti, einfaldasti, ódýrasti, sparneytnasti og umhverfisvænsti bíll, sem þá var fáanlegur, NSU Prinz.Suzuki Alto´2014

Fyrir tveimur árum fékk konan mín sér Suzuki Alto, sem á því augnabliki var sá bíll bílaflotans, sem var í senn ódýrastur og sparneytnastur.

Ég fór hins vegar þá leið, að öngla saman í 450 þúsund króna fjárfestingu, Honda PCX bensínknúið vespuhjól.

Hef nefnilega verið þeirrar skoðunar að sú leið að minnka farartækin, eyðslu þeirra og rýmisþörf á vegum og stæðum, sé bæði fljótlegust og einföldust. 

En það þýðir ekkert að vera að tala um þetta ef ekki liggur fyrir reynsla og sannanir.Honda PCX hjá Möðrudal. Kverkfjöll 

Þess vegna krækti ég í þetta hjól og eftir þriggja mánaða reynslu og 4500 kílómetra akstur liggur þetta fyrir:  

Vespuhjólið eyðir þrisvar sinnum minna innanbæjar en Súkkan og fjárfestingin er fjórum sinnum minni. Ég get farið um allt land jafnhratt og langt og ég væri á bíl.

Skrapp til að sinna erindum á Siglufirði á einum degi nú í september, fór af stað um morguninn og kom heim um kvöldið.

Er búinn að fram og til gaka milli Reykjavíkur og Egilsstaða jafnhratt og á bíl og ók hringinn þar með, en gætti samt fyllsta öryggis varðandi hvíld í 6 stundir á Egilsstöðum og áningu á Akureyri í 3 stundir.Tesla S, Gísli Gíslason, Ak

Bloggaði nokkra pistla og setti myndir og frásagnir á facebook á meðan á þessari ferð stóð. 

Nýr Yaris fellur í verði á fyrsta árinu um svipaða upphæð og hjólið "Léttir" kostar nýtt. 

Umhverfislegur kostur hjólsins er yfirgnæfandi og blasir við: 

2 hjól í stað 4. 

1 strokkur í stað 4. 

Átta sinnum minna rúmtak vélar. 

130 kíló í stað 1100. 

Þrisvar sinnum minni eyðsla og útblástur. 

Fjórum sinnum minna pláss/flatarmál á götunni.

Augljóslega minnsta kolefnissporið við framleiðslu og förgun.  

Það þarf ekki endilega 1300 kíló af stáli til að flytja 100 kíló af mannakjöti. 10 til 50 sinnum léttara farartæki nægir og hannaðir hafa verið smábílar, sem eru aðeins rúm 400 kíló en standast fyllstu öryggiskröfur. 

Með samræmdri notkun rafreiðhjólsins Náttfara og vespuhjólsins Léttis hefur þegar tekist að minnka útblástur og eyðslu hjá mér um 70%, og er þá tekin með í reikninginn, að auðvitað koma þau tilfelli þegar grípa verður í bíl í stað hjóls, annars væri minnkunin vel yfir 80%.

Eftir eins og hálfs árs reynslu af notkun rafreiðhjóls og vespuhjóls hefur komið í ljós að mótbáran um að slæm veðrátta hamli, er stórlega ýkt. 

Mótbáran um að þetta sé ekki á allra færi líkamlega séð er líka stórlega ýkt fyrst ósköp venjulegur elliborgari á 77. aldursári getur rúllað hringinn á rúmum sólarhring eða skroppið til Siglufjarðar, rekið þar erindi sín og komið til baka sama daginn.

Þess má geta að rafhjólið á myndina fyrir ofan myndina af Altonum, er ódýrasta rafhjólið, sem ég hef fundið á þýska markaðnum, Yahama EC, býðst fyrir 2555 evrur og nær 45 kílómetra hraða.

Myndi líkast til kosta í kringum hálfa milljón hér heima. 

Dýrustu rafhjólin á markaðnum, svo sem hið bandaríska Zero, kosta tíu sinnum meira, ná meira en 160 kílómetra hraða og hafa allt að 300 kílómetra drægi. 

Á neðstu myndinni af Létti er horft í átt til Möðrudals með Kverkfjöll við sjóndeildarhring.

Neðsta myndin er tekin úr ferð á Teslu S hringinn, sem tók 30 stundir í fyrra.

Léttir fór hringinn á 31 klst.  

 

 

 


mbl.is Hver er stefnan um framtíð jarðar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmi um gullgrafarahugsunarháttinn.

Eftir að búið var að tala niður alla aðra möguleika til "atvinnuuppbyggingar" hér á landi aðra en stóriðju fyrsta áratug þessarar aldar, og það nefnt "eitthvað annað" í háðungarskyni, tók Eyjafjallajökull sig til og gaus með þeim afleiðingum að það truflaði samgöngur um allan heim. 

Þá virtist endanlega úti um Ísland og orðstír landsins að fljótfærnislegum dómi margra. 

En þvert á móti reyndist þetta eldgos upphafið að eins konar gullæði fyrir landann í formi flóðs af erlendum ferðamönnum í krafti þess, að loksins fékk Ísland þá kynningu sem "land like no other" eins og stendur í vandaðri mynskreyttri fræðibók um 100 stór undur veraldar. 

Bílaleigujeppinn svonefndi í Mývatnssveit, sem kannski ætti frekar að kalla bílapartajeppa, er eitt fjölmargra dæma um gullgrafarahugsunarháttinn sem hefur gripið svo marga í ferðamannaflóðinu. 

Annað dæmi um hann einmitt þessa dagana er það ófremdarástand, sem myndast hefur á þeim fjölmörgu stöðum í Reykjavík, þar sem hvers kyns hótel og gististaðir hafa sprottið upp eins og gorkúlur án þess að hugað hafi verið að nauðsynlegu aðgengi eða aðstöðu til að koma ferðamönnunum til og frá gististaðnum.

Á fróðlegum fundi um umferðarmál, sem ég sat í gærkvöldi, kom meðal annars fram að á næsta aldarfjórðungi muni íbúum Reykjavíkur fjölga um 70 þúsund.

Ég greindi fundarmönnum frá persónulegum ráðstöfunum mínum til að minnka bensíneyðslu og útblástur vegna ferða minna í borginni og út um allt land um 70% nú þegar.

Einnig hefur það rými, sem hjólin mín, rafreiðhjól og bensínknúið vespuhjól, taka í gatna- og vegakerfinu, minnkað um 80%.

Ég minntist líka á það hvernig austrænar þjóðir, svo sem Japanir og Tævanir, hafa gert ráðstafanir, Japanir um áratuga skeið, en Tævanir nú nýlega, til þess að minnka umfang og sóun vegna samgöngutækja sinna.

Þetta virtist koma fundarmönnum mjög spánskt fyrir sjónir.  


mbl.is Ekki skráður sem bílaleigubíll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var enginn stjórnarsáttmáli fyrirfram 1963, 67, 71, 95, 99, 2003 eða 07.

Það var yfirlýst stefna Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks fyrir kosningarnar 1963, 1967 og 1971 að þeir myndu starfa saman eftir kosningar ef þeir fengju meirihluta í þeim. 

Aldrei lá fyrir neinn stjórnarsáttmáli fyrir þessar kosningar. 

Svipað var uppi á teningnum hjá Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki 1995 og hjá Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki l999, 2003 og 2007, að enginn fyrirfram niðurskrifaður stjórnarsáttmáli var til fyrirfram, en í flokkarnir héldu áfram eftir kosningarnar í þeim tilfellum þegar þeir höfðu traustan meirihluta. 

Sá meirihluti var svo tæpur 1995 og 2007, að Sjálfstæðismenn ákváðu að leita annað til að mynda meirihluta. 


mbl.is Enginn sáttmáli fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband