Næsta skref aðgerðarinnar "Orkuskipti - koma svo!"

Í fyrrahaust greindi ég frá því að draumur minn væri að innleiddur yrði í íslenska bílaflotann "rafbíll litla mannsins".

Renault Twizy, facebook

Ég nefndi Renault Twizy sem dæmi um slíkan bíl, þennan sem er á efstu myndinni hér á síðunni.

Skömmu síðar kviknaði hugmynd um að það fyrsta sem yrði gert á slíkum bíl, yrði að aka honum í kringum landið og vekja með því athygli á honum.  Sðrli, Bakkasel

Ýmislegt tafði fyrir þessu, fjárskortur og fleira, og þá breyttist hugmyndin í að fara á reiðhjóli með rafknúinni hjálparvél kringum landið og fara samtímis hringinn á rafbíl í fullri stærð.

Þegar ég ræddi þetta við Gísla Gíslason hjá Even kom í ljós að honum hafði dottið hið sama í hug varðandi dýrasta og öflugasta rafbílinn af gerðinni Tesla S og að sett yrði hraðamet, því að þegar árið 2006 hefði rafbíl verið ekið allan hringinn í fyrsta sinn.

Úr varð hugmynd um samræmda aðgerð, þar sem Gísli æki hringinn rangsælis, en jafnframt yrði fyrstu ferð rafknúins hjóls milli Akureyrar og Reykjavíkur stillt þannig upp að bæði faratækin ækju samtímis í mark í Reykjavík.Tesla S, Gísli Gíslason, Ak

Tafir í tilraunum með rafhjól seinkuðu þeirri ferð og Gísli setti hraðametið 20. júlí sl., 30 klukkustundir, en rafhjólinu Sörla var ekið frá Akureyri til Reykjavíkur dagana 18-19. ágúst.

Þessi tvð farartæki eru á sitt hvorum enda flóru rafknúinna farartækja, annars vegar þeirra léttustu og ódýrustu, reiðhjóla með hjálparvél, og hins vegar öflugasti rafbíllinn, Tesla 2, og það er dæmi um þá möguleika til framfara sem eru í öllum stærðum rafknúinna farartækja.

"Rafbíll litla mannsins", hin upprunalega hugmynd undir heitinu "Orkuskipti - koma svo!" , hefur fengið á sig skýrari blæ eftir rafhjólsferðina en þessi upprunalega hugmynd fólst í því að bíllinn væri það léttur, að hægt yrði að knýja hann með sams konar rafhlöðum og minnstu rafhjólin, en það gæfi möguleika á að skipta út rafgeymum á ferðalögum í stað þess að tefjast við að hlaða þá.

Slík skipting gæti farið fram á bensínstöðvum olíufélaganna á svipaðan hátt og þegar skipst er á gaskútum, afhentur tómur gaskútur og fullur fenginn i´staðinn.

Minnstu raunhæfu rafbílar litla mannsins, sem núna koma til greina eru Renault Twizy og IMA Colibri.

Twizy er tveggja sæta og um 550 kíló en Colibri verður aðeins 440 kíló þegar hann á að komast í framleiðslu á næsta ári.

Í akstri á bílum innanbæggja eru aðeins að meðaltali 1,1 maður í bíl og því ætti eitt sæti að vera alveg nóg.

Gallinn við Twizy og rafbíla yfirleitt er sá að rafgeymarnir eru undir gólfinu, erfitt að komast að þeim og bíllinn verður hærri en ella og farþegar sitja hærra.Colibri

Colibri er hins vegar nákvæmlega eins hannaður og draumabílar, sem ég hef verið að teikna síðustu 55 ár: Maðurinn situr eins neðarlega í bílnum og hægt er, líkt og í kappakstursbíl, og vél og drif eru fyrir aftan hann.

Rafgeymum er raðað meðfram manninum sitt hvorum megin við hann og hann fer inn í bílinn og út úr honum með því að stíga yfir þröskuld i gegnum einar dyr, sem ppnast upp.

Colibri er með tveggja þrepa sjálfskiptingu, nær 120 kílómetra hraða og er innan við 10 sekúndur úr kyrrstöðu upp í hundraðið.colibri rafbíll

Það þyrfti að flytja einn slíkan bíl inn í byrjun og prófa hann og rannsaka, en síðan að hanna léttari og betri bíl, þar sem rafhlöðurnar yrðu svipaðar og í rafreiðhjólunum og auðveldlega útskiptanlegar.

Ef þyngdinni á "rafbíl litla mannsins" er náð úr 440 kílóum niður í 340 er björninn unninn og hægt að fara á slíkum bíl milli Reykjavíkur og Akureyrar á 5-6 klukkustundum fyrir 2-300 krónur í stað minnst 4000 þúsund króna á bíl knúnum jarðefnaeldsneyti.

Og orkan auk þess alveg hrein.

Danir eru um þessar mundir að endurmeta þá möguleika, sem stóraukin notkun rafhjóla getur gefið til að minnka útblástur og orkukostnað.Colibri, aftan frá

Segja að möguleikarnir hafi verið stórlega vanmetnir fram að þessu.

Framleiða orkuverin, sem Danir frá orku frá, þó að stórum hluta orku fengna úr jarðefnaeldsneyti.

En engu að síður verður heildarmengunin miklu meiri ef hún kemur frá hverjum bensínbíl fyrir sig en frá orkuverinu í gegnum rafbíla.  


mbl.is Anna ekki spurn eftir Kia Soul EV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sektaðir á möl en ekki á grasi.

Eitthvað hafa sektirnar á bílunum, sem lagt var við BSÍ verið misvísandi og handahófskenndar.

Í frétt segir að bílarnir á grasblettinum hafi verið sektaðir, en þar sem ég gekk þarna í gegn nú rétt áðan, voru ekki sektarmiðar á þeim bílum, sem stóðu á grasblettinum næst götunni norðan megin, heldur á bílum sem stóðu á möl beint á móti sunnanmegin. 

Var ég einmitt að undrast þetta sérkennilega mat á aðstæðum, að verra væri talið að bílar stæðu á möl en á grasi.  

 


mbl.is Sektaðir fyrir að leggja hjá BSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunveruleikinn.

Fyrir nokkrum árum ákvað kennari í vestfirskum grunnskóla að spyrja börnin, hvað væri það dýrmætasta sem Ísland ætti. 

Það varð smá þögn, en þá rétti eins stúlka í bekknum upp höndina. 

Kennarinn endurtók spurninguna og stúlkan svaraði: "Pólverjarnir". 

Bragð er þá barnið finnur. 

Það eru raunar orðin allmörg ár síðan manni brá í brún við að koma niður að vestfirskum höfnum. 

Við sumar þeirra unnu að mestu leyti útlendingar og það blasti við að byggðin myndi hrynja, ef þetta erlenda fólk ynni ekki grundvallarstörfin að stórum hluta.

Svipað á við á mörgum stöðum og sviðum í þjóðfélagi okkar. Það er raunveruleikinn.  

Á einstaka sviðum verður hins vegar að gera kröfur til að íslenskumælandi fólk vinni, til dæmis á viðkvæmum stöðum í heilbrigðiskerfinu. 

Sömuleiðis verður að gera lágmarkskröfur til þess að starfsfólk í lykilstöðum tali íslensku. 

Dæmi: Ég hringdi nýlega í móttöku fíns hótels í miðborg Reykjavíkur, en sá sem svarar í síma og tekur á móti fólki í móttöku hvers hótels er andlit hótelsins og lykilmanneskja í samskiptum þess við viðskiptavini. 

Þessi lykilmaður hótelsins kunni ekki orð í íslensku heldur krafðist þess að töluð væri enska. 

Maður er útlendingur í eigin landi ef svona slappleiki og virðingarleysi gagnvart þjóðtungunni er látinn líðast.  


mbl.is Ísland vantar vinnandi hendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðlingaölduveita rangt metin og rangnefnd.

Norðlingaölduveita er rangt metin og rangnefnd og mikil blekking í gangi varðandi hana. Í fyrsta lagi er nafnið haft þannig að hinu rétta eðli virkjunarinnar er leynt. 

Það er ekki verið að virkja Norðlingaöldu, enda eru hólar og hæðir ekki virkjaðar neins staðar.Kjálkaversfoss

Hið rétta eðli hennar er að taka vatn af löngum kafla í efsta hluta Þjórsár og veita því yfir í Þórisvatn.  Með því er vatn tekið af þremur stórum fossum í ánni, og eru tveir þeirra á stærð við Gullfoss.  

Myndirnar eru af tveimur hinum efstu af þessum þremur fossum, Kjálkaversfossi og Dynk. 

Virkjunin ætti því að heita Þjórsárfossavirkjun, rétt eins og að Urriðafossvirkjun heitir því nafni en ekki nafni næsta bæjar eða hæðar, svo sem Þjórsárholtsvirkjun. Dynkur, neðri hluti

Ljósafossvirkjun, Írafossvirkjun og Skeiðsfossvirkjun heita réttum nöfnum, sem voru gefin á þeim tíma sem menn voru ófeimnir við að segja í hverju virkjanirnar fælust.

Sá faghópur, sem mat gildi Þjórsár á svæðinu, sem nú er nefnt áhrifasvæði Norðlingaölduveitu, komst að þeirri furðulegu niðurstöðu að svæðið hefði nánast ekkert gildi fyrir ferðamennsku vegna þess að þar væru svo fáir ferðamenn á ferli núna!

Ef samræmi hefði átt að vera í matinu, hefði þá átt að meta gildi þess sem virkjunarsvæðis á núll krónur, af því að þar væri ekki nein virkjun núna.

Í mati þessa faghóps var forðast að rannsaka hvað bætt aðgengi að fossunum gæti gefið ferðaþjónustunni miklar tekjur.

Í engu var sinnt þeim möguleika að viðhafa svonefnd "skilyrt verðmætamat", sem beitt hefur verið sums staðar erlendis og því síður virtist þessi faghópur hafa frétt af þeirri skoðun, sem nýtur vaxandi fylgis, að það eitt að vitað sé um náttúrugersemi, geri hana verðmæta þótt fáir ferðamenn sjái hana.

Ef þarna hefði verið unnið eftir nútímalegum aðferðum er ljóst að Þjórsárfossavirkjun hefði ekki orðið hagkvæmasti kosturinn eins og tönnlast er á.  


mbl.is Hagkvæmasti kosturinn ekki metinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þokkalega gáfulegt þetta.

Það er þokkalega gáfulegt hjá okkur Íslendingum að láta þá stefnu, að veiða hvali á sama svæði og fólk kemur tugþúsundum saman að úr heiminum til að sjá lifandi hvali, leiða til þess að það eina sem þetta fólk má eiga von á er að sjá hvalveiðiskip draga hvalhræ á eftir sér. 

Af fréttum um þetta að dæma, virðast spár og aðvaranir hvalaskoðunarfyrirtækjanna vegna fælingaráhrifa hvalveiðanna á hvalinu vera að sannast. 

Benda má á að nýjustu rannsóknir á erfðum benda til að reynsla manna erfist til afkomendanna og að svipað fyrirbæri kann að hafa valdið því, þegar hér var engin hvalveiði, að hvalir urðu gæfari en áður. 

Á sama hátt kann reynslan af veiðunum að skila sér þannig á milli kynslóða hvala að þeir verði styggari, og það kippir fótunum undan þeim milljarða tekjum sem hvalaskoðunin gefur. 

Þar að auki fer hvölum nú fækkandi samkvæmt rannsóknum, þannig að gamla klisjan um nauðsyn þess að veiða þá til þess að þeir eyði ekki fiskistofnum gildir ekki lengur. 

Þegar bornir eru saman hagsmunir íslenskra hvalaskoðunarfyrirtækja sem draga 200 þúsund ferðamenn til landsins og hagmunir hvalveiðimanna blasir við himinhrópandi munur. 

Utanríkisráðherra segist hugsi út af því að eindregin andstaða annarra ríkja gegn hvalveiðum hafi átt þátt í því að Íslendingar eru að hrekjast úr þátttöku í bráðnauðsynlegu samstarfi á norðurslóðum og jafnvel víðar vegna hvalveiðanna. 

En meira virðist ráðherrann ekki þora að segja um tjónið, sem hvalveiðarnar valda, hvernig sem á því stendur.

Spurning Bubba Morthens, "er nauðsynlegt að veiða þá?" virðist í fullu gildi.

Þokkalega gáfulegt að veiða hvali úr minnkandi hvalastofnum og valda með því skaða á mörgum sviðum.   


mbl.is Sáu bara dauða hvali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ófrávíkjanleg regla í hnefaleikum.

Það er talin ófrávíkjanleg regla í hnefaleikum að dómarinn, viðstaddur eftirlitslæknir, þjálfari og aðstoðarmenn hnefaleikara eigi að setja líf og heilsu hnefaleikarans ofar öllu öðru. 

Þótt hnefaleikar séu þannig íþrótt að þetta sé augljóslega mjög mikilvægt, gildir það sama um allar íþróttir. 

Óteljandi eru þeir hnefaleikabardagar, þegar dómarinn hefur kallað lækni til, til þess að líta á meiddan leikmann til að úrskurða um bardagahæfni hans og ástand, og eftir það stöðvað bardagann. 

Um nokkurra ára skeið var það rauðhærð kona, læknir af íslenskum ættum, sem stöðvaði nokkra bardaga, en leyfði líka áframhald í öðrum, þar sem skurðir í andliti voru enn ekki orðnir það alvarlegir að hennar dómi, að ástæða væri til að stöðva bardagann. 

Í mörgum bardögum skoðaði læknir sama manninn í hverju hléi milli bardagalotanna, og ótal dæmi eru um það að dómari hafi stöðvað bardaga í miðri lotu og gert hlé, en eftir að hafa ráðfært sig við tilkvaddan lækni, leyft keppendum að berjast áfram það sem eftir var lotunnar.

Þegar það hefur gerst að dómari hefur stöðvað bardaga of seint hefur það þótt mikil hneisa.

Og síðan hafa komið fyrir tilfelli, þar sem dómari hefur verið talinn aðeins of fljótur á sér, en það er litið mun skilningsríkari augum.  

Bæði Muhammad Ali og Joe Frazier urðu að sætta sig við það á ferli þeirra, að þurfa að hætta keppni og klára ekki allar fyrirhugaðar lotur, vegna þess að þjálfarar þeirra leyfðu þeim ekki í hléi á milli lota að fara inn í næstu lotu. 

Eddie Futch, þjálfari Fraziers, skoðaði Frazier ásamt eftirlitslækni í horninu eftir 14. lotu í bardaga hans við Ali 1975, "Thrilla in Manila", og sá Futche, að Frazier sá ekkert lengur með öðru auganu og var að missa  sjónina líka á hinu, svo bólginn var hann. 

Í síðari hluta lotunnar hafði Ali geta raðað inn hverju högginu á fætur öðru, alls á annan tug án þess að Frazier kæmi vörnum við. 

Hinum megin í sínu horni sat Ali, og var á barmi þess að falla saman örmagna. Sagði eftir bardagann að þetta hefði verið það næsta, sem hægt hefði verið að komast dauðanum sjálfum.

Á þessum tímapunkti hefði Angelo Dundee, þjálfari Alis, getað beðið dómarann um að stöðva bardagann, en sá útundan sér að ástandið var jafnvel öllu verra í horni Fraziers, - þar var trúnaðarlæknirinn, - Frazier var að verða alveg blindur, og beið því eftir því að biðja um stöðvun þar til að bjallan glymdi.

Futch sagði við Frazier í horni hans að hann vildi stöðva bardagann.

"Já, en þrái svo heitt að halda áfram," andmælti Frazier.

Svar Futch varð fleygt: "Vinur minn. Mundu að eftir þennan bardaga mun frammistaða ykkar beggja verða í minnum höfð"og bað dómarann um að stöðva bardagann.

Þegar bardaginn var stöðvaður og Ali úrskurðaður sigurvegari, féll hann alveg saman í horni sínu og gat sig hvergi hreyft eða mælt orð frá vörum. 

 

Þessi bardagi er talinn mesti hnefaleikabardagi allra tíma.

Í bardaga Alis við Larry Holmes 1980 lét Dundee stöðva bardagann eftir 10. lotuna þótt Ali vildi óður halda áfram.

Dundee mat líf og heilsu Alis meira en stolt hans.  

 


mbl.is Enn er Mourinho gagnrýndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkilegt á öld tækninnar.

Merkilegt má heita á öld hvers kyns tækni að hægt sé að skora mark eins og það sem réði úrslitum í leik Liverpool og Bournemouty sl. mánudag. 

Maðurinn sem boltanum var spyrnt í áttina til utan af vinstri kanti var svo áberandi kolrangstæður að það er beinlínis óvenjulegt, eins og sést vel á kvikmyndinni af atvikinu. 

Margsinnis hefur bent á þann möguleika að við hliðarlínu geti dómarar eða línuverðir litið á mynd af einstökum atvikum, ef vafi leikur á um þau. 

En þessu hefur verið hafnað með ýmsum rökum, svo sem þeim að dómarar og línuverðir séu hluti af umhverfinu, sem leikið er í, rétt eins og vindur, ójöfnir á leikvelli, blautur og sleipur völlur o.s.frv. og að með notkun svona tækni sé verið að eyðileggja stemninguna. 

Á HM síðast var þó aðeins slakað á kröfunum um að viðhalda frumstæðum aðferðum þegar sérstök myndavél og tölvutækni voru notuð til að skera úr um vafa á því, hvort bolti hefði farið allur yfir marklínuna eða ekki. 

En það hlýtur að vera hægt að ganga aðeins lengra og hætta að ríghalda í gamaldags aðferðir, sem geta orðið til þess að eyðileggja leikinn miklu meira en það að dæma leikinn sem best. 


mbl.is Sigurmark Liverpool ólöglegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Fuglar í skógi" og græðgi.

"Fuglar í skógi" voru orð sem duttu út úr Bjarna Benediktssyni, þegar rætt var um hin stórkarlalegu loforð Sigmundar Davíðs um 3-400 milljarða sem myndu detta úr höndum "hrægammanna" í hendur íslenskra kjósenda eftir kosningar ef Framsóknarmenn yrðu kosnir.

Nú er liðin rúm tvö ár síðan þessi ummæli voru sögð og skuldaleiðréttingaaðgerðirnar, sem gerðar voru í fyrra, byggjast enn að mestu á því að skattgreiðendur muni á endanum borga fyrir þær, en fólkið, sem fékk leiðréttingarnar, eru jú skattgreiðendur.

Öll hagvaxtarskeið hér á landi hafa orðið skammvinn og oftast var sagt að þau hefðu endað harkalega af ófyrirsjáanlegum ástæðum.

En þegar þau eru skoðuð nánar má sjá, að niðursveiflan eftir þau var í öllum tilfellum fyrirsjáanleg. 

 

Eyðslufíkn okkar olli því að á eftir hinum mikla uppgangi vegna stríðsframkvæmda 1940-45 skall á kreppa haustið 1947 sem entist út að Viðreisnarárunum, sem hófust 1960.

Aftur kom hagvaxtarskeið 1961-1967, sem að mestu var knúið áfram af gengdarlausri síldveiði Íslendinga og Norðmanna sem olli hruni stofnsins og færði okkur erfið ár eftir 1967.

2002 hófst hagvaxtarskeið sem knúið var áfram að stórfelldri árás á íslenska náttúru, meðal annars í rányrkju stórra jarðvarmavirkjana á Suðvesturlandi og framkvæmdum við Kárahnjukavirkjun, sem lauk 2008, en lok slíkra framkvæmda þýða, að allir sem fengu atvinnu við þær, missa vinnuna.

Það sama ár hrundi síðan spilaborg hinnar hrikalegu bankabólu og hörð ár tóku við.

Nú er enn eitt hagvaxtarskeiðið hafið vegna hundruða milljarða innspýtingar stórvaxtar ferðaþjónustu, og hugsunarhátturinn um að græða sem mest og trúa á endalausan hagvöxt, virðist ekkert hafa breyst, þótt dæmin frá 1947, 1967 og 2008 blasi við.

Við virðumst ekki geta lært neitt af máltækjunum að ganga hægt um gleðinnar dyr, að ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið eða að öll dýrðin framundan geti verið "fuglar í skógi." 

 


mbl.is Langt vaxtarskeið er hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikurinn er það fyrsta sem er drepið í stríði.

Þrátt fyrir vopnahléssamkomulagið í lok Kóreustríðsins 1953 er formlega í gildi stríðsástand á milli ríkjanna því enginn friðarsamningur hefur verið gerður. 

Það er orðtak að sannleikurinn sé það fyrsta sem er drepið í stríði en slík er áþreifanleg raunin í samskiptum Kóreuríkjanna, því að nýjasta yfirlýsing hins firrta leiðtoga Norður-Kóreu er sú, að þagga verði niður í "áróðri" Suður-Kóreumanna við landamæri ríkjanna eða öllu heldur vopnahléslínuna. 

Nú er það svo að áróður er oft byggður á ósönnum fullyrðingum og því illur í sjálfu sér ef gengið er langt í lyginni. En varðandi mismuninn á ástandinu í Norður-Kóreu og Suður-Kóreu þarf ekki annað en að segja sannleikann, og honum eru ráðamenn Norður-Kóreu sárreiðastir. 

Eitt besta dæmið um það að sannleikurin sé það fyrsta er drepið í stríð eru örlög Jesú Krists. 

Svar hans við lykilspurningu Pílatusar um það, hvaða erindi Kristur væri að flytja, - að hann væri "kominn til að bera sannnleikanum vitni" kostaði hann lífið á krossinum.  


mbl.is N-Kórea undirbýr stríð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að rýja kindina í stað þess að flá hana.

Góður bóndi lætur sér nægja að rýja kindur sínar í stað þess að flá þær, að tryggja vellíðan þeirra í stað þess að ganga of hart að þeim. 

Þetta gildir líka á markaðnum. Góð viðskipti byggjast á því að báðir aðilar séu ánægðir og telji sig hafa hagnast enn ekki bara annar aðilinn. 

Þetta skynja forráðamenn IKEA og einnig það, að of miklar verðhækkanir koma öllum í koll, ekki bara neytendum og viðskiptavinum, því að með hækkun vöruverðs hækkar vísitalan, skapar óánægju hjá launþegum og kallar á auknar kröfur um kauphækkanir. 

Nú er rétti tíminn til að standast freistingar um miklar verðhækkanir, sem gefa stundarhagnað en valda tjóni þegar til lengri tíma er litið.  


mbl.is Markaðurinn tók undir með IKEA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband